Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 8
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:®68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verðúlausasölu 140krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfreisis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík______________________ Hröma limimir? Borgarlæknirinn í Reykjavík, Skúli G. Johnsep, ritar grein um máiefni dreifbýlisins í nýjasta tölublað „Útvarð- ar“, sem er málgagn samnefndrar byggðahreyfingar. Læknirinn segir: „Það er eins um þjóðarlíkamann og mannslíkamann, að ef einn limurinn hrörnar bíður allur líkaminn tjón. Þetta er Ijóst í læknavísindum, en síður í stjórnvísindum." Tilefni þessarar læknisskoðunar á byggðastefnu stjórnvalda eru lögin um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem koma til framkvæmda innan skamms. Gagngerastar verða breytingarnar á sviði heilbrigðis- mála, þess málaflokks sem einna mest hefur vaxið á undanförnum árum. Niðurstaða borgarlæknis er sú, að yfirtaka ríkisins á heilbrigðisgeiranum að mestu leyti þýði jafnframt að byggðavald minnki, en ríkisvald og miðstýr- ing aukist, nema ákveðnar aðgerðir sem hann nefnir, komist í verk. Skúli G. Johnsen segir: „Hér á landi er vægið á móti ríkisvaldinu alltof veikt... Styrkjaskipulagið sem svo má nefna grefur undan sjálfstæðinu og veikir sjálfsbjargarmáttinn.“ Borgarlæknir vísar hér til þess, að landsbyggðarmenn hafa til skamms tíma þurft að sækja ákvarðanir og fjár- magn í smæstu viðfangsefnum til Reykjavíkurvaldsins, eins og það er nefnt. Hann setur síðan fram hugmyndir um heilbrigðismálaskrifstofur læknisumdæmanna, sem raunhæft dæmi um flutning ríkisstofnana út á land og fjölgun atvinnutækifæra þar. Hér er hreyft athyglisverðri hugmynd. Einmitt vegna stærðar heilbrigðisgeirans, sem nú telur 142 stofnanir, og dreifingar verkefnanna um allt land, er mjög eðlilegt fyrir byggðahreyfingar að beina athygli sinni og kröftum að þessum þætti stjórnsýslu og þjónustu. Þar eru veruleg líkindi til að árangur geti náðst. Ekki er hér verið að hvetja til þess að sveitarstjórnir taki á nýjan leik við rekstrinum, heldur er þetta gullvægt tækifæri til að dreifa ríkisrekstrin- um um landið. Borgarlæknirinn í Reykjavík telur að hag- kvæmni aukist vegna þekkingar heimamanna á aðstæð- um og endar mál sitt á þennan hátt: „Það mun jafnframt er tímar líða, verða hagkvæmasta lausnin fyrir skattborgar- ana“. Meðan Rómaveldi hið forna var að hrynja vegna ytri aðstæðna, skorti marga heildarsýn og töldu þeir meinið liggja í því að lagasafni Rómverja væri áfátt. En staða ríkisins hélt áfram að versna, þrátt fyrir ótal snilldarlega lagabálka. Hið sama er uppi á teningnum á okkar dögum. Varasamt er að treysta því að lagabálkar og reglugerðir tryggi æskilegustu þróun eðafyrirkomulag mála. Baráttu- mönnum hérlendis fyrir þriðja stjórnsýslustiginu er líka að verða æ betur Ijóst, að völd og atvinna fylgja fjármagninu. Þeir sem ráðstafa peningum, hafa um leið í hendi sér stöðu byggðarlaga og landshluta. Loks eru ytri aðstæður, eins og hagur þjóðarbús og skilyrði utanríkisviðskipta, langtum öflugri áhrifavaldar en samþykktir mannfunda innanlands. Sigurður Helgason, fyrrum sýslumaður, er einn grein- ahöfunda tímaritsins Útvarðar, og birtir nú fyrstu niður- stöður sínar úr rannsókn sem hann hefur með höndum á byggðaþróun og stjórnsýslu á Norðurlöndum. Furðu fátt er til af yfirlitsefni um þennan þátt þjóðlífsins, hvað þá samanburð við Norðurlandaþjóðir, sem hafa um margt samstofna löggjöf og við. Leif Grahm, sem stjórnaði Byggðastofnun Danmerkur um langt skeið, hefur bent á, að um 1970 skilji leiðir með íslendingum og öðrum Norðurlandabúum hvað stjórn- sýslu varðar. Hann skilgreinir það raunar þannig, að við höfum sofnað á verðinum. Hér voru ekki gerðar þær kerfisbundnu ráðstafanir í Ijósi þjóðfélagsþróunarinnar, sem leiddu til valddreifingar og sjálfsstjórnar byggðanna hjá Dönum, Norðmönnum, Svíum og Finnum. Höfum við efni á að láta byggðirnar, eina af annarri, hrörna eins og limina sem borgarlæknirinn í Reykjavík minntist á, eða getum við varist með því að fylgja fordæmi bræðraþjóð- anna? Byggðasamtökin Útvörður eiga þakkir skildar fyrir að halda umræðunni um þessi mál á jafn faglegum grunni og raunin er. _______________ÓHT Guðmundur Elías Stefánsson, Elsa Nielsen, Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Karl Olgeirsson og Heiðrún Anna Björnsdóttir í hlutverkum sínum í myndinni Leikur að eldi. Aðrir leikarar eru Halldóra Anna Hagalín, Gunnar Ómarsson, Brynhildur Guðmundsdóttir og Jökull Sigurðsson. Leikur að eldi Stuttmynd um unglinga og vímuefnaneyslu Leikur að eldi heitir stutt mynd sem fjallar um unglinga og vímuefnaneyslu sem nefnd um áfeng- isvarnir og menntamálaráðuneytið hefur látið gera. Handritið gerði Gerður Gestsdóttir en hún vann 1. verðlaun í handritasamkeppni meðal grunn- og framhaldsskólanemenda sem efnt var til fyrr á þessu ári. Forsaga þessa máls er sú að þegar lög um áfengan bjór voru samþykkt á Alþingi var jafnframt ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem vinna skyldi að fræðsluefni fyrir börn og unglinga um vímuefna- neyslu. Ákveðið var að efna til handritasamkeppni meðal unglinga og bárust alls um 150 handrit í keppnina. Myndin er 4 mínútna löng, 9 ungmenni leika í henni en alls unnu um 100 manns við gerð hennar. Myndin er ætluð til sýningar í sjónvarpi og á undan myndum í kvikmyndahúsum og á myndböndum. Leikstjóri myndarinnar er Hilmar Oddsson sem jafnframt samdi tónlistina í myndinni. iþ Galdur nafna Athugasemd og viðbót „Kollubani var umdeilt upp- nefni Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra og áður lögreglu- stjóra í Reykjavík". Svo segir í Helgarblaði Þjóðviljans. Ég lít svo á, að ekki hafi verið um upp- nefni að ræða, enda skammaðist íhaldið sín fyrir „Kollumálið" eftir að dómur hæstaréttar sýkn- aði Hermann af öllum ákærum. Máli mínu til stuðnings er eftir- farandi Fatageymsla þingmanna í Al- þingishúsinu, var af þeim nefnd, „Svanastaðir", vegna þess, að stúlkurnar tvær, sem önnuðust móttöku og afgreiðslu á yfir- höfnum þingmanna hétu báðar sama nafni: „Svanhildur" (eða „Svandís"). Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, þá skrifstofustjori Alþingis átti tillögu um að þing- menn reyndu með sér, um hver gæti gert bestu vísuna til Svan- anna á „Svanastöðum". Þeir féll- ust á það, með því skilyrði þó, að hann tæki að sér dómarastarfið, og hann undirgekkst þá kvöð. Flestir þingmanna tóku þátt í leiknum. Dómari: úrskurðaði vísu Her- manns Jónassonar besta, en hún var svona: „Allt mitt líf er eintóm leit, að einum villtum svani. En ég er einsog alþjóð veit, aðeins „kollu“-bani“. Hermann gerir góðlátlegt grín að þessari tilraun íhaldsins, til að koma honum fyrir kattarnef, sem lögreglustjóra og stjórnmála- manni. Hjörtur Sigurðsson Akureyri Helgarveðrið 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ • Föstudagur 15. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.