Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 9
Sjötta bindi ritsins íslensk þjóðmenning komin út Munnmenntir, bækumar og þeir sem við tóku Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út nýtt bindi í hinum mikla bókaflokki íslensk þjóðmenning, hið þriðja í útgáfuröðinni, og heitir það Munnmenntir og bókmenn- ing. Þarerfjallaðumþærmenntir sem bárust frá manni til manns í mæltu, kveðnu og sungnu máli, um þá sem með munnmenntir fóru og um hlutverk þessarar iðju í samfélaginu. Einnig er það rakið hvernig margt það sem áður gekk á milli kynslóða í munnlegri geymd kemur á bók og hver- skonar bóklífi munnmenntir lifa. Höfundar, sem eru ellefu tals- ins, byggja bæði á eldri rannsókn- um og svo því sem þeir sjálfir hafa verið að kanna á síðastliðnum árum og taka þá mið af nýrri hug- myndum um munnlega geymd og hlutverk hennar í þjóðmenningu. í fyrsta kafla gefur Stefán Karlsson handritafræðingur yfir- lit yfir þróun íslenskrar tungu sem og breytingar á íslenskri stafsetningu. Ólafur Halldórsson handritafræðingur og Steingrím- ur Jónsson cand. mag skrifa um bókagerð, um skrifaðar bækur og prentaðar og reynt er að veita innsýn í bókaeign landsmanna fyrr á tímum. Loftur Guttorms- son sagnfræðingur skrifar sögu lestrar- og skriftarkunnáttu Is- lendinga. í seinni hluta bindisins skrifar Davíð Erlingsson dósent um eðli munnmennta og tengsli þeirra við bókmenntir og þar er m.a. Ieitast við að útskýra þær þjóð- fræðilegu áherslur í umfjöllun um munnlega geymd og ritlist sem stundaðar eru í verkinu. í fram- haldi af þessum þætti er svo fjall- að um bóksögur (Vésteinn Öla- son prósfessor), þjóðsögur og sagnir (dr. Jón Hnefill Aðal- steinsson) og helstu þætti verald- legs kveðskapar. Gísli Sigurðs- son m. phil. skrifar um Eddu- kvæði, dr. Bjarni Einarsson um dróttkvæði, Davíð Erlingsson dósent um rímur, Ögmundur Helgason cand. mag. um lausa- vísur og þulur, Vésteinn Ólason um sagnadansa og vikivakakvæði og Einar G.Pétursson cand. mag. um særingar. Yfirleitt er hverri grein þeirra mennta sem um er fjallað fylgt í tíma fram til síðustu aldamóta eða svo. Þó eru jafnan höfð í huga tengslin við samtímann, hvort sem það nú kemur fram í því að rútubílasöng er lýst sem framhaldi af rímnakveðskap, ell- egar dæmi tekin úr samtíðinni af því að huldufólk andmæli raski á sínum híbýlum. Hafsteinn Guðmundsson, for- stjóri Þjóðsögu, lét þess getið á blaðamannafundi í gær, að þetta væri þriðja bindi bókaflokksins sem út kemur á þrem árum. Helst vildi hann eignast tvíbura á ári hverju, en náttúran leyfði ekki örari viðkomu, því miður. Alls eiga bindin að verða níu: Haf- steinn sagði að þá fyrst kæmi skýrt í ljós hvers virði þetta verk gæti orðið fyir okkar fámenna samfélag þegar öll væru út gefin. Hitt kvaðst hann vita að engu verki hefði verið betur tekið en þessu af þeim sem hann hefur haft afskipti af á starfsævinni. Höfundar og aðrir ábyrgðarmenn verksins: Sitjandi frá vinstri: Har- aldur Ólafsson, Frosti F. Jó- hannsson, Hafsteinn Guð- mundsson, Stefán Karlsson, Ög- mundur Helgason. Standandi: Einar G. Pétursson, Gísli Sig- urðsson, Loftur Guttormsson, Ólafur Halldórsson, Þór Magnús- son, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Steingrímur Jónsson. Næst er áformað að koma út í þessum flokki bindi sem fjallar um vísindi og alþýðufræði, þar næst er á dagskrá bindi um heimilisstörf. Ritstjóri verksins er Frosti F. Jóhannsson en rit- nefnd skipa þeir Haraldur Ólafs- son dósent, Jón Hnefill Aðal- steinsson og Þór Magnússon þjóðminjavörður. áb HMwtagur 15. desMntMr 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.