Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASTOFM JURTI BIIB6I - NÓTTIN LANGA ,,Bubbi hefiir skilað frá sér athyglisverðri hljómplötu, sem óhætt er að telja í hópi hans bestu. ‘ ‘ — Ásgeir Sverris- son, Morgunbl. ,,Dœmið gengur upp ... og kveður við nýjan tón í íslenskri tónlist." — Sigurður Þór Salvarsson, DV ,,Nóttin Langa verður sennilega að teljast með forvitnilegrí tilraunum Bubba. ‘' — Heimir Már Péturs- son, Þjóðviljinn THE BEATMASTERS - ANYWAYAWANNA 1989 er ár danstónlistar. The Beatmasters eru þar fremstir í flokki meö eina mögnuöustu dansskífu ársins. Þetta er platan sem inniheldur m.a. Hiphouse smellina Hey Dj og Warm Love. Ómissandi í safniö hjá ryþma- þrælum landsins. Kynntu þér The Beatmasters með því að hringja í poppiínuna 99- 1003! Í HLJOHPLÖTU- IIERSLUN GEISLA ER Afi FINNA NIESTA ÚRVAL BÆJARINS AF BLUS, SÍGILDU ROKKI, HEIMSTÓN' LIST, ÞUNGAROKKI, OG NÝBYLGJU... LÍTTU VIÐ OG FINNDU DRAUMA' SKÍFUNA. ALLTAF HEsTT A KÖNN' UNNI... ERASURE — WILD! Hvað er nýtt og ferskt aö gerast í rokkinu? Spurðu félagana. Pixies er máliö. Tvímælalaust ein öflug- asta og ferskasta rokksveit sem komiö hefur fram á þessum ára- tug. Ef þér líkar Chuck Berry og Rolling Stones en villt eitthvað nýtt, kynntu þér þá Pixies. Doo- little er ein mest selda rokkplata þessa árs á íslandi. Vince Clarke, (fyrrum meðlimur Depeche Mode og Yazoo), og Andy Bell eru vinsælasti popp- dúett Bretlands. Fjóröa plata þeirra Wild! fór beint í efsta sæti breiðskífulistans. Meistaralegar lagasmíöar og tilfinningaríkur söngur sameinast í taktfastri, melódískri og aölaöandi popptón- list sem vísar veginn til næsta áratugar. Inniheldur m.a. smellina Drama! og You Surround Me. PIXIES - DOOLITTLE - NOTTIN LANGA YFIR 10.000 EINTÖK SELD BUBBIÁ FYRSTU PLATINUM PL0TU ÁRSINS NÓTTIN LANGA ER í FYRSTA SfETI DV LISTANS HAFL0Ð ER Í EFSTA SÆTI ÍSLENSKA LISTANS BUBBI - EINFALDLEGA 0KKAR VINSfELASTI TÓNLISTARMAf VORUM AÐ TAKA UPP ELDHEITA SENDINGU AF DANSTÓNLIST FRÁ BANDARÍKJUNUM! IDESEMBER BJÓÐUM VIÐ 10% KYNNINGARAFSLÁTT AF ÖLLUM PLÖTUM í VERSLUN 0KKAR GEISLI HLJÓMPLÖTUR SNORRABRAUT 29 (V I B LAUGAVEG) SlMI 626029 SENDUM SAMDÆGURS í PÓSTKRÖFU Mexíkanskt í Háskólanum Spænskudeild Háskólans og félag spænskunema standa fyrir Mexíkönskum degi á Háskólan- um í dag. Hátíðin hefst á fyrirle- stri og endar með mexíkönsku borðhaldi urn kvöldið. f*að er Lúís Comez sem heldur fyrirlestur um Mexíkó í dag. Lúís er doc. fil. frá Sorbonne háskóla og lektor við félagsfræðideild Mexíkóháskóla. Fyrirlesturinn verður bæði á spænsku og ís- lensku en Sigurður Hjartarson mun aðstoða fyrirlesarann. Fyrir- lesturinn er í stofu 422 í Árna- garði og hefst kl. 16 en lýkur kl. 18. Um kvöldið verður svo mexík- önsk veisla í Stúdentakjallaran- um. Yfirskrift veislunnar er „Pos- ada Mexicana" (Mexíkanskt hlaðborð). Á boðstólum verður mexíkanskur matur og drykkir. Veislan hefst kl. 19.30 og kostar maturinn 1.500 krónur. Allir unnendur spænskrar og ame- rískrar menningar eru velkomn- ir. Frekari upplýsingar fást hjá Sigrúnu í síma 78896. Söngvakeppnin Frestur að renna út Á miðnætti í nótt rennur út frestur til þess að skila inn lagi og texta í söngvakeppni Sjónvarps- ins hér heima. Sigurvegarinn f keppninni hér á landi hlýtur ferð til Júgóslavíu 5.maí á vori kom- anda í sigurlaun auk 200 þúsund króna peningaverðlauna. Umslag með nótum af laginu eða snældu, auk texta, skal merkja með dulnefni og skal rétt nafn höfundar fylgja í öðru lok- uðu umslagi. Þetta skal senda Sjónvarpinu Laugavegi 176, 105 Reykjavík og merkja það Söngvakeppnin. Teningur í áttunda sinn Áttunda hefti Tenings, vett- vangs fyrir bókmenntir og listir, er komið út hjá Almenna bókafé- laginu. Heftið er annað af tveimur, sem helgað er kynningu á breskum höfundum. Yfirlit yfir helstu hræringar í breskum bók- menntum er gefið með viðtali við Malcolm Bradbury, auk þess, sem þar er að finna smásögur eftir Graham Swift og Ian McEw- an. Einar Már Guðmundsson, sem hefur þýtt bæði viðtal og sögur skrifar auk þess greinar um bæði Swift og McEwan. Meðal annars efnis í Teningi má nefna örsögur eftir Steinar Sigurjónsson, viðtal við Richard Long, myndlistarmanninn fræga og grein eftir jafn frægan kollega hans, Donald Judd, en þeirsýndu báðir hér á landi í boði Nýlista- safnsins á síðustu Listahátíð. Auk þess er að finna í Teningi ljóð, viðtöl við ljóðskáld og tón- listarmenn og erindi um Heideg- ger eftir Þorstein Gylfason, en Heidegger hefði orðið tíræður á þessu ári. Þorsteinn hefur einnig þýtt spakmæli Heideggers og birtir í Teningi undir nafninu Hugraunir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.