Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 15
Haraldur Ingi og Þórður á Dagverðará bjóða vegfarendum og væntanlegum kaupendum hákarl og neftóbak við Glæsibæ. Mynd: Kristinn. fullt eins kalla bókina handbók í lífslistum eins og handbók fyrir veiðiþjófa, segir Þórður. Ég er 85 ára, en líður eins og ég sé 25. Þetta smitar hreinlega út á bflinn minn, Scout 67, sem er eins og unglamb enn þá. Ég get kveðið vísur á svipstundu og hvergi brak- ar í liðamótum. - Hver er leyndardómurinn við að halda œskufjöri? - Kotungsmataræði og kot- ungasálfræði. Ef maður hefur kynnst erfiðleikum eins og ég og margir aðrir á yngri árum, bæði skorti og aðstöðuleysi, þá syrgir maður ekki neitt. Áhyggjurnar eru að drepa stríðalið nútíma- fólk. Kotungarnir eru aldir upp við náttúruna og reiðast því aldrei. Erfa ekkert. Sennilega er ég meiri í minni hugsun en nokk- ur trúarbragðahöfundur. Allt hamingjuleysi er kraftleysi að þola ekki tilveruna. Ég skáka Pétri postulá og Búdda vegna með Laxá á Útgefendur einstæðustu laxveiðibókarinnar á íslandi um bestu lax- veiðiá í heimi, til vinstri ívar Pálsson viðskiptafræðingur í Reykjavík og Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal til hægri. var t.d. eins og oft áður hæst íárið 1989, þótt norðlensku árnar væru langt frá sfnu besta. Tölfræðilega úttektin, sem ívar Pálsson hefur unnið, sætir að ýmsu leyti miklum tíðindum. Þarna er óhemju gagnasafni um ána komið í skipulegt form, bæði í tölum og súluritum. Þar má sjá skiptingu laxveiðinnar á veiði- staði frá árinu 1957, þyngd þeirra, tegund agns, flugstærð og flugutegunda. Loks fylgir út- dráttur á ensku í lokin. - Er þetta nema fyrir auðkýf- inga að veiða í Laxá á Ásum, ef fréttir um kostnað við veiðileyfi eru réttar, að það geti farið yfir 100 þús.kr. á dag? - Fjölmiðlar segja bara frá allra dýrustu og eftirsóttustu dög- unum við hámark veiðitímans, í júlí. í upphafi júní og í ágúst eru dagarnir miklu ódýrari. Isumar- byrjun getur verið von á stórlaxa- göngum og alltaf gaman að spá í hvemig árið verður. Gallinn við Laxá á Ásum er sá, að þetta er lítil á og aðeins leyfðar tvær stangir í henni á dag. Þess vegna er samkeppnin mikil um dagana. - Geta þeir sem veiða á öðrum vatnasvœðum lært eitthvað af bókinni um Laxá á Ásum? - Heldur betur, einkum þó hvað varðar norðlensku árnar. - Nú birtast þarna í fyrsta sinn nákvœmir tölvuútreikningar á því hvað veiðistaðirnir hafa gefið, miðað við mismunandi tíma og aðstœður. Er búið að rœna allri rómantík og spenningi úr veiðinni með þessu, geta menn nú bara flett upp íbókinni og séð hvarþeir eiga að renna fyrir hádegi í dag? - Nei, það er ekki hægt að treysta þessu yfirliti eins og klukku. Það mun hins vegar Ásum verða að ákveðnum notum. Það sýnir líka meðal annars, hve góð- ur árangur hefur fengist af því að búa til nýja veiðistaði. Allar ár má stórbæta með þessu móti. Þá eru dýpkaðir staðir, komið fyrir rennum og grjóti komið fyrir á malarsvæðum. Mikið veiðist við straumbrot og þrengingar í ám. - Nú býrð þú á bökkum Vatns- dalsár, Gísli, ert uppalin við Laxá á Asum og hefur verið stjórnar- formaður og frumkvöðull í Hóla- laxi hf. Ert þú í röð merkari lax- veiðimanna? - Ég hef gaman af að fást við veiðimál, en þá sjaldan ég ákvað að renna fyrir lax mátt heita ör- uggt að væri þurrkur. Laxveiðar passa illa við heyskap. Ég naut þess aldrei að veiða vegna þess arna. Svo ég hætti þessari sjálfs- píningu. - Pú varst áhugamaður um hafbeit á sínum tíma, Gísli. Hverja telur þú hœttuna af henni vera fyrir laxveiðiárnar? - Reynslan sýnir að það var heppilegt hve rólega íbúar við Húnaflóa fóru í hafbeitina. Ég tel það koma til greina að gera þar samkomulag um að sleppa henni alveg. - Pú hefur unnið tölvuþátt bók- arinnar, ívar, með keyrslum gegnum tölvu Háskóla Islands. Hvað finnt þér athyglisverðustu niðurstöður? - í fyrsta lagi að nú skuli hafa verið riðið á vaðið með svona ít- arlega vinnslu úr veiðibókum. f öðru lagi þá er smekkur og áhug- asvið manna svo misjafnt, að hver verður að svara fyrir sig. Sumum finnst fróðlegt að 43,5% allra laxa í Laxá á Ásum fást á flugu, öðrum hvað ársveiðin í norðlensku ánum fyigir sama munstrinu. Aðrir leita að því hvernig veiðist í hyljum eftir tíma sumarsins. - Áttu veiðisögu ívar? - Fjöldamargar, en vænst þyk- ir mér um hringhendu föður míns sem ég fékk 12 ára gamall: Hárið flagsar honum á hann fer strax á spani, frægur baksar upp með á ívar laxabani. ÓHT Föstudagur 15. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 15 „Mesti heilsufræðingur norðan Alpa- fjalla“ situr á Svalþúfu þess að ég hef lengur verið á fjöll- um en þeir. Mikilvægt er að éta eins feitt kjöt og hægt er, það verndar mann frá gigt. Þessir prófessorar eru steindauðir af horketsáti og ruglaðir af skólalærdómi. Það veitir mér hamingju að hafa slátr- að husdýrum og drepið sel. Þann- ig losna ég við þroskagildrur. Ég hef líka lent í mastri og siglt 3 stríðsvetur. Ég geri grín að hé- góma. - Haraldur Ingi, fleiri þekkja þig sem myndlistarmann frá Ak- ureyri en rithöfund og mér er sagt þú hafir aldrei skotið tófu. Hvern- ig stendur á því að þú ferð að skrifa sögu Pórðar á Dagverðará? - Aldrei skotið tófu, og það sem meira er, nú hef ég samt fyr- irgert félagsaðild minni og rétt- indum í Hinu íslenska tófuvinafé- lagi, því þar er bannað að hafa samneyti við refaskyttur. En ég kynntist Þórði við gerð útvarps- þátta um Snæfellsnes og kynni okkar leiddu svo til þessarar ein- stæðu bókar. Hins vegar er þetta ekki fyrsta bókin mín, ljóðabókin Ljóð í blárri bók var frumraunin. - Hvað er svo einstœtt við sögur Pórðar? - Bókin er um veiði og veiði- skapur er lífsspeki, segir Þórður. Menn sem hafa tapað trúnni á lífið og lesa bókina, fá trúna aft- ur. Haraldur Ingi er snillingur, en ég hef þurft að kenna honum margt, til dæmis ýmislegt um orku í listum. Fáir hafa getað keypt Landróver fyrir eina mynd- listarsýningu eins og ég, þegar ég sýndi í Bogasalnum um árið. Ég lærði sjálfur á þennan hátt, eins og Haraldur, með því að tala við mér vitrari menn og æðri. Gunn- ar Dal er vitrasti maður í Evrópu. Hann hefur liðsinnt mér. Dieter Roth áritaði eina bók sína til mín svona: „Til Þórðar, frá Dieter, með dálítilli öfund.“ I tilefni af ákvörðun verðlagsráðs um gjaldskrá dagmæðra og yfirlýsingu þeirra um að fara ekki eftir henni er eftirfarandi gjaldskrá birt til upplýsingar fyrir almenning. Bent skal á að ólöglegt er að hækka gjald fyrir gæslu barna i heimahúsum meira en kemur fram í ákvörðun verðlagsráðs. Taxti dagmæðra i Reykjavik verður eins og hér að neðan kemur fram í samræmi við ákvörðun ráðsins. 1 GJALDSKRÁ VEGNA GÆSLU BARNA í HEIMAHÚSUM Fæöi: F. mánuö Ein máltíð Morgunmatur 1540 70 Hádegishressing 3828 174 Síödegishressing 1540 70 6908 314 Hálft fæöi 3454 I Kauptaxti fyrir gæslu barna frá tveggja ára aldri KL = klukkustund 3 KL. 4 KL. 5 KL. 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL. I.Taxti 3806 5074 6344 7612 8881 10149 11418 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 4516 6021 7529 9036 10539 12045 13552 2. Taxti 4162 5549 6937 8324 9712 11099 12486 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 4872 6496 8122 9748 11370 12995 14620 3. Taxfi 4433 5910 7388 8866 10344 11821 13299 Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1396 2134 SAMTALS 5143 6857 8573 10290 12002 13717 15433 4. Taxli 4723 6297 7872 9446 11020 12594 14169 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 5433 7244 9057 10870 12678 14490 16303 Tímakaup er tekið fyrirfram fyrir umsaminn tíma. 1. Taxti 2. Taxti 3. Taxti 4. Taxti Tímakaup kr. 126 139 148 159 Eftirvinna er tekin fyrir óumsaminn tíma og fyrir kl. 7 að morgni og eftir kl. 18 síðdegis. 1. Taxti 2. Taxti 3. Taxti 4. Taxti Timakaup kr. 284 300 309 317 Sólarhringsgæsla 41300 Kr. á mánuöi I Kauptaxti fyrir gæslu barna frá fæðingu til átta mánaða KL = klukkustund 3 KL. 4 KL 5 KL. 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL 1. Taxti 5918 7890 9864 11836 13809 15781 17754 Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 6628 8837 11049 13260 15467 17677 19888 2. Taxti 6274 8365 10457 12548 14639 16730 18821 Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 6984 9312 11642 13972 16297 18626 20955 3. Taxti 6545 8726 10909 13090 15272 17453 19635 Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 7255 9673 12094 14514 16930 19349 21769 4. Taxti 6835 9113 11392 13670 15948 18226 20505 Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 7545 10060 12577 15094 17606 20122 22639 1 Kauptaxti fyrir gæslu barna frá átta mánaða til tveggja ára 3 KL. 4 KL. 5 KL. 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL. I.Taxti 4862 6482 8104 9724 11345 12965 14586 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 5572 7429 9289 11148 13003 14861 16720 2 Taxti 5218 6957 8697 10436 12175 13914 15654 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 5928 7904 9882 11860 13833 15810 17788 3. Taxti 5489 7318 9149 10978 12808 14637 16467 Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 6199 8265 10334 12402 14466 16533 18601 4 Taxti 5779 7705 9632 11558 13484 15410 17337 Viðh./Leikf o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134 SAMTALS 6489 8652 10817 12982 15142 17306 19471 | Verölagsstofnun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.