Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 15.12.1989, Blaðsíða 25
Og gettu Þettaerjólapoppgetraun Þjóðviljans. Pione- er PD-6300 geislaspilari í fyrstu verðlaun, 10 geisladiskar í önnur verðlaun og Sharp QTF 60 ferðasegulbandstæki iþriðju verðlaun. ______ Munið skiladaginn! Nýtt Helgarblað Þjóð- viljans býður nú lesend- um sínum að taka þátt í poppgetraun þarsem glæsilegirvinningarfalla þeim í skaut sem standa sig best. Fyrstu verðlaun eru hvorki meirané minnaengeislaspilari frá Pioneer sem kostar í Hljómbæ rúmar30 þús- und krónur. Önnurverð- laun eru 10 geisladiskar sem kosta a.m.k 17 þús- undkrónurogíþriðju verðlaun er Sharp QTF 60 ferðasegulbandstæki sem kostartæp 9 þús- und. Þettaeru alltglæsi- legirvinningarsem les- endurgeta kræktsérí með viskunni einni sam- an. Ef mörg rétt svör ber- ast verður dregið úr um það hver hreppir vinn- ingana. En lesendur verða að senda svörin innfyrir3.janúar. Um- slagið skal merkt: Popp- getraun Þjóðviljans, Síðumúla 6,108 Reykja- vík. Og þá er bara að hefjast handa við svörin. 1. Þann 12. febrúar hélt bresk hljómsveit tónleika í Tunglinu, hvað heitir hún og hvað heitir platan sem hljómsveitin gaf út í sama mánuði? 2. Lou Reed sendi frá sér lötuna „New York“ á þessu ári. hvaða frægri hljómsveit var hann áður? 3. Tuttugu og tveggja ára gam- all blindur Bandaríkjamaður sendi frá sér sína fyrstu plötu í ár, „See the Light“. Hann hefur ver- ið kallaður Hendrix nútímans. Hvað heitir maðurinn? 4. Risaeðlan hefur gert það gott síðustu misserin. Hljóm- sveitin hefur lagt leið sína á er- lenda grundu en undir hvaða nafni gengur hún þá? 5. Kommi trommuleikari Langa Sela og skugganna barði áður húðir með einni litríkustu pönksveit landsins. Hvað heitir sveitin? 6. Hvaða frægi tónlistarmaður kom Paul McCartney til aðstoðar á nýjustu plötu hans „Flowers in the Dirt“? 7. Gamall kollegi McCartneys, Ringo Starr, tók sig saman í and- litinu á árinu hætti að drekka og hélt í tónleikaferðalag í fyrsta skipti í áraraðir. Hvað heitir Ringo Starr raunverulega? nú 8. Kate Bush samdi lag sem ber titil einnar frægustu ástarsögu evrópskra bókmennta. Hvað heitir sagan? (Svarið telst rétt hvort sem nafnið er gefið á ensku eða íslensku) 9. Sykurmolarnir sóttu titil ensku útgáfu nýjustu plötu þeirra til brúðumyndarpersónu, sem lét þessi orð: „Here Today Tomorr- ow Next Week“, fjúka af vörum sínum. Tilgreinið annað hvort nafn brúðuþáttanna eða persón- unnar. (Rétt svar má hvort held- ur vera á ensku eða íslensku) 10. Sjónvarpið neitaði að sýna ákveðið myndband með Sykur- molunum í þætti sem átti að kynna það helsta í íslenskri plötuútgáfu fyrir þessi jól. Við hvaða lag var þetta myndband? 11. Hvað heitir aðalsprauta hljómsveitarinnar Throwing Muses? 12. Meðlimir Todmobile þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arn- alds og Þorvaldur Þorvaldsson hafa öll verið í öðrum hljómsvei- tum. Hvað heita þær? (Nóg að nefna eina hljómsveit fyrir hvert þeirra) 13. Á nýjustu plötu sinni „Tin Machine" tekur David Bowie eitt lag eftir John Lennon. Hvað heitir lagið? 14. Bresk rokkhljómsveit hafði boðað komu sína til tónleika- halds á fslandi á haustmánuðum en kom ekki. Hvaða hljómsveit var þetta? 15. Hvað gerði Óli Gaukur fyrir Sykurmolana á „Here To- day Tomorrow Next Week“? 16. Rykkrokk var haldið með miklum glæsibrag við Fellahelli í ágústmánuði. Hvert var tilefnið? 17. Heimsbyggðin hafði sætt sig við að The Rolling Stones væri hætt. Hljómsveitin gaf þó út plötu á þessu ári sem heitir „Steel Wheels". Hvað hét platan sem þeir gáfu út þar áður? 18. Hverjir voru í Stuð mönnum á plötunni Sumar á Sýr- landi? 19. Rúnar Þór sendi frá sér fjórðu sólóplötu sína í ár. Nefnið að minnsta kosti eina af fyrri plötum hans. 20. Hvað hét fyrsta plata Meg- asar? AUKASPURNING sem getur lyft þér upp sé eitt svar við aðal- spurningu rangt: Joe Strummer, sá stéttvísi rokksöngvari, gaf ný- lega út sólóplötu. Hvað heitir hún og í hvaða hljómsveit var maðurinn áður? -hmp Ný dönsk á tónleikum í Islensku óperunni. Mynd: Kristinn. Ný dönsk rómantík Ný dönsk er hljómsveit sem vakti athygli sem ljóstýra á „Frostlög", safnplötu sem við skulum annars láta liggja á milli hluta. Ég heyrði fyrst svo mark sé á takandi í hljómsveitinni á tón- leikum í íslensku óperunni ásamt Todmobile. Þar virkaði þessi ný- danska rómantík bara nokkuð vel. Það eina sem áheyrendur vantaði á tónleikunum var svig- rúm. í óperunni var gítarleikari með Ný dönsk sem ég hef ekki högg- mynd um hvað heitir. En hann vakti athygli mína fyrir þéttan og rokkblúsaðan gítarleik. Kostur- inn við hann er líka sá að hann „blastaði" ekki cins og margir vilja gera sem stunda sams konar gítarleik. Þessi nafnlausi maður er ekki á jómfrúarplötu Ný danskrar, „Ekki er á allt kosið“. Ný dönsk minnir einna helst á það besta sem gert var um og upp úr árinu 1974 og jafnvel fyrr. Þeir nýdönsku eru þó fullicomlega heiðarlegir og eru ekki að apa eftir einhverjum tilteknum frá þessu tímabili, heldur sækja þeir þangað aðeins straumana en flytja tónlistina á sinn persónu- lega hátt. Það er til marks um að Ný dönsk kunni sitthvað, að þeir hljóma betur á tónleikum en á plötu. Vafalaust hefur hljóm- sveitin líka tekið framförum frá því platan var tekin upp, ungt blóð ferðast hratt. Platan, „Ekki er á allt kosið“, er engu að síður hin skemmtileg- asta plata. Ný dönsk er enn ein staðfestingin á fjölbreytileika tónlistarlífsins á klakanum. En um þessar mundir eru ótrúlega margar hljómsveitir og tónlistar- menn á ferðinni sem allir marka sér sérstöðu fyrir eigin stíl. Eng- inn einn stfll ræður ferðinni. „Apaspil", ágætt lag sem virk- ar betur á sviði en á plötu, er eitt af ágætustu lögum plötunnar. Ég hef þó meira gaman af „Eru ekki allir í stuði“. Þar er horfið aftur til þess tíma þegar Harrison spilaði á sítar, Lennon bruddi sýru eins og brjóstsykur og heimurinn var í víddum. Hér tala börn hippakyn- slóðarinnar eða yngri systkini hennar, til blómabarnanna, tala um þetta tímabil eins og hvern annan renisans í mannkynssög- unni. Og þeir dönsku spyrja: „Hvar er allt fallega fólkið/ öll fallegu íslandsbörnin/ svo lang- skólagengin og fín?/ Eru ekki all- ir í stuði"? Björn bassaleikari á mikið í þessu lagi með leik sínum og söng og raunar á ég effitt með að ímynda mér hljómsveitina án hans. Fleiri ágæt lög mætti nefna til sögunnar. „Hjálpaðu mér upp“ er góður tregi. Hljómar kannski dálítið ankannalega að svona ungir menn eins og þeir í Ný dönsk glími við angist af þeim toga sem felst í titli lagsins. Én ef tónlistarsagnfræðilegu ljósi er varpað á lagið, gengur dæmið upp. Eins og nokkrar aðrar af yngri hljómsveitum landsins sækist Ný dönsk eftir fágun, í anda vinnu- bragða Steely Dan, án þess að líkjast þeirri hljómsveit nokkuð að öðru leyti. Ég kann vel við þetta og vænti mikils af meðlim- um Ný danskrar í framtíðinni. -hmp c desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.