Þjóðviljinn - 19.12.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Page 1
F Hafísinn Ofært er norður um Landhelgisgœslan: Landfastur frá Munaðarnesi á Ströndum og vestur fyrirHorn að ísafjarðardjúpi. Veðurstofan: Spáð eintómum norðaustan áttum. Góð þorskveiði innan um ísinn. Hornbjargsviti: Skrítin og þrúgandi hljóð frá ísnum Siglingaleiðin fyrir Hornbjarg og Húnaflóa er algjörlega ófær bæði djúpt og grunnt sökum haflss. Þá er hann landfastur frá Munaðarnesi á Ströndum og vest- ur fyrir Horn að ísafjarðardjúpi. Isinn hefur þegar valdið norð- lenskum togurum erflðleikum á Vestfjarðamiðurn í að komast til heimahafnar og hafa þeir orðið að sigla suður með og austur sem tekur þá þrjá sólarhringa. í ískönnunarflugi TF -Sýn flug- vélar Landhelgisgæslunnar í gær þar sem ísinn var kannaður út af vestanverðu Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum kom fram að aðalísjaðarinn að níutíundu að þéttleika er um 35 sjómflur norðvestur af Kol- beinsey og liggur þar annarsvegar í austnorðaustur átt og hinsvegar í suðsuðvestur átt og er landfast- ur nálægt Munaðarnesi á Strönd- um. Austan við aðalísinn er mikið um þéttar ísrastir og staka jaka sem ná austur fyrir Kol- beinsey. Vegna veðurs eru austurmörk óljós. Gera má þó ráð fyrir jökum á svæðinu norður af Skagatá en vegna veðurs var ekki hægt að kanna það. Fyrir vestan Horn er þéttleiki íssins að- eins minni eða um sex tíundu. Þá ná einnig þéttar ísrastir suður á ísafjarðardjúp og stakir jakar frá Deild að Barða. Að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings er spáð eintómum norðaustan áttum næstu daga, en þó er óljóst með fimmtudaginn en þá er búist við að hann verði meira aust- en norðlægur. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir að ísinn sigli austur með landinu. Ástæða þessa mikla hafíss á þess- um árstíma sem hefur ekki gerst síðustu 20 árin er að sögn Þórs hin mikla og kyrrstæða hæð sem var vikum saman yfir Bretlands- eyjum og olli hinum miklu hlýindum hér á landi. En hæðin gerði meira en það. Hún hrakti ísinn allan tímann austur á bóg- inn og hingað. Að undanförnu hafa togarar verið á veiðum í vökum í ísnum út af Vestfjörðum og hafa aflað mjög vel. Til dæmis kom Guð- björgin ÍS 46 inn til ísafjarðar í gær með 260 tonn og þar af fékk hún 200 tonn af góðum þorski á tveimur og hálfum sólarhring. í gær voru þarna á miðunum um 10 togarar í einni vök í 7 - 8 vindstig- um og í 10 stiga gaddi. Frá Hornbjargsvita í gær sást ekki í dökkan dfl að sögn Ólafs Þ. Jónssonar vitavarðar og hefur svo verið síðustu þrjá sólarhring- anna. Þar úti fyrir er ísbreiðan sem ein stór hvít hella, saman- pressuð og barin í norðaustanátt- inni. „Þetta er búin að vera alveg mögnuð hljómkviða að hlusta á þennan forna fjanda nuddast og urgast hérna fyrir utan, og því er ekki að neita að oft á tíðum hafa hljóðin í honum verið ansi skrít- inn og þrúgandi hér nyrðra í skammdeginu. Það er síðan spurning hvort einhverjir óboðn- ir gestir séu með honum og freisti landgöngu,“ sagði Ólafur Þ. Jónsson. -grh Þeim virtist báðum vera kalt, manninum og pálmanum, þeim síðarnefnda þó sýnu meir, orðinn að hálfgerðum frostpálma, enda hafísinn farinn að læsa klónum um landið. Gæti svona málaður pálmi hugsað væri hann vafalaust farinn að velta fyrir sér að flýja land, eða að minnsta kosti fara að dæmi vegfarandans og fá sér úlpu Mynd Jim Smart. Fœðingarheimilið Skorað á læknana Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur ogÁhugahópur um aukna og bœtta fœðingarþjónustu skora á lœknana að hœtta við áform um að leigja tvœr hœðir Fceðingarheimilisins Stjórn sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar samþykkti á fundi sínum sl. föstudag áskorun til læknanna 11 sem hyggjast leigja tvær hæðir Fæðingar- heimilis Reykjavíkur, að falla frá þeirri fyrirætlun. Jafnframt hef- ur Áhugahópur um aukna og bætta fæðingarþjónustu sent læknunum opið bréf þar sem skorað er á læknana að falla frá því að taka húsnæðið á leigu. Alþingi hugsanlega stytt Jólafrí Samkvæmt starfsáætlun Al- þingis er morgundagurinn síðasti starfsdagurinn fyrir jóla- hlé. Fjölmörg stórmál liggja óaf- greidd fyrir þinginu og sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hefur sú hugmynd verið rædd að þingmenn verði kallaðir fyrr úr jólaleyfl en áætlað var, þeir mæti aftur til starfa 8. janúar í stað 25. janúar. Sjálfstæðismenn setja sig mjög upp á móti frumvarpi um um- hverfismálaráðuneyti og sagði heimildamaður Þjóðviljans úr röðum stjórnarsinna, sjálfstæðis- menn ætla að beita málþófi til að koma í veg fyrir samþykki þess og jafnvel frumvarps um virðis- aukaskatt. Sami heimildarmaður sagði stífni Borgaraflokksmanna varðandi gildistöku umhverfis- frumvarpsins, valda nokkrum vandræðum. Betra væri að skoða frumvarpið betur þar sem á því væru töluverðir gallar. -hmp í samþykkt stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar, sem er stjórn Borgarspítalans, er ákvörðun meirihluta borgar- stjórnar um að ganga til viðræðna við læknana um leigu á húsnæði Fæðingarheimilisins, hörmuð. Segir í samþykktinni að ljóst sé að Fæðingarheimili Reykjavíkur og Borgarspítalinn hafi fulla þörf fyrir allt húsnæði Fæðingarheim- ilisins. í bréfi Áhugahóps um aukna og bætta fæðingarþjónustu segir að einfaldasta lausnin til að tryggja góða fæðingarþjónustu í borginni sé að taka aftur í notkun aðra hæð Fæðingarheimilisins fyrir sængurkonur. -Sáf Samningar Vextina niður Verði gerðir samningar sem grundvallast af því að halda niðri verðlagi og lækka verðbólgu munu vextir lækka að sama skapi. Þetta er mat Seðlabankans á framvindu vaxtamála nái samn- ingar að lækka verðbólgu og ýtir enn frekar undir áform samn- ingsaðila um að reyna að ná niður verðlagi og að semja ekki um beinar launahækkanir. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri átti í gær fund með ASÍ, VSÍ og VMSÍ þarsem hann skýrði frá þessum niðurstöðum. Að sögn fundarmanna var fund- urinn mjög gagnlegur varðandi vaxtalækkanir, en Jóhannes gerði grein fyrir því með hvaða hætti mætti tryggja að vextir lækkuðu með „réttum samning- um“. Fulltrúar ASÍ og VSÍ hafa þegar lýst sig reiðubúna til að semja um lækkun verðlags eða mjög takmarkaðar verðhækkan- ir. „Við eigum það sameiginlegt' að vera mjög hræddir við atvinnustigið á næsta ári, því ís- lenskt þjóðarbú má ekki við því að missa marga starfskrafta. Við óttumst að takist okkur ekki að stemma okkur af munum við missa fólk til annara landa,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ að lokn- um fundi. Hann sagði aðspurður það vera af og frá að VSÍ væri að taka yfir stjórn á landinu. < Fundum ASÍ og VSÍ verður framhaldið í dag þarsem farið verður nánar yfir verðlagsmál. Þá munu vinnuveitendur fara fram á viðræður við forystu Bændasam- takanna á næstunni. í samning- um ríkisins við BSRB er allt með kyrrum kjörum og engir fundir hafa verið haldnir síðustu daga. -þóm 5 Skyrjarmur sá áttundi Það var hún Erla, 6 ára, sem teiknaði þessa flottu mynd af Skyrjarmi. -i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.