Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Atvinnutrygginzasióður Efnahagshmni afstýrt Heildarupphœð lánveitinga sjóðsins nemur tœpum 6,4 miljörðum króna Heildarupphæð lánveitinga At- vinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina við síðustu mánaða- mót numu tæpum 6,4 miljörðum króna og skiptust þannig að hag- ræðingarlán námu tæpum 1,3 miljarði og skuldbreytingarlán rúmum 5,1 miljarði króna. Af einstökum iandssvæðum hefur Suðurland fengið mest eða 1,2 miljarða en Reykjavík minnst eða 437,5 miljónir króna. Þetta kemur fram í skýrslu for- sætisráðherra til Alþingis um störf Atvinnutryggingarsjóðs en sjóðurinn mun ljúka verki sínu á næstu mánuðum og mun ekki taka við umsóknum eftir 31. des- ember 1989. í skýrslunni kemur fram það mat stjórnar sjóðsins að aðgerðir stjórnvalda á haustdögum 1988 með stofnun Atvinnutrygginga- sjóðs og síðar Hlutafjársjóðs, hafi forðað þjóðinni frá efna- hagshruni og gífurlegu atvinnu- leysi þó aldrei verði að fullu kom- ist hjá einhverjum áföllum. Það er mat stjórnar sjóðsins af þeim milliuppgjörum fyrirtækja sem borist hafa á þessu ári að verulega stefnir í rétt átt enda hafi forráðamenn þessara fyrir- tækja ítrekað staðfest að aðstoð sjóðsins hafi skipt sköpum fyrir rekstur þeirra þó þeir hinir sömu hafi ekki verið að flíka því mikið öpinberlega. -grh Síld Beðið eftir demantssfld Síldarútvegsnefnd: Reynt við hana eftir áramót. Búið að salta í 236.602 tunnur. Mest í Grindavík eða 34.600 tunnur Stóra síldin hefur ekki skilað sér á miðin eins og spáð var þó eitt og eitt skot hafi komið. Því verður reynt að ná henni eftir áramótin en eftir er að salta um 2 þúsund tunnur af henni haus- skorinni og í um 1.500 tunnur af söltuðum flökum, sagði Kristján Jóhannesson birgða- og söltunar- stjóri Síldarútvegsnefndar. Að öðru leyti hefur síldarver- tíðin í haust og vetur fyrir Suður- landi gengið afspyrnuvel: Al- menn og góð veiði, einmuna Byggingarnefnd Aukavinna fryst Byggingarnefnd Reykjavíkur ákvað á fundi sínum sl. fimmtudag að skipa sérstaka nefnd til þess að fara í saumana á aukavinnu starfsmanna bygging- arfulltrúaembættisins. Á meðan þessi mál verða könnuð er starfs- mönnum embættisins bannað að hanna fyrir aðra en embættið. Forsaga málsins er sú að þeir Gunnar H. Gunnarsson og Giss- ur Símonarson fulltrúar minni- hlutans í byggingarnefnd lögðu fram tiilögu fyrr í vetur að bygg- ingarnefnd Reykjavíkur bannaði þegar í stað öllum starfsmönnum byggingarfulltrúans alla hönnun nema viðkomandi mannvirki sé í öðru sveitarfélagi eða í eigu borg- arinnar, en mjög mikil brögð hafa verið að því að þessir starfs- menn hönnuðu byggingar í Reykjavík og býður slíkt heim augljósum hagsmunaárekstrum. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á sínum tíma. Þegar til- lagan var tekin fyrir í síðustu viku hafði náðst samkomulag um að láta sérstaka nefnd kanna þessi mál en á meðan mættu starfs- menn byggingarfulltrúans ekki vinna að hönnun í aukavinnu. -Sáf veðurblíða og saltað frá Vopna- firði og allt suður og vestur með til Akraness. Þó má ekki gleyma þeim tæplega þriggja vikna drætti sem varð á staðfestingu Sovét- manna á samkomulagi Síldarút- vegsnefndar við innkaupafyrir- tækið Sovrybflot um kaup þeirra á 150 þúsund tunnum af haus- skorinni og slógdreginni síld fyrir rúmlega einn miljarð króna í síð- asta mánuði. í fyrradag áttu söltunarstöðvar á Akranesi og Vopnafirði eftir að salta eitthvað örlítið upp í kvóta sína og þá var söltun að ljúka í Grindavík. Aðrar stöðvar voru búnar með sína kvóta. Þá var búið að salta í 236.602 tunnur en á síðustu vertíð nam heildarsölt- unin alls 241.551 tunnum. Á vertíðinni hefur verið saltað í flestar tunnur í Grinavík eða 34.600, næstmest á Eskifirði í 31.100 tunnur og í þriðja sæti er svo Hornafjörður með 29.600 tunnur. Strax eftir áramótin eða 2. jan- úar verður byrjað að lesta saltsíldartunnur fyrir Sovétríkin og verða tvö skip írafoss og Hvassafell í þeim förum fram í marsmánuð. -grh Matarlist á Selfossi Hótel Selfoss býður öllum íbúum Stór Hafnarfjarðarsvæðisins og öðrum áhugamönnum um listir að mæta á sérstæðan listviðburð á Hótel Selfossi á Þorláksmessu- kvöld. Þá leikur Karl Sighvatsson organisti og poppari m.m. af sinni alkunnu list á flygil. Á staðnum sýnir Ásta Guðrún Eyvindsdóttir myndverk. Einnig er boðið upp á vandað hlaðborð. Listaveislan kostar kr. 1500 og hefst kl. 19.00. Ofbeldi og áfengi Vegna umræðna um ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur og víðar vek- ur Áfengisvarnaráð Islands at- hygli á þvf að áfengisveitinga- stöðum hefur fjölgað geysilega í miðbænum auk þess sem sala áfengs öls hefur verið tekin upp. Að mati lögreglunnar tengjast of- beldisglæpir áfengisneyslu í um 90% tilvika. Kórsöngur í Langholtskirkju Á miðvikudagskvöld 20. des- ember kl. 20.30 heldur blandaður kór frá Austfjörðum tónleika í Langholtskirkju en um 50-60 manns eru í kórnum. Strax dag- inn eftir heldur kórinn síðan áleiðis til ísraela þar sem hann mun syngja yfir jólahátíðina. Stórveldaslagur í Reykjavík Næsta vor verður haldið stór- veldamót í skák í Reykjavík. Þar munu etja kappi landslið Stóra- Bretlands,- Bandarfkjanna og Sovétríkjanna auk úrvalsliðs Norðurlanda, en íslensku stór- meistararnir taka helminginn af stólum Norðurlandaúrvalsins. Keppt verður á 10 borðum, tvö- föld umferð og fer Stórveldasla- gurinn fram í nýrri skákmiðstöð Taflfélags Reykjavíkur að Faxaf- eni 12. Það er VISA og OBM sem standa fyrir Stórveldaslagnum. Hann hefst 9. mars og Iýkur 15. mars. 17. mars hefst svo Reykja- víkurskákmótið 1990 og má búast við að margir af stórmeisturunum sem keppa fyrir stórveldin kjósi að taka þátt í mótinu þar sem keppt verður um tveggja miljóna króna heildarverðlaun. íslensk dægurlög Félag tónskálda og textahöfunda hefur sent frá sér nýtt hefti af ís- lenskum dægurlögum og er útgáf- an í ár frábrugðin fyrri útgáfu. Nú eru lögin útsett fyrir hljómborð, auk þess sem laglínan er skrifuð og bókstafahljómar. Magnús Kjartansson útsetti lögin sem flest áttu vinsældum að fagna á síðasta ári. Meðal þeirra sem eiga efni í bókinni eru Bubbi Mort- hens, Valgeir Guðjónsson, MagnúsEiríksson, Jóhann G. Jó- hannsson, Geirmundur Valtýs- son, Sverrir Stormsker, Síðan skein sól og Magnús Kjartans- son. Alls eru 25 lög í bókinni og er hún 90 síður. Skífan sér um dreif- ingu og kostar bókin 1.599 kr. Jólatré Landgræðslunnar Jólatréssalan í ár hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár, að sögn afgreiðslumanna Landgræðslunnar. Þeir sem leggja metnað í að velja falleg tré koma snemma og hámarki náði salan núna um helgina. Síðan er búist við jafnri sölu fram að jólum. Landgræðslan selur jólatré í Suðurhlíð í Reykjavík einsog undanfar- in ár. Öll trén sem Landgræðslan selur eru keypt af Skógrækt ríkisins og fer ágóðinn allur til skógræktar og landgræðslu. Norrmalmsþinurinn hefur stöðugt verið að vinna á í sölunni enda þykir hann standa betur en rauðgrenið, sem var vinsælast fyrir nokkr- um árum. Norrmalmsþinurinn er innfluttur frá Danmörku en aðrar trjátegundir sem Landgræðslan selur, rauðgreni, stafafura, blágreni og fjallaþinur eru ræktuð hér á landi. Stafafuran og blágrenið fella ekki barr frekar en þinurinn. Þessir ungu foreldrar höfðu tekið krakkann með sér til að skoða trén hjá Landgræðslunni í gær. Þá var frekar rólegt og gafst því gott tóm til þess að skoða trén áður en hin mikilvæga ákvörðun var tekin, um hvaða tré hlyti þann heiður að fá að skreyta heimili þeirra þessi jól. Mynd Jim Smart. Frá undirritun samningsins. Ólafur Ragnar Grímsson og Einar S. Einarsson skiptast á samningsskjölum. Að baki þeim eru Pétur Kristinsson forstöðumað- ur Söluskrifstofu ríkisskuldabrófa, Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri og Einar Sigurjónsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. Spariskírteini með Visa Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og Einar S. Einars- son forstjóri VISA-ísland stað- festu nýlega samstarfssamning um notkun Visa-greiðslukorta til reglulegs sparnaðar með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs, en það mun einstætt að greiðslukort séu notuð til sparnaðar. Sl. vor var ákveðið til reynslu að gefa korthöfum VISA kost á reglu- legum sparnaði með þessum hætti og hafa fjölmargir nýir spar- endur gerst reglulegir áskrifend- ur að spariskírteinum ríkissjóðs og aðrir aukið kaup sín, vegna kostanna við þessa einföldu sparnaðarleið. Samningur fjár- málaráðuneytisins og Visa var undirritaður 9. desember sl. Þess má geta að síðan í sumar hafa spariskírteiniskaup með þessari aðferð valdið hæstu einstökum færslum í VISA-kerfinu og nem- ur hæsta færslan vegna spariskírt- einakaupa rúmlega 1,3 miljónum króna. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.