Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 5
BÆKUR Um vind og þögn Kristín Ómarsdóttir: í ferðalagi hjá þcr; Sögubók Mál og menning 1989 101 bls. Líklega teldust það góð kaup að fá tvær bækur fyrir verð einn- ar. Sögubók Kristínar Ómars- dóttur er slík bók þótt hún sé reyndar aðeins ein bók, tiltölu- lega stutt, með 5 smásögum, því hver saga er a.m.k. tvöföld: sú sagða og sú ósagða. Sú sagða er yfirleitt með nokkuð sléttu og felldu yfirbragði hins einfalda sannleika en sú ósagða torræð og fjarlæg en nálæg í senn. Þessar 5 sögur segja frá konum í baráttu og samskiptum við sjálfar sig og umheiminn. Það má sjá ákveðið en þó óljóst ferli útúr þeim, eins konar píslargöngu konunnar frá konum til karla, til konu að nýju en síðan áfram út í nóttina og óvissuna. Þannig segir fyrsta sagan frá stelpu sem margar konur eru að móta í höndum sér og senda loks út í heiminn, en sú síðasta lýsir ástarsambandi tveggja kvenna sem endar með aðskilnaði þeirra. í sögunum þrem þar á milli er fjallað um samskipti kynjanna frá sjónarhóli konunnar - eða sjónarhólum kvenna því þótt sjónarhornið sé yfirleitt kvenlegt þá er það ekki alltaf það sama því konurnar líta ekki allar, né hver um sig alltaf, eins á þessi sam- skipti eða karlana. Öll samskipti í bókinni ein- kennast einmitt af sjónarhorni, þessu eilífa glápi, eins og heimur- inn sé eitthvað sem hægt er að gleypa með augunum. Glápið í bókinni hlutgerir fólk en um þá staðreynd fræðumst við ekki fyrr en í lokasögunni þegar aðalpers- ónan beitir „ástmey” sína þessu glápi og reynir að siá alla leið inn í drauma hennar. I þessari frek- legu tilraun til að nálgast hana uppsker hún þó aðeins missi þeirrar ástar sem bjó innra með henni sjálfri. Nákvæmlega það sama gerist meðal karlanna í sögunum þrem. Þeir horfa á kon- ur sofa og bíða eftir að þær vakni og þegar þær vakna (ef þær þá vakna) eru þær horfnar þeim og ástin flýgur á brott. Þegar ástmeyin í lokasögunni kemst að því að aðalpersónan hafi horft á hana sofa leggst hún útaf og „gap- ir uppí loft með augun galopin og tóm” (93) því það er ekki mann- eskja sem slíkt er gert við heldur ímyndir, hlutir. Allar persónur sagnanna eru nafnlausar nema að því er virðist ein sem heitir Margrét (í „So- fandi nótt” (57) og minnir á Grétu, hina óspilltu draumadís í Fást hjá Goethe) og einn staður sem nefndur er Skuggahlíð. Þetta nafnleysi undirstrikar vel hve til- veran er mikið ómark, eða eins og ein persónan segir: „ég finn að ég er ekki til hjá þér” (86). Það sýnir líka að persónurnar eru kvikar en ekki fastir punktar. Það er allt á iði nema ímyndirnar og goðsögurnar, þær eru óum- breytanlegar fastar stærðir sem manneskjurnar leitast við að koma sér inn í. Snerting er mikilvægt efni í þessari sögubók. Bæði sem hluti af myndmáli hennar og ekki síður viðfangsefni því þráin eftir ná- lægð er oft þrá eftir snertingu en þessum þrám verður ekki fullnægt því allir lifa „í heimi sem enginn fær að koma í” eins og segir um konuna sem sefur líkust nóttinni á meðan maðurinn bíður þess hún vakni og nóttin leysist upp (62). Og í bókarlok þráir að- alpersónan snertingu næturinnar sem „kemur við mig í bylgjum eins og blæja úr eintómu heitu lofti” (101). Framvinda atburða er stund- um með þeim hætti að lesandinn virðist þurfa að skafa textann upp til að finna hina söguna, þá ósögðu. Líkt og í ljóði eða hand- riti sem skrifað hefur verið yfir verður lesandinn stöðugt að muna að undir býr annar heimur sem tungumálinu, lífsháttum okkar, virðist eðlilegt að fela eða dylja. Stundum er það sjálfur dauðinn eða það að skera sig, oft er það ást og jafnvel kynlíf. Stundum fer þessi dulúðugi felut- exti saman við hið óhugnanlega eins og með barnið sem deyr í sögunni „Ein kona”. Sú saga samanstendur af stuttum ljóðr- ænum brotum og á skilum GARÐAR BALDVINSSON SKRIFAR tveggja slíkra brota virðist barnið deyja - sem má ráða af signingu í því fyrra en leit að presti og mok- stri með reku í því síðara. Þegar barnið - sem sefur alla söguna- er síðan sagt „Miklu fallegra barn en börn sem fæðast” (45), læðist að lesanda sá grunur að ferð sög- unnar sé farið með barnið dáið til greftrunar í Skuggahlíð. Sá grun- ur er ekki staðfestur beinlínis en þegar hann er kviknaður virðist textinn loga af honum. Atvikið - dauði barnsins - verður þannig ofar bæði sögu og rökum og leggur um leið dauða og fæðingu að jöfnu svo að lesandinn spyr: hefur barnið þá aldrei fæðst? Óhugnaðurinn getur einnig verið beinskeyttari þótt hann sé alltaf undir yfirborðinu. I sög- unni „Sofandi nótt” segir m.a. frá því að konan vill að maðurinn skeri hana til blóðs til að verða ljót svo hann hætti að vera hjá henni en hann getur það ekki því „Hann treysti sér ekki til að sjá blóðið” (51). Við fáum síðan að heyra af ótta hennar við áverka og við óttann og það að hún vilji verða ljót en upplýsingar um að hún blóðgi sig birtast aðeins óbeint, með því að hann „hreinsaði andlit hennar uppúr sáravatni” (51). Lesanda er þannig ætlað að skynja og skilja bilið milli orða og veruleika, ímynda sér hér að hún risti andlit sitt til að fá ör. Þannig er óhugn- aðurinn ávallt ljótur grunur- sem verður feikinærgöngull þegar fólk sést skera sig til blóðs. Eitt af því erfiðasta við þessa bók er einmitt það hve nærgöngul hún er. Samt ljúf og falleg. Með einföldum myndum og áköfum en um leið hógværum sannleika sínum gengur hún svo nærri les- andanum að hann verður orðlaus af undrun yfir því að hægt sé að skrifa svona fallega og grimmt um samskipti fólks, um ást og dauða, um vind og þögn, um eyðandi nálægð sem jafnvel snerting fær ekki brúað. f sög- unni „Sofandi nótt” er t.d. fjallað um konu sem þráir að vera ljót svo menn hætti að elska hana og um mann sem þráir að þessi fal- lega kona elski hann en þegar það tekst ekki þráir hann hatur henn- ar í staðinn, líkt og að jafnvel hat- ur sé skárra en sinnuleysi. Fjar- lægðin á milli fólks er þannig lík- ust innra afli sem hrindir frá eins og samskauta seglar og ekkert er jafn hræðilegt og fólk sem er öðr- um lokuð bók eins og þessi bók er full af. Regínu saga fréttaritara Út er komin frá Bókaútgáfunni Reykholti viðtals-, ævi- og frétta- greinabókin Regína - fréttaritari af guðs náð. I bókarkynningu segir m.a.: Enginn fréttritari utan af landi hefur náð eyrum jafn margra né hrist jafn ærlega upp í heima- byggðum sínum og Regína Thor- arensen, sem fyrst var fréttaritari Morgunblaðsins á Ströndum, síð- an Dagblaðsins á Eskifirði og loks fyrir DV á Selfossi. Hver vill ekki kynnast þessari sérstöku konu og lesa umsagnir hennar um landsfeður og kaupmenn á horn- um, kaupfélög og kaffiboð, óár- anina í Sjálfstæðisflokknum og allt annað sem kætir hana - eða fer í hennar fínustu? í bókinni er úrval gullkorn- anna hennar Regínu. Skrásetjari og sá sem valdi allt efni og bjó til útgáfu er Jón Kr. Gunnarsson, sem er kunnur athafna- og útilífs- maður, bókaútgefandi og rithöf- undur og lengi forstöðumaður Sædýrasafnsins. Ljóð Hannesar Péturssonar IÐUNN hefur gefið út endur- skoðaða útgáfu á ljóðabók Hann- esar Péturssonar skálds, I sumar- dölum, sem lengi hefur verið ófá- anleg. Bókinkom út árið 1959 og var önnur í röðinni af ljóðabók- um Hannesar. Hún staðfesti það sem mönnum var raunar ljóst þegar við útkomu fyrstu bókar hans: Að nýr meistari ljóðsins var kominn fram með þjóðinni, segir í bókarkynningu. Hér játar skáldið hinu jarð- neska lífi ást sína og hollustu með opinskáum hætti, en túlkunin er slungin andstæðum eins og Ólafur Jónsson lýsti í ritdómi: „Áherslan á lífsnautn og tilfinn- ingu er sprottin af vitundinni um stöðuga návist dauðans og þar með hverfleik allra hluta - óhöndlanleik þeirra...“ Bókin er auðug að eftirminni- legum ljóðmyndum; frá hringrás náttúrunnar vor og haust, af stöð- um heima og erlendis. Hér eru fögur og tregablandin ástarljóð og loks flokkurinn Söngvar til jarðarinnar. , WiUiam Sliaksþewr S onnettur SONNETTUR WILLIAM SHAKESPEARE 154 sonnettur í íslenskri þýðingu Daníels Á. Daníels- sonar, sem túlkar snjöll Ijóð Shakespeares á fornan og nýstárlegan hátt í senn. Merkur bókmennta- viðburður. Kjörin jólagjöf handa Ijóðaunnendum. SIDASKIPTIN SIÐASKIPTIN 1. bindi WILL DURANT Saga evrópskrar menning- ar 1300-1517, frá enska siðbótarfrömuðinum John Wyclif til Lúthers. Greint er frá tímabili mikilla straum- hvarfa í sögu vestrænnar siðmenningar. Þýðandi er Björn Jónsson, skólastjóri. Bókaúfgöfa /HENNING4RSJÓÐS SlýÁLHOLTSSTlG 7» REYKJAVlK SÍMI 621822 UMBÚÐA iv- r t UMBÚÐA- ÞJÓÐFÉLAGIÐl HÖRÐUR BERGMANN Undirtitill: Uppgjör og afhjúpun. Nýr framfara- skilningur. - Forvitnilegt framlag til þjóðmála- umræðu um mál í brenni- depli. fi Jón V'öw Sigutðison FRÁ GOÐORÐUM TIL RIKJA ÞROUN GODAVAL OS A12 OG'3 ÖLD FRA GOÐORÐUM TIL RÍKJA JÓN VIÐAR SIGURÐSSON Bók um þróun goða- valdsins á íslandi á 12. og 13. öld eftir ungan fræðimann, sem tekur til umfjöllunar viðburðaríkt tímabil íslandssögunnar. Bókaúfgáfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7« REYKJAVlK SlMI 621822 Þri&judagur 19. desember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.