Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 9
BÆKUR Víða komið við Arnmundur Backman Hermann Frjálst framtak 1989 „Hermann" er á margan hátt sérkennileg skáldsaga. Þó er efn- ið og sögusviðið afar kunnuglegt. Sagan gerist hér og nú í fjölbýlis- húsi í Reykjavík og greinir frá lífi íbúanna þar. Persónur eru fjöl- margar en miðja sögunnar er Hermann og fjölskylda hans. í sjálfu sér er söguþráðurinn rýr en sögunni er haldið saman með því að lýsa jólaundirbúningi í bland við almennt basl í desember og þannig eru eðlileg sögulok á að- fangadagskvöld. Hjónbands- vandræði og örlög Gísla, kunn- ingja Hermanns sem býr í sama húsi, komast kannski næst því að mynda þráðinn þótt það sé allt saman rakið eins og hálfgerð hliðarsaga. En hvað sem söguþræði líður, er bókin full af alls konar sögum. Þær eru sagðar af sögumanni sem er mjög fyrirferðarmikill en þó óvíst hver er. Stundum er eins og það sé Hermann sjálfur en á köflum veit sögumaður eitt og annað, t.d. um eiginkonu Her- manns, sem hann veit ekki sjálf- ur. Þannig er ekki alltaf ljóst hvort sögumaður túlkar viðhorf Hermanns eða höfundar eða get- ur séð í hug allra persóna. Sögu- maður er haldinn ódrepandi frá- sagnargleði, stíllinn er hraður, lipur og sagt er frá í svona trúnað- artón eins og menn nota gjarnan tilað segja kjaftasögur. Þessi stíll kitlar forvitnina fyrst um sinn en verður fljótt að þreytandi suði. Inn í söguna er fléttað alls kyns atvikum, smáum og stórum, fyndnum og sorglegum, maka- lausum og athyglisverðum, en án sýnilegs tilgangs annars en þess að hafa ofan af fyrir lesanda. Þó er vissulega alvarlegur undirtónn í sögunni. Svo virðist sem ætlunin sé að sýna eins konar þverskurð af reykvísku samfélagi samtímans og það er deildt á margt. Tími sögunnar, desemb- er, hentar vel til að deila á kaupæði og neysluhyggja. En það er líka verið að deila á ís- lenska karlmenn. Sívinnandi, harðir og einbeittir eru þeir hálf MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR SKRIFAR utanveltu á eigin heimili, þreyttir, þögulir og önugir. Það er margt dregið fram í þessari sögu sem konur finna körlum oft til foráttu. En þetta er ekki bara þverskurður, líka langskurður því að talsvert er um samanburð við fortíðina og fornar dyggðir. Ekki er alltaf ljóst hvort verið er að gera grín að Hermanni fyrir að sitja fastur í fortíðinni eða hvort þetta er raunverulega boðskapur sögunnar. En í lokin rís tengda- móðir Hermanns upp öllum á óvart og minnir á að það var margt sem miður fór í gamla daga ekki síður en nú og síst var tillits- semi karla við konur og börn meiri þá en nú. í þessari sögu koma venjuleg samtöl og sviðsetning varla fyrir. Allt er lagt í munn hins frásagnar- glaða sögumanns og óbein ræða notuð í miklu magni, m.a. til að endursegja samtöl. Oftast er það vel gert málfarslega séð en það eru engin tilþrif í stílnum, hann er mjög blátt áfram og hversdags- legur. Þessi frásagnaraðferð veldur því að persónulýsingar ná aldrei neinni dýpt að ráði. En stöku lýsingar eru fallegar, t.d. þegar Hermann lýsir gömlum afa sínum sem hann fékk að fara með á rauðmagaveiðar þegar hann var strákur. Nákvæmni höfundar er í sjálfu sér aðdáunarverð en reynir oft mjög á þolrifin í lesanda, t.d. þegar því er lýst hvað hver og einn í allri heilu fjölskyldunni fékk í jólagjöf. Sama má segja um það þegar karlarnir í húsinu hittast til að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, samtöl þeirra eru rakin lið fyrir lið og allt er þetta mjög trúverðugt, eins og segulband hefði verið sett í gang. En það vantar einhvern mark- vissan tilgang með þessu öllu saman, að þetta sé ekki bara skrásetning atburða og samtala heldur úrvinnslu höfundar sem þjóni settu marki. Sagan flæðir áfram í alls konar kvíslir. Fjölda atvika er lýst eingöngu til skemmtunar, annað í sögunni er einsog til almenns fróðleiks um lifnaðarhætti fyrr og nú og einnig er þarna efni í blaðagreinar. „Hermann“ er fyrsta saga höf- undar. Hún hefur marga galla eins og hér hefur verið rakið. En þess má líka geta að hún er á köflum svolítið fyndin. Og höf- undur sagði í viðtali í Þjóðviljan- um að ef menn gætu hlegið að þessari sögu, væri tilganginum náð. ^RARIK rafmagnsveitur RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 89007: Aflstrengir, stýristrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Þriðjudagur 23. janúar 1990 kl.14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. desember og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 15. desember 1989 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir til- boðum í jarðvinnu vegna bygginga fyrir aldraða á Lindargötu 57-66. Helstu magntölur eru: Gröftur: 6.500 m3 Sprengingar: 17.000 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 19. desember, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 11. janúar 1990, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR ísskápur óskast Mig vantar ódýran ísskáp. Hann má vera gamall og jafnvel Ijótur, en þarf að virka. Vinsamlegast hringið í síma 14096. Rafbassi til sölu ódýrt. Einnig Yamaha magnari og bassaeffekter. Upp. í síma 656063, Óli. Kettlingar gefins Fjórir fallegir ketttlingar fást gefins á góð heimili. Uppl. í síma 22613. Blásarakvartett Tökum að okkur að spila jólalög í verslunum og smáveislum fyrir jól og milli jóla og nýárs. Uppl. í síma 666290. Stækkari til sölu Sími 29338. Klósettkassi óskast (sem ódýrastur), Gustavs- berg. Aldur eða litur skiptir ekki máli. Uppl. í síma 611097 e. kl. 20. Sófasett til sölu 3ja sæta sófi og tveir stólar með út- skurði á örmunum. Verð kr. 15.000. Uppl. í síma 30834. Til sölu á kr. 5.000 borðstofuborð og stólar. Einnig skrif- 'borð á kr. 2.000. Uppl. í síma 97- 71466 og 75006. Barnarúm óskast Óska eftir að kaupa barnarúm fyrir 3ja ára og eldra. Uppl. í síma 611833 e. kl. 18. Til sölu stórt vatnsrúm 180x210, hvítt að lit með áföstum náttborðum. Dýna með 99% dempun. Uppl. í síma 74008. Trommusett Gott trommusett til sölu. Hagstætt verð. Uppl. í síma 34959. Rafmagnsofn óskast Óska eftir mög ódýrum rafmagnsofni. Uppl. í síma 34959. Tll sölu 4 vetrardekk á felgum undir Daihatsu Charade. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 40905. Er kaupandi að húsi eða íbúð sem þarfnast tölu- verðra viðgerða (jafnvel flutnings ef um hús er að ræða). Uppl. í síma 74424 á kvöldin. Ágætt litasjónvarp til sölu á kr. 10.000. Uppl. í síma 17731. Er að rífa Volkswagen transporter ’81 og vil selja varahluti úr honum. Uppl. í síma 44465. Vantar ódýra og góða eldavél, helst fyrir jól. Vinsam- legast hafið samband í síma 12376. Marshall gítarmagnarastæða til sölu. Uppl. í síma 29091. Til sölu A. Vestur-þýskur pels, brúnn með sjalkraga. Stærð ca. 42. Verð kr. 15.000. B. Tekkskatthol handa ung- lingi. Verð kr. 5.000. C. Stórt og fal- legt loftljós með grænum kúpli og lampaglasi. Hentar vel í stigahús. Verð kr. 5.000. Uppl. í síma 37609. Grafíkpressa fyrir ætingu, dúk- og tréristu, til sölu. Stærð 60x100 sm. Verð 110.000. Uppl. ísíma 671197 e. kl. 19. Rafmagnsþjónustan og dyrasimaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson, rafvirkjameist- ari, sími 44430. Jólasveinabúningar til sölu. Uppl. í síma 32497 e. kl. 20. Óska eftir tölu nr. 4 í safnreit ferðaþristsins. Uppl. í síma 30834. Aftaníkerra til sölu, 1x1,5 með Ijósabúnaði. Uppl. í síma 25225. Skemmtlfélagið hefur góð sambönd í Jólasveinalandi og getur útvegað nokkra til að mæta á jólatrésskemmtanir og annan gleð- skap. Uppl. í síma 45514. „Ég held ég gangí heim“ Eftireinn -eiakineinn 0UMFERÐAR RÁÐ Lóð undir atvinnuhúsnæði Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóðina nr. 46 við Suðurlandsbraut í Reykjavík ef viðun- andi tilboð fæst. Lóðin er 6.573 ferm. að stærð og má reisa á henni iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhús að hámarki 4.930 ferm. að gólf- flatarmáli Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhentir söluskilmálar og skipulagsskilmálar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrif- stofustjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, í síðasta lagi föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 16.00. Borgarstjórinn í Reykjavík Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu Marselínu Kjartansdóttur Rauðumýri 15 Guð blessi ykkur öll Helgi H. Haraldsson Rósa D. Helgadóttir Hrafnhildur Helgadóttir Pétur Jósepsson Halldóra Helgadóttir Reynir Adólfsson Kjartan Helgason Elín M. Hallgrímsdóttir Haraldur S. Helgason Hulda Stefánsdóttir Sólrún Helgadóttir Jóna Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.