Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.12.1989, Blaðsíða 11
I DAG Hvemig bam verður af kóki Út er komin hjá Iðunni bókin Bjössi englabarn eftir Ólaf M. Jó- hannesson. Ólafur hefur áður gefið út Ovænt ævintýri og myndskreytir hann báðar þessar bækur. Ævintýrabókin var með hefð- bundnu yfirbragði og þar birtust sígild minni. Myndirnar voru sérkennilegar og fallegar. Með bókinni um Bjössa kveður við nýj an tón. Þar segir frá dreng sem lifir í veraldlegum allsnægtum en tilfinningalegu svelti. Hann fær allt það sælgæti og öll þau leikföng sem hann girnist og fer með foreldra sína og barnapíu eins og þræla. Þrátt fyrir ofsa- frekju krakkans líta foreldrarnir á hann eins og englabarn, en sýna honum ekki blíðu sína nema með sælgætis- og leikfangagjöfum. Morgun einn vaknar svo Bjössi við það að hann er byrjaður að breytast í uglu. Það er mikið lán því fyrir bragðið er hann fluttur upp á spítala þar sem hjúkrun- arkonan, fulltrúi heilbrigðar skynsemi, leysir hann undan á- lögunum með kossi. Eftir það verður hann eins og önnur börn, eignast vin og fer sparlega með sælgæti og dót. Þannig er hann miklu sælli en áður. Með öðrum orðum minnir höf- undur okkur á að ekki er allt fengið með veraldlegum auði og íslensk spennusaga ísafold hefur gefið út bókina Mannrán eftir Leó E. Löve, lög- fræðing. Mannrán er spennusaga sem gerist á þessu ári. Söguhetjan, Gunnar Jakobsson, er ungur maður sem hefur átt velgengni að fagna í lífi og starfi. Óvænt stend • ur hann frammi fyrir þeirri skömm að verða gjaldþrota þeg- ar viðskiptafélagi hans stingur af með sjóðinn. Gunnar á erfitt með að sætta sig við þau örlög og í þunglyndi sínu fer hann í einmanalegar gönguferðir. Á einni næturgöng- unni verður hann vitni að því að áberandi maður í þjóðfélaginu hefur verið í laumulegri heim- sókn hjá ástkonu sinni. Hann fylgist með manninum um skeið og með honum vaknar hugmynd að óvenjulegri fjáröflun... Eftir langan og ítarlegan undir- búning lætur hann til skarar skríða. Mannrán hefur aldrei ver- ið framið á íslandi fyrr. Áskútu um hálfan hnöttinn Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Kjölfar Kríunnar - A skútu um heimsins höf eftir Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnússon. í þessari óvenjulegu ferðabók segja þau frá draumi sem rættist - þau smíðuðu sér skútuna Kríu og sigldu á henni um hálfan hnöttinn. Fley þeirra bar þau m.a. til Englands, Frakk- lands, Portúgals, Kanaríeyja, Grænhöfðaeyja, Senegal, Venes- úela og Panama, á vit framandi náttúru og heillandi mannlífs. í kynningu segir m.a.: í bókinni lýsa þau Unnur og Þorbjörn upplifun sinni á per- sónulegan, hlýlegan og kíminn hátt, en eru jafnframt gagnrýnir ferðalangar, enda verður ferðin til að breyta sýn þeirra á marga hluti. ugla hann er beinlínis hættulegur einn og sér. Börn þrífast betur á koss- um og kóki. Þessi boðskapur er auðvitað þarfur og lofsverður, en það er nýstárleg framsetning hans sem er aðal og sérkenni þessarar bókar. Mynd og texti vinna saman í allt að því framúr- stefnulegri heild sem er ansi skemmtileg og glúrin. Frásögnin er í ýkjustíl þar sem ofdekrinu er vel komið til skila. Firring for- eldranna og frekja krakkans keyra um þverbak og mynda ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR SKRIFAR andstæðu við eðlislægt brjóstvit hjúkrunarkonunnar og hollustu hafragrautarins. Þá er komið að þætti mynd- anna. Þær hæfa frásögninni afar vel, annað verður ekki sagt. Bjössi er teiknaður eins og van- nærður Einar Áskell, foreldrar og barnapía eins og vampírur úr hryllingssögum, læknar sömu- leiðis, en hjúkrunarkonan er sýnd rjóð í kinnum og nokkurn veginn í eðlilegum hlutföllum. Persónurnar eins og þær birtast á Söguleg skáldsaga eftir Régine Deforges Himinninn yfir Novgorod er ný bók sem ísafold hefur gefið út eftir hinn vinsæla höfund, Régine Deforges, sem er kunnust fyrir bækur sínar um Stúlkuna á bláa hjólinu. Sagan hefst árið 1051 er ung rússnesk prinsessa, Anne frá Novgorod, yfirgefur æskuástina sína, vini og ættingja í Rússlandi til að giftast konunginum í Frakk- landi. Hann er ekkjumaður og barnlaus og hefur ekki viljað kvænast aftur þótt brýnt sé fyrir honum að hann verði að gefa krúnunni erfingja. Það eru mikil umskipti að hverfa frá frelsi æskuáranna í hinu auðuga ríki stórfurstans í Kíev og til hins fá- tæka og ótrausta bændasamfélags sem var Frakkland þess tíma. En unga drottningin flutti með sér ferskan blæ inn í heim undirferli og valdabaráttu. Himinninn yfir Novgorod hef- ur vermt efstu sæti vinsældalist- anna í Frakklandi en nú er verið að gefa hana út á mörgum tung- umálum. Bókin er 336 blaðsíður og unn- in í ísafoldarprentsmiðju hf. myndunum eru í samræmi við það sem segir í texta, í raun er innri maður þeirra sýndur á þennan hátt og er það vel við hæfi. Það er dæmi um hvernig mynd getur staðfest og útfært það sem fram kemur í einföldum texta. í myndunum úir og grúir af skemmtilegum smáatriðum, og nú sakna ég þess að blaðsíðutal vantar í bókina svo ég geti vísað á þær sem mér þóttu bestar. Til dæmis er heimilislæknirinn sýnd- ur sem órakaður Elton John með óhugnanlega sauma í enni. Hann situr við allsnægtaborð heima hjá Bjössa og kennir þar ýmissa grasa. Einnig var gaman að hóp- mynd af læknum veifandi stækk- unarglerjum. Götumynd innan á bókarkápu fannst mér falleg. Ólafur kann listina að teikna tré! Hér er því á ferðinni heilsteypt og vel heppnað verk. Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ein- hverjir kunni að leggja hana frá sér ólesna vegna þess hve persón- urnar eru lítt snoppufríðar, en eins og fyrr segir er það í sam- ræmi við eðli þessa nýstárlega ævintýris. Andvari 1989 Andvari, tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags og Bókaútgáfu Menningarsjóðs, er kominn út. Þetta er 114. árgangur ritsins, en hinn 31. í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Aðalgrein Andvara hverju sinni er æviágrip einhvers for- ustumanns í þjóðlífi íslendinga. Að þessu sinni er æviágrip Þor- björns Sigurgeirssonar, prófess- ors, skráð af Páli Theodórssyni eðlisfræðingi. Sveinn Skorri Höskuldsson skrifar um Gunnar Gunnarsson og Sigfús Daðason um Þórberg Þórðarson og nýút- gefin rit með æskuskrifum hans. Gunnar Kristjánsson á grein sem heitir „Prestar á vogarskálum“ og fjallar um nýjar ævisögur presta. Eftir Ástráð Eysteinsson er ítar- leg grein um þýðingar fyrr og nú, „Af annarlegum tungum". Tvær greinar um ljóðlist eru í ritinu: Gunnar Stefánsson skrifar í til- efni af síðustu bók Jóhanns Hjálmarssonar og Eysteinn Þor- valdsson um Þorstein skáld V".ld- imarsson.________ Smásagnasafn kvikmyndamanns Út er komið hjá Almenna bókafélaginu nýtt smásagnasafn eftir Hrafn Gunnlaugsson en Hrafn er, auk þess að vera einn fremsti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar, mikilvirkur rit- höfundur. í þessu safni er nefnist Þegar það gerist er að finna tólf sögur. I bókarkynningu segir m.a.: Smásögur Hrafns eru eins og kvikmyndir hans sérlega lifandi, persónulegar og áleitnar. Efni sumra sagna bókarinnar er sótt í raunveruleikann og margir munu kannast við fyrirmyndir höfund- ar. Þetta er annað smásagnasafn Hrafns en hann hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögu og leikritasafn auk kvikmynda, sjónvarpskvikmynda og margvís- legs annars efnis. þJÓÐVILIINN fyrir 50 árum Vitað er að 13000 kjósendur í Reykjavík skrifuðu undir áskorun um að loka áfengisverzlunum meðan á stríðinu stendur. Um 270 templarar gengu um bæinn með undirskriftalistana, og var þeim yfirleitt ágætlega tekið. Gizkuðu þeir á að um 90% af þeim kjósendum er þeir fundu hafi skrifað undir áskorunina. 19.desember þriðjudagur. 353. dagurásrsins. Sólarupprás i Reykjavík kl. 11.20 -sólarlag kl. 15.30. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 15.-21. des. er í Laugarnesapóteki og Árbæjarapóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur............sími 4 12 00 Seltj.nes............sími 1 84 55 Hafnarfj.............simi 5 11 66 Garðabær.............sfmi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavik............sími 1 11 00 Kópavogur............sími 1 11 00 Seltj.nes............sími 1 11 00 Hafnarfj.............simi 5 11 00 Garðabær.............sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í slm- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaf löt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspltalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feöratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöö RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Slmi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl.8-17.Siminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, • simi 21500, simsvari. Sjálf shjalparhópar þeirra sem oröiö hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband viö lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakts. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 18. des. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 61.65000 Sterlingspund............... 99.01300 Kanadadollar............... 53.10800 Dönskkróna.................. 9.22210 Norsk króna................. 9.25680 Sænskkróna.................. 9.86080 Finnsktmark................. 15.10660 Franskurfranki............. 10.48650 Belglskurfranki.............. 1.70390 Svissneskur franki......... 40.01430 Hollenskt gyllini.......... 31.75460 Vesturþýskt mark............ 35.84200 (tölsklíra.................. 0.04803 Austurrískur sch............. 5.08980 Portúg. Escudo.............. 0.40800 Spánskur peseti.............. 0.55380 Japansktyen.................. 0.42737 (rsktpund................... 94.4450 KROSSGÁTA HHiTOÍ MTlI ... •!___H-ZuJ l Prl n l Lárétt: 1 ruddaleg4 skjöl 6 súld 7 öruggur 9 holdug 12þáttur14 þannig 15 fuglahópur 16 skóflur 19 friður 20 heiti 21 hrúgar Lóðrétt: 2 sefi 3 viljuga 4stafn5gelti7rýr8 festa 10 reikar 11 ferðin 12 hest 17 tré 18 kven- mannsnafn Lausnásíöustu krossgátu Lárétt: 1 óþasg 4 högg 6eir7efii9ágætl2 orgar 14dún 15 afl 16 dáinn 19skor20endi 21 nisti Lóðrétt: 2 þóf 3 geir 4 hráa 5 glæ 7 endast 8 London 10granni11 tasldir 13 gái 17 ári 18 net Þriðjudagur 19. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.