Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ II ígórílluskóginum: Elsta mamman, hugsi og virðuleg. Mynd: Jóhanna Kristjónsdóttir. Jósef hafði varla sleppt orðinu er þungur þytur heyrðist hæst uppi í trjánum. Greinum og krónum var ýtt hranaiega til. „Forðið ykkur,“ hrópaði Jósef í ofboði og gleymdar voru allar áminningar um stillingu. „Pað er karlinn, hann ætlar að stökkva niður." PLAMS! DYNKUR OG DÚMS! Silfurbakur í eigin persónu. Hann hafði sannarlega komið á óvart. Hann hlúnkaðist niður nákvæmlega þar sem við stóðum í hnapp augnabliki áður. Fullvaxin karlgórilla vegur um tvö hundruð og fimmtíu kíló svo það var eins gott að okkur tókst að víkja undan. Silfurbakur sat góða stund eins og hlass á eigin rassi. Svo reisti hann sig upp á fjóra, sneri í okkur afturendan- um og þaðan heyrðust hin hressi- legustu búkhljóð. „Hann er í góðu skapi í dag,“ sagði Jósef sefandi við sænsku hjónin. Þau höfðu misst kvik- mýndatökuvélina sína af skelf- ingu. Þó að karlinn væri stór og þunglamalegur sveiflaði hann sér léttilega upp í næsta tré og sást ekki meira þann daginn. „Ja, hérna,“ stamaði sænska frúin, „gera górillur svona fram- an í mann þegar þær eru í góðu skapi?“ Vilhjálmur Hjálmarsson: Frændi Konráðs föðurbróðir minn Árið 1914 átti ég að fara að beita sem kallað var, beita línuna og leggja niður bjóð. Þetta var ofur eðlilegt því ég var orðinn tólf ára en þurfti nú samt að standa á öðru bjóði svo ég næði til að leggja krókana niður. En það voru kallaðir staðir í beitninga- skúrnum og hafði hver sinn stað. Jóna systir mín, sem var þar frá unga aldri, hafði stað í horninu milli glugganna, en við suður- gluggann var Páll og við vestur- gluggann var Jón Ingvar (Jóns- son, seinna maður Jónu). Á austurveggnum var enginn gluggi. Þar var staður Tobbu sem nú var ekki að beita svo ég fékk hennar stað. Strax þegar ég byrja þarna þá kemur það í Ijós, sem auðvitað hafði alltaf verið, hvað ég sá illa. Ég sá ekki niður í bjóðið, eins þó ég stæði upp á öðru, og var sagt að ég legði krókana hingað og þangað um bjóðið og það þótti ekki gott. Ég sagði mömmu þetta og hún bað Pál að skipta við mig og gefa mér eftir suðurgluggann. Hann gerði það, allir gerðu það sem mamma bað þá um, og ég sá bet- ur til við gluggann. Fyrsta daginn eftir breytinguna kom maður út í skúr til okkar innan úr Þorpi. - „Ert þú hér!“ segir hann við Pál. Og hann svar- aði heldur ómjúklega: „Það eru víst allir að verða sjónlausir hérna.“ Já, eitthvað gekk þetta betur við gluggann en samt ekki með neinu lagi. Þá er það auglýst að augnlæknir verði á ferð með strandferðaskipi, sem hét ísa- fold, og að hann taki á móti sjúk- lingum meðan skipið stoppi. Svo kom skipið og það stopp- aði töluvert á Mjóafirði í þetta sinn. Pabbi fór méð mig um borð. Og ég man enn hvar læknirinn stóð á dekkinu, hár maður og ljós yfirlitum - í mínum huga að minnsta kosti. Andrés Fjeldsteð hét læknir- inn og hann fór með okkur niður í klefa sinn og skoðaði augun. Hann sagði að ég væri með 10 prósent nærsýni á öðru auganu og 11 prósent á hinu og varaði mig við að lesa mikið fyrr en ég hefði fengið gleraugu sem hann sagðist senda mér við fyrsta tækifæri. En þetta var í byrjun stríðsins og leið svo árið að ekki komu gleraugun. Læknirinn harðneitaði mér nú ekki um að lesa sem betur fór og ég var í skólanum næsta vetur. Þetta var síðasti veturinn sem Sigdór kenndi og ég er alltaf hrif- inn af því að ég skyldi þó fara í skólann. Þetta var nú þannig að þegar ég var með bækurnar alveg við augun þá sá ég orðin. En ég sá ekki á töfluna eða neitt lengra til. Árið eftir, 1915, auglýsir augnlæknirinn að hann verði á Seyðisfirði nokkra daga og taki á móti sjúklingum þar. Pabbi fór með mig norður á Valnum sem var mótorbáturinn hans og var á floti stíðsárin, eingöngu vegna flutninga. Kristín Ómarsdóttir. Kristín Ómarsdóttir: / ferðalagi hjá þér Margar konur koma til mín. Koma til mín. Taka í hönd mína. Halda með báðum höndum í hönd mína. Klappa henni. Horfa djúpt í augu mín. Tala. Þegar þær eru búnar að tala klappa þær mér á aðra kinnina. Vertu sæl vinan. Segja þær. Líði þér vel. Klappa mér á upphandlegginn. Ég horfi á þær fara. Ég horfi á hvernig þær fara frá mér. * Margar konur halda í mig. Þær halda fast í mig, uppvið mig allar, stíft í upphandleggi mína, beita kröftum. Hnúar handa þeirra spenntir, fingurnir kræktir. Þær toga mig. Toga mig af stað. Róleg. Segja þær. Róleg. Róleg. Ýta mér áfram. Halda í mig alla leið. Ég bít saman tönnum. * Margar konur standa í röð og syngja. Þær syngja lög sem láta mann fá tár í augun. Þær hreyfa sig hægt í röðinni. Axlir þeirra og höfuð bifast hægt með laglínunni og handleggir þeirra hvíla laust við síður. Þær syngja fyrir mig lög sem láta mann fá tár í augun. Ég tárast. Eyru mín eru heit. * Margar konur synda. Þær synda með mig í stórri laug þarsem allt er ljósblátt, ljósgrænt. Líka gult. Þær synda með mig og ég er lítil stelpa. Þegar við förum í sturt- urnar sápa þær mig alla með mjúkum höndum sem fara hratt, sem einsog stífpússa húð mína. Hreinlæti það er gott. Segja þær. Það freyðir í mér. Ég er úr hvítri sápufroðu. Einsog bómull. Einsog engill og þær skola mig. Konurnar kenna mér að sápa mig og ég horfi á handtök þeirra. * Margar konur drekka með mér kaffi. Þær segja mér að fá mér meiri kökur. Þær horfa á mig borða. Setja hönd undir kinn, horfa á mig borða. Hvernig ég tygg. Ég tygg með lokaðan munn. Horfi á þær. Þær segja að það sé gott að sjá eplakinnar, eplakinnar sem borða köku og hrausta stelpu. * Margar kónur vilja vera hjá mér. Vera hjá mér og segja mér frá lífinu. Athuga það. Skoða lífið í hnot- skurn. Segja þær og segja. Lífið bítur. Og setja hendur á þykk brjóst- in. Lífið bítur, svo sannarlega ger- ir það það. Lífið er beitt. Skaðbeitt. Getur verið bitasætt. Fyrir suma. Það verður að bíta líka. Á jaxlinn. Bíta á jaxlinn. Tilþess er hann. Að bíta á. Og bíta. Bíta allt í sig. Bíta og bíta. Láta ekkert bíta á sig. Og þær horfa uppí loft, allar. Ég horfi á þær. Til skiptist á mörg konuandlit, öll eins, með mjúkar kinnar og augun þeirra allra fara langleiðina upp til himins. Þær taka ekki eftir því að ég er komin undir borð, að horfa á fæturna þeirra, alla fæturna þeirra í rei- muðum leðurskóm, krosslagða, alveg stífa, jafnþykka fætur. Birgir Sigurðsson: Svartur sjór afsíld (Ásta Vestmann varsíldar- stúlkafrá Akranesi ogfórfyrst á síld til Raufarhafnar 1956) Fyrstu sumrin sem ég var á síld hjá Óla Óskars var ekki mötu- neyti fyrir konurnar. Við höfðum rúmfatnað og mataráhöld með okkur. Ég og mágkonur mínar, sem voru með mér í herbergi, höfðum sameiginleg áhöld; ein kom með diska, önnur potta, hin pönnu og svo framvegis. Saltand- inn skaffaði húsnæðið, kojur með dýnum og eldunartæki. Á þess- um árum var enginn lögskipaður matartími. Um leið og við kom- um til Raufarhafnar fýrsta sumarið lentum við í þriggja vikna törn. Við sváfum ekki nema 3-5 tíma á sólarhring. Okk- ur var ætlaður matartími þegar bátur fór frá bryggju og annar lagðist að í staðinn. En oft tók svo langan tíma að salta upp úr hverj- um báti að við vorum orðnar glorsoltnar áður en því lauk. Svo ég og mágkonur mínar ákváðum að fara reglulega í mat á hverju sem dyndi. Við vissum að okkur myndi ekki endast þrek ef við borðuðum ekki. Þegar við kom- um eitt sinn úr mat þessa fyrstu daga í sfldinni kom Óli til okkar fjúkandi vondur og sagði „Þið eruð bara alltaf í mat!“ - Við önsuðum honum ekki. Dag- inn eftir bað hann okkur afsökun- ar. Við höfðum orðið hæstar. Það lá meðal annars í því að við borð- uðum. Ég er ekki að segja þetta honum til lasts. Óli var afbragðs húsbóndi og Hanna kona hans, sem var lífið og sálin í þessu með honum, var bæði falleg og góð manneskja. Þegar bátarnir voru að koma að með sfld var hún all- an sólarhringinn að vega og meta hvað átti að salta og hvað ekki, stundum ein en stundum voru þau saman. En tíðarandinn á öllum síldarplönum var þannig að menn áttu að vinna hvfldar- laust þar til söltun var lokið. Reynt var að sjá til þess að hver mínúta nýttist. Þetta var kapp- hlaup við tímann því sfldin var fljót að skemmast og verða óhæf til söltunar. Þegar mörg skip biðu eftir löndun var reynt að gefa sem flestum þeirra einitverja úrlausn; salta 200-300 tunnur af afla hvers skips, hitt varð að fara í bræðslu. í svona törnum voru stúlkurnar að stelast til að fá sér matarbita, langtímum saman ekkert sett í sig nema kex og brauð og eitthvað til að skola því niður með í flýti. Stundum var hrota svo samhang- andi að við gáfum okkur ekki tíma til að kaupa mat, of langt að fara. Einu sinni fengum við vin- konurnar hláturkast yfir hvað við höfðum lítið að borða: Ég átti einn tómat og brauðmylsnu í boxi sem ég hvolfdi í lófann á mér og át. Þær áttu eitthvað svipað. Karlmennirnir skiptust á að fara inn að borða í mötuneyti en við áttum að sjá um okkar matseld sjálfar. Svona var þetta. Eitt sinn kom fyrir í mikilli hrotu að leið yfir unglingsstúlku af þreytu og hungri. Það var farið með hana inn bragga. Þá sé ég að önnur ung stúlka, sem saltaði við hliðina á mér, var líka að líða út af og kallaði til verkstjórans og spurði: „Hvort viltu heldur gefa matartíma eða við gefumst allar upp, vegna hungurs? Hvað ætlið þið þá að gera við síldina?" Þá gaf hann matarhlé. Þessi verkstjóri var dálítið harður í horn að taka en samt besti karl. Þessi vinnu- harka var bara hluti af tíðarand- anum. Hann vann sjálfur svo mikið að það var einsog hann svæfi aldrei. Það var líka ægilegur þrældómur á karlmönnunum á planinu; á harðahlaupum með salt og fullar og tómar tunnur svo svitinn bogaði af þeim. - Nokkr- um árum seinna var ég hjá Óla og Hönnu á Seyðisfirði. Þá var kom- inn lögskipaður matartími og stúlkurnar í mötuneyti eins og karlmennirnir. Það var algjör dá- semd og maturinn bæði mikill og góður. Þa höfðum við yfirleitt hálftíma í mat þegar unnið var. í landlegum hvfldum við okkur, þvoðum af okkur, létum okkur líða vel og röbbuðum saman. Ungu og ógiftu stúlkurnar voru þá auðvitað á eilífum böllum en það var aldrei neinn hávaði og næturgleðskapur í bröggunum að heitið geti. Þegar landlegum var lokið, fyrsti báturinn búinn að melda sig og von á honum inn, greip um sig órói og spenna. Það var eins og allir lifnuðu við, líkt og olíu væri hellt á falinn eld. Allir gerðu sig klára fyrir söltunina. Við Akra- nesstúlkumar héldum saman og vildum auðvitað ekki láta sjá að við stæðum okkur síður en heimastúlkurnar. 1 einni stór- törninni var Akraneskona að nið- urlotum komin. Þá vindur sér önnur Akraneskona að henni og segir: „Þú lætur ekki um þig spyrjast að þú gefist upp. Slíkt hefur aldrei komið fyrir konu frá Akranesi. Nú stendur þú þar sem þú ert og skerð í tunnuna. Ég skal salta hjá þér þegar ég er búin með mína tunnu.“ Og þannig höfðu þær það. Sjóhúsin á Brekku, vinnustaður Hermanns í tuttugu sumur. Til vinstri er beitningaskúrinn. Mynd: Sigurður Jónasson. Síldarstúlkan:„Hún breytiroftumandlit og svip, önnurídag enígæren aldrei langtfrá ímynd kvenlegrarfegurðar hvers tíma. Annars erhúnekki nothæfí bækur, tímaritog póstkort né í nær- mynd filmunnar." Mynd:ÓlafurK. Magnússon. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.