Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 8
Halldór Stefánsson (1892-1979) var einn afkasta- mesti en þó umfram allt listfengasti smásagna- höfundur sem viö höfum átt. Því eru þaö góö tíöindi bókafólki að smásagnasöfn hans öll hafa nú verið gefin út í einu lagi, og þaö því fremur sem þau hafa flest veriö ófáanleg um langt skeið. Persónusköpun Halldórs var afar nærfærin, og dugar að vísa til alþekktra sagna hans á borð við Grimmd og Hernaöarsögu blinda mannsinstil marks um það. Lítilmagninn á samúð hans óskipta, en höfundurinn dettur þó aldrei í pytt væmni og klökkva. Hann predikar ekki í verkum sínum, en bregður oft fyrir sig kaldhæðni af því tagi sem lyftir efninu í hæðir, og má heimfæra þetta upp á smásöguna sem við rifjum upp hér á opnunni: Grafið Ijóð, en hún birtist í Sögum 1950. Heildarútgáfa smásagnasafna Halldórs Stefáns- sonar kemur út í formi hinna svokölluðu stórbóka hjá Máli og menningu, og þarf ekki að setja á langar ræður um hver fengur er að útgáfunni. Auk safnanna hefur hún að geyma ítarlega ritaskrá og eftirmála um höfundinn, en hann skrifar barnabarn skáldsins og nafni, Halldór Guðmundsson. Dauðinn var að ná völdum í svefnstofu gamla kaupmannsins. Þegar ég kom þang- að inn lá hinn aldraði verslunargarpur á banasæng. Mér brá er ég leit andlit hans, sem ofurfita og mikill hörundsroði ein- kenndu áður, orðið tálgað og grátt af langri sjúkdómslegu. Ég vissi að hann hafði und- anfarið legið í sjúkrahúsi og var nú kominn heim til að deyja. Þó maðurinn hefði verið minna veikur en raun var á og ég ekki haft orð læknis fyrir því að hann mundi ekki geta lifað lengur en nokkra sólarhringa, mundi ég ekki hafa ef- ast um að hann ætti skammt eftir þegar ég sá hann í þessu umhverfi. Ég er viss um að fullhraustur maður sem hefði orðið að liggja í þessu herbergi mundi hafa fundið dauðann nálgast. Mér rann í skap við að sjá vistarveru sjúks manns búna út sem dánarstað. Það hlaut að hafa áhrif á viðnámsþrótt hans. Það hefur verið eitt af áhugamálum mínum að sannfæra fólk um að sjúkraherbergi ættu að vera útbúin sem líkust ferðaklefum á skipum, svo sjúklingnum fyndist hann þá og þegar geta staðið á fætur, tekið ferða- tösku sína og gengið alheill á land. En svo skildi ég að þetta átti að vera svona. Frúin gerði alltaf og alls staðar allt eins og það átti að vera. Hún var svo örugg í öllum formum, svo næm fyrir velsæmi og svo viss um stefnu tilgangsins, að hefði skapari heimsins tekið sér hana til fyrir- myndar við tilbúning mannsskepnunnar í stað þess að ætlast til að maðurinn hefði hann að fyrirmynd, þá mundi aldrei hafa átt sér stað í veröld hans það jafnvægisleysi sem kallað er mannlegt eðli. En heldur hefði ég kosið að liggja bana- leguna í kytru þar sem konan hefði verið að sjóða fisk og krakkarnir hefðu rellað í mér dauðvona milli þess sem þeir hefðu flogist á og gert móður sína hálf sturlaða með tilefnislausri óþekkt, en skipta kjörum við hann sem varð að liggja í þessu rómgóða loftræsta sjúkraherbergi, þar sem hvít gluggatjöld, er minntu á líkklæði, byrgðu glugga. - Drifhvít rúmlín borð með gler- plötu við höfðalag rúmsins hitamælir í glasi litlar flöskur með meðölum mæliglas fyrir inntökur sjúkradæld og stundaklukka sem á hverri sekúndu virtist geta hætt tilgangi sínum og breyst í legstein. Og við yfirbragð þessarar fullkomnu sjúkrastofu bættist kyrrð sem boðaði hina eilífu þögn grafar- innar. - Heiðarleikans vegna verð ég þó að geta þess að ég var grjóthraustur þegar ég gerði þennan samanburð. Ég settist á stól með stálgrind og harðri setu hjá rúmi sjúklingsins þegar hin nunnu- klædda hjúkrunarkona var farin út úr her- berginu og búin að loka dyrunum með þeirri hægð sem gefur til kynna hverjum sjúklingi að hið minnsta eðlilega hljóð muni ganga af honum dauðum. Hún gleymdi ekki að líta fyrirlitlega á mig og áminna sjúklinginn um að tala ekki mikið. Hún kunni ritúal dauðans upp á sína tíu fingur, ella mundi frúin aldrei hafa sleppt henni inn fyrir dyr hins deyjandi manns. Hann var kominn hátt á sjötugsaldur, og ég undraðist að hreysti hans skyldi að lok- um láta undan einum litlum krabba í maga- opinu, þar sem hún hafði staðið af sér í hartnær hálfa öld griparma ofríkis og reglu- gerða frúarinnar. Ég þekki þá, þessa grip- arma. Ég var einu sinni um skeið til húsa hjá þessum heiðurshjónum frjálsrar verslunar, en heilsa mín er ekki merkilegri en svo, að ég mundi hafa orðið skammlífur ef ég hefði ekki slitið mig burt þaðan, þó ég sæi ekki fram á annað en ég yrði að hætta námið fyrir tiltækið, því húsnæðið og fæðið var ókeypis. - Gustukaverk sem ég átti móður minni að þakka, en kemur ekki við þessa sögu. En þessi gernýti kaupsýslumaður kom mér fyllilega á óvart þá, með því að greiða fyrir mig húsaleigu og fæði á öðrum stað í bænum. Hvernig honum hefur tekist að dylja hina alvirtru þess hefur verið ein af lífsgátum mínum, svo og hvaða dularfull rök réðu gerðum hans í því efni. Eftir samtal okkar á dauðastund hans hefur þó rofað ögn fyrir skilningi mínum á fyrirbær- inu. Mörg ár voru liðin síðan ég hafði haft nokkurt samneyti við þetta fólk. Aðeins örsjaldan hafði ég í svip hitt þennan nafn- togaða kaupsýslumann sem hjálpaði mér í erfiðleikum námsáranna; því var ég nokk- urri undrun lostinn er hann gerði mér orð að finna sig tafarlaust. Ég reyndi án árangurs að geta mér til um ástæðuna. Ætlaði hann að arfleiða mig? Vildi hann að ég tæki við verslun hans? Eða var hann að krefja mig endurgjalds á því sem hann hafði fyrir mig gert? Það var bros- legt, hann vissi að ég þarfnaðist ekki síður hjálpar hans nú en þá, þó ég yrði að vera án hennar. Og hinar fyrri tilgátur ráku sig á reglugerðir frúarinnar. Vildi hann þá trúa mér fyrir einhverju svörtu sem hann hafði á samviskunni? Ólíklegt, frúinvar samviskan eins og annað. Ég var hlaðinn forvitni þegar ég kom inn til hans, og hann dró mig ekki lengi á svari. Tími hans var dýrmætur. Óðar en ég var sestur á harða stólinn spurði hann hörslulegri röddu: Yrkir þú ennþá? Ég varð forviða. Honum hlaut að vera kunnugt um það. Eða hafði hann ekki fylgst betur með höfundarferli mínum síðan ég var síyrkjandi í húsi hans og fyrsta kvæðið mitt öðlaðist náð prentsvertunnar? Hann minntist þá aldrei eínu orði á tilraunir mín- ar, þó frúin - vitanlega - léti mig heyra reglugerð þar sem slíkt var bannað. Emb- ættismannsdóttirin vissi fyrir víst að nám var einungis undirbúningur undir embætti, lífsins þráða takmark. Og það átti ekki að tefja það eða misvirða með skrípalátum eins og ljóðagerð. Alvara er fyrsta orðið í orðabók hennar og hið síðasta. Og henni gat ekki hugkvæmst að nokkur gæti verið að yrkja í alvöru. Ég sé hana enn í anda standa með helsta blað höfuðstaðarins í magurri hendinni, beinvaxna og brjóstalausa með þúsund ára alvörusvip skamm- degismerktrar þjóðar í blóðlausu andlitinu, bendandi á blett sem ljóð mitt hafði sett á blaðið, sem og á sjálfan mig og reglugerð- akeðju hennar og guð einn veit hve marga aðra helgidóma, og segja með margra kyn- slóða embættishreim í málrómnum: Þetta gerir maður ekki! Þá hafði hann ekkert lagt til mála, hvorki til að auka vanvirðu mína né afsaka mig. Hvers vegna þessi spurning á dauðastund- inni? Ég var sem gabbaður. Stundum, svaraði ég eins og fábjáni. Svo flaug mér allt í einu í hug: Hann ætlar að biðja mig að yrkja eftir sig. Það gat hæglega samræmst reglugerðinni. Prentuð erfiljóð. Gátan var ráðin. Áður en ég vissi af var ég byrjaður: Krabbann má síst með sanni sigra nein reglugerð... Guð almáttugur, ef frú Alvara heyrði þetta! En ég átti ekki kollgátuna. Spurning hans stýrði að öðru marki. Hlustaðu á mig, sagði hann með hita í stirðri röddinni. Eg ætla að trúa þér fyrir nokkru. Tíminn er naumur. - Ég kvæntist ungur; hjónaband okkar hefur alla tíð verið fyrirmynd (reglugerð, hugsaði ég að innan- verðu) ég hef alltaf elskað konuna mína og virt hana. Samt féll eitt sinn skuggi á sambúð okkar, það var sama árið og við giftumst. Ég var heimskur og óreyndur (ó- taminn, leiðrétti ég í huganum). Hjá okkur var ung stúlka vinnukona, hún var mjög fríð og glaðværari en nokkur önnur stúlka sem ég hef þekkt. Við vissum það bæði, þegar við sáumst fyrst, að okkur leist vel hvoru á annað. En hún var heiðvirð stúlka og ég reyndi að vera heiðvirður líka, nýkvæntur maðurinn. En glaðværð hennar hafði ein- hver ölvandi áhrif á mig, ég missti stjórn á sjálfum mér og kyssti stúlkuna einu sinni inni í dagstofunni. Konan mín kom inn rétt á eftir, hún sá ekki það sem gerðist, en eins og þú munt kannast við, er sem hún viti allt. Við stúlkan vorum líka sjálfsagt eitthvað undarleg í fasi þegar konan mín kom svona óvænt að okkur. Það var tilgangslaust að þræta, og konan gerði það eina sem við átti (samkvæmt reglugerð númer... jú) hún rak stúlkuna úr vistinni. Mér féll þetta ákaflega þungt. Ég gat ekki sofið um nóttina, en þorði ekki á fætur af ótta við að konan vaknaði. Undir morgun festi ég blund en glaðvaknaði fljótt aftur, og þá kom fyrir mig dálítið atvik sem hefur sjálfsagt oft komið fyrir þig og þá sem eru skáld, en mér var það hrein opinberun sem aldrei hefir vitjað mín síðan. Hann tók sér ofurlitla málhvfld og horfði sársaukafullum augum út í tómið (ef til vill hefur krabbinn verið að minna á tilveru sína). En í augnaráði þessa gulleita deyjandi gamalmennis var líka einhver glóð sem ég átti ekki von á hjá fullhörðnuðum kaupsýslumanni. Hún gat vart stafað frá minningum hans á löngum gróðavegi, geislar hennar vöktu hjá manni grun um heita ást eða mikla list. Ég varð fyrir innblæstri, hélt gamli mað- urinn áfram feimnislega en í fullri alvöu. Ég orti til stúlkunnar kvæði, fullt af ást og söknuði. Ég hugsaði það ekki, setti það ekki saman, það kom fullgert í huga minn. Öðruvísi get ég ekki lýst þessari starfsemi heilans. Ég læddist fram úr rúminu og skrif- aði það. Síðan laumaðist ég með það inn í herbergi stúlkunnar (konan hafði sýnt henni það vorkunnlæti að lofa henni að sofa í húsi okkar um nóttina, í býti morguninn eftir fór hún heim til sín suður á Reykja- nes). Ég lagði kvæðið á koddann hjá henni en þorði ekki að vekja hana. Mér tókst þetta hættulega ferðalag vonum framar, konan mín rumskaði ekki. Eftir það sofnaði ég fast. Það var komið langt fram á morgun þegar ég vaknaði. Ég hafði ákafan höfuð- verk en fór þó á fætur. Seinna um daginn fór ég að rifja upp fyrir mér kvæðið, en það heppnaðist ekki þá og mér hefur ekki tekist það síðan. Aðeins einhver óviss ómur eða hrvnjandi sat eftir í huga mínum. Nú finnst mérhelst, þó það sé kjánalegt, sem það sé einhver ilmur. Ég hef aldrei séð stúlkuna síðan, en ég veit af afspurn að hún er gift kona á Kefla- vík. Við jöfnuðum þetta með okkur konan mín og ég og engin snurða hefur hlaupið á hjónaband okkar upp frá þessu. Hann þagði um stund, líkt og hann væri að ráða við sig eitthvað vandasamt. Loks mælti hann: Ég hef aldrei reynt að yrkja neitt síðan, en ég hef lesið mikið af ljóðum eftir innlend og erlend skáld, gert mér far um að skilja þau og meta, ég þori að segja að ég hef nú orðið æði gott vit á ljóðagerð, þó ég bæri ekkert skynbragð á hana þá. Þessi ljóða- lestur minn hefur verið eins konar leit að sömu áhrifunurn, sama ilminum og af kvæðinu mínu. Ég hef þó aldrei fundið hann nema í einu einasta kvæði. Og í fyrsta skipti sem ég las það fannst mér ég vera að rifja upp kvæðið mitt, áhrifin voru svo lík þeim er ég varð fyrir þegar ég orti það að ég mundi það þá í raun og veru, en svo hvarf það eins og mannsnafn sem maður hefur á vörunum en gleymir um leið og maður ætlar að segja það. Þetta kvæði er Annabel Lee eftir Edgar Allan Poe. Ég veit að kvæðið mitt var ágætt þó ég geti ekkert úr því mun- að. Það er ekki mér að þakka, ég orti það ósjálfrátt. En ég man ennþá hrifninguna, hún var ósvikin, ég hef reynt það á kvæðum annarra. Ég er nú að deyja. Mig langar til að biðja þig bónar. Þessa sögu hef ég engum sagt nema þér, og ég treysti þér. Þó þú værir ódæll og færir frá okkur án nokkurs tilefnis að kalla, fannst mér ég skilja þig. Enda brást ég þér ekki. Síður en svo, stundi ég þakksamlega og síundrandi. Þú átt það víst allt að þakka þessu undra- verða kvæði, brosti hann næstum. Einhvers konar samábyrgð lét mig halda verndar- hendi yfir þér. Þú fýrirgefur þó ég noti verslunarmálið, mér er það tamast. En bónin er að þú farir á fund stúlkunnar og fáir hjá henni kvæðið. Áhrif þess og minn- ing stúlkunnar hafa fylgt mér gegnum lífið eins og englar. - Mig langar til að lesa kvæðið áður en ég dey og vita hvernig það er í raun og veru. Nú orðið er það sem eins konar fyrirheit eftir þrotlaust stríð langrar ævi, það er orðið að meinloku hjá mér að fá að njóta einu sinni enn sömu hrifningarinn- ar og þá, og deyja helst í henni. Augu hans voru orðin glóandi og ég ótt- aðist að honum mundi elna sóttin við þessa hræringu geðsmunanna. F.n hvernig átti ég að sefa hann? Þú hefur víst aldrei haldið mig neinn andans mann, hélt hann áfram daprari, enda er ég það ekki, en ég hef þá trú að í lífi hvers hugsandi manns sé eitthvert háleitt sjómerki sem gnæfi yfir öldutoppa hversdagsleikans, hjá sumum er það ein- hver hugsjón til heilla mannkyninu, hjá öðrum eru það börn þeirra framtíð og fullkomnun. Hjá mér er það þetta ljóð sem varð til fyrir mikla ást, að vísu í meinum, en þó jafnréttháa og lagaleg ást. Þig furðar á því hvernig ég tala, eins og talað er í illa sömdum skáldsögum eða eins og móðursjúkar konur tala. En þú hefur ekki enn komist eins nálægt dauðanum og ég. Þegar hann er á næstu stráum breytist allt, þá hverfa allar reglur og öll feimni. Ég hef ekki kallað þig á minn fund til að tala um hversdagslega hluti, heldur til að biðja þig mikilsverðrar bónar. Og til þess þú i I 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.