Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 9
skiljir þessa bón mína lyfti ég til hliðar tjaldi sálar minnar. Hann rétti skjálfandi hönd upp á gler- borðið, náði í vatnsglas og drakk. Ég gat mig ekki hreyft fyrir blygðun og ótta við þetta tal.Var þetta ekki óráð, átti ekki læknir að vera viðstaddur á svona sjúk- dómsstigi? Enginn maður talaði svona ó- geggjaður. En hvað gat ég gert? Maðurinn var að deyja, og hann hlaut að hafa leyfi til þess, þrátt fyrir allar reglugerðir, að gera það eins og honum sýndist. Það væri eins og að lifa lífinu aftur ef ég fengi að njóta þessara áhrifa, sagði hann við sjálfan sig. Hahn er ekki hættur enn. Mér fannst ég endilega þurfa að gera eitthvað eða segja þó ekki væri nema eina sstningu. En hvað? Enn hélt hann áfram og var nú orðinn nokkurn veginn jarðneskur: Sé stúlkan búin að glata kvæðinu verður ekkert við þvf gert. En einhver innri rödd segir mér að hún muni hafa varðveitt það. Sé kvæðið eins gott og ég er viss um að það er, mátt þú gjarnan láta birta það að mér látnum ef henni er sama, ekki er of mikið af snilli í íslenskum bókmenntum. Og vita- skuld á ég engan heiður skilið fyrir þetta kvæði. Það er, ef svo mætti að orði kveða, yfirnáttúrulegt. Ég kæri mig ekki um neinn heiður af því; þú mátt láta prenta það undir þínu nafni, mig skiptir það engu eftir að ég er dauður. Ég kipptist við. Þetta var meðal erfða- skrá. Kvæði sem jafnaðist á við Annabel Lee, og mega segjast hafa ort það! Ég var aðeins hálf smeykur um að það kynni að stinga fullmikið í stúf við hin kvæðin mín. Ég hét honum fúslega að fara á fund stúlkunnar - ég hélt því heiti í viðtali við hann, þó orðið kerling hlyti að vera heppi- legar valið. Hann sagði mér nafn hennar og tók síðan undan kodda sínum troðið peningaveski. Hinn deyjandi kaupsýslumaður kunni því auðsýnilega best að bera með sér gjald Mammons. alla leið að grafarbarminum. Hann fékk mér allmikla fjárhæð í ferða- kostnað og ómakslaun og til að gleðja kon- una sem kvæðið átti. Ég var rétt búinn að stinga á mig pening- unum þegar hin nunnulega klædda hjúkr- unarkona kom inn með úrið í hendinni. Tíminn er búinn, sagði hún með sama dauðarítúalinu. Ég varð öskuvondur fyrir hönd gamla skáldsins. Meira vorkunnleysi beið hans varla hjá manninum með ljáinn en þær kaldranalegu reglugerðir klukku og annarr- ar fávisku sem eitrað höfðu líf þessa mikla elskhuga. í hálfa öld hafði hann rekið arð- bæra kaupsýslu samkvæmt settum reglum og lifað heimilislífi sem samanstóð af ein- tómum reglugerðum hins þröngsýnasta harðstjóra, og í hjarta sínu hafði hann alla tíð borið óhamingjusama ást, og ilmur hins göfugasta skáldskapar fyllti huga hans dag- lega. Mannlegt eðli er undarlegur myrkvið- ur, lof sé hinum skipulagslausa skapara, annars hefði ég aldrei lifað þetta æfintýri. Ég kvaddi gamla manninn og endurgalt hjúkrunarkonunni fyrirlitlegt augnaráð hennar og fór án þess að votta frú Alvöru hollustu mína, enda var mér ekki boðið upp á það. En illkvittni minni var skemmt. Eg hafði komist að því að hinn skúfbundni eiginmaður hennar hafði blekkt hana alla ævi og lifað í öðrum heimi en hún hafði ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3 Smásaga eftír HaUdór Stefánsson markað honum. Nú þóttist ég skilja vegna hvers hann hafði óttalaust styrkt mig eftir að ég fór frá þeim: Ráðstjórn andans, bræðralag listarinnar hafði gert uppreisn gegn afturhaldi og efnishyggju frúarinnar. Eg lengdi nef mitt eins og ég gat í áttina til stofudyra hennar. Næsta morgun fór ég að reka erindi vel- gerðarmanns míns. Eftir nokkrar fyrir- spurnir hafði ég upp á konunni í Keflavík. Hún var ekki miklu yngri en unnusti hennai gamli kaupmaðurinn. Ekki var hún eins fjáð og hann, og afrek hennar voru á aðra vísu en hans: Sextán barna amma. Hún var nú til heimilis hjá einum syni sínum, sjó- manni. Og eftir húsakynnum að dæma þurfti hún ekki að búast við jafn hljóðlátri dauðastund og kaupmaðurinn. Hamingjan má vita hvort henni mundi auðnast að deyja ein í rúmi. Ég leitaði árangurslaust hjá henni að þeirri fegurð sem kaupmaðurinn hafði lýst fyrir mér. Þó ég sléttaði úr hinum óteljandi hrukkum andlits hennar, setti í hana nýjar tennur og gæfi hinum sjóndöpru augum hennar glóð æsku og ástar og holdfyllti inn- sognar kinnar hennar, varð nefið samt skakkt og munnurinn of víður. Hún var tæplega meðalhá og herðar hennar kúptar, en ellin og vinnuþrældómur kunna að hafa afbakað þær. Enn var hún hress í skapi, glaðværðin mun óefað hafa átt sér búsetu í líkama hennar þegar hún var ung. Allt heimilisfólkið sat að snæðingi þegar ég kom inn í hina þröngu stofu. Gestrisni húsbónda lýsti sér sem betur fór ekki í því að hann byði mér að borða, heldur þannig að hann þreif stólinn undan einum af yngri kynslóðinni og lét mig setjast á hann úti við glugga. Úr sæti mínu gat ég horft á „stúlku” kaupmannsins í kyrrþey, og hugsanir mínar héldu af stað. Skyldi þessi hrukkótta og af sér gengna lífvera hafa lifað öðru borði á skáldskap kvæðisins góða eins og höfundur þess hafði gert? Skyldi ástarlíf hennar í löngum og barnfrekum hjúskap hafa átt kjarna sinn í rómantfk hins litla misheppnaða æfintýris, sem gamla kaupmanninn dreymdi um enn- þá? Eiga ekki ást og list alla þá lofgjörð skilið sem þeim er færð, fyrst hvorki fátækt og strit né upphefð og auður fá varpað á þær bleiku skini hversdagsleikans eða sveipað grárri blæju gleymskunar? Mér fannst ekki Iengur hinn háfætti óður hins deyjandi manns, þegar hann sagði mér sögu sína, vera broslegur eða óeðlilegur. Það var hinn jarðbundni skilningur okkar sem var hlægi- legur og fátækur. Hinar andríku hugsanir mínar trufluðust af skærum sem urðu milli yngstu systkinanna út af sérstöku stykki af hinni signu grásleppu sem ætlað er það hlutverk að sjá þjóðinni fyrir hraustum sjómönnum hispursmeyjum og - ef illa tekst - skáldum. Hinn rauðhærði hnokki, sem sigur bar af hólmi, var sýnilega ekki kominn á það stig tilfinningalífsins sem hamlar því að menn beiti kvenkynið harðneskjulegustu aðferð- um hernaðarlistarinnar. Þegar refsidómur hafði gengið yfir hann, án þess þó að sætta að nokkru systur hans, var borðum hrundið og ég gat upphafið erindi mitt við „stúlkuna”. Ég byrj aði á því að afhenda henni megin- ið af fé því er kaupmaðurinn fékk mér og lýsti það gjöf frá honum. Hún kannaðist vel við manninn, enda var hann bæjarfulltrúi og annað sem merkur kaupsýslumaður og góður borgari á að vera. En hún fékkst ekki til að líta á peningana sem vinargjöf heldur setti þá óðar í samband við kosningar. Ekki minntist hún í fyrstu þess að hafa verið vinnukona á heimili hans. Svo rifjaðist það upp fyrir henni og hún hló. Ég var rekin, sagði hún glettnislega og kærði sig hvergi um slíka vanvirðu. Mig grunaði að hún mundi hafa verið vel létt- lynd á sínum sokkabandsárum. Þá var að grafast eftir kvæðinu góða. Það var ekki auðvelt að ná tali af konunni í einrúmi. Öll fjölskyldan, mér liggur við að segja allar fjölskyldurnar, voru saman komnar í stofuholunni og hlustuðu á okkur. Og það var þegar byrjaður skiptafundur á peningum kerlingar. Mér tókst að lokka hana út undir húsvegg og tala við hana þar um kvæðið. í upphafi mundi hún ekkert eftir því. Ég hef átt svo mörg börn, afsakaði hún sig. En svo hét hún að leita að því. Hefði hún nokkurn tíma fengið það hlaut það að vera til. Það virtist óhugsandi að nokkrum hlut sem hún hefði eignast um ævina hefði verið fleygt fyrr en búið var að nota hann upp til agna. En verið gat að einhvern tíma hefði pappírinn verið notaður utan um eitthvað eða til að skrifa á eitthvað þarfara en kvæði. Það fór um mig hrollur. Höfðu ekki stundum hin dýrmætu skinnhandrit okkar verið notuð í skóbætur - eða étin? Ég bað hana að leita í kyrrþey. Ég kærði mig ekki um að skiptafundurinn færi að fjalla um málið og virða eignina til peninga. Leitin stóð ekki lengi, eignir konunnar voru hvorki miklar né víða. Loks hélt ég á hinu dýrmæta gulnaða blaði í hendinni og var hálf óstyrkur. Hafði hún Iesið kvæðið? Kunni hún það? Nei, brosti hún, ég hljóp víst einu sinni yfir það en las það aldrei framar, mér var þetta ekki eins hátíðlegt og honum, ég var ekki vön því að vera rekin úr vistinni eða fá send ástarkvæði þó ég kyssti mann svona í fram- hjáhlaupi. Hvílíkt happ. Enginn vissi um þetta fagra ástarkvæði nema ég og skáldið sjálft sem var nú að deyja. Og ég hafði fengið afsal fyrir þessu dásamlega kvæði og gat talið mig höfund þess. Hugsunin þaut á undan mér til Alþingis og lét það í snatri greiða öll at- kvæði með hæstu skáldalaunum mér til handa. Ég gat ekki fengið af mér að lesa kvæðið úti á víðavangi, né heldur í bílnum á heimleiðinni. Til þess þurfti helga stund í einrúmi, og á þeirri stund mundi ég í raun og veru yrkja þetta ódauðlega kvæði. Það var ekki fyrr en ég var búinn að ljúka öllum mínum dagsverkum að ég settist í viðhafnarstólinn minn, gamlan ruggustól úr útskornum viði með mjúkri sessu, svo ólík- an stálstóli sjúka skáldsins sem hugsast gat. Með skjálfandi hendi fletti ég sundur blað- inu og tók að lesa hið endurheimta lista- verk. Ég las, las það einu sinni, las það aftur og trúði varla mínum eigin sterku augum. En að þeim lestri loknum tók ég þá ákvörðun köldum huga að svíkja vin minn og velgerð- armann. Aldrei - aldrei skyldi þessi mikli elskhugi fá að sjá þetta ljóð æsku sinnar og ástar, fyrst ég gat komið í veg fyrir það. Aldrei skyldi ég verða til þess að hrífa deyjandi skáld ofan af hátindi ánægju þess og steypa því niður í botnlaust djúp minnkunar. Þetta dauða rímstagl, sem ekki svo mikið sem stóð almennilega í hljóðstöfum, skyldi halda áfram að vera kvæðið góða alla ævi skáldsins - og síðan deyja með því. Enginn skyldi eigna sér það að gamla kaupmannin- um látnum. Ég sendi honum orð á spjaldi morguninn eftir og tilkynnti honum að erindi mitt mundi heppnast, aðeins þyrfti ég dálítinn tíma til að framkvæma það. Síðan beið ég rólegur þangað til hann var dauður. Hin mikla virðulega líkfylgd staðnæmdist í kirkjugarðinum við opna gröf. Líkmenn- irnir létu kistuna síga ofan í hana í böndum. Þarna stóð hún blómsveigum prýdd, komin á hinn hinsta stað með innihaldi sínu, jarð- neskum leifum hins mikla ástarskálds. Ég tróð mér gætilega en vægðarlaust inn á milli ættingja hins látna og helstu höfð- ingja borginnar meðan presturinn bað hina síðustu bæn og kastaði á rekunum. Ég staðnæmdist mér til skelfingar við hlið ekkj unnar svartklæddrar og syrgj andi (sam- kvæmt reglugerð). Þetta gerir maður ekki, hugsaði ég með orðum hennar, en lét þó um leið eins og af tilviljun dálitla gulnaða bréfkúlu detta ofan á milli blómanna á kistunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.