Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ II vildi ég berast Sálareintal um feröalög með Kjölfar kríunnar að kveikju Skemmtileg þverstæða hvað ferðabækur hafa verið að sækja í sig veðrið eftir því sem veröld mannskepnunnar skreppur sam- an. Um allan hinn vestræna heim hefur þessi tegund bóka verið í mikilli uppsveiflu á síðustu árum, og svo er að sjá að við séum að taka við okkur líka. Til marks um það höfum við amk. tvær alvöru- ferðabækur sem koma út núna fyrir jólin; Dulmál dódófuglsins eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, en ekki síður Kjölfar kríunnar eftir Unni Jölulsdóttur og Þorbjörn Magnússon þar sem sú bók spannar lengri og samfelldari sögu. Einhverra hluta vegna hefur status ferðabóka verið allmjög á reiki, og óklárt á hvaða bás þeim skuli skipað. í íslenskum bóka- tíðindum 1989 sem útgefendur standa að í sameiningu eru bæk- urnar flokkaðar eftir innihaldi eins og kunnugt er: íslenskar skáldsögur, ljóð, þjóðlegur fróð- leikur osfrv., en undirflokkur sem tekur til ferðabóka fyrir- finnst ekki. Því lenda bækurnar tvær sem hér voru nefndar í stóru safni vafagemlinga sem nefnist Ýmsar bækur. Og í annars velheppnuðum fastadálki DV, Lífsstíl, var greint frá Kríunni og Dódófuglinum um síðustu helgi í sömu andrá og ýmsum leiðsöguritum, þótt í rauninni sé um gerólíkar tegundir bóka að ræða; þessar praktísku upplýsingar leiðsögubækling- anna um nöfn og númer, staði og stundir, eru hinar eiginlegu ferð- abækur ansi hreint fámálar um. Þær eru fyrst og síðast ætlaðar til lestrar, og fæstir lesendanna ferð- ast nokkru sinni um flestar þær slóðir sem lýst er, nema í hugan- um. Og trúlega er það einmitt þessvegna sem ferðasagan er svona heillandi: Lesandinn fær útrás fyrir útþrána, þótt ekki sé nema fyrir tilstilli ímyndunar- aflsins. Þessar vangaveltur urðu til yfir því ævintýri sem höfundar Krí- unnar gefa lesandanum hlutdeild í. Ekkert skreppirí sem þar er boðið uppá, hvorki í tíma né rúmi; þau Unnur og Þorbjörn rekja sína skútusögu allt aftur í dagdraumana löngu áður en fley- ið varð til, og segja frá siglingum sínum um heimshöfin sjö, eða allt að því. Með öðrum orðum þó- nokkur partur af Iífshlaupinu sem þarna er greint frá. „Það sem mestu skiptir í sér- hverjum bæ og skemmtilegast er að skoða er auðvitað hvorki göt- urnar né húsin heldur sjálft fólk- ið,“ stendur á einum stað í Krí- unni. Þetta sjónarmið - eða eigum við að segja boðorð hvers ferðamanns sem vill standa undir nafni - kemst vel til skila og frá- sögnin er afar sjarmerandi fyrir vikið. Samskiptin við fólk sem á vegi ferðalanga verður ein- kennast af tillitssemi og virðingu fyrir annarra manna siðum. En um leið getur tilveran um borð ekki verið annað en allsjálfhverf, og úr þessu verður skemmtileg blanda: „Skútan er allt í senn, farartæki, ferðataska, matarkista og gististaður. Hún tekur mann út á afskekktar eyjar og óbyggða útkjálka, þangað sem enginn kemur nema fuglinn fljúgandi og selurinn syndandi. Á nýjum stað þarf ekki að byrja á því að finna hótel; á mörgum bestu stöðunum er ekki farið að hugsa um að byggja þau. Og það þarf heldur ekki að taka upp úr töskunni - því maður býr ofan í henni, innan um farangurinn. Heimilisfangið er þar sem skútan er stödd; úti á rúmsjó á siglingu eða liggjandi á skjólsælli vík þar sem akkerið hefur hrifið botn og hægt er að renna færi fyrir borð og öngla sér í soðið.“ Ferðasaga Unnar og Þorbjörns er fróðleg og Hpurlega skrifuð. Vel að verki staðið, ekki síst vegna þess að við ferðasöguskrif, einkum frá framandi slóðum, hefur maður býsna frjálsar hend- ur og enga formúlu til að styðjast við; þetta getur verið frá anek- dótum og allt upp í harðsnúna mannfræði; frá blaðamennsku og upp í skáldskap og allt þar á milli. Þessa jafnvægiskúnst hafa þau þrætt með prýði. hs IÐUNN Ég heiti ísbjörg Ég er lj' Ég heiti ísbjörg • Ég er ljón. Ung stúlka situr í fangelsi íyrir á ástmanni sínum. Á tólf stundum rekur hún örlög sín fyrir lögfræðingi. í ritdómi í Morgunblaðinu segir: „Vigdís reynir á þanþol allra skilningarvita okkar í sögu ísbjargar og skilur lesandann eftir í miskunnarlausri óvissu. í óvissu sem er full af grimmd og fegurð."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.