Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 13
Snorri í Bikarlandi Snorri Sturluson er 91 árs gamall. Það er staðreynd. Hinsvegar er með ólíkindum að hann skuli enn vera í fram- för. Ég hef heyrt spilara stað- hæfa að Snorri sé óskeikull. Það er bull. Hann er bara betri en við hin. Líkt og við lendir Snorri iðu- lega í skökkum samningum. Munurinn er sá að hann vinnur þá bara líka. Forspjall - Heyrðu Snorri, áður en við snúum okkur að bikarleikjun- um... hvað um að fá... hvernig væri... - Að opna flöskuna? giskaði hann á. Ég dæsti. - Áttu ekki spil... af lakari sortinni. Upphitun skilurðu? - Ha. - Það er svo helvíti uppörv- andi, fyrir almenna spilara... og góð tilbreyting, bætti ég við. Pögn. - Ah. Sagði Snorri. Löng þögn. Loks: - Má það vera sjö ára gamalt? Ég opnaði flöskuna. Einhvern tíma skyldi ég góma karlugluna. Þótt ég þyrfti að elta hann milli allra bridgefélaganna (Snorri spilar hvert kvöld). Spilið færi á forsíðuna. Uppsláttur; Snorri í hlandinu. Ágæt fyrirsögn. - Þetta er nóg! Snorri benti ásakandi á glasið sitt. Ég var búinn að hella það rí- flega fullt. Hvað um það? Það var ekkert leyndarmál að Snorri þoldi vín á við hvert annað niður- fall. - Fínt brandí, smjattaði hann. - Koníak, leiðrétti ég. - Kemur ekki að sök! Bikarinn — útúrdúr Það stóð nú ansi tæpt að ég yrði skrapaður í sveit með Hjördísi og Jacqui og og... Kobba? - Jakob var með mér. - Á? Ég man ekkert stundinni lengur. Var ég búinn að sýna þér þetta spil? Snorri dró upp snepil. Suður gefur, NS á hættu. (1) 7 AKG54 D1082 AD5 9872 943 K65 K942 1063 65 97 G10863 D AK7 A432 DG108 S V N A 1 spaði 2 hjörtu 3 spaðarpass 4 spaðarpass pass pass Snorri sat í suður. Útspilið var hjartaás og kóngur í kjölfarið. Trompaður. Lauf á kóng og hjarta trompað. Nú tók Snorri á laufás og spilaði austri inná lauf. Austur skipti í tígul, á tvo efstu og síðasta laufinu spilað. Vestur trompaði með sjöu, yfirtrompað með drottningu. Þá var bara náð- arhöggið eftir; hjarta úr borði. Austur var altrompa með K942, ekki kom til greina að trompa upp með kóng, suður fleygir þá tígultaparanum, svo austur trompaði lágt. Snorri yfirtrom- paði og spilaði sig út á tígli. Vest- ur átti slaginn skamma hríð, en austur varð að trompa hann af honum og endaspilaði sjálfan sig í leiðinni. - Glæsilega leikið, játaði ég. - Ég ræð nú ekki við spilið ef vestur ratar á að setja út tromp, svaraði Snorri af lítillæti. - Er þetta úr Bikarnum? spurði ég. - Spilið? Snorri var hissa. - Nei, nei, það er úr einmenning, margt fyrir löngu. Skömm að hann skuli ekki spilaður lengur. Snorri varð fjarrænn á svip. - Við ætluðum að halda okkur við Bikarkeppnina í ár, Snorri minn. - Vitanlega. Snorri sat enn úti á þekju. - Er ég ekki að því? Bikarinn — næstum því Það vakti mikla athygli spila- manna þegar drátturinn í 1. um- ferð fór fram að sjá sveit Snorra Sturlusonar skráða til leiks. Það sem aðrir kölluðu stífa spila- mennsku nefndi Snorri dútl, hon- um féll ekki spil úr hendi. En vitaskuld er ekki dregið daglega í Bikarnum. Sveit Snorra fékk strax viður- nefnið SS-sveitin. Að hluta lá skýringin í fyrstu viðureigninni; Snorri var fyrirliði og tók málin strax föstum tökum. Of föstum. Puttinn sveik. Snorri fór nefni- lega línuvillt þegar hann stautaði sig fram úr bikardrættinum í Mogganum. Letrið VAR smátt. SS-sveitin átti útileik fyrir norðan. Vissulega. En Snorra og strákastóðinu sló niður í skökku kauptúni. Þeir steinlágu fyrir röngum andstæðingum. Málin skýrðust þegar forsprakki annarrar sunn- ansveitar reyndi að koma á sínum lögboðna leik. Fyrirliði norðan- manna brást ókvæða við í símtali og kvaðst ekki nenna að spila leik eftir leik í 1. umferð, hvort þetta væri ekki útsláttarkeþpni? En leikurinn var úrskurðaður ógildur. SS-sveitin fékk áminn- ingu og annað tækifæri. Snorri sýndi mér spil úr „glataða“ leikum: (2) 53 AKDG9763 D93 K82 D109 85 1042 AD954 G1032 G105 K82 AG762 K876 A764 V gefur, allir á. - Guttarnir mínir eru grimmir og þeir geltu sig upp í 6 hjörtu. Áustur spilaði út tígulgosa. Sveininn trompaði, tók 3 efstu í trompi, fleygði tveim laufum og tígli úr borði. Spilaði síðan spaða, austur fékk á níuna. - Hann var bara þónokkuð handsnöggur að skipta í laufkóng. - Gott hjá honum samsinnti ég- . - A ekki að skipta máli. Snorri var hvefsinn. - Ég var búinn að segja þér að vestur opnaði ekki í spilinu! - Var það. Nú, norður drap á laufás. Trompaði tígul heima og tók bunu af trompslögum. Áður en hann spilaði síðasta trompinu var staðan: 5 3 D9 K D9 A _ G10 82 AG K 7 í síðasta trompið setti austur lauf-2, lauf-7 úr blindum. Vestur kastaði spaðakóng. Þá var röðin komin að laufadrottningu, áttan tígulkóngur og gosi. - Þú veist framhaldið. - Spaði á ás? - Skondið. Pilturinn VAR bú- inn að sjá að þeir kunnu talsvert fyrir sér í vörn. Ef vestur á spaða hjónin, er þá ekki í góðu lagi að yfirtaka spaðatíu félaga, fyrr í spilinu og skipta í lauf? Við þögðum báðir mínútu eða svo í virðingarskyni við andvana samning. - Hvað var spilað á ykkar borði? áræddi ég að spyrja. Snorri hneggjaði - 6 grönd í SUÐUR! Ég hló til samlætis. - Makker átti út og valdi laufgosa, vildi ekki gefa slag með spáða eða tígulútspili! Það er ekki hægt að fá nema ellefu slagi þótt það komi út hjarta!! Bikarkeppnin Hann var léttur, róðurinn hjá SS-sveitinni í 1. umferð. And- stæðingarnir þraukuðu í 3 lotur. í „impum“ stóð þá 113-6. Snorri mundi mýgrút spila úr leiknum. Eitt bar af: (3) 75 AKG98 A5 G1076 D10 D1064 D9864 54 AKG93 53 103 KD93 Snorri sat í suður. Sagnir voru í hjúfara lagi. S N 1 spaði 2 hjörtu 3 lauf 4 grönd 5 tíglar 6 lauf Útspilið var ónotalegt; tígul-4. Snorri vann á ás. Spaði á ásinn, næst hjarta og gosa svínað. Ás í hjarta og kóngur, austur tromp- aði og Snorri trompaði yfir. Næsta vers var ás og gosi í spaða sem vestur varð að trompa, yfir- trompað í blindum. Hjarta trompað heim og spaðanía að heiman, enn varð vestur að trom- pa og yfirtrompað í blindum. Þá var röðin komin að síðasta hjart- anu í borði og vörnin varð að sjá af síðasta smátrompinu sem úti var. Enn og aftur var yfirtrom- pað. Einn fríspaði var nú eftir á suðurhendinni og honum var nú spilað; loks var fenginn friður fyrir niðurkast og tígulfimman var látin fjúka. Trompásinn hímdi einsamall úti. Um síðir fékk vörnin slag á hann. Vinningsleið þessa hefur G. S. H. nefnt fjaðrafok. Bikarinn — 2. umferó - Við spiluðum nú við ein- hverja gamlingja. Þeim lá ein- hver ósköp á, allavega hættu þeir eftir tvær lotur. Kannski voru þeir bara orðnir svona syfjaðir. Þau voru nú mörg skrítin, spilin. (4) G103 94 87653 G54 D872 64 865 AG732 ADG 102 AD8 AK95 KD10 K963 K94 1072 SuðurgefurNSáhættu. Áhinu borðinu vakti andstæðingur í suður á 1-laufi og félagar Snorra enduðu síðan í 3-gröndum, spiluð í vestur. Það var vandalaust að fá 9 slagi. - Ég vakti á 1-grandi á suður- spilin, 14-16 p. Vestur doblaði annaðhvort ekki þekkt orðsporið sem af Snorra fór eða kært sig kollóttan. Enginn hafði neitt frekara til málanna að leggja. Útspil spaða-2. Snorri átti slaginn á gosanum og spilaði sam- stundis laufi á tíu og drottningu. Vestur skipti í hjarta-8, austur fékk á ás og skilaði spaða í gegn sem Snorri vann á ás og lét tíu undir í blindum. Aftur lauf, átta, gosi og kóngur. Nú reyndi austur hjarta. Snorri hirti á hjónin og spilaði sig út á laufi. Vestur hugsaði sig nú svo lengi um að það hvarflaði að Snorra að hann hefði sofnað. Loks spilaði hann sig út á spaða. Ef hann tekur á tígulás og spilar meiri tígli vinnur Snorri á kóng og spilar tígli til baka. Snorri tók sína tvo spaðaslagi, slagirnir voru nú orðnir 6, og spil- aði tígli að heiman. - Ari gaman að sjá gosann koma, ég vissi að hann átti drottninguna. Svo 7. slagurinn fékkst á tíg- ulkóng. 180 í viðbót til SS- sveitarinnar. - Skrítið spil atarna, sagði Snorri. - Ég var nú hissa þegar strákarnir mínir komu með sitt blað seinna og sögðu að það væru slagir í gröndum, déskoti mikið fannst mér, því ég fékk bara 7! Bikarinn — 4. umferð í 4. umferð mætti SS-sveitin loks andstæðingum sem talsvert kvað að. Kappar á bæði borð, landsliðsmenn sem voru, eru eða verða. - Þeir voru ágætir, sagði Snorri. - Einstakir hefðarmenn, en þeir kunnu ekki mikið fyrir sér í spilinu. Ég átti sjálfur í handraðanum eitt af þessum spilum sem Snorri myndi kalla „fúl“ úr viður- eigninni. Ég bar það því ekki undir hann. Spilið sýnir glöggt stíl hans; Jafnvel þótt honum takist illa upp kemur hann út með gróða. Norður gefur, allir á hættu. (5). 107 D4 876 D10632 G943 2 G5 K9732 A94 KG10 G974 AKD865 A1086 D32 AK854 í lokaða salnum þar sem sveitafélagar Snorra sátu AV spilaði suður 3-spaða og varð tvo niður, eftir laufútspil. Það var meira líf í tuskunum við Snorra borð. Eftir pass norðurs og hjartaopnun í austur héldu Snorra engin bönd. Hann stökk í 4-spaða. Vestur doblaði að bragði. Vörnin varð fyrir sínu 2. óláni (hið 1. var vita- skuld að Snorri helt um stjórntaumana) þegar vestur valdi hjartagosa sem útspil og há- mennin öll í litnum fylltu slaginn. Þriðja ólánið elti í næsta slag. Snorri spilaði litlu trompi að heiman. Vestur kannaðist við stöðuna, án hiks setti hann þrist- inn. Tían í borði átti slaginn og hjarta var spilað á sexuna! Síðan dældi Snorri út 5 trompslögum. Austur sá fúslega af þrem laufum og einu hjarta, einum tígli, treg- lega. Síðan leið og beið. Snorri sýndi honum loks spil sín ef það gæti flýtt fyrir. Austur skoðaði þau vel. Ég spila lágum tígli, fullvissaði Snorri hann. - Austur pakkaði saman, tuldraði eitthvað. - HVAÐ! vildi vestur vita. - Slétt staðið, muldraði austur. Trúr innræti sínu benti Snorri strax á að austur getur bjargað málunum ef hann grýtir af sér ÖLLUM tíglunum. í þetta skiptið þraukaði and- staðan allar fjórar loturnar. SS-sveitin var komin í undan- úrslit. Bikarinn — Snorralaus Segja má að undanúrslitin hafi ráðist norður í Fljótum. Hvað sem tautaði og raulaði mætti Snorri í réttirnar. Það bætti ekki úr skák að nefna sjónvarp og beinar útsendingar. Tómlæti Snorra var algjört. - Myndgláp! Ég gæti eins vel staðið úti á hlaði og gónt innum glugga. Snorralaus varð SS-sveitin að hversdagslegu strákastóði. E.M. spil 1: íslm. sv. 1984 4- spaðar spilaðir og unnir þannig af Sævin Bjarnasyni. spil 2: BR. 1986. Nafnleynd. 6- Gr. í suður. spil 3: Framh. skólamót 1982. 6- lauf spiluð og unnin þann- ig af Þorgeiri Jósefssyni. spil 4: Portoroz 1987. 1-gr. dobl- að og unnið af H.L. spil 5: í heimahúsi. Nafnleynd. 4-spaðar doblaðir og unn- ir þannig. H.L. og Ó.L. 8642 72 KG72 A82 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.