Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 1
Jólinkoma. Nústyttistóðumsátímisemertiljólaþósúlitlaámyndinnilátiséfáttumfinnast. Þjóðviljinn sendir öllum lesendum sínum nær og fjær bestu jólakveðjur. Mynd: Jim Smart. Jólitl Þungur róður hjá mörgum Fleiri leita aðstoðar hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur um þessijól. Ingibjörg Broddadóttir: Jafnvel fullfrískt fólk í vinnu á í erfiðleikum Skjólstæðingum félagsmála- stofnana hefur fjölgað mikið á þessu ári og er jóiamánuðurinn ekki hvað síst erfiður hjá mörg- um fjölskyldum. Það hefur verið mikið að gera hjá Féiagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar að undanförnu og greinilega fleiri sem leita aðstoðar fyrir þessi jól samanborið við jólin í fyrra. - Ég gæti trúað því að fjölgun skjólstæðinga verði um 20% fyrir þessi jól og það er svipuð aukning og á árinu öllu miðað við síðasta ár, sagði Gunnar Svandal hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur. Gunnar taldi versnandi atvinnu- ástand skýra stóran hluta af þess- ari fjölgun, fólk sem misst hefði vinnuna eftir langan starfsaldur gæti lent í verulegum erfiðleikum og fólk sem koma væri út af ýms- um stofnunum, t.d. fangelsum, hefði til þessa getað gengið að einhverri atvinnu, en slíkt væri ekki hægt nú. Auk þess leitar til Félagsmála- stofnun-ar fólk í fullri vinnu og sagði Gunnar áberandi að erfið- leikar þeirra stöfuðu fyrst og fremst af háum húsnæðiskostn- aði. Undir þetta tók Ingibjörg Broddadóttir hjá Félagsmála- stofnun Kópavogs og sagði að það væri nokkuð stór hópur fjöl- skyldna með einni fyrirvinnu sem ekki tækist að láta enda ná saman þrátt fyrir fulla atvinnu og benti á að lágmarkslaun í landinu væru álíka há og húsaleigan ein. - Við finnum vel hve róðurinn er miklu þyngri núna og hefur raunar verið það allt þetta ár. Atvinnástand hefur versnað og það er fljótt að segja til sín hér hjá okkur, sagði Ingibjörg. Það er alltaf einhver hópur fólks sem ekki á í nein hús að venda og í Reykjavík er rekið gistiskýli fyrir þá sem þannig er ástatt um. Gunnar sagði að vegna kuldanna undanfarið hefði verið yfirfullt þar undanfarið og bjóst hann við því að svo mundi einnig vera yfir jólin. - Það eru þó ekki einungis fjárhagserfiðleikar margra sem vert er að hafa áhyggjur af heldur ekki síður ýmsir einstæðingar sem finna sárt fyrir einverunni á jólunum þegar flestir njóta ánægjulegra samvista við fjöl- skyldu og vini, sagði Gunnar. -iþ Rúmenía Ceausescu fallinn Sá harðsnúnasti allra austur- evópskra valdhafa var hrak- inn frá völdum af meiri skynd- ingu en nokkur hinna. Á sjötta degi frá því að það sýndi sig að austurevrópska lýðræðishrey- fingin hafði náð til Rúmeníu hrundi veldi Nicolae Ceausescus eins og spilaborg er her hans gekk í lið með mótmælafólki í Búka- rest. Sjálfur flýði hamingjusvipt- ur einræðisherrann í ofboði úr höfuðborginni en var handtekinn síðdegis í gær. Mikil ólga var þá enn í Rúmen- íu og börðust öryggislögreglu- sveitir, trúar Ceausescu, enn við herinn í Sibiu, borg í sunnan- verðri Transsylvaníu, og í Búka- rest hófst undir kvöld skothríð nálægt miðnefndarhúsi. Úrslitin voru þá ekki enn fullráðin, þar eð öryggislögreglan, Securitate, er þrautþjálfuð og þrælvopnuð og að lfkindum vfgaíegri liðsafli en herinn. Talsvert getur því verið undir því komið hve trúnaðurinn við einræðisherrann, sem stjórn- aði fyrst og fremst með tilstyrk öryggislögreglunnar, er al- mennur innan hennar. En eftir öllum fréttum að dæma er allur þorri landsmanna andsnúinn Ce- ausescu og líkurnar á að hann eigi sér viðreisnar von því litlar sem engar. Bráðabirgðastjórn hefur tekið við völdum í Búkarest og hefur hún fyrirskipað að Ceausescu skuli færður til höfuðborgarinnar og dreginn þar fyrir lög og dóm. Er þá svo komið að á árinu sem nú er að líða hefur verið bundinn endir á alræði kommúnistaflokka í öllum Austur-Evrópuríkjum nema Albaníu, auk þess sem það stendur enn að nokkru í Júgó- slavíu. -dþ. 1 dagur til jóla tólfti m Ketkrokur Þóra Þorkelsdóttir 6 ára teiknaði þennan fína Ketkrók á leið til byggða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.