Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Jól Jólin eru helgur tími friðar og nánara sambands. Þau tengsl ná ekki aðeins yfir aukin samskipti og samveru flestra fjölskyldna, heldur minnist kristið fólk á jólanótt sambands- ins sem Guð stofnaði til við sköpunaverk sitt. Snerting guðdómsins við jarðneskan veruleika gerðist á jarðneskum forsendum. Sú staðreynd í lífssýn og hugmynd- um kristninnar vill stundum gleymast. Afleiðingin var bein þátttaka Frelsarans í hversdagslegu lífi manna.með öllum þrautum þess, valkostum og heilabrotum. Kristnin er ekki dultrú, tími kuklsins var liðinn, þegar Jesús Kristur kom fram á sviðið. Margir sakna hugmynda töfranna, forlagatrúarinnar og endurholdgunarinnar og ríghalda í þær frumstæðu hefðir sem fylgdu fornum siðum. I þeirri starf- semi felst ábatavon, auk þess sem pukrið freistar og opnar möguleika á dulinni valdbeitingu. Frelsarinn talaði á hinn bóginn ævinlega fyrir opnum tjöldum og sýndi samtíma- mönnum sínum, að tímaskeiði launhelga og lokaðra dyra var lokið. Þessi nýja, óháða og opna aðferð kristninnar kom sér strax illa fyrir þá sem gera vilja átrúnað og helgisiði að hækju annarrar starfsemi samfélaganna. Þeir sem sóttu unað sinn og lífsstaðfestu í völd, gróða og afþreyingu, gátu illa notað svo opin og einföld trúarbrögð sem kristnina með góðum árangri. Það hefur því á öllu 2000 ára skeiði kristninnar staðið yfir togstreita milli þeirra afla sem gera vilja trúarbrögðin undir- gefin öðrum þáttum mannlífsins og þeirra fulltrúa kristninnar sem gera boðskap hennar að viðmiðun og brimbrjót alls í lífi sínu. Við erum í öðrum hvorum þessum hóp, styðjum aðra hvora hugmyndina, með hugsun okkar, orðum, athöfnum eða aðgerðaleysi. Enginn er hlutlaus. Annað hvort erum við hluti vandamálsins eða hluti af lausn þess. Kristnir menn líta á gjöf jólanna sem undirstöðu tilveru sinnar. En maðurinn hefur frjálsan vilja og getur byggt á þessum grunni það sem honum líst. Forsendan fyrir raun- verulegu lífi á þeim grundvelli gefst því ekki á jólum heldur páskum. Minni hluti kristinna manna í heiminum lítur á jólin sem aðaltrúarhátíð ársins. Áherslan á jólahaldið í þeirri mynd sem við þekkjum best er einkenni fremur þröngs menning- arsvæðis okkar í löndum mótmælenda á norðurhveli jarðar. Sumum er gjarnt að hneykslast á bruðli og umstangi jólahaldsins og segja það stangast á við raunverulega kristna lífssýn. Þá er talað um yfirdrepsskap, innihaldsleysi og efnishyggju, sem komi í stað náungakærleika og trúar. Aðrir segja boðskap jólanna týndan í botnvörpum kaupa- héðna. Ekki fæst botn í þessa umræðu nema menn átti sig á því að boðskapur kristninnar nær ekki hámarki sínu á jólum, þannig að útilokað er að farga boðskap og innihaldi hennar með því einu að leggja jóladagana undir veraldlega gleði. Upprisa Krists á páskum er grundvallaratriði kristins á- trúnaðar. Hún er eina atvikið sem skiptir verulegu máli í núverandi þróun mannkyns, framlag Frelsarans. Með upp- risunni var rudd ný leið. Óhugnanlegum skuggum var varpað á aðdraganda þeirra jóla friðar, gleði og samstöðu sem okkur eru hug- leikin. Angist rúmensku þjóðarinnar snerti okkur dýpra en aðrar hörmungar sem fréttist af. Köld efnishyggja sýndi eðli sitt. Forystan gerðist sek um glæpi gegn fólkinu, í trú á mannlegar kerfislausnir. Hermenn lífláta landa sína á götum úti. íbúar Panama eru líka minntir á smæð sína. Risaveldið fyrir norðan þá ráðskast með hagi landsins að vild. Hags- munir stórþjóðarinnar ganga fyrir, þegar vafamál eru af- greidd. íslendingar horfa á þessa atburði af svokölluðum friðar- stóli sínum í norðurhöfum. Örvænting þeirra sem eiga um sárt að binda snertir okkur djúpt. Um leið og við hryggjumst vegna persónulegra harmleikja vitum við þó líka, að hug- myndafræðin að baki ofbeldisverkum er sá sorgarþáttur sem þyngst vegur. Þjóðviljinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Megi þeir lifa í Guðs friði á þessari hátíð rísandi birtu og nýta þann grundvöll sem hún boðar. ÓHT Ekkert er erfiðara en að pára eitthvað á blað um jólin, sem eru alltaf lengur og lengur að koma og fara. Aumingja prestarnir, ég segi nú ekki margt. Jólin eru endurtekningin mikla sem minnir okkur meðal annars á þá óþægilegu staðreynd, að við eldumst og það verður æ erfiðara fyrir okkur að halda íþann dýrmæta eiginleika að kunna að hlakka til hátíðar. Hitt er svo annað mál að þessi mynd hér er góð mynd, ekki bara vegna þess að hún er vel tekin og upp byggð eins og það heitir. Hún minnir á lítil og stór undur heimsins. Hún minnir líka á það, að þegar við dæsum sem mest yfirjólaundirbúningi, þá þurfum við ekki nema svo sem eitt krakkaskinn til að trufla okkar lífsreynsludæmi og endurreisa tilhlakkelsið. Eða það skulum við vona. HÁTÍÐARLYNDI pJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Simfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólog Þjóðviljans. Framkvæmdaatjóri:HallurPállJónsson. Ritatjórar: Árni Bergmann, ólafur H. Torfason. Fréttaatjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pótursson, HildurFinnsdóttir(pr.)f Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), tilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.Þorfinnur Omarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstof ustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjórhGuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð ó mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.