Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 10
Kertasníkir er meö gleraugu á þessari teikningu Heimis Freys Viöars- sonar, 6 ára á Selfossi. Guðnundur Hreiðarsson, 6 ára, sendi okkur þenqani svein. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 1 Jólasveinar Þeir sem urðu afgangs Eins og um síðustu jól brugðum við á það ráð hér á Þjóðviljan- um að auglýsa eftir myndum barna af jólasveinunum 13. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum þótt við værum heldur seinir á okkur. Eins og áður fengum við fleiri sveina senda en hægt var að birta. Þess vegna birtum við hér myndir af þremur jólasveinum sem komu of seint. Kannski koma fleiri seinna. Við þökkum kærlega fyrir myndirnar og vonumst eftir sömu viðbrögðum um næstu jól. Gleðilega hátíð. Óli Páll, 5 ára, teiknaði þennan káta jólasvein. Tónlist Sungið í gegnum rimla Karmelsystur í Hafnarfirði hafa sungið 20 trúarlög inn á segulbands- spólu. Afrakstur af heimsókn Jóhannesar Páls páfa „Spyrðu ekki hverjum klukkan glymur hún glymur þér“, gæti Jóhannes Kristjánsson eftirherma verið að hugsa til einhvers þingmannsins á þingpöllum í gær. En þingmenn hafa margir birst í andlitinu á þessum vinsæla skemmtikrafti. hornsteinum þessarar efnahags- stefnu. Hann hefði því trú á því að á næstu dögum muni eflast skilningur á því í þjóðfélaginu, að íslendingar hefðu nú sögulegt tækifæri til að halda inn á skeið efnahagslegs stöðugleika líkt og tíðkaðist í nágrannalöndunum, þar sem verðbólga verði mæld með eins stafs tölu, þar sem vöru- skiptajöfnuður verði hagstæður en ekki óhagstæður, þar sem vextir hefðu lækkað og færu lækkandi og héldust stöðugir á lágu stigi og peninga og fjármál- akerfi í heild væri í jafnvægi. Fjármálaráðherra sagði mjög mikilvægt að þessi markmið næð- ust. Erfiðleikarnir sem glímt væri við stöfuðu af minnkandi sjávar- afla, lágu verði á sjávarafurðum og fjárfestingaræði frá „dýrðar- dögurn" hinnar hörðu frjáls- hyggju, þegar ætt hefði verið út í óskynsamlegar fjárfestingar á fjölmörgum sviðum. Þessir erfið- leikar settu mönnum auðvitað þröngar skorður og fjárlagafrum- varpið markaðist af þeim. Pað er hins vegar ljóst að mati Ólafs Ragnars að lækkun verðbólgu væri mikilvægasata kjarabótin, sérstaklega fyrir lágtekjufólkið í landinu. Að þessu leyti væri fjár- lagafrumvarpið því framlag til kjarajöfnunar og fjölmörg atriði önnur væri að finna í frumvarp- inu sem stuðluðu að því sama, eins og sérstök verðlækkun á al- gengum innlendum matvælum með upptöku virðisaukaskatts, hlutfallsleg aukning barnabóta í Það heyrir áreiðanlega til undantekninga að tónlist á heila segulbandsspólu sé tekin upp í gegnum rimla. Sá háttur var þó hafður á nú í haust þegar Karm- elsystur í klaustrinu í Hafnarfirði sungu 20 lög inn á spólu. Hún er nú komin út undir heitinu Söngv- ar Karmelsystra, Bæn fyrir Is- landi. Aðdragandi þessarar upptöku var á þá leið að þegar Jóhannes Páll páfi heimsótti Island sl. vor fengu Karmeisystur, í fyrsta og eina skiptið síðan þær fluttu inn í klaustrið fyrir nokkrum árum, að fara út á meðal fólks. Fengu þær að hitta páfa sem auk þess að vera trúarleiðtogi Karmelsystra er einnig landi þeirra en þær eru frá Póllandi eins og kunnugt er. Syst- urnar færðu páfa messuklæði og sungu fyrir hann sálma og vers. Það má segja að þær hafi kom- ið, séð og sigrað, því þegar ís- lenskir kaþólikkar heyrðu syst- urnar syngja urðu þeir svo hrifnir að hugmyndin um að fá þennan söng tekinn upp kviknaði fljót- lega. Það var Gunnar Eyjólfsson leikari sem tók af skarið og rak á eftir því að af upptöku yrði. Hann hafði samband við Böðvar Guð- mundsson hljóðupptökumann og fékk Þórunni Björnsdóttur kór- stjóra Kársnesskórsins til að æfa systurnar og stjórna söng þeirra í upptökunni. Loks var fengin strengjasveit til að annast undir- leik en hún var skipuð Pólverjum sem leika með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. „Þetta var mjög merkileg reynsla,“ segir Þórunn um upp- tökurnar sem fram fóru í klaustrinu. „Við máttum ekki fara inn fyrir rimlana, ég og upp- tökumaðurinn, svo það þurfti að stjórna öllu með bendingum. Og svo var hvíslað allan tímann, frá hádegi til kl. 22, en lögin voru öll tekin upp á einum degi.“ Karmelsystur syngja í gegnum rimlana í klaustri sínu. - Hvernig fannst þér þær syngja? „Frábærlega vel. Ég held að það sé einsdæmi að^'finna hóp með 21 söngvara þar sem söngur- inn er eins jafn og góður og í þess- um hópi. Og að sjálfsögðu vantar ekki samæfinguna því þær syngja saman frá morgni til kvölds í Það ríkir svo mikil einlægni og gleði í söngnum enda skín það í gegn á spólunni. Þessi gleði kom mér nokkuð á óvart. Ég hef síðan farið tvívegis með Kársnesskór- inn til að syngja í messum. f ann- að skiptið var yngsta systirin að vinna sitt fyrsta heit. Og í bæði skiptin ríkti þessi gleði. Eg er nú ekki kaþólsk en ég veit svei mér ekki hvaða áhrif þetta andrúms- loft hefði haft á mig þetta 16-17 ára stúlku,“ segir Þórunn og brosir. fyrsta og eina skiptið sem Karm- elsystur fengu að fara út á meðal fólks meðtóku þær blessun páfa - og slógu í gegn með söng. Mynd: Þóm. klaustrinu. Innan um eru veru- lega góðar söngkonur, til dæmis var ein þeirra komin vel á veg með að skapa sér sess sem atvinnusöngkona við óperuhús í Póllandi. Lögin sem Karmelsystur syngja eru íslensk, pólsk og frá öðrum löndum og að sögn Þór- unnar er skemmtilegur blær yfir íslensku lögunum, dálítið slavn- eskur. Að sjálfsögðu eru Maríu- bænir og stef áberandi á spólunni enda heitir klaustrið þeirra fullu nafni: Karmel klaustur hinnar heilögu meyjar hins flekklausa getnaðar frá hinu ljósa fjalli og hins heilaga Jósefs. Öll vinna við upptökurnar og gerð umslags er sjálfboðaliðsstarf en ágóði af sölu spólunnar rennur óskiptur til viðhalds klaustur- byggingunni sem má muna fífil sinn fegurri. -ÞH Hallinn sýndur Ólafur Ragnar Grímsson: Fjárlögin einkennast aftilraunum til stöðugleika og jöfnuðar íþjóðfélaginu. Hallinn verður 3,6 milljarðar á næsta ári Síðasta verkefni þingmanna fyrir jólaleyfi var að sam- þykkja fjárlagfrumvarp ríkis- stjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir þær breyting- ar sem orðið hafa á frumvarpinu í meðförum Alþingis, vera minni en þær sýnist vera. Ríkisstjórnin hefði sett sér það markmið að hallinn á fjárlögunum yrði 3-3,5 milljarðar. Frumvarpið hefði hins vegar verið afgreitt með að- eins meiri halla eða 3,6 milljarðar. Ólafur sagði að í frumvarpinu væri hallinn sýndur og þannig staðfest að meiri pen- ingar væru ekki til og þjóðfélagið yrði að aðlaga sig þeirri stað- reynd. Annað þýddi erlendar lán- tökur sem væru víxill á börnin í þjóðfélaginu. Ólafur sagði þessa breytingu í raun vera minni frá upprunalegu frumvarpi en oft hefði verið áður við afgreiðslu fjárlaga, eða sam- tals 7-800 milljónir. Frumvarpið hefði fengið mjög vandaða með- ferð í þinginu vegna þess að hann hefði beitt sér fyrir því að frum- varp til fjáraukalaga yfirstand- andi árs yrði lagt fram í fyrsta skipti í 70 ár. Þess vegna hefði Alþingi og fjárveitinganefnd get- að unnið verk sitt betur, þar sem menn gátu borið nákvæmlega saman útgjaldaþróun þessa árs og tillögur um útgjöld næsta árs. „Þetta eru ný vinnubrögð í ríkisfjármálum á íslandi. Fyrir- rennarar mínir hafa ekki lagt fram slík frumvörp fyrir yfir- standandi ár, heldur gert það nokkrum árum eftir að það er lið- ið“, sagði Ólafur Ragnar. Ríkis- stjórnin hefði talið að miðað við ríkjandi efnahagsástand, sem helgaðist af minni sjávarafla og óhagstæðu verði á erlendum mörkuðum ásamt möguleikanum á minni loðnuafla og þar með minni þjóðartekjum á næsta ári, yrði að sýna mikið aðhald í ríkis- útgjöldum og nauðsynlegt væri að minnka þau á ýmsum sviðum. Þetta sagði Ólafur Ragnar ekki hafa verið létt verk. Þess vegna hefði fjárlagasmíðin innan ríkis- stjórnarinar í haust og síðar á Al- þingi, verið erfiðari en oft áður. Næsta ár yrði þriðja samdráttar- árið í röð í þjóðartekjum. Slíkt hefði ekki gerst fyrr í 30 ár og fjárlagafrumvarpið hlyti að taka mið af þessum staðreyndum. „Hins vegar hefur ríkisstjórnin smátt og smátt frá því hún tók við, verið að leggja grundvöll að nýjum stöðugleika í efna- hagsmálum, stöðugleika sem ein- kennist af jöfnuði gagnvart út- löndum, stöðugu verðlagi, lækk- andi vöxtum og jafnvægi í pen- ingamálum", sagði ráðherrann. Fjárlagafrumvarpið væri einn af gegnum tekjuskattskerfið, styrk- ing félagslegs íbúðakerfis ásamt fleiru. Ólafur Ragnar sagði fjárlaga- frumvarpið vera samnefnara jöfnunar á fjölmörgum sviðum og hann teldi það því einkennast annars vegar að því að vera veiga- mikið framlag til stöðugleika í efnahagsmálum og hins vegar stefnu sem fæli í sér aukin jöfnuð á meðal landsmanna, þrátt fyrir erfiðleika í útflutningsatvinnu- vegum og þjóðarbúskap íslend- inga- -hmp Þingmenn þurftu oft að setja hendur upp í loft við atkvæðagreiðslu fjárlaga í gær, sem stóð yfir í um 3 klukkutíma. Myndir Kristinn. Qí Q O ■*! cn Oá Ð I J O HÁTÍÐ í ÚTVARPINU Jóla- og áramótadagskrá Ríkisútvarpsins er rík af áhugaveröu og skemmtilegu efni, á báöum rásum þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarefni af öllu tagi, kórtónleikar, skemmtiþættir, bókmenntir, leikrit og gestaþættir setja umfram annaö svip á dagskrána. Útvarpið leggur áherslu á flutning á íslensku efni, og á aðfangadagskvöld og jóladag verður eingöngu leikin tónlist með íslensku tónlistarfólki. Hér eru nefnd fáein brot úr hátíðardagskránni. J) Aðfangadagurkl. 13.00 áRásl ^Sl^HÁDEGISSTUND í ÚTVARPS- HÚSINU. Ævar Kjartansson tekur á móti gestum, hjónunum Sigríöi Ellu Magnúsdóttur og Simon Vaughan, Ingv- ari Jónassyni og Arnari Jónssyni. éAðfangadagur kl. 19.00 á Rás 1 JÓLATÓNLEIKAR ÚTVARPS- INS. Elísabet F. Eiríksdóttir syngur, Jón Stefánsson leikur á orgel. Sigurður i. Snorrason leikur einleik í Klarínettu- kvintett Mozarts. Aðfangadagur kl. 20.00 á Rás 1 ' JÓLAVAKA ÚTVARPSINS. Jóla- söngvar og kveöjur frá ýmsum löndum. Friöarjól. Sigríöur Guömundsdóttir flyt- ur friðarávarp kirkjunnar. „MARÍA, MEYJAN SKÆRA". Ljóö og laust mál frá fyrri öldum. Jón M. Samsonarson tók saman. 1 & Jóladagur kl. 08.20 á Rás 1. ijrí MORGUNSTJARNAN. fslenskir kórar flytja íslenska og erlenda jólatón- list. éJóladagur kl. 13.00 á Rás 1. FJÖLSKYLDUJÓL. Meöal efnis. Guörún Stephensen les úr „Fjall- kirkjunni" eftir Gunnar Gunnarsson. „Þegar húsálfarnir fóru í frí“, leikrit eftir Karl Erik Johansen. Skólakór Garðabæjar syngur og básúnukvartett leikur. jjJjlJóladagur kl. 14.30 á Rás 1. ^^T.Ein SINN LIFÐI ÉG GUÐ- ANNA SÆLD“. Dagskrá um þýska skáldiö Friedrich Hölderlin sem Kristján Arnason tók saman. Helgi Hálfdanarson flytur óprentaðar Ijóöaþýðingar sínar. Jóladagur og annar í jólum kl. 19.20 á Rás 2. SJÓMANNA- JÓL. Gyöa Dröfn Tryggvadóttir ræöir við unga og aldna sjómenn um jólin heima og heiman. Milli jóla og nýárs |jl. 09.03 og _ kl. 20.00 á Rás 1. Litli barna- tíminn „ÆVINTÝRIÁ JÓLANÓTT" eftir Olgu Guörúnu Árnadóttur. Annar I jólum kl. 22.50 á Rás 1 ÓRATÓRÍAN „SKÖPUNIN“ eftir Joseph Haydn. Sinfóníuhljómsveit íslands, Kór Langholtskirkju og ein- söngvarar flytja undir stjórn Petris Sak- ari. Jtr Annar í jólum kl. 14.00-16.00 L:.Ii á Rás 2. JÓL MEÐ BÍTLUNUM OG ELVIS PRESLEY. Skúli Helgason kynnir jólalög meö Bitlunum í hljóðrit- unum frá BBC og Megas heldur upp á jól- in með rokkkónginum Elvis Presley og kynnir jólalög úr safni hans. Annaríjólum kl. 20.20 á Rás 2 ÚTVARP UNGA FÓLKSINS. Rætt viö tónlistarmann og íþróttamann ársins sem hlustendur hafa valiö. A 28. des. kl. 20.30 á Rás 1. JÓLATÓNLEIKAR I HALL- GRÍMSKIRKJU. Mótettukór Hallgríms- kirkju, einsöngvarar og hljómsveit flytja Jólaóratóríu eftir Camille Saint-Saéns og enska jólasöngva í íslenskum þýöingum undir stjórn Haröar Áskelssonar. 30. des. kl. 16.20 á Rás 1. Jólaleikrit Útvarpsins: „SÓL- NESS BYGGINGARMEISTARI" eftir Henrik Ibsen. Árni Guðnason þýddi og Jón Viðar Jónsson leikstýrir. Með aðal- hlutverk fara Erlingur Gíslason og Guð- rún S. Gísladóttir. Gamlársdagur kl. 13.00- 17.00 á Rás 2. „NÚ ÁRIÐ ER LIÐIÐ...“ Rás 2 býöur til hófs í turni Útvarpshússins. Stuðmenn skemmta, gestir líta inn og hlustendur velja mann ársins. Gamlárskvöld kl. 21.00 á Rás 1 „GÓÐRI GLAÐIR Á STUND“. Gamanfundur í Útvarpssal meö Félagi eldri borgara í umsjá Jónasar Jónasson- ar. Nýársnótt kl. 00.05 á Rás 1. Cff/ „DRAGÐU ÞAÐ EKKI AÐ SYNGJA...“ Nýársgleði Útvarpsins hljóörituö á Húsavík og flutt af félögum f Leikfélagi Húsavíkur. Leikþættir, söngvar, revíusöngur, þjóösögur og áramótaannáll. ■áTt (j.'rj Nýársdagur kl. 13.30 á Rás 1. / ‘ i TÓNLISTARANNÁLL 1989. Helstu tónlistarviðþurðir ársins rifjaöir upp og leiknar hljóöritanir sem Útvarpið hefur gert á árinu. RIKISUTVARPIÐ * => < o o 7U cn * o o aHHHH > ✓O o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.