Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.12.1989, Blaðsíða 19
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS 16.45 Kraftaverkið i 34. stræti Yndisleg jólamynd sem öll fjölskyldan horfir á saman. Hérna segir frá þvl þegar jóla- sveinninn ákvaö að sanna það, fyrir litl- um dreng, að hann væri raunverulega jólásveinninn. Þessi upprunalega mynd, sem Sföð 2 sýnir, hlaut fjölda óskarsverðlauna en hún var endurgerð árið 1973 við lítinn orðstír. Aukasýning 29. jan. 18.20 Mahabharata -1 árdaga Hin mikla saga mannkyns eða Mahabharata eins og það heitir á sanskrít er stærsta bók- menntaverk sem til er í heiminum. Til samanburðar þá er þetta safnrit, sem telur um hundrað þúsund erindi, fimmtán sinnum lengra en Biblían. Ma- habharata er verk á borð við Eddu- kvæðin okkar Islendinga, kenningar og boðskapur ekki óskyldur Hávamálum og sagan oft næsta samhljóða Völuspá. Þessi sagnabálkur er heimurspennandi og heillandi ævintýra fyrir alla fjölskyld- una. Fyrsti þáttur af sex. Annar þáttur er á dagskrá kl. 17.25 á morgun. 19.19 Hátfðarfréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 19.45 Jólalandsleikur Bæirnir bitast Þessi þáttur er sérstaklega helgaður jól- unum. Margt verður til gamans gert og ætti því fjölskyldan að sameinast fyrir framan skjáinn og skemmta sér með Ómari og fylgdarliði hans ásamt gestum þáttarins. 20.45 Áfangar - Skálholt Skálholt er án efa einn merkasti sögustaður landsins næst á eftir Þingvöllum og saga Skál- holts er samofin íslenskri kirkjusögu. Fyrsti biskup var vígður til Skálholts árið 1056 og 900 árum síðar var lagður hornsteinn að þeirri dómkirkju, sem þar stendur nú. Þegar grafið var fyrir kirkj- unni fannst steinþró með jarðneskum leifum Páls biskups Jónssonar sem lést árið 1211. Dómkirkjan sem þá stóð í Skálholti var ein mesta timburbygging á Norðurlöndum og helmingi stærri en núverandi kirkja. 21.00 Aldarminning - Þórbergur Þórð- arson Hann var án efa einn sérkenni- legasti og áhrifamesti rithöfundur þess- arar aldar. Er ekki ofsögum sagt að bók hans „Bréf til Láru" hafi vakið heila kyn- slóð til nýrrar vitundar. Auk þess sem skerfur hans til íslenskrar tungu og mál- ræktar var ómetnalegur hvalreki fyrir nýsjálfstæða þjóð. I þessum þætti verð- ur fjallað um framlag baráttuskáldsins með barnshjartað til íslenskra bók- mennta fyrr og nú. Frísklegur, lifandi og Söngleikurinn Oliver hlaut fjölda óskarsverðlauna árið 1968 og er vel við hæfi að Stöð 2 sýni mynd- ina kl. 14.10 á annan dag jóla. 09.50 Snjókarlinn Teiknimynd. 10.20 Tumi þumall 10.45 Jólabrúðan 11.15 Höfrungavfk Vönduð framhalds- mynd. 12.05 Kór Langholtskirkju Útsending frá jólatónleikum kórs Langholtskirkju I desember 1987 undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Einsöngvarar eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Kristinn Sig- mundsson. 12.55 Draumalandið Vönduð og skemmtileg teiknimynd sem gerist fyrir langa löngu. 14.10 Oliver Sexföld óskarsverðlauna- mynd með úrvals leikurum og söngvur- um. Aukasýning 27. janúar. 16.45 Jólaboð hjá afa Afi býður til garð- veislu. Meðal gesta sem koma i heim- sókn eru Grýla, Leppalúði og allt þeirra hyski, Ómar Ragnarsson, draugar og forynjur að ógleymdum barnaskara sem bregður á leik. Leikendur: Margrét Ólafsdóttir, GuðmundurÓlafsson, Guð- rún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir, Björn Karlsson, Eyþór Árnason, Kór Kársnesskóla, Svala Björ- gvinsdóttir, Rakel María Axelsdóttir, þjóðdansarar o.fl. 17.25 Mahabharata-Tafi ítúni Heillandi ævintýri fyrir alla fjölskylduna. 18.25 Jól með Anne Murrey Jóla- stemmning með söngkonunni þekktu Anne Murrey og gestum hennar. Flutt verða mörg falleg jólalög. 19.19 Hátíðarfréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 19.45 Borð fyrir tvo Hálfbræðumir Baddi og Eddi detta í lukkupottinn þegar þeir alveg óvænt erfa veitingahúsið „Eins og hjá ömmu“. Blessaðir bræðurnir kunna nú ekki mikið fyrir sér í fínni matargerð- arlist en eru bjartsýnir og úrræðagóðir eins og sönnum íslendingum sæmir og demba sér í veitingahúsareksturinn án þess að hika. Þeir Þórhallur Sigurðsson og Eggert Þorleifsson fara með hlutverk hálfbræðranna en aðrir landsþekktir grínleikarar koma fram sem viðskipta- vinirveitingahússins. Aðalhlutverk: Þór- hallur Sigurðsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Andri Örn Clausen, Magnús Ólafsson og Edda Björgvinsdóttir. 20.15 Von og vegsemd Þessi hugljúfa mynd ætti aö koma við viðkvæma strengi hjá mörgum. Hún fjallar um ung- an dreng sem sér stríðið I allt öðru Ijósi en ætla mætti. Við hverja sprengju sem fellur á borgina fær hann nýjan leikvöll Kvikmyndin Von og vegsemd, sem Stöð2sýnir kl. 20.15 áann- an dag jóla, lýsir seinna stríði frá sjónarhóli barnsins. skemmtilegur íslenskur umræðuþáttur um fslensk málefni. Umsjón: Jón Óttar Flagnarsson. 21.40 Gandhi Margföld óskarsverð- launamynd sem fjallar um líf og starf þjóðarleiðtogans Mahatma Gandhi. Hann barðist af lífi og sál fyrir land sitt, Indland. Túlkun Ben Kingsley á hlut- verki Gandhis er stórkostlegt og er þessi mynd ógleymanleg. 00.40 Fjör á framabraut Michael J. Fox leikur hér ungan framagosa sem kemur til New York til að slá I gegn í viðskiþta- heiminum. Honum gengur erfiðlega að fá vinnu þar til hann lætur reyna á fjöl- skylduböndin og fær vinnu hjá frænda sfnum. 02.30 Dagskrárlok. Þriðjudagur Annar f jólum 9.00 Litll krókódfllinn Teiknimynd. 9.20 Jólatréð Fallegt jólaævintýri. og minnir þetta hann einna helst á gaml- árskvöld. En það kemur að því að hans heimili verður fyrir sprengingu og hvað þá? 22.10 Töfrar Töfrabrögð og sjónhverfing- ar eins og þú hefur aldrei séð áður. 22.35 Annie Hall Woody Allen er óborg- anlegur f þessari mynd sem er ein hans besta. Að þessu sinni leikur hann óláns- saman gamanleikara sem á I vand- ræðum með sjálfan sig og samband sitt við hitt kynið. Aðalhlutverk: Woody All- en, Diane Keaton, Tony Roberts, Carol Kane og Paul Simon. 00.10 Hættuástand Richard Pryor fer á kostum sem tugthúslimur. Misheppnað rán I verslun sem sérhæfir sig I hjálpar- tækjum ástarlífsins kemur honum á bak við lás og slá. 01.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 15.35 Jayne Mansfleld Þetta er sann- Pappírs-Pési er ný sjónvarpsmynd eftir Ara Kristinsson eftir sögu Herdísar Egilsdóttur og verður hún á dagskrá Sjónvarpsins kl. 16.15 á aðfangadag jóla. Laugardagur 23. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 söguleg mynd sem fjallar um feril leikkonunnar Jayne Mansfield. 17.05 Santa Barbara 17.50 Höfrungavfk Vönduð framhalds- mynd. 18.45 Kjallararokk 19.19 19.19 Fréttir og fróttaumfjöllun. 20.30 Á besta aldri Dagskrá sem ti- leinkuð er eldri kynslóð áhorfenda okk- ar. 21.00 Murphy Brown Gamanmynda- flokkur. 21.25 Ögnir um óttubil Meiriháttar spennumyndaflokkur. 22.15 Cary Grant Ævi hans og lífshlaup rakið f máli og myndum. 23.15 í Ijósaskiptunum Öðruvísi spenna. 23.40 Bobby Deerfield Al Pacino leikur kappaksturshetju sem verður ástfanginn af stúlku af háum stigum. Ólíkur bakgrunnur og skoðanir á Iffinu gerir þeim oft erfitt fyrir þrátt fyrir ástina. 01.40 Dagskrárlok. Enginn venjulegur drengur er ný íslensk mynd gerð eftir handriti Iðunnar Steinsdóttur og verður sýnd í Sjónvarpinu annan dag jóla kl. JÓLATRÉSSKEMMTUN 1989 Félag járniðnaðarmanna Fólag bifvélavirkja Fólag bifreiðasmiða Iðja, félag verksmiðjufólks Nót, sveinafélag netagerðamanna Fólag blikksmiða fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður í Vetrarbrautinni Þórscafé annan dag jóla kl. 15:00-18:00 JÓLASVEINAR KOMA í HEIMSÓKN Verð kr. 500 Miðar seldir við innganginn Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýjársóskir með þakklæti fyrir hjálpina á undanförnum árum. BLÓÐBANKI X JÓLIN eru tími hvíldar og friðar. í tilefni þeirra sendir Alþýðusamband Islands launafólki og samherjum þess óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.