Þjóðviljinn - 28.12.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Qupperneq 1
Fimmtudagur 28. desember 1989 223. tölublað 54. órgangur Utanríkisráðherra I boði Israelsstjómar Jón Baldvin Hannibalsson fer íopinbera heimsókn til ísraels. Hjörleifur Guttormsson: óviðeigandi að heiðra ísraelsstjórn með þessum hœtti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og frú Bryndís Schram hafa þegið boð Moshe Arens utanríkisráðherra ísraels og eiginkonu hans um að fara í opinbera heimsókn til Isra- els 3.-10. janúar næstkomandi. Ekki tókst að ná sambandi við Jón Baldvin í gær vegna þessarar fréttar, sem utanríkisráðuneytið gaf út, en ljóst er að þessi opin- bera heimsókn hlýtur að vera umdeild, þó ekki væri nema vegna þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ítrek- að í yfirlýsingum sínum lýst gest- gjafa utanríkisráðherra í ísrael seka um stríðsglæpi. ísland hefur aldrei greitt atkvæði gegn þeim ályktunum, heldur verið í þeim minnihlutahópi þjóða sem setið hafa hjá við atkvæðagreiðsluna. Þann 18. maí sl. samþykkti Al- þingi íslendinga ályktun um Pal- Hornbjarg Skriðu með kosb'nn Vestanáttinn hrekur ísinn að landi „Þetta var helvítis bras fyrir varðskipsmennina að koma kost- inum og jólapóstinum hingað á öðrum degi jóla. Þó ísinn hafi gisnað er hann enn landfastur hér og því urðu þeir ýmist að skríða með hann á ísnum eða draga hann á eftir sér þar til þeir náðu landi", sagði Ólafur Þ. Jónsson vitavörður á Hornbjargsvita. I fýrradag komst varðskip loks- ins með jólaglaðninginn að Hornbjargsvita og varð skipið að ryðjast eins og hægt var í gegnum ísinn. En í stað þess eins og venjulega að ferja hann með gúmmíbát uppí fjöru þar sem hann er síðan hífður upp, komust skipsverjar ekki lengra að landi en ísinn leyfði og urðu því að grípa til áðurnefndra bragða. I gær var þar nyðra hvöss vest- anátt og gekk hann á með dimm- um éljum og var skyggni sam- kvæmt því. Ólafur sagði að í þess- ari átt mætti allt eins búast við að hafísinn reki til lands á ný eftir að hafa hörfað frá með þeim afleið- ingum að siglingaleiðin fyrir Horn varð fær í gegnum rennu sem þá myndaðist síðustu daga fyrir jól. í gær var siglingin þarna um varasöm vegna hafísreks en búist er við að flugvél Landhelg- isgæslunnar TF - Sýn fari í ís- könnunarflug í dag ef veður leyfir. -grh estínumálið, þar sem lýst er þeirri skoðun, að viðurkenna beri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við margítrekaðar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þá segir einnig í ályktun Al- þingis að ísland eigi að hafa vin- samleg samskipti við Frelsis- samtök Palestínu, PLO. Þá er í ályktun Alþingis skorað á ísraelsk stórnvöld að virða mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna og 4. Genfarsátt- málann um vernd óbreyttra borg- ara á stríðstímum. Alþingi hefur einnig stutt kröfuna um að „tafarlaust verði haldin alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila.“ Búast má við því að utanríkis- ráðherra og kona hans fái óblíðar mótttökur gestgjafa sinna í ísrael ef þau ætla að túlka afstöðu Al- þingis íslendinga í þessari opin- beru heimsókn, en ísraelsk stjórnvöld hafa sem kunnugt er storkað almenningsálitinu í heiminum með áframhaldandi mannréttindabrotum á herteknu svæðunum í Palestínu. „Ég tel þessa fyrirhuguðu heimsókn illa til fundna og mér sýnist að með henni séum við ís- lendingar að setja okkur í nokk- uð sérstakt ljós, sagði Hjörleifur Guttormsson fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í utanríkisnefnd í samtali við Þjóðviljann. „Ég hefði viljað komast í kallfæri við utanríkisráðherra til að spyrjast fyrir um það, hvernig ályktun Al- þingis um Palestínumálið hafi verið framfylgt. Mér sýnist að margt hafi gengið öðruvísi fram hjá ráðherranum en þar var mælst til um. Þar á ég sérstaklega við samskiptin við PLO.“ -ólg. Á jólatrésskemmtun. Kátt var í Danshöllinni í gær á jólatrésskemmtunsemsexstéttarfélögefndutil. Auðvitaðkomjólasveinninn í heimsókn og skemmti krökkunum eins og þeim bræðrum einum er lagið við almennan fögnuð viðstaddra. Mynd: Jim Smart. Patreksfjörður Einn af hverjum tíu famir Samkvœmt bráðabirgðatólum hafa umlOO manns fluttábrott á árinu í1000 manna plássi. Aðallega til Reykjavíkur og Norð- urlanda. Aflasamdráttur ársins um 3.500 tonn Miklir brottflutningar hafa átt sér stað frá Patreksfirði í ár og samkvæmt bráðabirgðatölum hafa 100 manns flutt búferlum þaðan sem eru um 10% af heildaríbúafjöldanum sem er um 1000 manns. Sé hins vegar miðað við óbreytta útsvarsálagningu á næsta ári eins og hún var fyrir þetta ár, 47,5 miljónir króna þýð- ir þetta að tekjur sveitarsjóðs minnka um nær 4 miljónir króna. Að sögn Úlfars B. Thorodds- ens sveitarstjóra hefur langmest- ur hluti þessa fólks ýmist flutt til Reykjavíkur eða til Norður- landa. Úlfar sagði þetta vera mikla blóðtöku fyrir ekki stærra sveitarfélag en Patreksfjörður er og ástæðurnar fyrir þessu mætti að hluta til rekja til gjaldþrots Hraðfrystihúss Patreksfjarðar og missis togarans Sigureyjar BA fyrr á árinu. Við það misstu margir atvinnuna auk þess sem atvinnuöryggið varð mun ótrygg- ara. Fyrir utan missi togarans var vélskipið Patrekur sleginn Fisk- veiðasjóði íslands á nauðungar- uppboði á árinu. Útrunninn er tilboðsfrestur sem sjóðurinn gaf til að bjóða í skipið en ennþá hef- ur stjórn sjóðsins ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Heimamenn buðu í skipið og eru ekki ennþá úrkula vonar um að hreppa það á nýjan leik. Allt þetta hefur gert það að verkum að heildarafli Patreks- fjarðarbáta á árinu 1989 stefnir í að verða 3.500 tonnum minni í ár en árið 1988 eða úr um 10 þúsund tonnum í liðlega 6.500 tonn og munar um minna. Að sögn Úlfars B. Thoroddsens hefur svona afla- minnkun ofboðsleg keðjuverk- andi áhrif á allt sveitarfélagið. Að vísu hafa heimamenn snúið vörn í sókn með Bfldælingum og hafa nýlega keypt vélskipið Vígdísi, tæplega 200 tonna vertíðarbát sem áður hét Lýtingur. Þá hafa þeir Þrym BA á leigu. „Framtíð atvinnumála hér í þorpinu ræðst að miklu leyti af því hvernig veiðist á bátavertíð- inni eftir áramótin. En því er ekki að leyna að þessir brottflutningar fólksins verða til þess að tekjur sveitarsjóðsins minnka og því verður að skera niður útgjöld hans á næsta ári“, sagði Úlfar B. Thoroddsen. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.