Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 7
Ólafur Þ. Jónsson þátt í myndun þessarar stjórnar, sem fræg er að endemum, en Jón- as Jónsson, enda helgaði hún starf sitt, í hvívetna, hugsjónum hans. Rúmsins vegna verður þó ferill hennar ekki rakinn hér, þótt freistandi væri, aðeins minnt á frægasta sköpunarverk hennar, bráðabirgðalög um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum, gerðardómslögin illræmdu frá 1942 (skylt er að geta þess að vegna þeirra sagði ráðherra Al- þýðuflokksins af sér og fór úr stjórninni; hinir flokkarnir tveir stjórnuðu síðan án hans til næstu kosninga, vorið 1942). Með falli „þjóðstjórnarinnar" var veldissól Jónasar Jónssonar að viði hnigin, enda var hann orð- inn tímaskekkja í íslenskum stjórnmálum. Jonas eftir 1949 Ég hefi nú rakið í grófum drátt- um útlínur íslenskrar stjórnmála- sögu árin sem umsvif Jónasar Jónssonar voru hvað mest. Ekki endilega þín vegna, þótt mér sýn- ist raunar ekki vanþörf á, heldur miklu fremur í þeirri von að ein- hverjir sem horfðu á umræddan sjónvarpsþátt á dögunum, lesi líka þessar línur. Að sjálfsögðu stökk Jónas ekki alskapaður inn í þá sögu vorið 1927, þegar ráðherradómur hans hófst og hann lagði heldur ekki niður baráttu fyrir hugsjónum sínum vorið 1942, með falli „þjóðstjórnarinnar". Jónas Jónsson átti meira að segja heilmargt vantalað við landslýð allan, eftir að hin viða- mikla útihurð Alþingishússins, á velsmurðum lömum sínum, féll að stöfum á hæla hans í síðasta sinn árið 1949 (alþingismaður 1923-1949). Þegar hér var komið sögu var hann að vísu „með klof- inn hjálm og rofinn skjöld“ og sverðið biturlega orðið ryðfrakka ein. „Rödd hrópandans í eyðim- örkinni", eins og þú nefndir svo fjállega í þættinum. Röddin sú lét þó sætlega í eyrum yfirstéttarinn- ar í landinu, einkum landsöluór- arnir. Það væri svo sem nógu freistandi að rifja upp viðhorf hans til nýsköpunarstjórnarinnar 1944-1947, til kröfu Bandaríkja- stjórnar frá 1945 um leigu tiltek- inna þriggja landsvæða undir her- stöðvar til 99 ára, eða til Kefla- vfkursamningsins 1946, til Mars- halláætlunarinnar 1947, til inngöngu íslands í NATO 1949 og til hernámsins 1951 „Leifslín- una“ kallaði gamli maðurinn þær hugsjónir sínar. Það vantaði svo sem ekki þjóðlegheitin. Það yar trúlega úti á „Leifslínuna", sem mannvitsbrekkan út í París, líkti Jónasi Jónssyni, í tvígang, við Jón Sigurðsson, í sjónvarpsþættin- um. Það væri líka fróðlegt að rifja upp ofsóknir „skólamannsins" mikla á hendur íslenskum æskulýð, þegar hans var „máttur- inn og dýrðin“, lýsa tilraunum hans og nánustu fylgifiska til að útiloka þann hluta hans, sem hafði róttækar skoðanir, frá skólanámi, rifja upp útburð hans á sjúklingi af sjúkrahúsi vegna pólitískra skoðana, ofsóknir hans á hendur róttækum mennta- og listamönnum, rifja t.d. upp í því sambandi sefasýkisherferðina hans gegn Halldóri Laxness, eftir að Sjálfstætt fólk kom út (1934- 1935), sem náði hámarki þegar honum tókst, vegna aðstöðu sinnar sem formaður Menntamálaráðs að lækka skáldalaun Halldórs úr kr. 5000 í kr. 1800 árið 1940. Það væri einnig full ástæða til að rifja upp skoðanir „samvinnu- frömuðarins" mikla á Pöntunar- félagi verkamanna, sem var undanfari KRON, Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, og viðhorf hans til þess félags síðar, svoleiðis kaupfélag átti að hans dómi að drepa af því að kommún- istar stjórnuðu því. Rifja upp við- horf hans til byggingasamvinnu- félaga og til útgerðarfélaga með samvinnusniði. Slík samvinnufé- lög áttu ekki upp á pallborðið hjá Jónasi Jónssyni, þetta voru ein- faldlega ekki samvinnufélög. sem þjónuðu valdakerfi hans, SIS og Framsóknarflokknum. En hann átti nú drýgstan þátt í samningu samvinnulaganna, jú, en hvemig vom þau? Ramgölluð löggjöf þar sem samvinnufélögunum var tryggt það víðtækt skattfrelsi að til vandræða horfði fyrir mörg smærri bæjar- og sveitarfélög og stóð vexti þeirra beinlínis fyrir þrifum, einkum þar sem félögin sátu ein að allri verslun. Það væri heldur ekki úr vegi að rifja upp hvernig hann hóf, um 1930, þau pólitísku hrossakaup í stöðu- og embættaveitingum, sem hafa lifað góðu lífi alit. til þessa dags. Þar gekk hann þvert á allar gamlar gildandi reglur og venjur og spurði meir um pólit- ískar skoðanir manna en próf og hæfileika. Hann tróð ekki aðeins sínum eigin fylgismönnum inn í embætti við skóla og ríkisstofn- anir, heldur notaði slíka bitlinga óspart til að ná efnilegum pólit- ískum andstæðingum.undir veld- issprota sinn og gera þá óvirka. Dró m.a. tennurnar úr mörgum efnilegum kratanum, en það er önnur saga. Athyglisvert er, að af þessum umsvifum sínum stærði gamli maðurinn sig einna mest og sagðist hafa hreinsað til í hinu gamla og „spillta" embættis- mannaliði ríkisins. Ekki er hægt að skiljast við þennan þátt í pólitísku starfi Jón- asar.Jónssonar án þess að minn- ast á hlut þeirrar stofjiunar, sem varð honum hvað notadrýgst við framleiðslu dyggra lærisveina og fylgismanna, Samvinnuskólans. Skólinn var stofnaður 1918 og varð Jónas skólastjóri, þegar við stofnun hans (skólastjóri 1918- 1955), hafði raunar hvatt til stofnunar hans í tímariti kaupfé- laganna, nokkrum árum áður, fyrstur manna. Þennan skóla, þar sem ungir menn ætluðu að læra til kaupfélagsstjóra, gerði Jónas strax að flokksskóla Framsóknar og boðaði lærisveinunum sína út- gáfu af samvinnustefnunni, sem var vægast sagt æði frábrugðin þeirri samvinnustefnu, sem vef- ararnir í Rochdale á Bretlandi hrundu af stað árið 1944.1 þessu hreiðri ungaði Jónas út mörgum af sínum tryggustu fylgis- mönnum, sem hann plantaði síð- an niður í lykilstöður vítt um land. Allt sem hér hefur verið minnst á og margt fleira af athöfnum Jónasar Jónssonar er full ástæða til að rifja upp, ekki síst eftir að ríkissjónvarpið varð bert að þeirri sögufölsun, sem fram kom i þættinum er hér hefur verið gerð- ur að umtalsefni, m.ö.o. rifja upp hvaða hlutverki hann gegndi fyrir borgarastéttina í landinu á sinni tíð, þegar verið var að móta og festa auðvaldsskipulagið á ís- landi í sessi. Og síðast en ekki síst hvemig hann mddi stöðugt brautina fyrir sér óvandaðri menn. Því miður er ekki, rúmsins vegna, tækifæri til þess hér, en gefst kannski síðar. Mat mitt á Jónasi Jónssyni frá Hriflu og starfi hans miðast auðvitað við hagsmuni þeirrar stéttar sem ég tilheyri, verkalýðsstéttarinnar, stéttar sem raunar er svo langt úti að aka í dag, að hún er að hluta til farin að falla fram og biðja um óhefta erlenda stóriðju, án skil- yrða um íslenska meirihlutaeign- araðild, biðja um að ísland verði á ný nýlenda erlendra auðdrott- na. Frá sjónarhóli þessarar stétt- ar er Jónas Jónsson einn mesti óheillafugl íslenskra stjórnmála. Borgarastéttin er að sjálfsögðu á allt annarri skoðun. Frá hennar sjónarhóli séð er hann án efa einn merkasti maður íslandssögunn- ar. Ég get sagt þér það svona í framhjáhlaupi, af því ég held að þú sért ekki ofkunnugur landslagi stéttabaráttunnar, að þetta er skilningur þeirra, á fyrirbærinu frá Hriflu, sem hafa marxismann að leiðarljósi, þú hefur gott af því að hugleiða það, einmitt núna þegar þú ert lagður af stað með flokkinn þinn fjársjúkan, fram að Urðarseli, sem er innar í heiðinni. „Úr einum næturstað í annan verri“. Og þó að sólarlögin séu ef til vill falleg þar ennþá, er ég ansi hræddur um að það dragi skammt. Vertu svo kært kvaddur. Ólafur Þ. Jónsson vitavörður Hornbjargsvita P.S. Kannski skrifa ég þér aftur til þegar ég er búinn að lesa stjórnmálaályktun landsfundar- ins þetta nýjasta „Testimonium paupertatis“, (fátækravottorð) flokksins. Sami. Afmælisrit „Ferskeytlan er frónbúans“ Kvœðamannafélagið Iðunn 60 ára Um Jónsmessuleytið áríS 1929 var Björn Friðriksson frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, þá búsettur í Reykjavík staddur á bakka Almannagjár á Þing- vöUum ásamt systrum sínum, konu og dóttur. Tóku þau sér sæti á bakka gjárinnar og hófu að kveða rímnalög þarna f sólkyrrunni. Brátt skaut þeirri hugmynd upp f hópnum, að efna til stofnunar kvæðamannafélags. Var kvaddur tif þeirrar ráðagerðar Kjartan Ólafsson bæjarfuUtrúi og múrarameistari, sem þarna var skammt undan. TU þessara róta er að rekja upphafið að stofnun Kvæða- mannafélagsins Iðunnar. Um sumarið þróuðust málin á þann veg, að hinn 1. sept. 1929 komu nokkrir karlar og konur saman til fundar í því skyni að undirbúa stofn- un kvæðamannafélags. Var þar kosin nefnd til þess að undirbúa stofnfund og semja lög fyrir væntanlegt félag. Nefndina skipuðu: Kjartan Olafsson, Jósep S. Húnfjörð, Bjöm Friðriks- son, Kristján Jónsson og Ingibjörg Friðriksdóttir. Nefndin lét hendur standa fram úr ermum og hálfum mánuði seinna, eða þann 15. sept. 1929,var stofnfundur haldinn í húsi Góðtemplarareglunnar í Reykjavík. Kvæðamannafélagið Iðunn var orðið að veruleika. Sá neisti, sem kviknaði austur við Almannagjá vorið 1929, var orðinn að glóð, sem sfðan hefur lifað góðu lífi og veitt mörgum ánægju og yl. Stofnendur félagsins voru 33 og fyrstu stjómina skipuðu Kjartan Ólafsson formaður, Bjöm Friðriksson ritari, og Jósep S. Hún- fjörð gjaldkeri. Tilgangur félagsins hefur frá upp- hafi verið sá að safna rímnalögum og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Em nú til á segulböndum í safni félagsins, yfir 500 kvæðalög (rímnalög). Feiknum öllum hefur einnig verið safnað af alþýðukveðskap f vísna- og ljóðaformi. Er sá sjóður nú geymdur í Landsbókasafni íslands, ásamt fundargerðum félagsins frá upphafi. Og nú hefur Kvæðamannafélagið Iðunn starfað í 60 ár. Af því tilefni hefur félagið nú gefið út ljómandi snoturt afmælisrit. Hefst það á ávarpsorðum Orms Ólafssonar for- manns félagsins. Þá ritar Einar Krist- jánsson einkar fróðlegt ágrip af þróunar- og þroskasögu félagsins. í 60 ár. Njáll Sigurðsson á þama grein um rímur, kveðskaparlist og kvæða- lög, „fáein atriði til fróðleiks um þann flutning bundins máls, sem kallast að kveða“. - Haukur Sigtryggsson send- ir Iðunni afmæliskveðju frá Kvæða- mannafélagi Hafnarfjarðar, en það var stofnað ári síðar en Iðunn. - Ið- unnarfélagar hafa jafnan stundað „sumarferðir" sér til fróðleiks og ánægju og hafa þær ferðir fætt af sér æði margar stökur. Frá þessari starf- semi segir Ormur Ólafsson, auk þess sem B j ami Guðmundsson greinir sér- staklega frá ferð, sem farin var 22.- 23. júní 1946. - Magnús Þ. Jóhanns- son á þarn,a grein um íslenskan kveð- skap og birtir jafnframt sýnishom af vísnagerð fjölmargra höfunda. - Ög- mundur Helgason ræðir við Ragn- heiði Magnúsdóttur um kynni hennar af rímnakveðskap og Valgeir Sigurðs- son við Sigurð Kristjánsson, sem átt hefur samleið með Iðunni f 30 ár. Hér hefur lauslega verið drepið á efni þessa eigulegu afmælisrits, sem auk hins prentaða máls, er prýtt nokkrum tugum ágætra mynda, en ritstjóri þess er Einar Kristjánsson. Núverandi stjóm Iðunnar skipa: Ormur Ólafsson formaður, Ólafur Runólfsson gjaldkeri og Úlfar Þor- steinsson ritari. -mhg ' m w w Hringdu! Upplýsingasíminn er (91) » 1 < g >- .'2 4 í þessu númeri getur þú fengiö upplýsingar og svör viö spurningum þínum um íslandsbanka. Upplýsingasíminn er opinn virka daga kl. 9.00-16.00. Ef þú ert með spurningu, hringdu! 4 1 < i i i i i i i i i ISLAN DSBANKI - í takt við nýja tíma ! Ftmmtudagur 28. desember 1989 { ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.