Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.12.1989, Blaðsíða 11
í DAG íslenskur alvörudjass Tómas R. Einarsson og hljómsveit: Nýr tónn Skífan Þessi plata Tómasar R. Einars- sonar og hans sveitar sætir tíðind- um fyrir margra hluta sakir. Spilamennskan á henni er í fyrsta lagi framúrskarandi, jafnbetri en áður hefur heyrst á íslenskri djassplötu; á plötunni er góður heildarsvipur - hún hefur tón hljómsvitar - og loks er þetta miklu eindregnara höfundarverk en Hinsegin blús var, þótt Tómas R. Einarsson semdi þar megnið; á þeirri plötu var kannski svolítið vaðið úr einum stíl í annan og glaðst yfir traustum tökum á ólík- um skólum, en hér er allt með agaðra móti og efnistökin um leið persónulegri - erfiðara az rekja áhrifin út og suður. Ýmsir hafa reyndar talið sig geta greint Mingusaráhrif og sjálfur Jón Múli sem alið hefur þjóðina upp í að hlusta á djass, og þar á meðal þennan dreng hér, segir í skemmtilegu umslagsskrifi sínu að Tómas sæki „æ meir á sömu sveifluslóðir” og Mingus. Nú má að vísu kenna djassverk Tómasar við „meginstrauminn” sem Mingus hélt sig alla tíð við, og í „Húlaboppi” sýnir Tómas svo ekki verður um villst að hann ræður vel og rúmlega það við það takt-fýrverkerí sem beb- opp-bassaleikur er og Mingus var meðal frumkvöðla í; báðir eru bassaleikarar sem semja tónverk sín á píanó og báðir hneigjast nokkuð til sundurgerðar í nafngiftum tónsmíða sinna, en þar finnst mér líka skilja með þeim. Seint held ég að maður heyri Tómas emja með lögum sínum, eða heyri sögur af honum lemjandi meðspilara sína, og um- fram allt kemur hann ekki úr hvítasunnusöfnuðinum eða því- líkum trúarofsajarðvegi, sem setti mark sitt á allt sem Mingus gerði. Jafnvel í angurværustu ballöðum er Mingus alltaf hyster- ískur en jafnvel í hröðustu æsingalögum er Tómas alltaf yfir- vegaður. Olíkir menn, ólíkur uppruni, synir ólíkra landa. Þótt sveitin spili hér fágaðan en um leið dá- lítið harðan meginstraumsdjass sem kallast nokkuð á við þann djass sem kemur um þessar mundir frá New York, órafmagn- aðan jakkafata-djass þeirra Marshalis bræðra, amerískan djass fremur en evrópskan eða skandinavískan, þá leitar samt á mann sá þanki að þeta sé mjög norrænn djass, eða kannski öllu heldur: íslenskur. Það er heiðríkja í honum, tærir litir og skýrleiki, viss kuldi, en um leið kaftur - hann er laus við þessa geðlurðu sm manni finnst stund- um setja mark sitt á ýmsan skandinavadjass og klassískur evrópskur menningararfur virð- ist Iítt þvælast fyrir hér. Vitaskuld virka tónsmíðarnar misjafnlega á mann, fyrsta lagið „Meinvilltur” er dálítið eins og hikandi og kannski of hátimbrað til að spil- arar séu alveg afslappaðir í því og „Ortega” virkaði ekki snnfær- andi á mig, og kunna þar að vísu að valda prívateefasemdir mínar um menn sem labba um í grænum búningum með byssu í belti... „Húlabopp” er samið og spilað af mikilli íþrótt og frískleika og „Ólag” er afar vönduð smíð; ball- öðurnar eru afbragðsfallegar, og ekki heyrði ég betur en að í þeirri síðustu „Það sem einu sinni var” sé Tómas tekinn að nálgast nokk- uð Coltranekvartettinn klass- íska, áður en Coltrane hvarf endanlega inn í dulhyggjuóra sína og fór að spila rugludjass. „Trúnaður i stofunni” þykir mér reyndar nokkurt rangnefni því þar er Tómas sennilega að vísa til tveggja manna trúnaðartals, en blástur Jens Winthers, þess dan- ska sénís, í því lagi, er af skóla Miles Davis áður en hann fór að freta í lúðurinn, sjálfhverft eintal sem hverfur að lokum endanlega inn í þögn sína og einsemd - næmlegt píanósóló Eyþórs Gunnarssonar er svo eins og klapp á bakið í miðjum klíðum eða huggunarorð. Allir eiga spilararnir það sam- merkt að taka list sína alvarlega, menn eru ekki að sýna trikk og kúnstir í þeim „sjáðu-hvað-ég- kann” leik sem djassinn á svo sem nóg dæmi um - spilamennskunni er ekki stefnt til múgæsingar eða ætlað að æsa ýmsar gimdir manna eins og oft hendir með fagræna og ryþmíska tónlist; þetta eru ekki sefjunarsinnar í tónlist, heldur allir fremur inn- hverfir í list sinni, nema ef væri Pétur östlund sem er glaðbeittur trommari og allt að því ágengur í stöðugri leit sinni að taktbrigðum og stöðugum flótta undan því augljósa. Hann er einmitt trommarinn sem þessi verk þurfa á að halda, andstæða hinna svo verkin lifna í togstreitunni. Tóm- as þykist ekki spila á neitt annað en konstrabassa og vex mjög ás- megin að spila með Pétri - hann er Hadenískur í leik sínum, frem- ur en hedanískur. Eyþór á íhygl- isleg sóló og mjög fallega hugsuð en oft er það í ryþmasveitinni sem hann virkilega blómstrar - fáir standast honum snúning þar. Sá sem kom mér hins vegar mest á óvart á plötunni var Sigurður Flosason sem hefur náð með ótrúlegum hætti að beisla og fín- pússa þau „rámu regindjúp” sem barítónsaxinn geymir. Þetta er íslenskur alvörudjass, spilaður af alvöru atvinnu- mönnum, og eiginlega ekkert að gera nema enda þetta eins og séra Sigurður Haukur gerir stundum í ritdómum sínum, þyki honum hafa tekist vel til: Hafi útgáfan heila þökk fyrir. Guðmundur Andri Thorsson þJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Þjóðstjórnin fótumtreður lög og þingræði. I dag ætlarþjóðstjórn- arliðið að neita að láta útvarpa „elhúsumræðum", þvertofan í þingsköp og lög. Óttinn við kjós- endurna, sem klíkan hefursvikið og blekkt, veldur þessu gerræði, 28. desember fimmtudagur. 362. dagur ársins. Barnadagur. Nýtttungl (jóla- tungl). Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.22-sólarlagkl. 15.37. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Nepal. Bjarni Thorarensen skáld fæddur árið 1786. Magnús Á. Árnason listmálari fæddur árið 1894. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur stofnað árið 1932. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 22.-28. des. er í Háaleitis Apóteki og Vesturbæjar Apóteki. Fyrrnetnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími Kópavogur Seltj.nes Hafnarij Garðabær Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík Kópavogur Seltj.nes Hafnarfj Garöabær sími 84 55 11 66 11 66 11 00 11 00 11 00 11 00 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrlr Reykjavik, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar f sím- svara 18888. Borgarspftalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspftalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sfmi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 41966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-t8, ogeftirsamkomulagl. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spltalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspitala: virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Bamadeild: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álatidi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestþr- götu3. Opiðþriðjudagakl.20-22, > fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,' slmi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Slmi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21— 23. Símsvari á öðrum tímum. Slminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á ' fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið I síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Bandaríkjadollar Sterlingspund Kanadadollar Sala 61.63000 99.40900 53.20700 9.20190 Norsk króna Sænskkróna 9.27600 9.87030 15.09610 10.47640 Belgfskurfranki Svissneskurfranki 1.70110 39.60290 31.67740 Vesturþýskt mark 35.76900 0.04792 Austurrískursch 5.07850 Portúg. Escudo Spánskurpeseti Japansktyen 'Irskt pund 0.40720 0.55560 0.42910 94.2630 KROSSGÁTA Lárót: 1 köld 4 harmur 6 kyn 7 hviða 9 köllin 12 skekkja 14bleyta 15 kaðall 16 bera 19 áhald 20tignara21 hrelli Lóðrétt: 2 egg 3 hama- gangur4sæti5sefi7 Iumma8gáfaða10 fálmaði 11 blökkumenn 13áþekk 17beita 18 hreinn Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 smán 4 lofa 6 oka7lykt9usla12 Iaust14gái15róm16 fælni19nauð20etur 21 rista Lóörétt: 2 mey 3 nota 4 Iaus5fól7laginn8 klifur 10 strita 11 aumari13ull17æði18 net ilviðskiptamanna banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagar vóda. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1990. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1989. Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Flmmtuðagur 28. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.