Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. desember 1989 224. tölublað 54. árgangur Verðhœkkanir Frestun virt að vettugi Þrjú orkufyrirtœkifyrirhuga hœkkun ágjaldskrá sinniþráttfyrir tilmœli iðnaðarráðherra umfrestun hœkkana. Afstaða vegna Rafmagnsveitu Reykjavíkur tekin íborgarráði ídag. Aðalsteinn Guðjohnsen: Endurskoðum gjaldskrána breyti kjarasamningarverðlagi. Örn Friðriksson: Slœmt ef tilmœlin eru virt að vettugi Við óskuðum reyndar ekki ein- ungis eftir að hækkunum yrði frestað heldur að til þeirra þyrfti alls ekki að koma. Flest opinber fyrirtæki virðast ætla að virða til- mæli ríkisstjórnarinnar um frest- un hækkana, en það gerir okkur vissulega erfiðara fyrir ef nokkur fyrirtæki ætla samt að hækka gjaldskrár sínar, Örn Friðriksson varaforseti ASÍ um afstöðu ein- stakra opinberra fyrirtækja til frestunar verðhækkana. Útlit er fyrir að tilmæli ríkisstjórnarinn- ar um frestun hækkana á opin- berri þjónustu verði ekki virt að fullu þarsem fyrir liggja hækkan- ir á gjaldskrám þriggja fyrír- tækja. Iðnaðarráðherra sendi þessi tilmæli til orkufyrirtækja í landinu en nú hafa þrjú þeirra áformað hækkun á gjaldskrá sinni. Að sögn Páls Flygenrings, ráð'uneytisstjóra iðnaðarráðu- neytis, hafa um 10-12 fyrirtæki óskað eftir hækkunum en flestar eru þær mjög litlar. „Þrjú fyrir- tæki skera sig úr hvað þetta varð- ar, með beiðni um 10% hækkun að meðaltali, en það eru Raf- magnsveita Reykjavíkur, Hita- veita Sauðárkróks og Orkubú Vestfjarða. Orkubúið fékk reyndarekki 10% hækkun 1. okt- óber einsog önnur fyrirtæki, en hin tvö höfum við beðið um fjár- hagsáætlun sem á að skýra þessar hækkanir," sagði Páll. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur þegar sent fjárhagsáætlun sína en bréf ráðuneytisins hefur enn ekki borist Sauðkrækingum. „Borgarráð samþykkti 10% hækkun að meðaltali en hækkun til almennra nota verður 7,2%. Breytist verðlagsforsendur á næstunni með kjarasamningum munum við að sjálfsögðu endur- skoða gjaldskrána," sagði Aðal- steinn Guðjohnsen rafmagns- veitustjóri í gær. Borgarráð sam- Áramótabrennum hefur fækkað undanfarin ár og eru nú bara sjö kestir í Reykjavíksemkveiktverðuríágamlárskvöld. Þessir herramenn voru (gær að hlaða ýmsu dóti í köstinn við Ægissíðu. Mynd Jim Smart. Lagmeti Loftfcastalar Halldors hrundir Japanirhafa aðeins keyptfjórðungþess magns sem vonast vartil. Ekki búist við aðþeir kaupi meir. Söluaukning íkrónum talið á milli áranna 1989 og 1988 en 10% minna áfóstu verðlagi. Tap á rekstri Sölusamtaka lagmetis íár Svo virðist sem þær væntingar sem Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra gaf Sölusam- tökum lagmetis snemma á þessu ári um sölu lagmetis til Japans, þegar Þýskalandsmarkaður hrundi i hvalafárinu, hafi verið hreinir loftkastalar. Japanir hafa aðeins keypt fjórðung þess magns sem til stóð og þrátt fyrir vonir lagmetismanna um að þeir kaupi meira er ekki útlit fyrir að svo verði. Að sögn Garðars Sverrissonar framkvæmdastjóra Sölusamtaka lagmetis er fyrirsjáanlegt að tap verði á rekstri sölusamtakanna í ár en að þeim standa tíu lagmetis- framleiðendur víðs vegar á landinu. Samkvæmt bráða- birgðatölum er allt útlit fyrir að salan i ár nemi um 1.200 miljón- um króna sem er aukning í krón- um talið frá fyrra ári en þá nam salan 1.070 miljónum króna. Sé hins vegar miðað við söluna á föstu verðlagi verður hún allt að 10% minni í ár en hún var árið 1988. í afkomu fyrirtækisins í ár munar langmest um þann skell sem það varð fyrir þegar Þýska- landsmarkaður hrundi og stærstu viðskiptaaðilar þess þar hættu viðskiptum við það út af mótmæl- um Grænfriðunga gegn hval- veiðum íslendinga í þágu vísinda. Þó sjást þess merki að þýskir við- skiptavinir lagmetisins séu að koma aftur nema Aldi-Suður. Þegar hafa fyrirtækin Tengel- mann og Aldi-Norður hafið við- skipti við SL á nýjan leik. Sökum þess hversu lítil inni- stæða var fyrir loforðum sjávar- útvegsráðherra um mikilvægi Japansmarkaðar hafa lagmetis- menn sótt á í markaðsöflun sinna afurða í S-Evrópu ma. til ítalíu. Af einstökum mörkuðiim í Evr- ópu er markaðurinn í Frakklandi orðinn sá stærsti fyrir íslenskt lag- meti. „Það er óhætt að segja að þetta ár hafi verið viðburðarríkt í meira lagi hjá okkur og núna er verið að vinna að endurskipulagningu Sölusamtakanna. Þó hvalafárið sé að mestu gengið yfir hvað okk- ur varðar höfum við ekki enn bit- ið úr nálinni með afleiðingar þess. Hins vegar erum við bjart- sýnir á komandi ár og búumst við að það gangi mun betur á Þýska- landsmarkaði á næsta ári en á þessu sem senn er liðið", sagði Garðar Sverrisson. -grh þykkti gjaldskrána áður en iðn- aðarráðherra sendi tilmæli sín um frestun hækkana og mun borgar- ráð taka afstöðu til tilmælanna í dag. Páll Pálsson, veitustjóri á Sauðárkróki, sagði Hitaveituna ekki hafa fengið sömu hækkanir á árinu og td. Hitaveita Reykjavík- ur. Hann sagði fyrirtækið aðeins hafa hækkað gjaldskrá sína um 16-17% á meðan Hitaveita Reykjavíkur hefur hækkað um 30%. „Gjaldskrá okkar hefur fallið um 8% að raungildi og því fæ ég ekki annað séð en að þetta verði samþykkt," sagði Páll. Viðræður verkalýðshreyfing- arinnar og vinnuveitenda hafa sem kunnugt er verið byggðar á könnunum á verðlagsþróun á næstunni. Báðir aðilar töldu frestun á hækkunum opinberrar þjónustu greiða mjög fyrir samn- ingum og því lfklegt að þessar hækkanir setji strik í reikninginn. „Allar verðhækkanir hafa áhrif á samningaviðræður og því meiri hækkanir, þeim mun meiri launa- hækkanir förum við fram á. Það veldur áframhaldandi verðbólgu, atvinnuleysi og gjaldþrotum fyr- irtækja og það viíjum við umfram allt forðast. En þessar verðlagsat- huganir eru aðeins lítið skref í viðræðunum og það vantar mikið á enn," sagði Orn Friðriksson. -þóm Glettingur Seglin dregin sarnan Bitnar á ráðningu að- komufólks „Ástæða þess að við ákváðum að auglýsa skipið Þorleif Guð- jónsson ÁR til sölu er sú að við erum að hagræða og minnka í við okkur. Hann er um 240 tonn að stærð og hefur 600 tonna þorsk- ígildiskvóta auk 1100 tonna sfld- arkvóta", sagði Þorleifur Björg- vinsson framkvæmdastjóri Glett- ings hf. í Þorlákshöfn. Verði af sölunni sem allar líkur benda til þýðir það einhverja fækkun starfsmanna hjá fyrirtæk- inu sem Þorleifur sagði að mundi aðallega bitna á ráðningu að- komufólks á komandi vertíð fremur en á heimamönnum. Glettingur fékk skuldbreytt hjá Atvinnutryggingasjóði útflutn- ingsgreina um 73 miljónum króna í ár og hefur það komið rekstri fyrirtækisins vel auk þess sem fjármagnskostnaðurinn hef- ur minnkað all verulega frá því sem var á síðasta ári. Svo getur farið að fleiri útvegs- menn í Þorlákshöfn setji báta sína á söluskrá sem stafar fyrst og fremst af bágri afkomu bátaflot- ans sem hefur farið hríðversnandi á undanförnum árum. Er svo komið að fæstir hafa orðið lengur þrek né dug til að standa í útgerð- arbasli öllu lengur. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.