Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 2
___________________FRÉTTIR___________________ Síld Sovétmenn vilja meira Hafa samþykkt gjaldeyrisheimildfyrir kaupum á 50 þúsund tunnum til viðbótarþeim 150þúsund. Síldarútvegsnefnd: Saltað til nœstu vertíðar? Sovésk stjórnvöld hafa ákveðið að veita gjaldeyrisheimild fyrir viðbótarkaupum á 50 þús- und tunnum af saltsfld frá ís- landi. Þó getur svo farið að þessi viðbót verði ekki söituð fyrr en í byrjun næsta árs og afgreidd fyrir árslok 1990. Af hálfu Síldarútvegsnefndar er verið að kanna hvort þessi frestun komi til greina af hálfu Sovétmanna en ástæðan fyrir henni er einkum sú að svar Sovét- manna barst svo seint og eins fer fituinnihald sfldarinnar minnkandi á þessum árstíma og því gæti reynst erfitt að fullnægja þeim gæðakröfum sem Sovét- menn gera til sfldarinnar. Þessi viðbótarkaup Sovét- manna eru í samræmi við þann samning sem Sfldarútvegsnefnd gerði við þá í nóvember um fyrir- framsölu á 150 þúsund tunnum af hausskorinni og slógdreginni sfld. í þeim samningi var sérstakt ákvæði um að af hálfu Sovét- manna yrðu athugaðir mögu- leikar á 50 þúsund tunna viðbót- arkaupum og að svör þar að lút- andi yrðu gefin svo fljótt sem mögulegt væri. Þegar er búið að salta sfld í um 239 þúusnd tunnur en þó er enn eftir að salta svokallaða demant- sfld í um 2 þúsund tunnur og söltuð flök í um 1.500 tunnur. Reynt verður að veiða upp í það eftir áramótin ef þá sfld verður á annað borð að finna á miðunum. Fari svo að reynt verður að veiða og salta uppí þessi viðbótarkaup Sovétmanna nú bendir allt til þess að heildarsöltun geti orðið um 289 þúsund tunnur á vertíð- inni sem yrði mjög nálægt því að slá metið sem náðist árið 1987. Á þeirri vertíð var saltað í hvorki meira né minna en 289.640 tunn- ur. -grh Skafmiðar Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ólafur Hilmarsson, tveir fimm ára krakkar úr Hafnarfirði faka fyrstu skóflustunguna að Hvaleyrarskóla. Mynd Jim Smart. Hafnarfjörður Skóflustunga að Hvaleyrarskóla Happdrætti á hausnum Hin gífurlega samkeppni á happdrættismiðum í skafmiða- formi hefur valdið því að amk. tvö þeirra skulda miljónir króna. Um tíu miljóna skuld er á Fjark- anurn, sem er samvinna Handknattleiks- og Skáksamb- ands, og þá skuldar Happdrætti DAS á fjórðu miljón vegna skaf- miða. Framtíð Fjarkans ræðst aðal- lega af því hvort leyfilegt verður að hafa lægsta vinning á hvern skafmiða annan skafmiða. Óvíst er að slíkt fáist í gegn en að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, formanns HSÍ, mun Fjarkinn lík- lega leggja upp laupana ella. Skuldir Fjarkans hallast frekar á HSÍ, sem verður að greiða sex miljónir á móti fjórum miljónum Skáksambandsins. Happdrætti DAS hefur hins- vegar stokkað upp sína skafmiða og ræðst til atlögu með svokaliað- an Gullmiða. Baldur Jónsson, forstjóri Happdrættis DAS, sagði ekki miklar breytingar hafa verið gerðar á miðunum en ákveðið hefði verið að halda skafmiða- happdrættinu áfram vegna mik- illa skuldbindinga um millistóra vinninga. „Þetta er nú ekki besti tíminn til að kynna nýja miða og mun það taka minnst 3-4 mánuði að skera úr um hvort skafmiðam- ir borgi sig,“ sagði Baldur. -þóm Árnesingar vilja stóriðju „Héraðsnefnd Árnesinga gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda að næstu stórfyrirtæki í orkufrek- um iðnaði verði staðsett á Suður- landi og bendir í því sambandi á Árborgarsvæðið,“ segir í ályktun sem aðalfundur Héraðsnefndar Ámesinga samþykkti á aðalfundi sínum 15. desember sl., en á fundinum var m.a. fjallað um at- vinnumál á Suðurlandi og þá sér- staklega í Ámessýslu. Öll sveitarfélög í sýslunni eiga aðild að Héraðsnefndinni. í ályktun- inni segir að á svæði nefndarinnar búi nú um 10.000 manns og að svæðið sé ein atvinnuleg heild sem hafi brýna þörf fyrir fjölgun atvinnutækifæra. Þá segir að svæðið bjóði upp á greiðar sam- göngur, hafnaraðstöðu og hag- stæðar orkuflutningsleiðir. „Hér- aðsnefnd álítur að Suðurland hafi að undanfömu goldið nálægðar- innar við Stór Reykjavíkursvæð- ið í atvinnulegu tilliti. Á sama tíma er mest öll raforka lands- manna framleidd í þessum landshluta og notuð til þess að standa undir atvinnulífi í öðmm Tveir fimm ára krakkar úr Hafnarfirði, þau Aðalheiður Sig- fúsdóttir og Ólafur Hilmarsson, tóku í gær fyrstu skóflustunguna að Hvaleyrarskóla í Hafnarflrði. Áformað er að taka fyrsta áfanga skólans í notkun næsta haust og munu þá um 150 börn hefja nám við skólann. landshlutum. Við þetta verður ekki lengur unað,“ segir í lok ál- yktunarinnar. Af Ijosakri Af ljósakri nefnist nýtt dagatal með ljósmyndum eftir Hörð Daníelsson sem AUK gefur út. Myndirnar eru svokallaðar pan- orama myndir, eða víðmyndir, frá Homafirði, Suðursveit, Skálafellsjökli, Almannaskarði, Mjóafirði og Snæfellsnesi. Kristín Þorkelsdóttir og Magnús Þór Jónsson hönnuðu dagatalið. Það er með íslenskum, enskum og þýskum texta ásamt íslands- korti sem sýnir staðsetningar myndavélar og tökuhom. Daga- talið kostar 980 krónur og fæst í hönnunarverslunum, bókabúð- um og gjafavöruverslunum. Strandamenn Jólatrésskemmtun er hjá Átt- hagafélagi Strandamanna í Dom- us Medica nk. laugardag kl. 15. Fullbyggður verður skólinn 3360 fermetrar og munu um 550 nemendur stunda nám við hann, tvær bekkjadeildir í árgangi frá forskóla til níunda bekkjar. Fyrsti áfangi er 1261 fermetrar að stærð og eru 9 kennslustofur í honum. Efnt var til alútboðs í skólann Hálf miljon til fatlaðra Verkakvennafélagið Framsókn hefur ákveðið að styrkja íþrótta- félag fatlaðra um hálfa miljón króna, sem verja á til byggingar íþróttashúss fatlaðra. Styrkurinn er veittur í tilefni 75 ára afmælis Verkakvennafélagsins Fram- sóknar 25. október sl., auk þess sem hann er til minningar um Jónu Guðjónsdóttur forystu- mann félagsins í áraraðir. og 6 þátttakendur valdir til þátt- töku. Fyrir valinu varð tillaga Ormars Þórs Guðmundssonar en verktaki er ístak. Áætlað er að kostnaður við fyrsta áfanga verði 76,6 miljónir króna og verður framkvæmt fyrir um 55 miljónir á næsta ári. Sáf Norsk jólaguðsþjónusta Norsk jólaguðsþjónusta verður í Laugarneskirkju á vegum félags Norðmanna á íslandi, Nord- mannslaget, í dag kl. 18. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknar- prestur messar á norsku. Knut Ödegard skáld predikar. Organ- isti er Ann Toril Lindstad. Að guðsþjónustu lokinni verður Nordmannslaget með kaffisam- sæti í safnaðarheimili kirkjunnar. ggfcn. i a ísraelsförin Jón fari ekki Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér áskorun til íslensku nkisstjórnarinnar, þar sem skorað er á stjórnina „að koma í veg fyrir að utanríkisráðherra þiggi heimboð ísraelskra stjórnvalda" 3.-10. janúar næst- komandi. í áskoruninni er vakin athygli á því að væntanlegir gestgjafar utanríkisráðherra hafa sam- kvæmt skilgreiningu þjóðarréttar gerst sekir um stríðsglæpi árum saman. Þetta komi fram í ítrek- uðum ályktunum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þá sé ísra- elsríki í hópi þeirra fáu ríkja í heiminum sem ásamt með S- Afríku mismuni þegnum á grund- velli kynþáttar. Áskorunin er undirrituð af sr. Rögnvaldi Finnbogasyni for- manni félagsins. -ólg íslandsbanki Alltklárt Björn Björnsson: Opnað með pompi og praktstrax eftir áramót Fjórir bankar, Alþýðu-, Iðnaðar-, Útvegs- og Verslunar- banki, munu sameinast undir merki íslandsbanka strax eftir áramót. Undirbúningur er nú á lokastigi og er útlit fyrir að hinn nýi banki opni nk. miðvikudag, sem er fyrsti opnunardagur banka á nýju ári. „Það hefur verið unnnin feiknarlega mikil vinna að und- anförnu, en henni miðar vel og enginn óyfirstíganlegur þrösk- uldur er í veginum. íslandsbanki verður því opnaður með pompi og prakt þann 3. janúar einsog til stóð,“ sagði Björn Björnsson nú- verandi bankastjóri Alþýðu- bankans og verðandi bankastóri íslandsbanka í samtali við Þjóð- viljann. Búið er að koma upp skiltum íslandsbanka í útibúum hans og skilti bankanna fjögurra hafa ver- ið fjarlægð. Annars verða mjög litlar sjáanlegar breytingar á úti- búum bankanna, en smám saman munu útibúin taka á sig nýtt útlit. -þóm Áramótabrennur í Reykjavík Áramótabrennur verða á eftir- töldum stöðum í Reykjavík á gamlárskvöld: Faxaskjóli/ Ægissíðu, íþróttasvæði Fjölnis Grafarvogi, upp af Leirubakka í Breiðholti, á sjávarkambi neðan Fossvogskirkjugarðs, sunnan við Fylkisvöllinn, við Skildinganes, á Valhúsahæð Seltjarnanesi og í Vatnsmýrinni. Nefnd í áfengismálin Guðmundur Bjarnason heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefur í samráði við Óla Þ. Guð- bjartsson dóms- og kirkjumála- ráðherra, Áfengisvarnarráð og landlækni skipað nefnd sem á að endurskoða ákvæði áfengislaga sem snerta áfengisvamir og ákvæði um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Ætlun- in er að steypa ákvæðum þessara laga í ein lög, áfengisvarnarlög. Nefndina skipa þeir Hrafn Páls- son, formaður, Níels Ámi Lund, Sigmundur Sigfússon, Ólafur Haukur Ámason og Jón Odds- son hrl. 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 29. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.