Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Svíþjóð Lífstíðardómar fyrir sprengjutilræði Fjórir Palestínumennfundnirsekir um hryðjuverk í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Einn þeirra er grunaður um hlutdeild að tilræðinu við PanAmþotu Abu Talb (t.v.) og Marten Imandi - stunduðu sprengjugerð í (búð í Uppsölum. Tveir Paiestínumenn, Abu Talb og Marten Imandi að nafni, voru fyrir jólin dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar í þingrétt- inum í Uppsölum. Tveir menn aðrir af sama þjóðerni og báðir mágar Abu Talbs hlutu vægari fangelsisdóma. Mennirnir fjórir voru fundnir sekir eða meðsekir um sprengju- tilræði í Kaupmannahöfn og Am- sterdam 1985 og í Stokkhólmi 1986. Einn maður beið bana og 26 særðust er sprengja sprakk við skrifstofur bandaríska flugfélags- ins Northwest Orient í Kaup- mannahöfn 22. júlí 1985 og sama dag var samkunduhús gyðinga þar í borg stórskemmt með sprengingu. Ennfremur stóðu fjórmenningarnir að sprengjutil- ræðum gegn skrifstofum ísra- elska flugfélagsins E1 A1 í Am- sterdam og Northwest Orient í Stokkhólmi. Skoska lögreglan hefur Abu Talb grunaðan um hlutdeild að tilræðinu við Pan- ■ Amþotuna, sem fórst yfir Lock- erbie fyrir ári, en þá fórust 270 manns. Hinir dæmdu fjórmenningar hafa lengi búið í Uppsölum og undirbjuggu hryðjuverk sín þar. Það sem helst varð þeim að falli var að annar mága Abu Talbs tók það ráð að lýsa sig iðrandi synd- ara og leysa frá skjóðunni. Segist hann hafa að skipun mágs síns sérmenntað sig í sprengjugerð í Damaskus og smyglað síðan efni í sprengjur inn í Svíþjóð. Systur átti maður þessi er 1978 sprengdi upp ísraelskan strætisvagn skammt frá Tel Avív. Fórust þá 46 ísraelar, sem og systirin. Önnur systir í fjölskyldunni reyndi 1980 að myrða ambassa- dor Iraks í Lundúnum. Fólk þetta mun vera í tengslum við palest- ínskan flokk, þekktan undir skammstöfuninni PPSF, er kvað vera hallur undir Sýrlendinga. Fyrir uppljóstrunina slapp nefndur mágur með vægan dóm. SvD/-dþ. Astralía Mikið mann- tjón í jaró- skjálfta Harður jarðskjálfti olli í fyrri- nótt stórtjóni í Newcastle, hafnar- ogiðnaðarborg í Nýja Suður-Vels í Astralíu. í gær var vitað með vissu að 11 menn höfðu farist en óttast var að manntjónið væri miklu meira. Jarðskjálftinn mældist 5,5 stig á richterskvarða. Mannskaðinn varð mestur er klúbbur verkamanna í borginni hrundi. Þar var bingókvöld og húsið troðfullt, aðallega af eldra fólki. Níu þeirra sem vitað var í gær að höfðu farist voru þar, en óttast var að um 50 manns í við- bót lægju grafnir undir rústunum og gerðu menn sér takmarkaðar vonir um að margir þeirra væru enn á lífi. Vitað var að 122 menn höfðu slasast, þar af 15 alvarlega. Rafmagn fór af borginni og símasamband við hana slitnaði, margar byggingar hrundu og skemmdust meira eða minna og á aðalsjúkrahúsi borgarinnar varð slíkt tjón að flytja varð alla sjúkl- inga þaðan í snatri. Reuter/-dþ. Kona grætur við gröf eiginmanns síns í Búkarest, er um 100 menn, sem öryggislögregla Ceausescus hafði drepið, höfðu verið jarðsettir. Manntjónið er þó talið minna en óttast hafði verið. Rúmenía Hjálp berst víða að i Matvæli og sjúkragögn streyma nú til Rúmeníu víða að úr heimi og er hjálpin mest frá Japan og Bandaríkjunum. Taro Nakayama, utanríkisráðherra Japans, hefur tilkynnt að stjórn hans muni láta Alþjóðanefnd Rauða krossins (ICRC) í té eina miljón dollara er varið skuli til neyðarhjálpar. Bush Bandaríkjaforseti lofaði Rúmenum hálfri miljón dollara á þriðjudag og bætti við það í gær loforði um aðstoð upp á 250,000 dollara, er varið skuli til kaupa á lyfjum og annarrar neyðarhjálp- ar. ICRC tilkynnti á þriðjudag að þörf væri á fjögurra miljón doll- ara hjálp. í gær tilkynnti nefndin að meiri þörf væri á fjármagni til INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA að kosta flutninga og aðra hjálp- arstarfsemi en birgðum. Þegar væri komið til landsins nóg af sjúkraliði, sjúkragögnum og blóði til að gefa særðum, en enn- þá væri of snemmt að segja til um hvort þörf yrði næstu mánuði á fatnaði og matvælum. Öryggislögregla Ceausescus mun nú að mestu hafa verið brot- in á bak aftur. Talsmenn franskr- ar hjálparstofnunar telja að um 500 manns hafi verið drepnir í Búkarest og um 2000 særðir, en álíta þó að mannfallið í upp- reisninni hafi verið minna en ótt- ast hafi verið. Reuter/-dþ. Dubcek þingforseti Alexander Dubcek, leiðtogi Tékkóslóvakíu á Pragvori, var í gær kjörinn forseti tékkóslóvak- íska sambandsþingsins. Er þetta fyrsta opinbera staðan sem hon- um hlotnast frá því að honum var vikið frá völdum eftir innrás Var- sjárbandalagsins 1969. 298 þing- menn greiddu atkvæði með Du- bcék, enginn var á móti og einn sat hjá. Kommúnistaflokkurinn og Borgaravettvangur höfðu áður orðið sammála um að kjósa Dubcek á forsetastól. Hann er einn 23 manna, þar á meðal nokkurra úr Carta-77, sem ný- lega tóku sæti á þingi í stað 23 íhaldssamra kommúnista er sögðu af sér þingmennsku. Panamaskurður opnaður Panamaskurður var í gær opn- aður fyrir umferð allan sólar- hringinn, en Bandaríkjamenn lokuðu honum eftir innrásina í landið í s.I. viku. Var það í fyrsta sinn í 75 ára sögu skurðarins, sem hann var lokaður fýrir umferð. Hlýindi hjá Dönum Árið sem er að líða var það heitasta í Danmörku síðan 1934, og veldur þar mestu um að hlýindi voru óvenjumikil í janúar og febrúar. Voru þeir mánuðir hlýrri en nokkru sinni þarlendis frá því að danska veðurstofan hóf hitamælingar 1874. Allt árið 1989 var meðalhitinn í Danmörku að degi til 9,2 gráður á selsíus, sem er talsvert yfir því sem verið hefur síðustu ár. SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS I1.FL.B1985 Hinn 10. janúar 1990 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggöra spariskírteina ríkissjóös meö vaxtamiöum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiöa nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeö 5.000,-kr. skírteini kr. 454,50 Vaxtamiöimeö 10.000,- kr. skírteini kr. 909,00 _____________Vaxtamiði meö 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.090,00__ Ofangreind fjárhæö er vextir af höfuöstól spariskírteinanna fyrir tímabiliö 10. júlí 1989 til 10. janúar 1990 aö viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2771 hinn 1. janúar 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiöslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Pravda Ákvörðun Utháa ógnar perestrojku Moskvublaðið Pravda lýsti í sem sovéski kommúnistaflokkur- gær í leiðara yfir þungum áhyggj - inn verður fyrir frá því að byltin g- um vegna þeirrar ákvörðunar lit- in var gerð í Petrograd 1917. Af háíska kommúnistaflokksins að leiðaranum og ummælum sov- segja skilið við þann sovéska. éskra forustumanna, þeirra á Kallar blaðið ákvörðunina „högg meðal Gorbatsjovs forseta, má gegn ... vonum okkar og fyrirætl- marka að sovéska forustan líti á unum um að endurnýja sósíalism- kommúnistaflokkinn sem það ann í anda mannúðarstefnu og bindiefni er haldi sovétlýðveld- lýðræðis.“ unum saman. Geri kommúnista- Pravda segir ennfremur að flokkar einstakra lýðvelda sig þessi ákvörðun litháíska flokks- óháða sé hætt við að þess verði ins sé ögrun við Kommúnista- ekki langt að bíða að lýðveldin flokk Sovétríkjanna, og gæti það geri slíkt hið sama. Sovéska leitt til af hans hálfu viðbragða er stjórnin óttast nú að kommún- kynnu að stórspilla fyrir perest- istaflokkar fleiri lýðvelda muni rojku. Fráskilnaður litháíska fara að dæmi þess litháíska. flokksins er sá fyrsti af þessu tagi, Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.