Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.12.1989, Blaðsíða 12
Hvað er þér minnisstæð- ast á árinu? Eggert Magnússon húsasmíðameistari: Þetta er búið að vera alveg ágæt- isár en minnisstæðastir og jafn- framt ánægjulegastir hafa þó verið þeir atburðir sem orðið hafa í A - Evrópu síðustu misserin. Af innlendum atburðum er sá helst- ur að ekki skuli enn hafa tekist að koma böndum á verðbólguna. Einar Bjarnason kranamaður: Jólin. Þá hefur þetta ár sem er að líða verið mér áfallalaust og gott. Af erlendum atburðum er mér efst í huga hrun Berlínarmúrsins og annað það sem gerst hefur í A - Evrópu. Tyrfingur Þórarinsson ræstitæknir: Þaö hversu leiðinlegt var að vinna í fiski og það að mér tókst á árinu að fá aðra og betri vinnu við hreingerningar. Bjarni Guðjónsson eftirlitsmaður: För mín og eiginkonunnar til dótt- ur okkar í Svíþjóð. Einnig þeir at- burðir sem hafa verið að gerast í A - Evrópu og þá sérstaklega í Rúmeníu. Elísabet Brand kennari: Jarðskjálftarnir í San Francisco, blóðbaðið í Kína í sumar og síð- ast en ekki síst þeir atburðir sem orðið hafa í A - Evrópu að undan- förnu. þiómnuiNN ______Fðstudagur 29. desember 1989 224. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Jólavertíðin Plast en ekki pappír Einhver samdráttur var á sölu bókafyrir jólin en hljómplötur seldust nokkuð betur en áður Lítils háttar samdráttur var í sölu bóka fyrir þessi jól miðað við síðustu ár, þótt ekki liggi fyrir endanlegar tölur í því sambandi. Á hinn bóginn seldust hljómplöt- ur heldur betur en áður. Bóksalar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær töldu söluna ýmist svipaða og í fyrra eða nokkuð minni. Þannig sagði Ólafur Þórð- arson deildarstjóri hjá Máli og menningu bóksölu hafa verið mjög þokkalega en hafði ekki ná- kvæman samanburð við desemb- er í fyrra. Áberandi góð sala var á bókum frá útgáfunni í eigin versl- un. Kristján Jóhannsson hjá Al- menna bókafélaginu sagði nokk- urn samdrátt hafa orðið í bók- sölu, en var ánægður með hlut forlagsins og sagði AB hafa átt fleiri sölubækur nú en í fyrra. Þá sagði hann áberandi hve vel barna- og unglingabækur seldust fyrir þessi jól og því ekki hægt að segja að börn lesi minna nú en áður. Söluhæstu bækurnar voru að þessu sinni Ég heiti ísbjörg - ég er ljón, Sagan sem ekki mátti segja, Eva Luna, Náttvíg, Fyrir- heitna landið, Ég og lífið, Kjölfar kríunnar, Fransí biskví, Dauða- lestin, Með fiðring í tánum, Rit- snilld og Landhelgismálin. Hljómplötuútgefendur eru ánægðir með sinn hlut fyrir þessi jól og telja söluna ívið betri en áður. „'Salan er greiniiega meiri en áður og ég er ánægður, bæði með sölu og gæði platnanna í ár,“ sagði Steinar Berg hljómptötu- útgefandi. Plata Bubba Mort- hens, Nóttin langa, seldist mest allra platna fyrir jólin, eða í um 14.500 eintökum. Plata Sálarinn- ar hans Jóns míns seldist í 12.300 eintökum, en næst á eftir komu Síðan skein sól, Ríó, Örvar Krist- jánsson, Nýdönsk ogTodmobile. -þóm Skiptimarkaður Skiptimarkaður verður hald- inn í Hafnarborg í Hafnarfirði nk. laugardag kl. 15. Markaður- inn er haldinn í tengslum við Safnasýninguna í Hafnarborg. Á markaðinum gefst söfnurum kostur á að skiptast á hlutum, miðla upplýsingum og fróðleik og e.t.v. eignast nýja viðbót í safnið sitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.