Þjóðviljinn - 03.01.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1990, Síða 7
MINNING Jóhannes Steinsson F. 19. des. 1914 - D. 24. des. 1989 Fornvinur minn Jóhannes Steinsson er látinn, nýorðinn 75 ára. Við lát hans rifjast upp þeir dýrlegu dagar fyrir tæpri hálfri öld þegar við vorum báðir ungir og fullir bjartsýni um framtíð sem þá sást ekki fyrir endann á þrátt fyrir heimsstríð. Við héldum hópinn nokkrir ungir menn og vorum að undirbúa okkur undir bókmenntastörf sem við þótt- umst kallaðir til, hver með sínum hætti. Tveir höfðu þegar gefið út bækur, þeir Ólafur Jóh. Sigurðs- son og Jón úr Vör. Við hinir vor- um vonarpeningur sem enn átti langa þyrnibraut ófama að fyrstu bókum. Einkum Jóhannes Steinsson. Þó var hann sá sem allt snerist um, enda var hann gest- gjafi okkar og hrókur alls fagnað- ar. Væntanlega hefur hann þá loksins getað snúið sér að ritstörf- um af fullum krafti, því þegar ég kom til landsins í fyrra eftir 25 ára fjarveru komst ég á snoðir um að hann átti nánast fullbúið smá- sagnasafn í handriti. En þá var Stella orðin veik og þrek hans sjálfs svo bilað að það entist varla til annars en daglegra heimsókna í fjarlæg sjúkrahús, ýmist í Kefla- vík eða Reykjavík, eða alla leið upp að Reykjalundi. í full tvö ár hélt hann uppteknum hætti að heimsækja Stellu daglega og taldi það ekki eftir. En móður var hann stundum þegar ég hringdi til hans í Garðinn héðan frá Akra- nesi, líkt og ellin væri farin að þjarma að honum. Og þó var hann alltaf hress í tali. Síðustu mánuðina hjúkraði hann konu sinni heima eftir að batinn hófst. Þá komst handritið loks í hendur útgefanda. Síðan sofnaði hann á aðfara- nótt aðfangadagsins og vaknaði ekki aftur til að forvitnast um svör útgefanda. Kannski lágu þau honum í léttu rúmi. Hann hafði þrátt fyrir allt lokið ætlunarverki sínu þó að seint væri. Hannes Sigfússon STAÐGREÐSLA 1990 Hann hafði fótað sig betur í til- verunni en við hinir að því leyti að hann var kvæntur maður og hafði stofnað heimili þar sem hann gat boðið inn gestum. Ég hef lýst gestrisni þeirra hjónanna með þessum hætti í Flökkulífi: „Jóhannes Steinsson og Stella kona hans, eða Kristín eins og hún raunar heitir, bjuggu á ris- hæð í leiguhúsnæði í vesturbæn- um. Jóhannes vann í jámsteypu og varð að mæta snemma til vinnu á morgnana, en þrátt fyrir það nutum við gestrisni hans langt fram á nótt oftar en einu sinni í viku. Stella sat við hann- yrðir og hlustaði á endalausar rökræður okkar sem aldrei leiddu til neins sem líktist skynsamlegri niðurstöu... Venjuleg hjón með komabarn í svefnherberginu sem ugglaust hélt fyrir þeim vöku þeg- ar við vomm famir, og í þokka- bót urðu að fara snemma á fætur til að sinna daglegum skyldu- störfum - venjuleg hjón hefðu verið útslitin og hundleið á gest- um eftir nokkrar vikur, en Jó- hannes og Stella entust til að taka á móti okkur viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Ekki veit ég hvaðan þeim komu kraftar. Bæði vom þau fremur smávaxin og grönn, en glaðlyndi þeirra var sannkölluð guðs gjöf. Aldrei rif- ust þau svo að við heyrðum. Alltaf vom þau brosleit þegar við komum... Þau vom eins og tví- burar að skapferli og útliti.. Vináttuböndin við þau hjónin rofnuðu aldrei, jafnvel þótt langt yrði stundum milli vina. Sumir fóru utan í striðslok og „forfröm- uðust“ með ýmsum hætti. En Jóhannes varð um kyrrt bundinn skyldustörfum, og stritaði jafn- framt við að byggja reisulegt hús yfir vaxandi fjölskyldu. Um tveggja áratuga skeið var hann í fullu starfi í vélsmiðjunni Héðni og þótti afburða verkmaður. Þó mun draumurinn um ritstörf alltaf hafa leynst innst í sefa, enda tókst honum að semja leikrit í miðjum önnum, sennilega að næturþeli. Það var frumsýnt í Hafnarfirði við góðar undirtektir í byrjun sjötta áratugarins og hef- ur síðan verið tekið til sýningar víða um land. Það hét Nóttin langa. Þráin til frekari ritstarfa hefur líklega ýtt undir þá djörfu ákvörðun hans að segja upp fast- launuðu starfi og gerast bóndi austur í sveitum, þá miðaldra maður. En frístundir bóndans hafa sjálfsagt verið stopulli en hann hafði gert ráð fyrir, enda varð lítið úr nýjum ritverkum. Það fór því svo að þau hjónin brugðu búi þegar yngsta dóttirin var orðin stálpuð, og eftir nokkra viðdvöl í Vík í Mýrdal settust þau að suður með sjó þar sem Jó- hannes vann sem skrifstofumað- ur fram að eftirlaunaaldri. SKAfTHLUTfALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ1990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér aö ný Skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengiö skattkort. Launagreiöanda ber hins vegar aö nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar viö útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við þaö hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. \ SSK RÍKISSKATTSTJÓRI ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.