Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1990, Blaðsíða 9
MINNING Oddný Sumarrós Einarsdóttir F. 22. apríl 1921 - D. 23. desember 1989 Systir mín Oddný Einarsdóttir lézt á sjúkrahúsinu á Vífilsstöð- um á Þorláksdag, 68 ára að aldri. Oddný fæddist á Norðfirði og þar ólst hún upp á sama heimili og ég. Móðir okkar var tvígift. Síðari maður hennar var Einar Brynjólfsson sjómaður á Norð- firði. Þau Einar og móðir mín eignuðust tvö börn, Rafn og Oddnýju. Þau eru nú bæði fallin frá. Ég var nokkuð eldri en þessi systkini mín og af þeim ástæðum varð það mitt hlustkipti að hafa mikið af þeim að segja, á meðan þau voru ung. Fóstri minn Einar og móðir mín, unnu mikið utan heimilis. Hann fylgdi fiskibátum en móðir mín vann við ýms störf, þó mest við fiskverkun. Ég varð því oft að gæta heimilis og passa yngsta bamið sem var Oddný. Þegar fram liðu stundir kom dugnaður og samviskusemi Oddnýjar í ljós. Hún fór snemma að vinna og síðar tók hún við for- sjá móður okkar, sem þá var farin að kröftum. Hugulsemi og hlýja Oddnýjar við móður mína síðustu árin líða mér ekki úr minni. Á heimaslóð okkar á Norðfirði, eða í Nes- kaupstað eins og staðurinn heitir nú, eignaðist Oddný marga vini og kunningja. í þeim hópi var kona mín, Fjóla Steinsdóttir. Þær urðu góðar vinkonur og unnu reyndar saman um nokkum tíma. Allt varð þetta til þess, að Oddný varð nákomnari mér en önnur systkini mín. En svo kom að miklum um- skiptum. Oddný giftist Benedikt Valgeirssyni í Ámeshreppi í Strandasýslu. Þar norður í Ár- neshreppi settu þau niður bú sitt og systir mín var aiflutt frá heima- byggð sinni. Langt var orðið á milli gamalla vina og fjölskyldut- engsl breyttust. En við sem þekktum Oddnýju bezt vomm þó glöð. Við vissum að hún hafði eignazt góðan og traustan mann. Síðar kynntist ég Benedikt nokkuð og sannfærðist um, að hann var heilsteyptur sómamað- ur. Ég vissi að systir mín var vel gift, þó að heimili hennar yrði langt frá mínu. Böm þeirra Bene- dikts og Oddnýjar em 7. Á heim- ili þeirra í Árnesi hefur því eflaust oft verið mikið að gera. Hjónin vom dugleg og sam- hent og á hinum nýja stað eignað- ist Oddný marga nýja vini, eins og á heimastaðnum fyrir austan. Börn þeirra em myndarbörn og traustleg. Umskiptin frá Neskaupstað í Ámes á Ströndum hafa eflaust verið mikil. Aðstaða og umhverfi annað. Oddný var alin upp í út- gerðarbæ en varð bóndakona í af- skekktri sveit. Þeir sem hæfileika hafa til að aðlagast nýjum að- stæðum, eignast síðan nýtt samfélag. Ég veit að hugur Oddnýjar stóð oft austur á gamlar slóðir til vina og vandamanna. Samband mitt við Oddnýju systur rnína breyttist auðvitað eftir að hún fluttist norður í Árneshrepp. Ég f ann þó, þegar ég hitti hana, að hún var ánægð með sitt hlut- skipti. Mér varð ljóst að hún hafði eignazt marga vini á nýjum stað og ég vissi að eiginmaður hennar var fyrirmyndar maður, traustur og reglusamur. Og hún- var svo heppin að hún hafði eignast hraust og myndarleg böm. Oddný átti við heilsuleysi að stríða síðustu árin. Þá reyndi oft mikið á rósemi hennar og andlegt jafnvægi. Hlýhugur hennar til okkar systkinanna var alltaf sam* ur og jafn. Það var fallega gert af henni, þrátt fyrir margvíslega persónu- lega erfiðleika, að sýna bróður mínum, Guðjóni, sem átti við mikla örðugleika að etja, þá vel- vild og þann vinarhug, að leyfa honum sumar eftir sumar að dvelja nokkum tíma í Ámesi. Ég er sérstaklega þakklátur Bene- dikt fyrir skilning hans og velvild í þeim efnum. Nú þegar komið er að leiðar - Iokum,kveð ég Oddnýju systur mína, sem stóð mér nær en önnur systkini mín, með vinarhug og þakklæti. Ég votta Benedikt og öllum börnum þeirra hjóna sam- úð mína, og þakka þeim öllum MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson hrl. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. Viðar Már Matthíasson hrl. tilkynnir, að Tryggvi Gunnarsson hefur gerst meðeigandi í málflutningsskrifstof- unni frá 1. janúar 1990 að telja og er heiti skrif- stofunnar frá þeim degi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson hrl. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. Viðar Már Matthíasson hrl. Tryggvi Gunnarsson hdl. Borgartúni 24 Sími 27611 Pósthólf 399 Telefax 27186 121 ReykjavíkTelex (051 )-94014175 BORG G ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Fyrsta spilakvöldið á þessu ári í þriggja kvölda spilakeppninni verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, þriðju hæð, kl. 20.30, mánudaginn 8. janúar. Allir velkomnir. Stjórnln fyrir hugulsemi og hlýhug við systur mína í veikindaerfið- leikum hennar. Ég og kona mín vottum öllum aðstandendum Oddnýjar samúð okkar. Lúðvik Jósepsson Hún amma er dáin. Á Þorláks- messudag kvaddi hún amma mín, Oddný Sumarrós Einarsdóttir, þetta líf. Það er erfitt að sætta sig við það þegar jafn yndisleg kona og hún amma yfirgefur þennan heim. En hún varð snemma heilsulítil og átti við mikil veikindi að stríða á seinni árum. Þrátt fyrir öll hennar veikindi var hún ávallt andlega hress og reyndi alltaf að vera kát sama livemig ástand hennar var. Oft þurfti að flytja hana með sjúkra- flugi til Reykjavíkur en alltaf kvaddi hún okkur systurnar með brosi á vör og reyndi að veifa okkur hversu máttfarin sem hún var og hversu mikið hún þjáðist. Sömu sögu er að segja þegar ég heimsótti hana á spítalann. Alltaf reyndi hún að tala um daginn og veginn og spurðist frétta að norðan og hvemig mér gengi í skólanum þrátt fyrir allar hennar þjáningar. Og alltaf brosti hún til mín þegar ég fór. Elsku amma í sveitinni sem ég dvaldi hjá hluta úr hverju ári frá því að ég man eftir mér og þangað til foreldrar mínir fluttu með okk- ur systumar til þeirra hjónanna alla leið norður í Trékyllisvík fyrir nokkmm ámm, okkur til mikillar ánægju. Á svona stund- um leitar hugurinn til baka og ég minnist þeirra stunda þegar amma ásamt afa kenndi mér staf- ina á hverjum degi þegar upp- vaskinu var lokið, og var engin leið að sleppa við lesturinn þó svo að snjóþotan biði eftir manni úti á hlaði. Amma var alltaf með borðhníf eða prjón til þess að benda á stafina og var það eink- um þolinmæði hennar og þrautseigju að þakka að ég lærði að lesa þennan vetur. Á kvöldin kom amma svo inn til okkar með bók í hendi og las fyrir okkur krakkana áður en við fómm að sofa, og alltaf var nú gott að leggjast lúinn upp í rúm og hlusta á ömmu lesa. Eitt var það sem amma gerði á hverju einasta kvöldi áður en við bömin sem hjá heni vom sofnuðum og það var það að hún birtist alltaf rétt eftir að við vomm komin upp í rúm með brjóstsykurmola eða súkkulaðibita og stakk upp í okk- ur. Og ekki alls fyrir löngu sváf- um við systumar hjá henni og afa og ekki stóð á ömmu að koma með molann. Amma gerði mikið af því að prjóna og meðan kraftamir leyfðu prjónaði hún sokka og vettlinga á öll bamabömin sem þá vom fjórtán og gaf þeim í jóla- gjöf. Eitt er víst að þetta vom mikið notaðar jólagjafir og sér- staklega kærkomnar. Einnig lagði hún amma oft kapla og kraup hún stundum tímunum ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA S saman á eldhússtólnum við þessa iðju sína eftir að hún missti heilsuna og var hætt að geta unn- ið stærri húsverkin. Þegar ég var yngri tíndum við barnabömin oft blóm eða bláber og gáfum ömmu því það var svo gaman að gleðja hana. Hún var alltaf jafn ánægð þó svo að það hafi oft á tíðum verið lítið annað en illgresi sem við vomm að myndast við að tína í vönd handa henni. Sama var hvemig „blómin” vom útlítandi, alltaf setti hún þau í vatn og hafði þau í eldhúsglugganum og þakk- aði okkur innilega fyrir þau. Ég man lítið sem ekkert eftir ömmu úti við því snemma varð hún of lasburða til þess að geta verið úti, en þrátt fyrir það fylgd- ist hún vel með því sem var að gerast á bænum. Á hverju vori var svo náð í fallegustu lömbin og þau borin inn til ömmu svo hún gæti séð þau og þegar eitthvert lambið varð veikt var farið með það inn til ömmu og þar hjúkraði hún því af mikilli natni. Maður gat oft hlegið með ömmu því hún sagði svo skemmtilega frá og þegar hún hló sem innilegast komst enginn hjá því að brosa eða hlæja. Hún hafði líka einstaklega fallegt bros og þegar ég var lítil fannst mér engin kona geta orðið eins falleg og hún amma þegar hún brosti og ég er ekki frá því að ég hafi haft rétt fyrir mér. Gamall maður sagði eitt sinn við mig að hún væri sú greindasta og skýrasta kona sem hann hefði kynnst og ég er fylli- lega sammála honum og þrátt fyrir að hún amma hafi verið ósköp lítil og veikbyggð, þá stóð hún ávallt eins og klettur upp úr hafi ef eitthvað amaði að. Hún sagði mér líka fyrir mörgum árum er ég var hjá þeim hjónum eitt sinn sem oftar, að ég gæti sagt henni ömmu allt, hún myndi hjálpa mér ef eitthvað væri að og jeyndist hún mér alveg sérstak- lega vel. Amma kom heim í sveitina fá- einum dögum fyrir ferminguna mína, eftir að hafa legið á sjúkra- húsi í nokkum tíma. Þ6 var hún langt frá því að vera nógu frísk til þess að ferðast svona langa leið og það sem meira er þá kom hún út í kirkju og gekk með mér til altaris. Varþað meiragert afvilja en mætti og þótti mér ákaflega vænt um það og þykir enn. Þetta sýnir bara hve viljasterk hún var og kjarkmikil og hún gerði það sem hún ætlaði sér. Eitt var það sem hún amma átti sem hjálpaði henni mikið í gegn- um öll hennar veikindi. Hún átti yndislegan eiginmann sem studdi hana og gerði allt fyrir hana fram á síðustu stundu. Elsku afi, guð gefi þér styrk á þessum erfiða tíma og biðjum guð að varðveita þessa yndislegu konu sem gaf okkur svo margt. Betri ömmu get ég ekki hugsað mér. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Valgeirsdóttir Árnesi Byggðastofnun auglýsir til sölu eftirtaldar eignir: 1) Hraðfrystihús í Höfnum 2) Sunnubraut 21 Vík í Mýrdal 3) Fiskverkunarhús í landi Þinghóls Tálknafirði 4) ísborg Garði 5) Glerárgötu 34A, Akureyri 6) Hótel Akureyri Nánari upplýsingar veitir Páll Jónsson á skrif- stofu Byggðastofnunar Rauðarárstíg 25 Reykjavík sími 91-25133 og Valtýr Sigur- bjarnarson Byggðastofnun Geislagötu 5 Akur- eyri sími 96-21210 varðandi eignirnar á Akur- eyri. Ástkær eiginkona mín Guðmunda Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki Skólavöllum 8, Selfossi lést aðfaranótt nýársdags í Sjúkrahúsi Suðurlands, Sel- fossi. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja. Kristján Guðmundsson Maðurinn minn, Grímur M. Helgason cand. mag., Kambsvegi 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. jan- úar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Hólmfríður Sigurðardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.