Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. febrúar 1990 22. tölublað 55. árgangur Samningar Lækkunar raunvaxta krafist BSRB krefst lœkkunar raunvaxta. Ríkisstjórnin boðar óbreyttbúvöruverð. Hlutur ríkisins metinn á hálfan annan miljarð. BHMR gefur ekki eftir. Bankamenn í startholunum. Álversmenn vilja njóta góðrar afkomu álversins Ríkisstjórnin lýsti því yfir í gær við samningsaðilana f Karp- húsinu að búvöruverð ætti að haldast óbreytt út október í ár. Þrátt fyrir það töldu samningsað- ilar á vinnumarkaði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar ekki fullnægj- andi. Á fundum samningsaðiia í gærdag náðist ekki samkomulag um desemberuppbót og láglauna- bætur en skiptar skoðanir voru um hversu alvarlegur ágreining- ur væri um þau málefni. Við- ræðum BSRB og ríkisins var einnig fram haldið í gærkvöld og sló í brýnu vegna kröfu BSRB um lækkun raunvaxta. „Við leggjum mikla áherslu á að raunvextir verði lækkaðir og viljum að ríkið stígi skref í þá átt. Á sama hátt viljum við hert eftir- lit með fjármagnsmarkaði þannig að vaxtagjöld minnki verulega," sagði Ögmundur Jónasson for- maður BSRB í gærkvöld. Fulltrú- ar ASÍ og BSRB hafa haft náið samstarf sín á milli í lokahrinu samningaviðræðnanna og fóru formenn samtakanna yfir stöðu- na á milli funda í gærkvöld. Stóra samninganefnd ASÍ hélt fund fyrir miðnætti til að fara endanlega yfir framlag ríkis- stjórnarinnar. Sigurður T. Sig- urðsson formaður Hlífar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær- Sleipnir Verkfalli frestað Ekki útlitfyrir samkomu- lag á nœstunni Frestað var fjögurra sólar- hringa verkfalli bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis sem átti að hefjast á miðnætti. Talsverð harka varð í þriggja daga verkfalli félagsins fyrir skömmu, en síðan hefur ekkert miðað í samkomulagsátt. Sleipnismenn hafa einnig boð- að fimm daga verkfall frá 10. fe- brúar. Sáttafundir deiluaðila hafa engu skilað hingað til og má allt eins búast við að af því verði. Magnús Guðmundsson formaður Sleipnis segir það áhrifaríkara að skipta verkfallinu á þennan hátt og vonast til að það skili árangri. Hann sagði þó undarlegt að at- vinnurekendur hefðu ekki svo mikið sem sent þeim móttilboð. Einar Oddur Kristjánsson for- maður VSÍ segir það hinsvegar hafa legið ljóst fyrir allan tímann að samið verði við alla í einu lagi og verði Sleipnir ekki undan- skildir í því efni. Afleiðing verkfallsins í janúar var ma. sú að Landleiðir og Vestfjarðaleið kærðu Sieipni til Rannsóknarlögreglunnar fyrir lögbrot. Sleipnismenn ætla þó að viðhafa samskonar verkfalls- vörslu og segjast ekki óttast úr- skurð RLR. -þóm kvöld að margir endar væru enn lausir, sérstaklega varðandi húsnæðismál. „Þessi ríkisstjórn hefur viðhaldið bráðabirgða- lögum gegn þeim sem lægst hafa launin og nú segist hún ekki eiga neina peninga. Ég tel nauðsyn- legt að ríkisstjórnin leggi meira af mörkum varðandi félagslegt húsnæði,“ sagði Sigurður. Einsog fram hefur komið í Þjóðviljanum er hlutur ríkisins metinn á allt að hálfan annan miljarð króna. Engar sparnaðar- leiðir hafa verið ákveðnar til að mæta þeim kostnaði, en ljóst er að þessir kjarasamningar geta haft mjög jákvæða þýðingu fyrir ríkissjóð. Þannig er vonast til að raunverulegur útgjaldaauki ríkis- sjóðs verði innan við þúsund miijónir króna og verður þeirra fjármuna að líkindum aflað með almennum sparnaði og inn- lendum lántökum. Þingflokkar stjórnarflokkanna ræddu þessi Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti á síðasta fundi sínum að fara fram á það við Skipulags- stjórn ríkisins að fá að breyta að- alskipulagi Reykjavíkur vegna nýbyggingar við Hátún 6A og 6B, en Jóhanna Sigurðardóttir fél- agsmálaráðherra felldi úr gildi byggingarleyfi til þessarar bygg- ingar vegna mótmæla íbúa í ná- atriði kjarasamninganna í gær og gerðu litlar athugasemdir við hlut ríkisins. Grundvöllur þessara samninga hefur frá upphafi verið að sem flestir tækju þátt í þeim og hefur sú afstaða ekki breyst. Ljóst er að BHMR mun halda í sinn samning sem náðist með sex vikna verk- falli í fyrra. „Það er alveg út í himinblámann að láta eitthvað eftir af þeim samningi og það hef- ur aldrei komið til álita. Ég hugsa ekki svo langt að ætla ríkisstjórn- inni að rifta þessum samningi, enda þarf að setja lög til þess,“ sagði Páll Halldórsson formaður BHMR í gær um samning banda- lagsins. En það getur reynst erfitt að semja á mörgum vígstöðvum eftir þessa samninga. Starfsmenn Ál- versins í Straumsvík eiga lausa samninga 1. mars og vegna hagn- aðar fyrirtækisins á síðasta ári telja þeir rétt að þeir hljóti meiri grenninu. Einsog Þjóðviljinn greindi frá á þriðjudag er nýtingarhlutfall nýbyggingarinnar 75% yfir því sem gert er ráð fyrir á reitnum í aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarráð vildi fá að breyta skipulagi á þessum reit og auka nýtingarhlutfall á honum þannig að nýbyggingin yrði innan mark- launahækkanir en almennt ger- ist. Það getur þó reynst erfitt þar- sem fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar eru sammála atvinnurek- endum um að láta eitt yfir alla ganga í samningum. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar sagði þó samninga Álversins vera sjálf- stæða og því ekki hægt að fullyrða neitt um þá sem stendur. Hins- vegar hefur Þjóðviljinn áreiðan- legar heimildir fyrir því að VSÍ setji það sem skilyrði að samning- ar við starfsmenn Álversins verði á sömu nótum og við aðra launa- menn í landinu. Á sama hátt hafa bankamenn lagt fram kröfu um 10% launa- hækkun við undirritun nýrra samninga og telja sig þurfa að endurheimta kaupmátt júnímán- aðar 1988. Fyrsti samningafund- ur þeirra verður í dag og mun þá skýrast nánar afstaða þeirra til stöðunnar í samningamálum. anna. Þetta vildi það fá að gera án þess að auglýsa breytinguna. Skipulagsstjórn ríkisins tók þetta mál fyrir í gær og hafnaði beiðni borgarráðs um að breyta nýtingarhlutfallinu án auglýsing- ar, auk þess sem farið er fram á að tekið verði tillit til mótmæla ná- granna hússins. -Sáf Eina færa leiðin GuÖrún Jónsdóttirfyrrum borgaifulltrúiKvenna- framboðsins: Samvinna andstœöinga Sjálfstœðis- flokksins eina fœra leiöin „Einsog málin standa í dag finnst mér þetta eina færa leiðin ef það á að vera hægt að andæfa gegn meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík,“ sagði Guðrún Jónsdóttir félagsráð- gjafi, en það vakti athygli að hún var ein sextíumenninganna sem í gær skrifuðu undir áskorun um samvinnu andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins í vor. Guðrún var borgarfulltrúi Kvennaframboðsins á síðasta kjörtímabili. Er hún með þessu að benda núverandi borgarfull- trúa Kvennalistans og grasrótinni í Reykjavík á að endurskoða af- stöðu sína til sameiginlegs fram- boðs minnihlutaflokkanna í Reykjavík og óflokksbundinna kjósenda sem eru andvígir núver- andi meirihluta? „Ég vil taka það fram að ég hef ekki tekið þátt í starfi Kvennalist- ans undanfarin ár og hef ekki fylgst með umræðunni hjá þeim. Með því að skrifa undir þessa áskorun er ég því að undirstrika mína eigin skoðun. Ef við erum að hugsa um þetta í því ljósi að skapa sterkt afl gegn meirihluta Sjálfstæðisflokksins er ekki gæfu- legt að halda áfram með þessi margklofnu framboð," sagði Guðrún. -Sáf Samninganefndir ASl og VS( hafa sæst á nafnvaxtalækkun, en BSRB krefst raunvaxtalækkunar. Þessi mynd var tekin í Karphúsinu seint í gær þegar beðið var eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Mynd: Jim Smart -þóm Hátún Skipulagi breytt fyrir eitt hús Borgarráð vill breyta aðalskipulagiReykjavíkurfyrirnýbyggingu við Hátún. Skipulagsstjórn ríkisins samþykkir ekki breytinguna nema hún verði auglýst og tekið verði tillit til athugasemda nágranna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.