Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Slippstöðin Um 170 manns enduiraðnir Starfsmenn ekki veriðfœrri ífjölda ára. Um 40 manns ekki endurráðnir. Byggðastofnun samþykkirað lána Meleyrialltað 140miljónum króna til kaupa á nýsmíði Slippstöðvarinnar Búið er að endurráða liðlega 170 manns af þeim 210 sem sagt var upp störfum fyrr í vetur hjá Slippstöðinni á Akureyri og því er (jóst að um 40 manns verða að taka pokann sinn. Af þeim hafa nú þegar einhverjir hætt og ráðið sig í aðra vinnu. Að sögn Sigurðar Ringsted forstjóra Slippstöðvarinnar eru þeir starfsmenn, sem ekki hafa Við munum að sjálfsögðu fylgja þessu eftir og krefjast skýrslu um málið og hvort einhver fótur sé fyrir þessum alvarlegu ásöku- num. A sama hátt og við höfum eftirlit með okkar skipum verð- um við að áætla að stjórnvöld í viðkomandi löndum hafi það einnig með sínum skipum, sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Sjómenn á loðnuskipum hafa fullyrt að erlendu loðnuskipin, sem eru við veiðar í lögsögu ís- lands samkvæmt milliríkjasamn- ingi um sameiginlega nýtingu loðnustofnsins, gefi ekki upp réttar tölur við löndun erlendis. í*ví hefur því einnig verið haldið fram að íslenskum loðnuveiði- skipum hafi verið boðið af er- lendum loðnuverksmiðjum að ef þau sigli með aflann til þeirra verði aðeins hluti af farminum gefinn upp. Með þessum ólög- legu vinnubrögðum, ef einhver fótur er fyrir þeim á annað borð,; Listamannalaunum hefur ver- ið úthlutað fyrir árið 1990 og hljóta 102 iistamenn launin, sem í ár eru 80.000 krónur, fyrir skatt. Uthlutunarnefnd hafði 8.1 miljón króna til ráðstöfunar, 1.1. mUjón (eða 12%) meira en í fyrra, en þá fengu 100 listamenn 70.000 krón- ur hver. Tveir hafa látist frá síð- ustu úthlutun, þeir Guðmundur Frímann og Karl Kvaran. Fjórir listamenn bætast því í hópinn í ár, þeir Magnús Blöndal verið endurráðnir, frá öllum þjónustudeildum fyrirtækisins og hverri atvinnugrein. Tala þeirra starfsmanna sem hafa verið endurráðnir og munu að öllu óbreyttu vinna í fyrirtækinu í vet- ur að öllu óbreyttu er trúlega sú lægsta í langan tíma eða allt frá árinu 1975. Á stjómarfundi Byggðastofii- unar í vikunni var samþykkt að lána allt að 140 miljónir til Mel- verksmiðja segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem raddir heyrast um að ekki séu gefnar upp réttar aflatölur við löndun erlendis. Hins vegar hafi enn ekkert áþreifanlegt komið fram sem sanni það. „Þetta hefur alltaf loð- að við erlendar loðnuverksmiðj- ur en aðalatriðið er að hafa eftir- litið það virkt að sögur sem þess- ar verði kæfðar í fæðingu ef eng- inn fótur er fyrir þeim,“ sagði Jón Ólafsson. -grh Málverkið af Ara Magnússyni lög- manni og Kristínu Guðbrandsdóttur sem boðið verður upp í kvöld. Krisb'n Málverkið af Ara Magnússyni lögmanni og Kristínu Guð- Jóhannsson tónskáld, Magnús Jónsson óperusöngvari, Sigurður Hallmarsson leikari og leikstjóri og Óskar Gíslason kvikmynda- gerðarmaður. Er Óskar fyrsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem fær listamannalaunin, en meðal þeirra sem þau hljóta eru skáld og rithöfundar í miklum meiri- hluta, en næstir þeim koma myndiistar- og tónlistarmenn og mun þeim síðastnefndu hafa farið ört fjölgandi undanfarin ár. eyrar á Hvammstanga til kaupa á nýsmíði Slippstöðvarinnar en eins og kunnugt er hafnaði stjóm Fiskveiðasjóðs lánsumsókn fyrir- tækisins. Bjarki Tryggvason framkvæmdastjóri Meleyrar vildi ekkert tjá sig um málið í gær en Sigurður Ringsted sagði að ákvörðun Byggðastofnunar væri liður í því að hægt yrði að selja skipið. Fyrir utan að leggja fram eigið fé til smíðarinnar hefur Undanfarið hefur mikið verið rætt um aldur málverksins, en um tíma var talið að það væri frá 17. öld og jafnvel eldra en áþekkt málverk af þeim Ara og Kristínu í Þjóðminjasafni fslands. Nýjustu rannsóknir fæmstu sérfræðinga í úthlutunarnefnd Lista- mannalauna 1990 eiga sæti Bolli Gústavsson sóknarprestur, for- maður, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, ritari, Bessí Jó- hannsdóttir kennari, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi, Magnús Þórðarson fram- kvæmdastjóri, Sölvi Óskarsson kaupmaður og Soffi'a Guð- mundsdóttir tónlistarkennari. LG Slippstöðin tekið yfir 200 miljóna króna skammtímalán erlendis frá. „Ef okkur tekst loksins að selja skipið mun það létta mjög á fjár- hagsstöðu fýrirtækisins en salan breytir engu um verkefnastöðu þess né um endurráðningu fleiri starfsmanna,“ sagði Sigurður Ringsted. hérlendra benda þó til að mál- verkið sé frá árunum 1830-1910, en sú niðurstaða mun ekki talin óyggjandi. Þrátt fyrir efasemd- irnar telja eigendur málverksins ekki ástæðu til að leggja út í frek- ari kostnað við aldursgreiningu og verður myndin seld ásamt greinargerð um aldursgreining- una, sem þegar hefur verið gerð. Á uppboðinu verða enn frem- ur verk yngri sem eldri lista- manna og töluvert af verkum gömlu meistaranna, svo sem tvö stór olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval, módelmynd eftir Jón Stefánsson og fjögurra mynda vatnslitasería eftir Jón Engil- berts. Uppboðið er haldið í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. og hefst í Súlnasalnum kl. 20:30. Uppboðs- verkin verða til sýnis í Gallerí Borg í dag kl. 10-18. LG Byggðastofnun Hagstætt lán í gær var undirritaður lánssamningur á milli stjórnar Byggðastofnunar og Norræna fjárfestingarbankans um þriðj- ung þeirrar upphæðar sem bank- inn hefur samþykkt að lána stofn- uninni á þessu ári. Heildarláns- upphæðin nemur um 900 miljón- um króna og jafngildir það heim- ildum stofnunarinnar til er- lendrar lántöku á þessu ári sam- kvæmt lánsfjárlögum 1990. Þetta er stærsta lán sem Byggðastofnun hefur fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum og er af svokölluðum byggðal- ánaflokki bankans sem komið var á að tillögu NERP Norrænu embættismannanefndarinnar um byggðamál, til að bæta úr skorti á fjármagni til byggðaþróunar- verkefna á Norðurlöndum. Að sögn Matthíasar Bjarnasonar stjórnarformanns Byggðastofn- unar bætir lánið úr brýnni fjár- þörf stofnunarinnar sem hefur ekkifariðvarhlutaafþeimþreng- ■ ingum sem eru og verið hafa í flestum greinum atvinnulífsins. _________________-firh íslenskir aðalverktakar Samninga- viðræður hafnar Annar viðræðufundur fulltrúa ríkis valdsins annars vegar og full- trúa Regins hf. og Sameinaðra verktaka hins vegar um kaup rflrisins á meirihluta í íslenskum, aðalverktökum verður haldinn í næstu viku. Stefán Friðfinnsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, sagði að á fyrsta fundinum sem haldinn var á mánudag hefðu fulltrúar ríkisins fengið ýmis plögg um stöðu fyrirtækisins og yrðu þau skoðuð fram að næsta fundi. Viðræðurnar miða að því að eignarhluti ríkisins í íslenskum aðalverktökum aukist úr 25 í 52 prósent. Samningamenn hafa einsett sér að ganga frá málinu fyrir lok apríl, hvort heldur sam- komulag næst eða ekki, en þá verður aðalfundur fyrirtækisins haldinn. -gb Þjóðviljinn Frá og með 1. febrúar hækkar áskriftarverð Þjóðviljans og verður nú kr. 1100. Síðast hækk- aði áskriftarverðið 1. júní sl. Verð í lausasölu verður nú kr. 100. Verð Nýs Helgarblaðs verð- ur kr. 150 í lausasölu. -grh Loðna Alvarlegar ásakanir Sjómenn segja aflatölur erlendra skipa ekki réttar Gallerí Borg og Ari boðin upp brandsdottur Þorlakssonar, Hól- geta viðkomandi skip veitt meira ' abiskups, verður meðal þeirra en sem nemur kvóta þeirra. verka sem boðin verða upp á mál- Jón Ólafsson framkvæmda- verkauppboði, sem Gallerí Borg stjóri Félags íslenskra fiskimjöls- heldur á Hótel Sögu í kvöld. Listamannalaun Kvikmyndagerðarmaður í hópinn Tekjudreifing Kvæntir karlar á toppnum Kvæntir karlmenn á Islandi höfðu það miklu betra en ein- hleypir á árinu 1988. Heildartekj- ur þeirra kvæntu það ár voru 1390 þúsund krónur, á meðan heildartekjur einhleypinganna voru 820 þúsund krónur. Heildartekjur giftra kvenna voru 577 þúsund og einhleypra kvenna 608 þúsund. Mcðalheildartekjur hjóna voru 1967 þúsund krónur til jafnaðar. Ástæðan fyrir því að tekjur einhleypra eru svona miklu lægri er einkum sú að í þeim hópi er meira um ungt fólk í skólum og ellilífeyrisþega. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun um tekjuþróun og tekjudreifingu á árinu 1988. Við könnunina var unnið úr framtölum rúmlega 177 þúsund framteljenda. Framtalsskyldir einstaklingar á landinu voru tæp- lega 184 þúsund, en rúmlega 6500 framtöl reyndust annað hvort ófullnægjandi eða bárust ekki á tilskyldum tíma. Meðalheildart- ekjur allra framteljendanna 1988 voru 708 þúsund krónur, sem er 24,2% hærra en árið á undan. I frétt Þjóðhagsstofnunar kem- ur fram að flestir framteljendur voru með atvinnutekjur á bilinu 200-400 þúsund krónur, en til atvinnutekna teljast, auk launa- tekna, hlunnindi á borð við öku- tækjastyrki og dagpeninga. Al- gengustu atvinnutekjur kvæntra karla voru á bilinu 1200 þúsund til tvær miljónir króna, en 17,5% þeirra voru með atvinnutekjur yfir tvær miljónir króna og tæp- lega fjórðungur undir einni milj- ón króna. Meðalatvinnutekjurnar voru hæstar á landinu á Reykjanesi, eða 987 þúsund krónur til jafnað- ar, sem er 6 prósent yfir lands- meðaltali. Lægstar voru þær á Norðurlandi vestra, 884 þúsund, eða 7,5% undir landsmeðaltali. Meðalatvinnutekjur í Reykjavík 1988 voru 916 þúsund krónur. Atvinnutekjur Sunnlendinga hækkuðu mest milli ára, eða um 26,5%, en minnst varð hækkunin hjá Vestfirðingum, 16,5%. At- vinnutekjur hafa verið hvað lægstar á Suðurlandi en hvað hæstar á Vestfjörðum. -gb Mynd 1. TEKJUR EFTIR ALDRI1988 ALDUR Atvinnutekjur Hi Heildartekjur Súluritið sýnir hvemig tekjur landsmanna dreifðust eftir aldri árið 1988. Það var aldurshópurinn 41-45 ára sem þénaði mest á árinu. Fimmtudagur 1. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.