Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1990, Blaðsíða 9
Grunnvíkingabók Villur og missagnir Út kom nú nokkru fyrir jól bók, sem hlotið hefur nafnið Grunnvíkingabók, nokkuð mikið rit í tveim bindum. Sennilega ekki illa skrifuð ef á heildina er litið, um það vil ég og get ekki dæmt, til þess skortir mig senni- lega skynsemi. Þó verð ég að segja að mér finnst ýmislegt betur að óskrifað væri, á ég þar við sumt í vísna- eða kveðskapar- þætti höfðum eftir Sigurgeiri Líkafrónssyni, og hann telur sig hafa eftir Jósef fósturbróður mín- um, um talsmáta mæðgna og fóst- urmæðgna í Furufirði, enda viss- ara að vitna í mann látinn fyrir mörgum árum, ekki hætta á mót- mælum. Þennan talsmáta áttu þessar mæðgur ekki til, ef til hef- ur komið að heyrst hafi þá frekar mismæli en talsháttur, því þenn- an talsmáta áttu þær ekki til. Kviðlingurinn sem hafður er eftir fósturmóður minni er tilhæfulaus ósannindi, því hún kastaði aldrei fram í hendingum, en til að ekki fari nú milli mála að Elín sé skáldið stendur að Elín hafi sagt: Sigga scektu mjólkinni, hún er inná búrborði, ég œtla að fara að skammt‘enni fyrir hana Salómi. Þessi skáldskapur er kannski eftir Geira sjálfan, ég veit það ekki. Þó held ég að þetta sé eins' og vísur sem sagðar eru eftir föður Guðjóns í Furufirði og Finnboga í Bolungarvík, tilorð- nar í svokölluðum gárungahópi. Hver höfundurinn er get ég ekki tilgreint, en alla tíð heyrt, að þetta væri kveðið í orðastað þeirra. Ég vil benda Guðrúnu Ásu Grímsdóttur á, því hún ber ábyrgð á þessum skrifum, að ef hún vill hafa það sem sannara reynist um málfar þeirra Furu- fjarðarmæðgna getur hún talað við Kristínu dóttir Elínar, en hún dvelst nú á Elliheimilinu Grund, og Jóhönnu fósturdóttur hennar, sem er þar vökukona, svo og Sig- ríði fósturdóttur hennar á Dval- arheimilinu Hlíf á ísafirði, þar sem þær Stína og Sigga eru undir sömu i-endinguna seldar. Ég bjóst nú við, úr því farið var að skrifa um fóstru mína, að merkari þættir úr lífi hennar væru teknir, því bæði var hún höfðingskona og ótalin þau góðverk sem hún innti af höndum, ég sá oft til hennar og furðaði oft á þegar hún var að láta ýmis konar mat ofan í poka nokk- urra fátækra ferðamanna sem vit- að var að voru á ferð til að heyja af eins og kallað var. Ef ég spurði hana: „Hvað ertu að gera mam- ma?“ var svarið: „Gettu ekki um það geiið (var oft gæluyrði við okkur krakkana) mitt“. Þar með var það úttalað. Þessum þætti hefðu höfundarnir að ummælum um fóstru mína frekar átt að hafa orð á heldur en ef komið hefur fyrir að hún hafi mismælt sig á a og i. Um Árna Jónsson fóstra minn, pabba, er réttilega sagt að hann hafi verið hagorður og birtar eftir hann tvær vísur um Jóhönnu fóst- urdóttur hans, önnur er þó ekki alveg rétt, en þriðju vísuna hefur Geiri sjálfsagt ekki kunnað. Þá held ég eftir því sem talað er um Guðmund Márusson, að geta hefði mátt þess að pabbi var með- hjáipari og forsöngvari í Furu- fjarðarkirkju í mörg ár, og held ég að honum hafi farist það for- svaranlega úr hendi. Um Vagn fósturbróður minn rakst ég á ansi skemmtilega frá- sögn, sem ég hef aldrei heyrt áður, en hvort sem þessi nauta- saga er hugarburður eða raun- veruleiki, þá er víst að Vagn hef- ur ekki verið eigandi að nefndu nauti, nema það hafi átt sér stað eftir 1941 er ég fór að heiman. Vagn og Hjálmfríður hófu bú- skap 1934 og bjuggu fyrstu tvö árin í Árnabæ í herbergi sem kall- að var skúrin, ég var þá 14 ára gamall. Svo það hefði ekki farið framhjá mér, hefði Vagn átt svona eitt naut. Ég hef átt tal við Benjamín mann Kristínar fóst- ursystur minnar, en þau bjuggu í Furufirði ‘38-‘49. Hann segir mér að Vagn hafi að vísu átt eitt naut eftir það, en það hafi verið flutt til Norðurfjarðar og lógað þar. Það væri skemmtilegra að satt væri sagt frá, ef farið er að segja ítar- lega frá hlutunum. Ef ég gríp niður á fleiri stöðum, þar sem ég þekki til, svo sem hjá Ólafi móðurbróður mínum, kem- ur í ljós að bróðir hans Kári, sem hann hafði á sínu framfæri eftir að afi dó, er sagður yngstur af sínum systkinum fjögurra ára, fæddur 1903, en svo vildi til að eftir fráfall afa tóku eldri systkini yngri með sér í ýmsar vistir, svo sem Ólafur Kára, Herdís mamma Rósu, fædd 1905, og Jóhanna amma er sjálf með Samúel yngs- tan, fæddan 1907. Ekki er nú nákvæmninni fyrir að fara. Herdís móðir mín kemur í Furufjörð 1931, og vann þar eins og fram kemur í bókinni, að öðru en því að hún vann heima í Furu- firði á sumrum við heyskap og smölun á kvíaám fyrstu árin. Árin 1934-1940 er hún aðstoð- armatráðskona við Héraðs- skólann í Reykjanesi og vann þar meðal annars fyrir skólavist minni og systur minnar, en bróðir minn var kostaður af Jóni Fjal- ldal á Melgraseyri er hann ólst upp hjá eftir 11 ára aldur, var áður hjá mömmu. í íbúatalinu er hann heldur ekki talinn með börnum mömmu, enda er hún þurrkuð út með orðunum: var í Furufirði hjá Ólafi Samúelssyni 1940 ekkja. En sem betur fer hvarf hún ekki úr heiminum þá, hún átti heimili hjá mér frá 1942, fyrst á Búðum í Hlöðuvík, svo í Súðavík til 1957 er hún dó. Jóhanna systir er sögð hjá Ólafi Matthíassyni móður- bróður sínum í Furufirði ásamt móður sinni 1940, þá ekkju. Ólafur varreyndarSamúelsson. í íbúaskránni er Hallgrímur sonur Ólafs sagður sonur Ólafs Sæmundssonar, gæti verið prent- villa. Mér finnst íbúaskráin mjög óheppilega uppbyggð með því að hafa hana í stafrófsröð en ekki eftir heimilum, því vilji maður finna heimilismann á heimili, sem taldi nokkra einstaklinga, þá getur þurft að fletta allri bókinni til að finna alla heimilismennina. Ég get ekki fallist á þau rök höf- undar að þetta sé heppilegra form en í Sléttuhreppsbókinni, vegna þess að fólk skipti svo oft um heimili að tæplega sé hægt að segja hvort það eigi heima á þess- um stað eða hinum. Við skulum taka dæmi um tvær manneskjur á sömu síðu í bók- inni. Albert J. Kristjánsson ólst upp hjá Árna Jónssyni í Furufirði. Ekkert hvað um hann varð. Alexandrína Kristín Bene- diktsdóttir ólst upp í Reykjar- firði, húsfreyja þar 1926-1934, húsfreyja á Höfðaströnd ein 1945-1954 og í Reykjarfirði 1934- 1945, flutt 1954 til Isafjarðar. Til að auðvelda lesendum að sjá ósamræmið með okkur fóst- ursystkinin, þá erum við engin talin hjá fóstra okkar Árna Fr. Jónssyni en erum svo talin hjá konu hans Elínu B. Jónsdóttur. Fósturbörn Árna og Elínar: Ólöf Jónsdóttir, það nafn sem hún gengur alltaf undir, Sigríður, ekki nefnt. En sem einstaklingur í íbúaskrá er hún nefnd Sigríður Ólöf Jónsdóttir, var í Furufirði 1920, en ekki hjá hverjum, en hún kom líka til pabba og mömmu 1911, smábarn, og var til um 1930 en hún var hálfsystir pabba. Önnur Sigríður Ólöf Jónsdótt- ir f. 17.2. 1925 var fósturbarn í Furufirði 1930, fædd á Höfða- strönd. Er vafalaust um sömu manneskju að ræða. Guðfinnur Jósef Stefánsson kom til pabba og mömmu 1925 og er hjá þeim til 1936, flytur þá í nýbyggt hús sem stjúpi hans Vagn og móðir hans Hjálmfríður fluttu þá í og var kallaður Vagns- bær. f nafnaskrá er hann sagður vinnumaður í Furufirði 1930- 1940. í nafnaskrá Albert Jón Kristjánssonar ólst upp hjá Árna Fr. Jónssyni Furufirði. En hann kom til pabba og mömmu 1926 og átti heimili hjá þeim til 1941 er hann stofnar sitt eigið heimili á Búðum í Hlöðu- vík. Jóhanna Friðmey Líkafróns- dóttir kom heim um áramót 1926 og 1927 þá 13 mánaða gömul og átti þar heima þegar ég fór að heiman 1941, held hún hafi átt þar heimili þar til hún flutti suður. Við fóstursystkinin erum svo öll talin fósturbörn Sigríðar Kri- stínar Jakobsdóttur konu Guð- mundar Ámasonar fósturbróður okkar. í nafnaskrá sagt, var í Reykjarfirði til 1950 flytur þá til Bolungarvíkur, ekki minnst á að hún hafi átt heima í Furufirði. Þótt hún sé áður réttilega sögð kona Guðmundar Ámasonar 17.7. 1946. Vagn og Hjálmfríður bjuggu í Furufirði og ólu upp Arnfríði Júlíönu dóttur Hjálmf- ríðar og Margréti Þorvaldsdótt- ur, en Guðfinnur Jósef er sami drengurinn, sem ólst upp hjá pabba og mömmu. Sigurð M. Jónsson mætti raun- verulega kalla fósturson Vagns og Hjálmfríðar, þar sem hann var hjá þeim í mörg ár. Mikkalína móðuramma hans var löngu farin úr Furufirði þegar Sigurður fædd- ist en hann var systursonur Hjálmfríðar. Þessar villur sem hér eru upp- taldar em þær sem eingöngu snerta mitt fólk, og finnst mér ólíklegt, ef þær em þær einu í bókinni. En þar sem þessi bók verður fljótlega heimildarrit, sem vafalaust verður oft leitað til, hefði höfundur íbúatals mátt hafa í huga að hún þyrfti að vera miklu vandvirknislegar úr garði gerð en nú er, hvernig sem hægt verður að bjarga því. Ég var mikið búinn að hlakka til að fá þessa bók, en því miður sé ég eftir lestur hennar, að mér getur aldrei þótt vænt um hana. Það hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki hafi verið kunnugir prófarkalesarar sem lásu handrit- ið yfir fyrir prentun. Áð endingu vil ég samt þakka þvf fólki, sem mikið hefur á sig lagt við þessa bók. Ég veit það harmar að ekki skyldi takast eins vel til og ætlað var. Albert J. Kristjánsson frá Furufirði * S FLOAMARKAÐURINN Óska eftir tágastólum og bambusruggustólum á góðu verði. Uppl. í síma 10339. Herbergi til leigu í Laugarnesinu, bjart og gott, leigist helst undir búslóð eða sem geymsla. Uppl. ísíma 37698 e. kl. 18. Mótorhjólabuxur úr leðri til sölu, stærð nr. 50, verð kr. 12.000,-. Uppl. I síma 10014. Barnagæsla - Kópavogur Get tekið börn í gæslu fyrir hádegi og farið með þau á leikskóla kl. 1. Er í austurbæ Kópavogs. Sími 45146. Trabant - varahlutir Vantar startara í Trabant 86,12 volt. Uppl. í síma 45530 e. kl. 19. Óska eftir velútlítandi sófa sem hægt er að nota sem svefnsófa. Uppl. í síma 10339. Óska eftlr tréleikgrind með botni. Uppl. í síma 671217. Óska eftir ódýrum notuðum nálaprentara sem hægt er að tengja við PC tölvu. Uppl. í síma 673295 á kvöldin. Pennavinir Tvítugur Alsírbúi óskar eftir að skrif- ast á við íslendinga á svipuðum aldri. Helstu áhugamál eru: náttúran, ævintýri, íþróttir, ferðalög og músík. Hann skrifar á ensku og frönsku. Rehoui Rafik Chezzerarka Moham- ed 21 Rue Arab Sid Amed Birkhadem 16330 Alger ALGERIA Hljómflutningsskápur til sölu. Uppl. í síma 75209. Til sölu Girmi grillofn, lítið notaður á kr. 2.500,- og ferkantað sófaborð á kr. 1.000,-. Uppl. í síma 41009. VII selja nýtt hægra frambretti og húdd á Sko- dabíl. Passar á allar árgerðir frá 84. Hef líka til sölu notaðan barnabílstól. Uppl. í síma 44465 næstu daga. Óska eftir að kaupa gott hjónarúm. Má gjarnan vera lengra en 2 metrar eða án fótagafls. Uppl. í síma 41262. Óska eftir vel með förnum svigskíðaskóm nr. 39-40. Uppl. í síma 29485. Barnapössun Vesturbær - Kópavogi. Barngóð manneskja óskast til að gæta tveggja barna í nokkra tíma á viku. Uppl. í síma 43311. Óska eftir: klósetti, lítilli handlaug og fataskáp fyrir lítinn pening. Á sama stað er til sölu eldavél, tvíburakerra og barnabílstóll. Uppl. í síma 621747. Tll sölu vel með farin Rossignol skíði 155 sm. með öryggisbindingum. Skíðaskór nr. 39, ársgamlir. Hvítir skautar nr. 39 og svartir skautar nr. 36. Einnig til sölu ATARI 8 XL tölva með diskettu- drifi og skjá. Yfir 200 forrit fylgja. Uppl. í síma 76805 eftir kl. 17. Lítið notað sófaborð til sölu. Verð kr. 3000. Uppl. í síma 17468. Vil kaupa fjórhjól í sæmilegu ástandi. Uppl. í síma 41324. Á einhver gamla fulningahurð sem hann vill láta fyrir lítið? Vinsamlegast hringið í síma 12635. Til sölu aukadrif við Macintosh á kr. 16.000. Svo til ónotað. Uppl. í síma 623605. Óskum eftir mjög gömlum svefnherbergishús- gögnum. Mega þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 26128 e. kl. 18 næstu kvöld. ísskápurinn - frystikistan Endurnýjum ísskápinn og frystikist- una. Fljót og góð þjónusta. Kæli- tækjasalan, sími 54860. Til sölu Cortina 79 óryðgaður og í góðu lagi. Vetrar- og sumardekk. Selst ódýrt. Uppl. í síma 25373. Rafmagnsþjónustan og dyrasímaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Við gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson, rafvirkjameist- ari, sími 44430. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kjósarsýslu Félagsfundur Félgsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20.30 í félagsheimili AB Kjósarsýslu, Urðarholti 4, 3.h.tv., Mosfellsbæ. Dagskrá: Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundi frestað Áður auglýstum félagsfundi ABR, sem halda átti miðvikudaginn 31. janúar, hefur verið frestað til þriðjudagsins 6. febrúar. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni t Þinghóli, Hamraborg 11. Verið velkomin. Stjómin Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar Húsið opnað kl. 19. Tríó Þorvaldar Jónssonar og Vordís leika fyrir dansi. Miðaverð sama og í fyrra, 2.500 krónur. Miðarnir seldir á skrifstofu ABK í Þinghóli. Tryggið ykkur miða í tíma. Undirbúningsnefndln

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.