Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 5
Miðstjórnarfundur AB Breytingar á alþjóðavettvangi og erlend samskipti Alþýðubandalagsins Miðstjórn Alþýðubandalagsins fagnar af heilum huga falli einræðisstjórna Austur-Evrópu og þeirri þróun í átt til lýðræðis og frelsis sem víðast er hafin. Þau stórtíðindi berast nú frá Sovétríkjunum, að kommúnistaflokkurinn þar eystra muni afsala sér stjórnarskrárbundnu forystu- hlutverki og að komið verði á laggirnar fjölflokkakerfi. Jafnframt því að fagna hinum heimssögulegu atburðum er lögð áhersla á, að aldrei verði aftur snúið til hinnar ómann- eskjulegu harðstjómar kommúnistaflokka þessara landa, sem haldið hafa stórum hluta mannkyns í fjötrum. Sýnt er, að einræðiskerfi verður ekki viðhaldið nema með harð- stjórn sem byggist á valdbeytingu og gegndarlausri fyrir- litningu á mannlegum verðmætum, eins og blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar á síðasta ári sýndi glöggt. t>au viðbrögð, sem kínverskir valdhafar sýndu, verða að skoðast sem fjörbrot einangraðrar valdastéttar og vonandi er þess ekki langt að bíða að Kínverjar og aðrar undirokað- ar þjóðir öðlist frelsi. Alþýðubandalagið fagnaði breyttu stjórnarfari í Tékkó- slóvakíu 1968 og vonaðist til að það yrði upphaf langþráðra umskipta í Austur-Evrópu. Sú von brást með innrás fimm ríkja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu, þegar lýðræðisþróunin var barin niður með hervaldi. Á þessum tíma var Alþýðubandalaginu breytt í form- legan stjórnmálaflokk. Flokkurinn lagði strax meginá- herslu á varðveislu lýðræðis og þingræðis, sbr. fyrstu grein flokkslaga. í margendurteknum stefnuyfirlýsingum hefur flokkurinn fordæmt það stjórnarfar, sem fótum treður lýðræði og mannréttindi í nafni sósíalisma. Þá var ákveðið, að flokkurinn gæti átt samskipti við sósíalíska flokka í öðrum löndum, hvort sem þeir kölluðu sig sósíaldemókrata, sósíalista, jafnaðarmenn eða komm- únista. En þó var strax gerð sú undantekning, að flokkur- inn vildi engin samskipti eiga við valdaflokka þeirra ríkja sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu. Innrásin var fyrst og fremst hnefahögg í andlit sósíalista um allan heim og með þessari afstöðu vildu Alþýðu- bandalagsmenn draga það sem skýrast fram, að án lýð- RagnarArnalds AddaBára Hrafn Jökulsson Sigfúsdóttir ræðis og virðingar fyrir mannréttindum gæti aldrei orðið um raunverulegan sósíalisma að ræða. í samræmi við þessa stefnu átti Alþýðubandalagið flokksleg samskipti við fjölmarga sósíalíska flokka á fyrstu árunum eftir að það varð formlegur flokkur 1968, enda var þá öðrum þræði verið að kynna flokkinn og stöðu hans í íslenskum stjórnmálum. Tíðust voru samskiptin við flokka á Norðurlöndum, t.d. Verkamannaflokkinn í Noregi og Sósíalíska vinstriflokkinn þar í landi, Sósíalíska alþýðufl- okkinn í Danmörku, Vinstriflokkinn - kommúnistana í Svíþjóð og Lýðræðisbandalagið í Finnlandi, en einnig voru talsverð samskipti við breska Verkamannaflokkinn, franska og ítalska sósíalista og kommúnista, svo og við kommúnistaflokka í Rúmeníu og Júgóslavíu, sem báðir uppfylltu það skilyrði, að þeir áttu engan þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu og fordæmdu hana harðlega. Upp úr 1975 dró ört úr þessum samskiptum og seinustu fimmtán árin hafa flokksleg samskipti við stjórnmála- flokka í öðrum löndum lítt náð út fyrir Norðurlönd og fyrst og fremst snúist um samstarf vinstrisósíalista í Norðurland- aráði. Alþýðubandalagið hefur síðan 1976 ekki haft nein samskipti við kommúnistaflokka Austur-Evrópu og óskar ekki eftir samskiptum við slíka flokka. Þessi samskipti við erlenda flokka hafa að sjálfsögðu aldrei falið í sér nokkra viðurkenningu á stefnu eða störf- um annarra flokka, enda tilgangurinn með þeim sá einn að kynna Alþýðubandalagið og fylgjast með stjórnmálaþróun í öðrum löndum fyrir utan samstarfið í Norðurlandaráði. Á landsfundi Alþýðubandalagsins í nóvember s.l. var ályktun gerð um erlend samskipti flokksins. Þar var hvatt til góðra samskipta við „sósíalista og aðra jafnaðarmenn í öðrum löndum. Skoðanaskipti sósíalista á Norðurlöndum og öðrum löndum Evrópu eru sérstaklega þýðingarmikil á næstu árum, m.a. vegna örrar þróunar í málefnum álfunn- ar. Alþýðubandalagið mun því nýta þau tækifæri sem gef- ast á næstunni er veita Alþýðubandalagsfólki kost á að kynnast viðhorfum sósíalista sem víðast og skýra sjónarm- ið íslendinga, jafnframt sem tækifæri fæst til gagnlegra skoðanaskipta.“ Nú fara samskipti austurs og vesturs óðum batnandi en að sama skapi fer stuðningur við vígbúnað og vopnakapph- laup dvínandi. Áhrif þessarar þróunar á íslandi verða von- andi þau, að æ fleiri geri sér ljóst, hversu fráleitt er fyrir vopnlausa smáþjóð í Norðurhöfum að leyfa erlenda hers- etu í landi sínu. Þannig geta breytt viðhorf í alþjóðamálum átt eftir að auka samstöðu íslenskra vinstrimanna. Nú skiptir mestu máli að ríki Austur-Evrópu nái valdi á lýðræðislegum stjómarháttum án þess að verða óðaverð- bólgu og efnahagslegri upplausn að bráð, sem gæti endað í nýju einræði eða fasisma. Því er það brýn nauðsyn, að þessi ríki fái sem víðast stuðning án pólitískra skilyrða til þess að þau nái aftur efnahagslegu jafnvægi. Miðstjórnin hvetur til þess, að fram fari hreinskilin og opinská umræða meðal vinstrimanna um liðna tíð þar sem dregnir verði lærdómar fyrir framtíðina af bæði jákvæðum og neikvæðum þáttum í sögu vinstrihreyfingrinnar. Alþýðubandalagið er lýðræðissinnaður flokkur jafnaðar- manna og sósíalista, sem lítur á það sem mikilvægasta verkefni sitt að stuðla að lýðræði og jafnrétti á öllum sviðum þjóðfélagsins og vinna að samvinnu á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Tillagan barst frá Ragnari Arnalds, Öddu Báru Sigfús- dóttur og Hrafni Jökulssyni. Hún var samþykkt sam- hljóða. ,Jafnframtþví aðfagna hinum heimssögu- legu atburðum er lögð áhersla á, að alcLrei verði aftursnúið til hinnar ómanneskjulegu harðstjórnar kommúnistaflokka þessara landa...“ ,/Uþýðubandalagið hefursíðan 1976 ekki haft nein samskipti við kommúnistaflokka Austur-Evrópu og óskar ekki eftirsam- skiptum við slíkaflokka... “ „Miðstjórnin hveturtilþess, aðframfari hreinskilin og opinská umrœða meðal vinstrimanna um liðna tíð þarsem dregnir verði lœrdómar fyrir framtíðina... “ Umhverfismál Miðstjórnarfundur Alþýðu- bandalagsins haldinn í Kópavogi í febrúar 1990 beinir því til félaga sinna að leggja áherslu á um- hverfismál í víðtækri merkingu þess orðs í komandi kosningu. Mikilvægi þessa málaflokks nýtur vaxandi skilnings, og nægir að minna á að loksins hyllir undir stofnun sérstaks ráðuneytis um umhverfismál, sem hefur verið baráttumál Alþýðubandalagsins í tvo áratugi. Þessu verður að fylgja eftir, og sveitarstjómir eru kjörinn vettvangur fyrir það starf. Tillöguna fluttu Jón Gunnar Ottósson, Ármann Ægir Magnússon og Margrét Frím- annsdóttir. Hún var samþykkt með þorra atkvæða gegn einu. Sveitarstjórnar- mál Miðstjórn AB hvetur félags- hyggjumenn til að bjóða fram í öllum sveitarfélögum og hefja nú þegar undirbúning að sveitar- stj órnarkosningum. Miðstjórn bendir á að nýlegar breytingar á verkefna- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa í reynd litlu breytt um veika stöðu margra sveitarfélaga. Miðstjórnin hvetur til stóraukinnar samvinnu og sameiningar sveitarfélaga svo að meiri möguleikar skapist til fjöl- breyttari þjónustu og starfa um land allt. Stórauknir fólks- flutningar til Faxaflóasvæðisins eru ekki aðeins áhyggjuefni í þeim byggðum þar sem fólki fækkar, heldur og á höfuðborgar- svæðinu þar sem of ör íbúa- fjölgun krefst stóraukinna út- gjaída til skipulags-, umferðar- og umhverfismála. Miðstjórn harmar langvarandi sundrungu og óeiningu meðal félagshyggjumanna. Kraftar þeirra hafa deilst víðar en skyldi og sér þess því miður stað í ís- lensku samfélagi. Miðstjórn minnir á að við sveitarstjórnarkosningar hefur það ráðist af aðstæðum á hverj- um stað og hverjum tíma hvort flokksfélög hafa staðið að sérs- töku framboði í nafni Alþýðu- bandalagsins eða hvort flokksfé- lagar hafa unnið með öðru félags- hyggjufólki að framboðsmálum. Sem fyrr telur miðstjórnin að ákvörðun um þessi mál hljóti að vera í höndum flokksfélaga á hverjum stað. Tillagæ barst frá starfshópi um sveitarstjórnarmál og var sam- þykkt með meginþorra atkvæða gegn einu atkvæði. Leikskólar - grunnskólar Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins skorar á flokksmenn að leggja áherslu á eflingu og upp- byggingu leikskóla, sem eitt meg- inmál í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ljóst er að sigur félagslegra sjónarmiða getur ráðið úrslitum um að unnt verði að ná því marki, að öll börn geti notið þjónustu leikskóla. Einnig skorar miðstjórnin á flokksmenn að leggja áherslu á uppbyggingu grunnskólanna í landinu þannig að einsetinn skóli og lenging skóladags yngstu barnanna verði forgangs-efni ís- lenskra skólamála. Þangað til að það forgangsverkefni verður að veru- leika verði séð fyrir öruggri vist- un skólabarna, t.d. á skóladag- heimilum. Tillagan barst frá starfshópi um sveitarstjómarmál og var samþykkt samhljóða. Tveir framsögumanna um sveitarstjórnarmál á miðstjórnarfundi AB: Einar Már Sigurðsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austur- landi og Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, varaformað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mynd: Jim Smart. Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður og Össur Skarphéðinsson, varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Mynd: Jim Smart. Frelsun Nelsons Mandela Fundur í miðstjóm Alþýðu- bandalagsins fagnar innilega frelsun Nelsoins Mandela og þeim árangri sem fórnir hans og áratuga barátta fyrir mannréttindum er nú að skila sunnanverðri Afríku. Samþykkt samhljóða. Jarðgöng á Vestfjörðum Miðstjórn Alþýðubanda- lagsins fagnar áformum sam- gönguráðherra um að hraða jarð- gangnagerð á Vestfjörðum. Mikil fólksfækkun í fjórðung- num á undanförnum ámm, sem m.a. birtast í því að íbúar þar em nú færri en nokkm sinni fyrr á þessar öld, krefst þeirra aðgerða af hálfu stjómvalda, sem megna að snúa vörn í sókn. Það er við hæfi og engin tilvilj- un að það skuli vera undir forystu Alþýðubandalagsins sem í aug- sýn em kröftugar aðgerðir í byggðamálum með jarðganga- gerð í þeim landshluta sem staðið hefur höllum fæti um langt árabil. Miðstjórn treystir því að þing- flokkur Alþýðubandalagsins vinni að því ásamt samgönguráð- herra að jarðgangagerð á Vest- fjörðum verði hraðað sem kostur er. Samþykkt samhljóða. Vegna heimsoknar Havels Miðstjórn Alþýðubandalags- ins fagnar og styður kröfu Havels forseta Tékkóslóvakíu um brott- för allra erlendra herja úr löndum Evrópu. í tilefni af komu Havels hingað til lands ftrekar miðstjórn AB kröfuna um brottför bandaríska hersins og úrsögn úr NATO. Flutningsmenn voru Páll Hall- dórsson, Birna Þórðardóttir og Hjörleifur Guttormsson. Til- lagan var samþykkt samhljóða. Þriðjudagur 13. febrúar 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.