Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.02.1990, Blaðsíða 11
Bækur „Mikið um dýrðir og settur sýslufundur“ Sýslunefndarsaga Skagfirðinga Sýslufunda rboö. Adalfundur sýslunefndar Skagafjarðarsýslu verdur haldinn á Saudárkróki /4% 9 og hefst kl. 12 á hádegi. Pelta tilkynnist yður hjer með. Skri/sto/u Skaga/jarðarsýslu ýk/. osir_ Til sýslunefndarmanns — hrepps. 4. Eina skagfirzka sýslufundarboðið, scm prcnlað var, svo kunnugl sí. Þegar hiUa tók undir það, að sýslunefnd Skagfirðinga hætti störfum varð að ráði að fela Kristmundi Bjarnasyni, fræði- manni á Sjávarborg, að rita sögu nefndarinnar frá upphafi til loka. Ljóst var, að þetta yrði mikið rit- verk og var ákveðið að það kæmi út í tveimur bindum. Kom fyrra bindið út fyrir tveimur árum. Var þar fjallað, mjög ítarlega, um störf sýslunefndarinnar, allt frá fyrsta fundi hennar árið 1874 og fram um 1930. Nú hefur síöara bindið komið út. Er þar fram haldið þar sem frá var horfið og sagan rakin allt til loka, en sýslunefndin hélt sinn síðasta fund 14. des. 1988 og hafði þá starfað í 114 ár. Efni bókarinnar skiptist í níu meginkafla, sem hver um sig skiptist svo í undirkafla um ein- stök mál. Nefnast þeir: fundar- sköp og verkahringur sýslunefnd- ar, Búshagir, Heilbrigðiskerfið, Samgöngur, Gamanrúnir og hát- íðahöld, Rafvæðing, Pættir úr sögu Varmahlíðar, Húsmæðra- skóli, söfn og tónmenntir og Dreifar en þar er fjallað um Drangeyjarmál, húsakost og byggingaframkvæmdir, manna- minni og svo eru Lokaorð. í bókarauka er svo sýslumanna- og sýslunefndarmannatal, - en þeir voru 163, - og myndir af þeim flestum. Fjölmargar myndir aðr- ar eru í bókinni. Loks eru svo heimildaskrár, ljósmyndaskrár og nafnaskrár fyrir bæði bindin. Kveðskap, ýmissar gerðar, er svo stráð hér og þar um bókina og er hann hið gómsætasta krydd. Hafa bæði sýslunefndarmenn og aðrir lagt þar hönd að verki, og þá ekki hvað síst sá snjalli hag- yrðingur, Stefán Vagnsson, sem var ritari sýslunefndarinnar um langt skeið. Alls er þetta síðara bindi 438 bls. og prentað í Prent- verki Odds Björnssonar. Er frá- gangur allur hinn vandaðasti svo sem venja er þar á bæ. Eins og af framansögðu má sjá er víða komið við, enda hlaut sýslunefndin að láta til sín taka flest eða öll þau mál, sem til fram- fara horfðu í héraðinu. Stundum urðu harðar deilur með mönnum og fjarri því að allir væru alltaf á einu máli en grunnt var þá líka á gamanseminni, eins og vísna- gerðin vottar. Ætla mætti að svona rit væri ekki sérlega skemmtilegt aflestr- ar og einhverjum hafði sjálfsagt tekist að gera það þunglamalegt. En ekki Kristmundi. Bókin er stórfróðleg. En höfundi hefur einnig hér, sem ætíð áður í verk- um sínum, tekist að gæða frá- sögnina þeim lit og því lífi að hún verður hreinasti skemmtilestur. Kristmundur Bjarnason býr yfir öllum bestu kostum fræðimanns- ins. Hann er ákaflega natinn og vandvirkur, óþreytandi í hei- mildaleit sinni og fundvís á þær, mál hans er í senn þróttmikið og lifandi, hann hefur auga á hverj- um fingri. Með Sýslufundarsögu sinni hefur hann enn, með eftir- tektarverðum hætti, aukið drjúg- um við afrekaskrá sína á sviði fræðimennskunnar og var hún þó ærin orðin. - mhg LESENDABRÉF Reykingar vega þungt Leiðir til að hindra krabbameinsmyndun % af krabbameinsdauðsföllum í Bandaríkjunum og Stóra-Bretlandi sem vitað er að hægt er aö hindra Forðast tóbaksreyk 30 Forðast alkóhól 3 Forðast offitu 2 Regluleg leit að aö leghálskrabba og kynfæraþrifnaður 1 Foröast óhóflega notkun hormóna og röntgens Foröast óhóflega sólargeislun Foröast krabbameinsvalda ( < 1 <1 a) iðnaði <1 b) fæðu, vatni, borgarlofti <1 Eftir Richard Peto: The preventability of cancer I Cancer - Prevention, Oxford University Press 1985. - Risks and Vegna greinarinnar „Skaphöfn skiptir sköpum - Rannsóknir benda til að skaphöfn ráði meiru en reykingar um hvort fólk fær krabhamein" í Þjóðviljanum 10. febrúar vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Þegar birtar eru fréttir sem brjota í bága við viðurteknar hug- myndir á lesandi góðs dagblaðs kröfu á að blaðið/blaðamaðurinn birti jafnframt bakgrunnsgögn um hvernig fyrri hugmyndum um þessi mál sé háttað. Þetta á við grein Þjóðviljans 10 febrúar um samband krabbameins og reykinga „Skaphöfn skiptir sköpum - Rannsóknir benda til þess að skaphöfn ráði meiru en reykingar um hvort fólk fær krabbamein“. Þekkingar á þessu sviði hefur verið aflað með rannsóknavinnu og reynslu á síð- ustu 40 árum. Rannsóknir þær sem Þjóðviljinn vitnar óbeint til eru hluti af þessari rannsóknavinnu. Almennur les- andi hefur þó engin tök á að ná í frumgreinarnar enda er ekki sagt frá því hvar þær hafi birst. í bókinni „Cancer - Risks and Prevention" er meðal annars fjal- lað um samband reykinga og krabbamein og litið á málið í heiid. Er þar birt taflan að neðan sem sýnir það sem er vitað með vissu um möguleika okkar núna til að hindra krabbameinsmynd- un. Taflan sýnir hve stóran hund- raðshluta krabbameina unnt væri að hindra ef tekið væri alveg fyrir viðkomandi orsakaþátt. Það er mjög athyglivert hvað þátturinn reykingar einn sér vegur þungt og hve aðrir þættir en reykingar vega lítið. Þorsteinn Blöndal, læknir þjómfiuiNN fyrir 50 árum Vér ákærum brezk-ílenzku við- skiptanef ndina —fyrir að hrifsa til sín vald, sem ríkisstjórninni einni tilheyrir, með hótunum erlends ríkis—fyrir að stof na hlutleysi landsins og öryggi skipa vorra í hættu með nýju Kópa- vogssamþykktinni, sem hún hef- ur kúgað alla innflytjendur og út- flytjendur að skrifa undir. Vér skorum á ríkisstjórnina að gera í DAG 13.febrúar þriðjudagur. 44. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 9.30- sólarlag kl. 17.55. nú þegarráðstafanirtil aðtryggja öryggi íslenzkra sjómanna svo sem framast er unnt. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 2. febr.-8. febr. 1990 er í Árbæjarapó- teki ogLaugarnesapóteki. Fyrrnefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráöleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. .1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feöratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadelld: . heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 DAGBÓK daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðfn. Ráögjöf í sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félaglð Álandi 13. Opið virka daga frá kl.8-17. Síminner 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, í fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,' sími 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýslngar um eyðni. Sfmi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma fólags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- "23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoö Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á ' fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra. Hringið í sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 9. febr. 1990 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.............. 60.16000 Sterlingspund.............. 101.79100 Kanadadollar.................. 50,27800 Dönsk króna.................... 9.33070 Norskkróna..................... 9.31850 Sænsk króna.................... 9.84620 Finnsktmark................... 15.25940 Franskurfranki................ 10.60090 Belgískur franki............... 1.72130 Svissneskurfranki............. 40.40160 Hollensktgyllini.............. 31.95330 Vesturþýsktmark............... 36.04880 Itölsklíra..................... 0.04844 Austurrískur sch............... 5.11560 Portúg. Escudo................. 0.40760 Spánskurpeseti................. 0.55530 Japansktyen.................... 0.41504 Irsktpund..................... 95.54900 KROSSGÁTA Lárótt: 1 kvendýr4 mann6tæki7lélegt9 góð12félagar14spil 15brún 16lokaði 19 vegur20fugl21 ófrægja Lóðrótt:2þjóta3sig- aði 4 berji 5 vex 7smáir 8þjáð10hjálþ11fiski- Skip13tangi17fas18 hreinn Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 dögg4gust6 eir7bisi9ösla12kraft 14fær15alt16æsktu 19sukk20árin21 tolla Lóðrótt:2öri3geir4 gröf5sæl7bifast8 skrækt 10 staura 11 aft- ann13akk17sko18 tál Þrl&judagur 13. febrúar 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.