Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 7
Siglingamálastofnun Eldur um borð Siglingamálastofnun hefur gef- ið út sérritið Eldur um borð. Þar er að fínna nokkur mikilvæg atr- iði sem reynslan hefur sýnt að varast ber öðrum fremur vegna eldhættu í skipum. í þessu sérriti Siglingamála- stofnunar er gerð grein fyrir mis- munandi tegundum elds og hvemig sjómenn geta sem best búið sig undir að takast á við elds- voða í skipi. Þá er þar einnig að fínna leiðbeiningar um eldvam- aræfingar i skipum, sem skylt er að halda reglulega í öllum stærri skipum. Tilgangurinn með útgáfu þessa sérrits sem og annarra skyldra rita sem Siglingamálastofnun hefur gefið út, er að vekja athygli starfandi sjómanna á þeim þátt- um sem reynslan hefur sýnt að öðrum fremur valda slysum um borð í skipum. Á þennan hátt er Siglingamálastofnun að leitast við að efla forvarnarstarf og stuðla þannig að fækkun slysa og óhappa um borð í skipum lands- manna. En á seinni áram hefur mönnum orðið æ Ijósara hversu mikilvæg fræðsla og þjálfun sjó- manna er í þessum tilgangi. -grh Kvenfélagasambandið Vorvaka kvenna Kvenfélagasamband íslands á 60 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni efnir sambandið til vor- vöku í Reykjavík dagana 29. til 31. mars. Fulltrúar frá fjölmörg- um kvenfélögum víðs vegar af landinu munu sækja vökuna, en 249 félög eru aðilar að þessum langstærstu kvennasamtökum landsins. Vorvakan hefst með sýningu á listaverkum íslenskra kvenna á Hallveigarstöðum síðdegis í dag, en sýningin stendur til sjöunda apríl. Á sama tíma verður opinn bókamarkaður á Hallveigarstöð- um. Á föstudaginn heimsækja vor- vökugestir Listasafn íslands og Listasafn Einars Jónssonar og hlýða á fyrirlestur Hrafnhildar Schram listfræðings um myndlist íslenskra aldamótakvenna. Um kvöldið verður fjölmennt á Ljós heimsins í Borgarleikhúsinu. _gg Hafís Aðeins 6 mílur frá Straumnesi Hafís er kominn inn á siglinga- leiðir úti fyrir Vestfjörðum og samkvæmt tilkynningum skipa og báta er hann aðeins 6 sjómflur frá Straumnesi og 24 sjómflur VNV frá Blakk. Isinn er varasamur skipum. Áð sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings hjá Veðurstofu ís- lands er hér um að ræða hrað- skreiða ísfláka sem hafa borist frá aðalísnum í þeirri vestanátt sem hefur verið ríkjandi á þessum slóðum að undanförnu. Þór sagð- ist ekki búast við að ísinn yrði lengi á siglingaleiðum nyrðra þar sem reiknað er með að vindar verði austlægir um helgina. Þór sagði þetta vera í fyrsta skipti á þessu ári að hafísinn gerði vart við sig hér við land. En eins og kunnugt er var hann landfast- ur um tíma fyrir norðan land og teppti siglingar skipa fyrir Hom fyrr í vetur. _grl, Sá fyrsti eftir Vladímír Verbenko „Við erum blátt áfram lánsöm að eiga nú ríkisleiðtoga sem getur þrætt hið lífsnauðsynlega meðalhóf‘ Eitt sinn var sagt, að erfitt sé að þræða meðalhófið í hinni þjóð- félagslegu þróun: Þá er ekki hægt að beita fyrir sig röddinni, hnef- unum, sprengjunni og fangelsi eins og í öfgunum. Meðalhófið krefst gífurlegrar sjálfsstjómar, hins mesta hugrekkis, þolinmæði og mikillar þekkingar. Þessi orð era ekki komin frá Míkhaíl Gor- batsjov, sem ég ætla að ræða um í þessari grein, heldur frá Alex- ander Solzhenitsyn. Þeim síðar- nefnda era lesendur í heimalandi mínu að kynnast æ betur. Það er þeim fyrrnefnda að þakka. Ég er sannfærður um, að við erum einfaldlega lánsöm að eiga í dag rikisleiðtoga, sem getur þrætt hið lífsnauðsynlega meðalhóf. Að því tilskildu að ekki séu lagðar of miklar hindranir á braut hans. Og að því tilskildu að þessi hæfileiki hans sé mikils metinn og mikið fyrirgefið vegna þess að hann hefur kunnað að nota hann. Fyrir tiltölulega skömmu hefðu hundruð þúsunda mótmælenda á götum borga okkar átt yfir höfði sér sprengju og a.m.k. fangelsun. Nú hrópar einn „til vinstri" og annar „til hægri“. Það er allt í svörtum og hvítum litum. En svo er aldrei hvorki í náttúranni, líf- inu né í stjórnmálum. Það sem okkur undrar mest við hæfni og þolinmæði Gorbatsjovs í leitinni að hinu „gullna meðal- hófi“ er hin mikla leikni í að leysa ótrúiega erfið verkefni. Stærstur hluti stjórnmálamanna og leið- toga um heim allan skilur um hvað Leonardo da Vinci var að tala, en hann er höfundur meðal- hófsnafngiftarinnar (í raun er hér ekki um einhverja miðju að ræða, heldur albesta hlutfallið og samstillta skiptingu). Þess vegna fögnuðu þeir ein- róma kjöri Gorbatsjovs í forseta- embætti, þrátt fyrir alla van- kanta, sem fylgja fyrstu tilraun með svo gífurlega mikilvæg um- skipti. Einn þeirra fyrstu, sem lét í sér heyra, var George Bush, forseti Bandaríkjanna, nákvæmur að venju. Hann lagði m.a. nokkram sinnum áherslu á, að hann hefði ekki neinar áhyggjur, sæi enga ógnun í þessu mikla valdi, sem komið væri í hendur sovéska for- setans. Það sem þama var mikil- vægt er, að bandaríski forsetinn studdist ekki aðeins við upp- lýsingar jafn upplýstrar stofnunar eins og CIA, en yfirmaður henn- ar hafði sannfært bandaríska þingið um að umbreytingar Gor- batsjovs væru fastar í séssi og að hann héldi sig við lýðræðislegar aðferðir, heldur var hann sjálfur innilega sannnfærður um, að Gorbatsjov væri „skynsamur maður" og aðeins undir forystu hans gætu Sovétríkin slitið sig frá fyrri alræðisstefnu. Þann dag sem Gorbatsjov var kjörinn heyrðum við frá Bonn, að forsetaembætti hans væri ör- ugg trygging fyrir því að haldið verði áfram afvopnun. Á kosningadaginn í Þýska alþýðu- lýðveldinu þakkaði Kohl kanslari Gorbatsjov og sagði, að það væri aðeins að þakka hinni byltingar- kenndu perestrojku í Sovétríkj- unum og hinum nýja pólitíska hugsunarhætti, að þessar kosn- ingar hefðu orðið mögulegar. Sovétfræðingamir í BBC sögðu valdakjarnann færast frá framkvæmdanefnd miðstjómar KFS til forsetans og forseta- ráðsins, sem fæli í sér stórt skref í átt til lýðræðis. „Washington Times“ sagði, að sem forseti gæti Gorbatsjov inn- leitt land sitt í heim samtímans. í innsetningarræðu sinni lýsti fyrsti sovéski forsetinn yfir holl- ustu við perestrojkustefnuna, sem ein getur tryggt landinu að- gang að samtímanum. „Þetta er eina mögulega og friðsamlega leiðin fyrir land eins og okkar til að hveifa yfir til nýrrar og betri stöðu,“ sagði hann og lagði Gorbatsjov: Engin leið önnur. áherslu á að til þess væri nauðsyn- legt að gera perestrojkustefnuna róttækari. Hann kvaðst mundu nota vald forsetans fyrst og fremst í þeim tilgangi. f þessu ávarpi, sem endur- varpað var um heim allan, full- vissaði Gorbatsjov menn hátíð- lega um, að forsetavaldið mundi hann nota til að herða á allri þró- un perestrojku á lýðræðislegum grundvelli. Mundi reynt að tryggja slíka þróun með vandlega hönnuðum og traustum var- nöglum, sem ættu að koma í veg fyrir valdníðslu. Gorbatsjov er ekki að sækjast eftir persónulegu einræði í forsetaembættinu, heldur væntir hann samþjöppunar hinna póli- tísku strauma og almennings- hreyfinga, hann vill „lýðræðislegt forsetavald, sem byggir á um- ræðu og samstarfi við fulltrúa hinna ýmsu strauma almennings- álitsins“. Hollustu sína við þessa stefnu sýndi Gorbatsjov greini- lega, þegar hann var upphafs- maður að hinum sögulega leið- togafundi í höfuðborg lslands, sem færði heiminum jafn góð- kynja pólitískt fyrirbæri sem „Reykj avíkurandann". Míkhaíl Gorbatsjov staðfesti enn á ný tryggð sína við hinn nýja pólitíska hugsunarhátt, bæði inn- anlands sem og á erlendum vett- vangi, í stefnuræðu sinni, er hann lagði áherslu á, að hann sem fyrsti forseti Sovéteríkjanna liti svo á að hlutverk hans og æðsta markmið væri fólgið í því að festa á allan hátt og alls staðar í sessi „eindrægni, gagnkvæma virðingu og góða nágrannasambúð". Hvað er traustara og betra? Góða ferð! Dr. Vladímír Verbenko yfirmaður APN fréttastofunnar á íslandi Mál Þorgeirs fyrir Mannréttindanefnd í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan 19.00 þann 14. mars s.l. birtist svohljóðandi frétt: Mál Þorgeirs Þorgeirssonar rit- höfundar var flutt fyrir mannrétt- indanefnd Evrópu í Strassborg í morgun. Mannréttindanefndin telur ástæðu til að fjalla nánar um tvö af þeim fjórum atriðum sem Þorgeir vill að fari fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu. Annað þeirra varðar tjáningarfrelsi í samræmi við tíundu grein mann- réttindasáttmála Evrópu, en hitt snýst um fjarvera saksóknara við sum réttarhöld í opinberam mál- um eða sakamálum. Það sem ekki var talin ástæða til að fjalla nánar um er, að dómarinn sem dæmdi málið í Sakadómi Reykja- víkur hafi verið starfsmaður ríkis- saksóknara þegar málið var til meðferðar þar, og kvörtun Þor- geirs um að hafa ekki fengið að verja sig sjálfur fyrir Hæstarétti. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu og Gunnlaugur Classen ríkislög- maður voru viðstaddir málflutn- inginn í Strassborg, auk Þorgeirs Þorgeirssonar sjálfs og Tómasar Gunnarssonar lögmanns hans. Mál þetta spratt út af harðri gagnrýni sem Þorgeir beindi að lögreglunni fyrir fáeinum áram, meðal annars í tilefni af handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns, og var dæmdur í sektir fyrir á báðum dómstigum á grundvelli 108. greinar hegningarlaganna þar sem segir að ekki megi hafa í frammi skammaryrði eða aðrar móðganir í garð opinberra starfs- manna, þó sannar séu. Það var ríkið sem saksótti Þorgeir, fyrir hönd lögreglunnar. Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri sagði í samtali við fréttastofuna fyrir stundu, að búast mætti við, að nokkrir mánuðir liðu áður en ljóst yrði hvort málið færi fyrir sjálfan mannréttindadómstól Evrópu. Rétt er með það farið í þessari frétt að munnlegur flutningur málsins fyrir Mannréttindanefnd Evrópu fór fram morguninn 14. mars. Hitt er nokkuð brenglað. Það voru tilaðmynda ekki fjögur atriði heldur tíu atriði sem ég hafði talið athugaverð í gangi þessa sakamáls gegn mér. Og ég kærði þessi atriði undir þrjár greinar Mannréttindasáttmáians: undir 6. grein sem tryggir sökuð- um manni óhlutdræga dómsmeð- ferð, undir 8. grein sem tryggir öllum þegnum helgi einkalífs og undir 10. grein sem tryggir öllum frelsi orða sinna. Af atriðunum tíu sem ég hafði beðið nefndina að skoða vora tvö meginatriði sem ég frá upphafi málsins hafði verið að mótmæla. í fyrsta lagi tel ég að 108. grein hegningar- laganna íslensku, þar sem sektum er látið varða að segja sann- leikann um opinbera starfsmenn sé óhafandi í löggjöf lands sem hefur undirritað Mannréttinda- sáttmála Evrópu. í öðra lagi tel ég að réttarfari í Sakadómi Reykjavíkur sé áfátt því dómarar fara þar með saksóknarvald til viðbótar við dómsvald og rann- sóknarvald. Hin átta atriðin tengjast öll þessum tveim megin- atriðum. í niðuistöðu Mannréttinda- nefndarinnar sem aðilum málsins var kynt símleiðis þá samdægurs um nónbil era þessi tvö megin- atriði talin gild ástæða fyrir nefndina til að taka málið upp og flytja það fyrir Mannréttinda- dómstólnum. Það er því nú þegar ljóst að málið verður flutt fyrir dómstólnum vegna þess að nefndin telur að fyrir liggi sann- anir um brot á 6. og 10. greinum sáttmálans. Þetta er vitaskuld aðalatriði málsins og lítill vegur að skrökva sig frá því. Drátturinn sem orðið hefur á þessari leiðréttingu minni stafar af því að nú fyrst er ég með þessa niðurstöðu Mannréttinda- nefndarinnar skriflega í höndun- um. Þótti ráðlegra að treysta ekki minni mínu um símtalið, enda blasti við mér hvernig ráðuneytis- stjóranum hafði mistekist að muna þetta rétt og hafði hann þó tilhjálp ríkislögmanns og prófess- ors við Háskóla Islands sem með honum voru þama í Strassborg. Þó hins síðarnefnda sé að vísu ekki getið í útvarpsfréttinni. Þorgeir Þorgeirson r* Fimmtudagur 29. mars 1990 ÞJÓÐVIUJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.