Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 1
Þjóðhátíö þjófstartað. Krakkarnir á dagheimilunum (Seljahverfi „þjófstörtuðu" þjóðhátíðinni íj gær með skrúðgöngu sem fór um hverfið undir lúðrablæstri og kom við í Seljahlíð, vistheimili aldraðra, og tók þar lagið við góðar undirtektir eldri borgaranna. Mynd: Kristinn Grafarvogur Vilji íbúa hunsaður Þessi ákvörðun borgaryfir- valda að hafna alfarið kröfu okkar um að móttöku- og sporp- böggunarstððinni yrði valinn annar staður en í Gufunesi er okkur mikil vonbrigði. Þar með er eindreginn vilji fbúanna að engu hafður, sagði Guðmundur Guðmundsson formaður íbúa- samtaka Grafarvogs. Borgaryfirvöld hafa tilkynnt íbúasamtökum Grafarvogs að þau hafni kröfu þeirra um að finna annan stað en í Gufunesi fyrir móttöku- og böggunarstöð fyrir sorp af höfuðborgarsvæð- inu. Þann 15. maí síðastliðinn voru borgarstjóra afhentar undir- skriftir 1278 íbúa í Grafarvogi, 18 ára og eldri, þar sem mótmæít var staðsetningu móttöku- og bögg- unarstöðvar fyrir sorp í Gufu- nesi. Að sögn Guðmundar sögðu þá borgarfulltrúar úr öllum flokkum að sjálfsagt væri að hlusta á raddir fólksins og vilja þess. Þá var af hálfu borgarinnar sett á fót viðræðunefnd sem í áttu sæti Davíð Oddsson borgarstjóri, borgarfulltrúarnir Katrín Fjeld- sted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurjón Pétursson en frá Lágfóta Með fleiri spena en hún þarf Páll Hersteinsson veiðistjórí hefur varpað fram þeirri kenningu að íslenski refurinn sé upprunalega koininn af mun frjó- samari stofni refa en hann er nú. Páll dregur þá ályktun af því að spenafjöldi íslenskra refa er miklu meiri en þörf krefur miðað við frjósemi og henti miklu frekar hinum frjósömu freðmýrarefum. Þessa kenningu sína setur veiðistjóri fram í fréttabréfi emb- ættisins. Því miður hefur spena- fjöldi hvergi verið rannsakaður meðal heimskautarefa og því er ekki hægt að bera þá saman við íslenska refi að þessu leyti. Að sögn Páls liggur skýringin á þessu í mismunandi fæðufram- boði. Á freðmýrunum eru læm- ingjar og fleiri nagdýr aðalfæða refa en stærð þessara stofna sveiflast hinsvegar mjög mikið og nær hámarki á 3-5 ára fresti. Við þær aðstæður hefur frjósemi mel- rakkans þróast á þann veg að framleiða sem flesta yrðlinga þegar fæðuframboðið er hvað mest og mestar líkur á að ein- hverjir þeirra lifi og svo öfugt. Hér á landi er þessu öðruvísi farið. Fæðuframboðið breytist tiltölulega lítið á milli ára og þær aðstæður sem ýta undir mikla frjósemi eru ekki fyrir hendi. Páll segir að hér hafi væntanlega verið mikið um tófur flest ár, miðað við freðmýrar heimskautalandanna og því hefur mikill tími og orka farið í að verja umráðasvæðin fyrir ókunnum tófum sem þrýstu á um landsvæði. Samkeppnis- hæfni hefur því væntanlega skipt meira máli en mikil frjósemi. Það er til lítils að eignast marga yrð- linga ef ekki gefst tími til að fram- fleyta þeim vegna ágangs annarra refa. -grh Kvennalista Bryndís Brandsdótt- ir. Auk þeirra voru í viðræðu- nefndinni embættismenn borgar- innar og forstöðumaður sorp- böggunarstöðvar höfuðborgar- svæðisins. Viðræðunefndin átti tvo fundi með fulltrúum íbúasamtakanna. Guðmundur Guðmundsson sagði að í viðræðunum hefðu full- trúar íbúasamtakanna ítrekað kröfu íbúanna en án árangurs því á seinni fundinum hefði þeim svo verið tilkynnt ákvörðun borgar- yfirvalda. Auk þess að mótmæla stað- setningu sorpböggunarstöðvar- innar mótmæltu fbúar Grafar- vogs akstri opinna sorpbíla í gegnum hverfið, þar sem sorp væri sífellt að detta af þeim á göt- ur hverfisins sem af væri hinn mesti sóðaskapur. Sömuleiðis mótmæltu þeir því að iðnaðarúr- gangur væri fluttur í gegnum hverfið. Formaður íbúasamtaka Graf- arvogs, Guðmundur Guðmunds- son, sqagðist í gær ekki vita hver yrðu viðbrögð íbúanna. Stjórn Ibúasamtakanna hefur ekki kom- ið saman til fundar til að ræða þessa ákvörðun borgaryfirvalda. -grh Rússland Miðjumaður forsætis- ráðherra Þing rússneska sambandslýð- veldisins kaus þvf forsætisráð- herra í gær og varð fyrir valinu ívan Sflajev, sem sagður er vera hófsamur umbótamaður. Við- horf hans í efnahagsmálum eru að líkindum svipuð og Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta. Sflajev náði kosningu í annarri umferð. Helsti keppinautur hans um embættið var Míkhaíl Bok- harov, sem beitir sér fyrir hraðri innleiðslu markaðskerfis og er stuðningsmaður Borísar Jeltsín, er kjörinn var Rússlandsforseti fyrir þremur vikum. Eru þessi úr- slit því talin ósigur fyrir Jeltsín og mega að lfkindum kallast að sama skapi sigur fyrir Gorbatsjov. í fyrri umferð atkvæðag- reiðslunnar vantaði Sílajev eitt atkvæði til ná kjöri, en til þess þarf helming atkvæða. Jeltsín, sem sá hvert vindurinn blés, hvatti þá stuðningsmenn sína til að kjósa Sílajev í annarri umferð og kvað hann hafa reynst vel er hann var aðstoðarforsætisráð- herra Sovétríkjanna. Er þetta í samræmi við ummæli Jeltsíns undanfarið, þess efnis að hann vilji samkomulag og samvinnu við Gorbatsjov og aðra miðju- menn í sovéskum stjórnmálum. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.