Þjóðviljinn - 16.06.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Síða 2
FRETTIR Listahátíð Listakrásum að Ijúka ítölsk sópransöngkona, hollenskt leikhús, barnaballett og 17:17 á lokadegi hátíðarinnar ennan síðasta dag Listahátíð- ar verður 17:17 að vanda í Austurstræti qg inni á Café Hressó. Dagskráin í miðbænum hefst kl. 14, en á kaffihúsinu hefst dagskráin kl. 21 og verður mikið um dýrðir. M.a. leikur hljóm- sveitin Júpiter. Hin íturvaxna Fi- amma Izzo d'Amico syngur í Háskólabíói, en það mun vera löngu uppselt á þá tónleika. í kvöld verður Mexíkanskur hund- ur sýndur í annað sinn í Borgarl- eikhúsinu, og í íslensku óperunni sýnir íslenski dansflokkurinn Palla og Palla tvisvar í dag. Við hefðum eflaust getað hald- ið tíu til fimmtán sýningar á t>an Fransiskó Ballettinum, svo vin- sæll var hann, segir Egill Helga- son blaðafulltrúi Listahátíðar. Vinsældir Les Negresses Vertes komu okkur nokkuð í opna skjöldu, og einnig er ljóst að 17:17, uppákomur í miðbænum, var eitthvað sem vantaði án þess að nokkur hefði tekið eftir því. Hvað fjárhagsstöðu hátíðar- innar varðar, segir Egill að of snemmt sé að segja nokkuð um hana því að hún verði ekki gerð upp fyrr en seinna í sumar, en þeim líst alls ekki illa á dæmið. Vandamálið er að íslendingar borga nær allir með greiðslukort- um þannig að okkur vantar reiðufé, segir Egill. Nú þegar Listahátíð 1990 er lokið verður ráðið nýtt starfsfólk til að sjá um næstu hátíð, og er það skoðun Egils að þar með fari dýrkeypt reynsla í vaskinn. Starfsmenn hátíðarinnar hafi m.a. komið sér smám saman upp samböndum við erlenda lista- menn, og verði hver nýr framkvæmdastjóri að eyða mikl- um tíma í að koma sér upp slíkum samböndum. Best væri, að sögn Egils, að starfsfólk skrifstofu Listahátíðar væri ráðið til a.m.k. fjögurra ára. Einnig gæti reynst vel að láta hluta fráfarandi stjórn- ar starfa áfram í þeirri næstu, í stað þess að skipta alveg um stjórn í hvert skipti. Týnda kynslóðin bíður spennt eftir Listahátíðaraukanum, og mun miðasala á tónleika Bob Dylans hefjast 20. þessa mánaðar kl. 16 í Laugardagshöllinni. Menn geta einnig keypt miða á kort í gegnum síma, en engir mið- ar verða teknir frá. Miðaverð á tónleikana er ekki fastákveðið, en að sögn Egils verður það á bilinu fjögur til fimm þúsund krónur. Tæplega þrjú þúsund miðar verða í boði, fleiri rúmar Laugardagshöllin ekki í sæti. Frú Vigdís Finnbogadóttir sýnir Per Saugman forstjóra Blackwell eithvað skondið í einni af gjafabókunum. Einar Sigurðsson yfirbókavörður hefur einnig gaman af athugasemd forsetans. Mynd: Kristinn. Háskóiabókasafnið Sýning á bókagjöf Útivera Sólstöðu- gangan 1990 Sólarhringsganga 21. júní Sólstöðugangan 1990 hefst kl. 23.30 miðvikudagskvöldið 20. júní að Görðum á Alftanesi. Þetta er sjötta árið sem farið er í sól- stöðugöngu kl. 24 fimmtudagskvöldið 21. júní. Gengið verður frá Görðum að Lambhússtjörn og kveikt þar fjörubál kl. 1. Síðan verður gengið austur með ströndinni og úr Amarnesvoginum sveigt yfir á gömlu þjóðleiðina til Garða. Á leiðinni verður horft á sólarupp- rás kl. 2.54 við Eskineseyrar. Þaðan verður farið í sjóferð frá bryggjunni í Stálvík og siglt út Skerjafjörð, fyrir Gróttu og inn með eyjum og um sund á Kollaf- irði. Lagst verður að bryggju í Sundahöfn kl 6.30. Eftir að árbítur hefur verið snæddur leggur morgungangan af stað frá Sundakaffi kl. 7 og gengið verður yfir Laugarholtið niður að Þvottalaugunum í Laugardal, þaðan verður gengið eftir Sundlaugavegi niður á Sæ- tún og upp Rauðarárstíg á Mikla- tún. Kl. 9 heldur gangan áfram frá Kjarvalsstöðum um mið- og austurborgina. Kl. 20 við Árbæj- arsafn breytist gangan í kvöld- göngu niður Elliðaárhólma, Fossvogsdal, með Fossvogi upp í Öskjuhlíð, en þar lýkur göngunni með því að fólk safnast saman vestan í Öskjuhlíð frá kl. 23.30 til sólarlags kl. 24.04. Ianddyri Háskóla íslands var í gær opnuð sýning á bókum og tímaritum, sem útgáfufyrirtækið Blackwell Scientific Publications í Oxford hefur geflð Háskólabóka- safninu á undanförnum árum. Gjöfin var veitt í tilefni heim- sóknar forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, til Oxford Fyrirtækið Bakki hf. í Ólafsvík hefur keypt annan af tveimur árið 1982. Forgöngu um gjöfina hafði Per Saugman, forstjóri Blackwell, en hann var viðstadd- ur opnun sýningarinnar í gær. Strax árið eftir heimsókn frú Vig- dísar bárust fyrstu ritin til Há- skólabókasafnsins, en alls hefur safnið tekið á móti 3000 bindum bóka og tímarita frá útgáfunni síðan. auglýst til sölu og með bátnum fylgir um 500 tonna kvóti. Þá er fullur vilji fyrir því meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Ólafsvík að kaupa hinn bátinn til að koma í veg fyrir að kvóti hans hverfl úr plássinu. Árni Albertsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins sem er aðili að meirihluta bæjarstjórnar Ólaf- svíkur, segir að tillögu minnihlut- ans um að ganga til samninga við eigendur Stakkholts með það í huga að kaupa fyrirtækið og gera það síðan að almenningshlutafé- lagi hafi verið vísað frá. Ástæð- urnar fyrir því hafi einkum verið þær að á sama tíma hafi hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Gjafasendingar Blackwell- útgáfunnar hafa staðið lengur en ætlað var í upphafi, en þeim lýkur í ár með afhendingu á mjög stórri sendingu, en með því vill forlagið minnast þess að Háskólabóka- safnið verður 50 ára á þessu ári. Sýningin stendur til 28. júní. bænum verið að gera fleiri en eitt tilboð og önnur á leiðinni og því fásinna af bæjarsjóði, í ljósi fjár- hagsstöðu hans, að vera að keppa við heimamenn. í annan stað hafi núverandi bæjarstjórnarmeirihluti gert allt sem í hans valdi stendur til að efla atvinnulífið í bænum í stað orða- gjálfurs fráfarandi bæjarstjóra. En á undanförnum fimm árum hefur fjöldi báta og kvóti þeirra verið seldur burt úr bænum. „Okkar stefna er að sýna athafnir í stað orða og framkvæma hlutina með það fyrir augum að efla atvinnulífið í bænum,“ sagði Árni Albertsson. -grh Kvikmyndasjóður 6 miljóna aukafjárveiting Kristín Jóhannesdóttir fær miljón króna styrk til við- bótar til undirbúnings kvikmynd- arinnar Svo á jörðu og Óskar Jónasson 400 þúsund krónur til undirbúnings kvikmyndarinnar Vont efni, úr kvikmyndasjóði Is- lands. Ríkisstjórnin samþykkti í vor að veita aukalega 6 miljónum króna til kvikmyndamála og aug- lýsti kvikmyndasjóður eftir um- sóknum um undirbúnings- og tapstyrki að upphæð 5 miljónir króna, en sjóðurinn ráðgerir að fá þá einu miljón sem á vantar til úthlutunar í haust. Aðeins tveir undirbúnings- styrkir voru veittir en sjö tap- styrkir. Fyrirtækin Hrif og Umbi fengu sína miljónina hvort, Leik- fjallið 100 þúsund krónur og fjór- ir aðstandendur Atómstöðvar- innar 375 þúsund hver. -Sáf -Sáf Athafnir í stað orða Bakki hf. hefur keypt annan bátinn og 500 tonna kvóta af Stakkholti bátum sem Stakkholt hf. hafði Keflavík Umboðslaus meirihluti Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna og Framsókn- arflokks er myndaður var í Kefla- vík eftir bæjarstjórnarkosning- arnar á dögunum, hefur enn ekki tekið við stjórnartaumum bæjar- félagsins þar sem kjörbréf hafa ekki verið gefln út á nýja bæjar- fulltrúa. Ástæða þessa dráttar á að nýr meirihluti taki við, stafar af því að umboðsmaður framboðslista Alþýðubandalagsins kærði til bæjarfógetans í Keflavík með- ferð yfirkjörstjórnar á vafaat- kvæðum sem upp komu við at- kvæðatalninguna. Nefnd, sem skipuð var til að úrskurða um kæruna, hefur frest til 25. júní til að ljúka störfum. Meðan nefndin hefur ekki kveðið upp sinn úrskurð, getur nýr meirihluti ekki tekið við og því situr fráfarandi bæjarstjórnar- meirihluti Alþýðuflokksins áfram sem starfsstjórn fyrir bæjarfélagið. -rk Stígamót Fjársöfnun í fræðsluátak Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi hafa nú starfað í rúma þrjá mánuði. Á þeim tíma hafa yfir 100 þolendur kynferðis- legs ofbeldis og aðstandendur þeirra leitað aðstoðar í miðstöð- inni. Stígamót hlutu 2,3 m. kr. ríkisstyrk til starfseminnar en sú upphæð dugir ekki til þeirrar fræðslustarfsemi sem aðstand- endur miðstöðvarinnar vilja vinna að og því á nú að hefja fjár- söfnun. Söfnunin er með tvennu móti, annars vegar styrktarmanna- kerfi, og geta þeir sem vilja styr- kja Stígamót haft samband við miðstöðina, og hins vegar merkjasala sem fram fer þriðju- daginn 19. júní. Merkin verða seld á 300 kr. og geta þeir sem vilja leggja málefninu lið með merkjasölu komið í Vesturgötu 3. Að sögn Ingibjargar Guð- mundsdóttur hjá Stígamótum er fyrirhugað að halda námskeið á Þelamörk í Eyjafirði í lok ágúst fyrir þá sem hafa afskipti af kyn- ferðisafbrotum, t.d. barnavern- darfólk og starfsfólk í heilsu- gæslu. Fjöldi erinda hefur borist um kynningu og námskeið en sem fyrr segir skortir fé til að sinna þeim. Þess má geta að um síðustu helgi voru kærðar fjórar nauðganir og sagði Ingibjörg slík mál algengari á sumrin en á vet- urna, gagnstætt því sem margir haída. _yd_ Kaupmenn Varað við launa- hækkunum Samstarfsráð verslunarinnar, sem í eiga sæti Verslunarráðið, Kaupmannasamtökin og stór- kaupmenn, hefur áhyggjur af auknum væntingum um launa- hækkanir f kjölfar bætts efna- hagsástands. Samstarfsráðið hvetur jafnt fé- lagsmenn sína sem og stjórnvöld til að standa í lengstu lög gegn launa- og verðlagshækkunum, svo stöðugleika í efnahagsmálum verði ekki stefnt í tvísýnu. Jafnframt skorar ráðið á stjórnvöld að þau standi við fyrri yfirlýsingar um niðurfellingu jöfnunargjalds og að horfið verði frá að fella niður greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli í því skyni að stuðla að sem stöðugustu verðlagi. _rk 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.