Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Seyðisfjörður Gjaldkerinn lændi bankann Pappír settur í stað rúmlega 5.6 miljóna króna Aðalgjaldkeri Landsbankans á Seyðisfirði viðurkenndi í gær að hafa dregið sér rúmar 5,6 milj - ónir króna úr geymslu Seðla- bankans í bankanum, og hafa sett pappírsbúnt í stað peninganna. Gjaldkerinn var handhafi annars af tveimur lyklum sem gengu að hirslunni. Útvarpið greindi frá þessu í kvöldfréttum í gær og auk þess að gjaldkerinn hefði staðið einn að fölsuninni. Málið komst upp á þriðjudag sl. þegar starfsmenn Landsbank- ans á Seyðisfirði ætluðu að ná í seðla í geymsluna. Þá kom í ljós að pappír hafði verið settur í stað seðla í bunkana. Til að komast inn í geymsluna þarf tvo lykla. Trúnaðarmaður Seðlabankans á staðnum var því ætíð viðstaddur þegar gjaldkerinn kom peninga- búntunum fyrir, en hann gat ekki vitað að í búntunum var pappír sem var lítils virði, því peningas- eðlar voru yst í búntunum. Yfirheyrslur hófust í gærmorg- un yfir starfsmönnum Lands- bankans, sem lyktaði með því að aðalgjaldkerinn játaði verknað- inn. ns. Bretadrottning Þrír íslendingar heiðraðir Hennar hátign Elizabeth II Bretadrottning hefur ákveðið að heiðra þrjá íslendinga fyrir þjón- ustu þeirra við Breska sendiráðið og fyrir að gæta hagsmuna Bret- lands á íslandi. Þau sem heiðurinn hljóta eru Hilmar Foss löggiltur skjala- þýðandi og dómtúlkur, Aðal- steinn Jónsson vararæðismaður Bretlands á Akureyri og Inga Wendel bókari í Breska sendi- ráðinu í Reykjavík. Öll þrjú hljóta þau sæmdar- heitið „Honorary Member of the Order of the British Empire". V _ | Wjt" - a mm A | LUg ^Hnp:: *-$t ^^wM Bvvfl KW^ ^Blilll _^^B iH I&S ... .*j '4 KL ¦..' ¦ ^ tt' ¦'" ' 1 Hfl BT .-#«' ÉL Bandarísku kvenskörunqarnir ífylgdarliði Betty Friedan komu til landsins í gær, og var myndin tekin á Hótel Borg skömmu seinna. Á myndina vantar leikkonuna Dukakis. Mynd: Kristinn. Kvennabarátta Kjamakonur í heimsókn Itilefni af því að 75 ár eru liðin frá þvi að íslenskar konur fengu kosningarétt hefur Kven- réttindafélag íslands boðið kvenréttindafrömuðinum Betty Friedan í heimsókn. í för með henni eru nokkrar bandarískar konur sem vildu af eigin raun kynna sér stöðu kvenna í stjórnmálum, og einnig hvernig staðið er að málefnum barna og fjölskyldna á íslandi. Konurnar eru Kathleen L. Bonk framkvæmdastjóri fjöl- miðla- og upplýsingastofnunar í Washington, sem beitir sér fyrir jafnréttis-, mannréttinda- og um- Fullt nafn Þau mistök áttu sér stað í Þjóð- viljanum á fimmtudag, að við les- endabréf um formann Alþýðu- bandalagsins voru einungis upp- hafsstafir bréfritara, en þar átti að vera fullt nafn hans. M.F. heitir fullu nafni Magnús Finn- bogason. Fyrirtækjalæknar í frétt um fyrirtækjalækna á forsíðu Þjóðviljans á fímmtudag urðu þau mistök að starfsmenn fyrirtækjanna voru sagðir skikk- aðir til að leita til fyrirtækislækni- sins, en ekki til heimilislæknis síns. Það er ekki rétt því heimilis- læknum er ekki meinað að annast sjúklingana. Hinsvegar eru starfsmennirnir skikkaðir til að hafa auk þess samband við fyrirtækislækninn svo hann geti fylgst með. Hann kemur því inn í dæmið sem eftirlitsaðili en það kemur meðferð sjúklingsins ekk- ert við. Hana annast áfram heim- ilislæknirinn. hverfismálum. Hún hefur lengi starfað með Betty Friedan, og hafði forgöngu um komu kvenn- anna. Diana M. Meehan er dokt- or í fjölmiðlafræði og kvikmynd- aframleiðandi. ClaudiaM. Dissel er aðstoðarframkvæmdastjóri Rannsóknaráðs Vísindasíofnun- ar Bandaríkjanna í Washington og vinnur einkum að því að fjölga konum í raungreinum. Ann Berghout Austin er dósent og doktor í þroskasálfræði við há- skóla Utha fylkis. Rae K. Grad er framkvæmdastjóri fyrir alríkis- nefnd um varnir gegn ungbarna- dauða í Washington, og doktor í heilbrigðisfræðslu. Marsha Ren- wanz doktor í mannfræði er sér- fræðingur fyrir alríkisnefnd um varnir gegn ofbeldi og misnotkun á börnum. Jarðfræðingurinn K. Krohn slóst og í för með hópnum á síðustu stundu. Þá er eftir að nefna þá konu sem menn þekkja hér á landi, leikkonuna Olympiu Dukakis, sem útnefnd var til ósk- arsverðlauna í fyrra fyrir leik sinn í myndinni "Moonstruck". Þessar sprenglærðu og virtu konur munu dveljast hér á landi í nokkra daga, en Kvenréttindafé- lagið skipulagði heimsókn þeirra. Betty Friedan mun halda opin- beran fyrirlestur í Odda, hugvís- indahúsi Háskóla íslands, næstkomandi fimmtudag kl. 20.30. BE Kristileg fjölmiðlun Frelsið fyrir bí Útvarpsstöðin Alfa aftur íloftið. Frjáls kristi¦ leg fjölmiðlun verður Kristileg fjölmiðlun Fyrirtækið Frjáls kristileg fjöl- miðlun sem rak útvarpsstöð- ina Alfa, er nú gjaldþrota og hef- ur íslandsbanki hf. höfðað mál á hendur framkvæmdastjóra þess, Eiríki Sigurbjörnssyni. Frjáls kristileg fjölmiðlun var í eigu Eiríks og fjölskyldu hans. Eins og margir vita var ein- göngu flutt kristileg tónlist á Alfa og trúarlegur boðskapur. Að sögn Gunnars Þorsteinssonar forstöðumanns Krossins, sem stundar kristilegt starf, tengdist Krossinn ekki Frjálsri kristilegri fjölmiðlun, né Alfa. Það fyrir- tæki hefði alfarið verið í höndum Eiríks Sigurbjörnssonar. Gunnar sagði að eftir að Frjáls kristileg fjölmiðlun varð gjald- þrota, hefðu flest kristileg samfé- lög á höfuðborgarsvæðinu sam- einast um stofnun nýs fyrirtækis, Kristilegrar fjölmiðlunar. „Við stefnum að því að koma Alfa aft- ur í loftið um mánaðamótin næstu," sagði Gunnar. „Við köllum þetta fyrirtæki Kristilega fjölmiðlun. Nú verður allt með nýrri skipan og frelsið er búið. Það verður ekkert „frjálsræði" í þessum málum!" sagði Gunnar Þorsteinsson. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við Eirík Sigur- björnsson, bar það ekki árangur. ns. Hugbúnaðariðnaður 300nystörf Um 50 hugbúnaðarfyrirtæki eru starfandi á íslandi og er meðalaldur þeirra einungis fimm ár. Meðalstarfsmannafjöldi þeirra er sex manns. Miðað við þetta má segja að á sl. fimm árum Iiafi íslensk hugbúnaðarfyrirtæki skapað um 300 ný störf. Þetta kemur fram í könnun sem Þróunarfélag íslands, Iðn- lánasjóður og Félag íslenskra iðnrekenda hafa nýlokið við að gera. í könnuninni var lögð sér- stök áhersla á að kanna mögu- leika þessara fyrirtækja til út- flutnings. Það kom fram að helsta vandamál hugbúnaðarfyrirtækj- anna er hvað þau eru fjárhags- lega veikburða og hafa ekki yfir að ráða reyndu starfsfólki til að annast sölu og markaðsmál er- lendis. Hins vegar eru þau talin eiga góða möguleika hér heima. Fyrirtækin eru almennt talin á háu tæknistigi og starfsfólk þeirra vel menntað á sviði hugbúnaðar og forritunar. Heildarþróunar- vinna fyrirtækjanna er talin nema um 800 miljónum á fimm ára tímabili. Fyrirtækin sem könnuð voru eru sjálfstæð einkafyrirtæki, en ríkisreknar stofnanir og tölvu- deildir stórfyrirtækja voru ekki teknar með. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni er ljóst að þessi hugbúnaðarfyrirtæki eiga í harðnandi samkeppni við ýmsar ríkisreknar stofnanir, sem að undanförnu hafa byggt upp eigin kerfisfræðideildir í stað þess að kaupa þjónustu frá einkafyrir- tækjum. Það er talið brýnt hagsmunamál að þessu sé snúið við, og að ríkið geri verksamn- inga við lítil sjálfstæð hugbúnað- arfyrirtæki. ns. HELGARRUNTURINN G AGN og gaman er listasmiðja fyrir börn sem starfrækt var á Listahá- tíð, í dag kl. 14 gefst mönnum kost á því að sjá afrakstur smiðjunnar á sýningu í Gerðubergi sem hefst með leikþættinum í hafsins djúpi. í Miðbæjarskólanum er einnig sýning á verkum barna, þar er til sýnis list barna og unglinga sem sendu inn verk ísamkepnni sem Listahátíð stóð fyrir. Á sýningunni kennir margra grasa, málverk, Ijóð, skúlptúrar, myndbönd, teiknimyndasögur og fleira. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Listahátíð er að renna sitt skeið á enda og eru síðustu forvöð að sjá f lestar þær sýningar sem haldnar voru á hennar vegum þessa helgi. MEXÍKANSKUR hundur er heiti á allsérstæðum gesti Listahátlðar, leikhóp f rá Hollandi sem sýnir verkið Norðurbærinn í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 21.30. Verkið er blanda af samtölum, tónlist og kvikmyndum, og er leikið á ensku. Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar kallast leikgerð Halldórs Laxness sem er samsetning ævintýra og Ijóða þjóð- skáldsins sem frumsýnd verður á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 21. Tón- listina samdi Páll ísólfsson. Á morgun mun Þjóðhátíðarnefnd bjóða mönnum á sýninguna í tilefna dagsins. (kvöld er allra síðasta tækifær- ið til að kynnast hinni glaðbeittu Sigrúnu Ástrósu á Litla sviði Borgar- leikhússins kl. 20. áður en hún heldur í leikferð um landið. Á ferð sinni gæti hún rekist á ísaðar gellur úr Alþýðuleikhúsinu sem í kvöld eru staddar á (safirði og leika í Alþýðuhúsinu kl. 21.15. Annað kvöld kl. 20.30 gefst svo íbúum Suðureyrar kostur á að sjá gellurnar. PALLI og Palli er nýstárlegur barnaballett sem íslenski dansflokkur- inn sýnir á Listahátíð í íslensku óperunni kl. 14.30 og 17 í dag. Sylvía von Kospeth samdi þennan fjöruga bamaballett, sem eingöngu gefst kostur á að sjá í dag. Miðbæjarfjörið undir yfirskriftinni 17:\7 hefst í dag kl. 14 með því að Þjóðdansafélagið stígur dans, eitthvað riútíma- legri verða síðan vafalaust hopp nemenda dansskóla Hermanns Ragnars og Jóns Péturs og Köru. Inni á Café Hressó hefst fjölbreytt dagskrá kl. 15. Trúbadúrar troða upp, og Leikfélag Mosfellssveitar mætir auk fleiri góðra gesta. Þegar kvelda tekur tekur ekki síðri dág- skrá við á kaffihúsinu með söng, Ijóðalestri og hljóðfæraleik. Sama kvöld verður ekki síður stuð í Höllinni þegar rokkað verður til styrkta landgræðslu frá kl. 20. Sykurmolarnir, Risaeðlan, Bootlegs, Megas, Síðan skein sól, Bubbi kóngur, Todmobil og Sálin hans Jóns míns trylla lýðinn fram á nótt. Og þá verður kominn 17. júní og húllum hæ út um allt land. Margt býðst til að stytta stórum og smáum stundirnar á þjóðhátíðardaginn og er dagskrána ( Reykjavík að finna í blaðinu. SPAUGSTOFAN er á ferð um landið og auk þess að sýna gaman- leikinn I gegnum hljóðmúrinn leita þeir logandi Ijósi að léttustu lund landsins. Á þjóðhátíðardaginn verða þeir í Hótel Borganesi, síðan fara þeir félagar ásamt Ragnari Reykás á sínum fjallbíl hringinn. Laugardagur 16. júní 1990 IÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.