Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 4
pj OÐ VILJIN N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar 17. JUNI Þjóðhátíð Þótt Sjómannadagurinn sé í reynd ekki síðri mann- fagnaður og slái jafnvel út þjóðhátíðardaginn 17. júní sem byggðahátíð víða með ströndum íslands, þá felst í minn- ingunni um fæðingardag Jóns Sigurðssonar forseta sú tenging við söguna sem ekki veitir af í tíðinni. Hefðbundin hátíðahöld og þjóðræknistal, sem ýmsir kenna við klisjur, verður hvort sem mönnum líkar betur eða verr ramminn utan um verðmætið. Ytra borð 17. júní dylur hæglega þá djúpstæðu þætti sem sjálfstæði lýðveldisins á rætur sínar að rekja til. Margt bendir því miðurtil þess að æska landsins geti glatað mörgu úr þeim arfi sem fym' kynslóðir þessarar aldar bjuggu að. Hugsjónir og kenndir sjálfstæðistilfinning- arinnar, skilningurinn og staðfestan, sem voru áður eins stöðug í vitund fólks og fjöllin í kring, eru framtíðarþegnun- um ekki jafn sjálfsagt veganesti núna. Umræðan um stöðu Islands innan Evrópu, samvinnu við aðrar þjóðir og skuldbindingar, virðist stundum komin á svo þunnan ís, að lítt sem ekkert gæti þeirra hugmynda sem öllum voru svo nákomnar og sjálfsagðar fyrir fáeinum ára- tugum. Orðið „þjóðlegur" hefur jafnvel komist í röð hálf- gerðra skammaryrða, að minnsta kosti í vissum samsetn- ingum og tengingum. Þeir eru stundum álitnir íhaldsmenn og þröskuldar í vegi framfara, sem vilja fara með mestri gát í viðskiptum við umheiminn. Við erum orðin svo vön fullveldi og sjálfstæði, að við tökum það full oft sem sjálfgefna staðreynd. Daglega heyr- um við nú hins vegar fregnir af þjóðum Austur-Evrópu, og innan Sovétríkjanna, sem fikra sig að marki fullveldis og aukins frelsis. Af því máli þeirra þjóða sem hingað berst má glögglega merkja allar þær fögru væntingar og eldmóð, sem fylgir framtíðarvonum nýfrjálsra þjóða. Sumt af því þekkjum við úr eigin arfi, annað er nýtt. En hvergi heyrist talað um nauðsyn þess að samlagast öðrum menningar- eða viðskiptaheildum með slíku hraði, að tunga eða þjóð- emi geti verið í hættu. Þvert á móti þá vex mállýskum og þjóðernishópum fiskur um hrygg hvarvetna, þeir leita réttar síns, koma sér upp fjölmiðlum og fá í auknum mæli viður- kenningu á því að hefðir þeirra eigi að varðveita og efla. Allur vafi, sem á því kann að leika, hvort íslendingar geti tapað forræði yfir landi sínu og auðlindum eða glatað menn- ingarlegum þáttum, hlýtur að verða sjálfvirk bremsa á óða- got þeirra sem skemmst hugsa.eða miða við þrönga stund- arhagsmuni. Af nógum fordæmum erað taka víða um heim, sem sýna að smáþjóðir, sem þó hafa átt sterka menningu og arfleifð, geta malast undir hervögnum, leikið af sér eða fyrirgert mikilvægum öryggisatriðum á furðu skömmum tíma. Og 17. júní má aldrei verða svo mikil umgjörð, meðan herseta er í landinu, að sú staðreynd felist bak við blöðrurog fána. Skáldið Sigurður Pálsson orðar það svo með tilvísan til bandaríska fánans í Ijóðinu Á hvíta örk sem birtist fyrir áratug í bókinni Ljóð vega menn: „Vitringar auðsins og valdsins fylgja blekkingarstjörnum á röndóttu klæði. Finna forynju auðsins og valdsins reifaða liggjandi íjötu dauðans." Það eru örlög okkar að hafa búið erlendri þjóð víghreiður í landi okkar, léð hér húsnæði fyrir „jötu dauðans", eins og skáldið kemst að orði. Sérhver 17. júní er fatlaður, meðan það ástand ríkir. En „samt grænka túnin þrjósk", segir skáld- ið, „enn skín sólin þrjósk", og: „Enn getum við útmáð Letur dauðans Leturauðsins Letur valdsins af hvítri örk landsins afgrænum túnum og dökkum hamraveggjum." V\ö getum það. ÓHT Það er spáð hægviðri um land allt á þjóðhátíðardaginn en að venju svo- lítilli úrkomu á Suðausturlandi og suðvesturhominu. Enda varla ann- að við hæfi á þjóðhátíð, eða hvað? ÞÞjóðhátíðardagurinn renn- ur upp á morgun og allt í kringum landið eru skipulögð hátíðahöld í tilefni dagsins. Veðurenglarnir leika helst við Norðlendinga að venju og þeir verða líklega þeir einu sem geta búist við sólarglætu. Reyndar er spáð ágætís veðri á þjóðhá- tíðardaginn um land allt, hægri sunnan og suðaustanátt. Hann á að haldast þurr vestan og norðanlands en líkur eru á úr- komu á Suðausturlandi. Á suð- vesturhorninu er spáð smá- skúrum enda varla hægt að halda þjóðhátíð ef ekki rignir svolítíð. Hátíðarhöld hefjast með hefð- bundnum hætti í Reykjavík með því að forseti borgarstjórnar legg- ur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu kl. Hæ, hó og jibbijei! Þjóðhátíð haldin um land allt 10. Síðan hefst hátíðardagskrá við Austurvöll kl. 10.40 og verður þar allt venjum samkvæmt. Skrúðgöngur verða frá Hall- grímskirkju og Hagatorgi og leggja þær af stað kl. 13.45. Skát- ar og lúðrasveitir fara fyrir göng- unum. Grín og glens ímiðbænum Skemmtidagskráin sem hefst kl. 14.00 i miðbænum verður á fjórum leiksviðum: í Lækjargötu, á Lækjartorgi, í Hallargarði og í Hljómskálagarði. Þar er allt einnig með hefð- bundnu sniði og fram koma ýms- ir skemmtikraftar. Meðal þess sem fyrir augu ber eru þrír íeik- hópar, glímusýning, Valgeir Guð- jónsson, Hjalti Úrsus, dansarar, Tóti trúður, Grétar Örvarsson og Sigríður Beínteinsdóttír, skemmtikraftar úr grunnskólum, Harmónikkufélag Reykjavíkur, Brúðubíllinn, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, fimleikasýning og götuleikhús. A tjöminni verða róðrarbátar, sýning módelbáta og fleira. Sund- mót verður í Laugardalslaug og skemmtikraftar munu heimsækja barnadeildir Landspítala og Landakotsspítala. Um kvöldið verður haldin skemmtun og tón- leikar í miðbænum með hljóm- sveitunum Sálinni hans Jóns míns og Stjórninni. Skemmtuninni lýk- ur klukkan 00.30. Skemmtun fyrir eldri borgara verður haldin í Glym. Á Kjarvals- stöðum verður leiksýningin „Úr myndabók Jónasar Hallgrímsson- ar" i leikgerð Halldórs Laxness. Strætisvagnarnir bæta við aukaferðum vegna hátíðarhald- anna og akstursleið nokkurra vagna sem fara um Lækjargölu er breytt. Síðustu ferðir frá miðborg- inni verða um kl. 1 eflir miðnætti. Bæjarstjóri af himnum ofan í Kópavogi hefst þjóðhátíð á því að nýskipaður bæjarstjóri Sig- urður Geirdal svífur niður á Rúts- tún í fallhlíf og setur hátíðina. Ar- Iegt víðavangshlaup U.B.K. verð- ur á Kópavogsvelli og hefst kl. 10. Kl. 13.30 fer skrúðganga frá Menntaskólanum á Rútstún og fer fánaborg skáta og Hornafiokkur Kópavogs fyrir göngunni. Þar lendir Geirdal siðan og setur há- tíðina sem fyrr segir og næsta númer er Rósa Ingólfsdóttir sem er fjallkona Kópavogs í ár. Að á- vörpum loknum hefst skemmti- dagskrá þar sem fram koma m.a. Sigfús Halldórsson, Friðbjörn Jónsson, Halli og Laddi, trúður, Brúðubillinn og Sálin hans Jóns mins. Tívolí og þrautabraut eru á staðnum og veitingar í kaffitjaldi. Kl. 17. hefst minningarleikur um Daða Sigurvinsson á Kópavogs- velli milli 3. fl. Í.K. og U.B.K. Stuö í Firðinum í Hafnarfirði hefst kl. 10 há- tíðarmót íþrótta- og leikjanám- skeiðanna í frjálsum íþróttum fyr- ir 5-12 ára börn. Þá verður keppt í knattspyrnu í 6. flokki. Kl. 14.15 leggur skrúðganga af stað frá Hellisgerði og kl. 15 hefst hátíð- arsamkoma á Thorsplani. Eftir hefðbundin ávörp fjallkonu og fleiri hefst fjölbreytt skemmtidag- skrá og verður margt um að vera. Hafnfirskar unglingahljómsveitir leika, minigolf verður á staðnum og Logi brunavörður heldur sér- staka hátíðarræðu. Kl. 20.30 hefst kvöldskemmtun á Thorsplani. Þar spilar Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Þú og ég dúóið syngur, danshóp- urinn Hress dansar, sigurvegarar Músíktilrauna 1990, Nabbla- strengirnir, kemur fram og að lok- inni dagskrá leikur hljómsveitin Stuðmenn fyrir dansi til kl. 1. Þess skal getið að ef veðurengl- arnir bregðast vonum manna verða hátíðahöld og kvöld- skemmtun færð inn í íþróttahús K.A. við Kaplakrika. Bæjarstjórn bregðuráleik Á Akureyri fara hátíðahöldin fram á íþróttavellinum eftir há- degi og á Ráðhústorgi síðdegis. Að venju setja hvítir kollar ný- stúdentanna svip sinn á bæinn. Kl. 13 verður lagt upp í skrúð- göngu frá Dynheimum að íþrótta- vellinum. Þar verður helgistund, flutt ávörp fjallkonu og nýstúd- ents. Af öðrum atriðum má nefna fallhlífarstökk og nýkjörin bæjar- stjórn bregður á leik. Skemmti- dagskrá með götuleikhúsi og öðru tilheyrandi hefst kl. 17 á Ráðhús- torginu og kvöldskemmtun kl. 21. Þar verður sungið og dansað til kl. 1. , Á ísafirði fer hátíðardagskrá- in fram á Sjúkrahústúninu. Að loknum ávörpum hefst skemmti- dagskrá með söng, dans og gríni og boðið upp á leiki og þrautir, hestaferðir, sælgætisflug og drekaflug. Á Þingeyri er boðið upp á grillveislu og haldið verður upp á 85 ára afmæli íþróttafélags- ins Höfrungs. Á Egilsstöðum hefst guðs- þjónusta kl. 13.30 og skrúðganga fer frá Egilsstaðakirkju að henni lokinni að sundlaug þar sem skemmtidagskrá fer fram. I Neskaupstað fer skrúðganga frá Kaupfélaginu að sundlaug kl. 13.15. Þar fer fram 17. júní mót Þróttar í sundi og kl. 15 verður pollamót í knattspyrnu á íþrótta- vellinum. Á Seyðisfirði er að venju skotið af fallbyssu í tilefni dags- ins kl. 13. Skrúðganga gengur að félagsheimilinu Herðubreið við undirleik lúðrasveitar og síðan hefst skemmtidagskrá. -vd. þJÓÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. R'rtstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleitsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heímir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim 3~iart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilbcrg Laviðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórí: Guörún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardottir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttjr. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttjr. Skrifstofa, afgreiðsla, riístjóm, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi rrf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.