Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 5
Um hvað verður rætt á íslandi? Alþjóðasamband búvöruframleiðenda hefur valið íslandsem ráðstefnustað um umhverfismál og fœðuöryggi í gær birti Nýtt Helgarblað Þjóð- viíjans niðurstöður 29. þings IFAP, Alþjóðasambands búvöru- framleiðenda varðandi neytend- ainál. Fróðlegar eru einnig álykt- anir ráðstefnunnar um umhverf- ismál, ekki síst í ljósi þess að þessi heildarsamtök bænda og búvöru- framleiðenda heimsins r hafa þekkst boð ríkisstjórnar íslands um að gangast fyrir alþjóðaráð- stefnu hérlendis um umhverfis- mál og nýtingu náttúruauðlinda. Náttúru- sættanleg þróun IFAP-þingið telur að rányrkja á auðlindum náttúrunnar og um- hverfisspjöll teljist ekki lengur staðbundin vandamál, heldur varði öll rfki sameiginlega. í svonefndri Brundtland-skýrslu, sem unnin var af Alþjóðanefnd Sameinuðu þjóðanna um um- hverfismál og þróun (World Commission on Environment and Development) undir forsæti Gro Harlem Brundtlands, er fjallað ítarlega um NÁTTÚRU- SÆTTANLEGA ÞRÓUN („Sustainable Development") undir yfirskriftinni „Sameiginleg framtíð okkar allra". Náttúrusættanleg þróun er skilgreind sem „félagsleg og efna- hagsleg þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að gengið sé á rétt komandi kynslóða á að nýta auðlindir náttúrunnar í framtíð- inni". Á þinginu var lýst yfir stuðn- ingi við niðurstöður Brundt- lands-skýrslunnar. Þingmenn voru sammála um að landbúnað- arstefna sem tæki mið af mark- miðum skýrslunnar vinni að skammtíma- og ekki síst langtím- ahagsmunum búvöruframl- eiðenda. Undirstrikað var að slík stefna felur í sér að öll þjóðríki stuðli að varanlegri endurnýjun landgæða - standi með öðrum orðum vörð um sjálfan grundvöll allrar matvælaframleiðslu: frjó- semi jarðvegs og hrein vatnsból og vinni gegn erfðamengun í dýr- um og plöntum. Hvað náttúru- og umhverfis- vernd snertir sitja þjóðir heims ekki við sama borð. Umhverfis- og náttúruvernd verður sífellt erfiðari viðfangs í þriðja heimin- um. Þar kemur aðallega til veikbyggð hagkerfi og fátækt. Af þeim sökum er hætta á rányrkju, mengun og ágangi á náttúruauð- lindir oft mikil, ekki síst þar sem mannfjölgunerhröð. íiðnríkj- unum blasir vandinn öðruvísi við. Þar glíma menn við erfðamengun MINNING Geir Jónsson Kveðja Þann 9. júní lést Geir Jónsson á átttugasta og áttunda aldursári. Honum var hvíldin kærkomin eftir langan dag. Sérstök er sú tilfinning þegar góður samferðamaður og vinur hverfur á vit annars heims. Máske er það líkast því, að strengur af manns eigin vitund slitni og hljómi ekki meir. Minnisstætt er mér þegar Geir bauð okkur hjónunum góðan sumardag út í Hjörsey. Þar var hann alinn upp á góðu menningarheimili Péturs Þórðar- sonar frænda síns og Salóme konu hans. Geir minntist alltaf æskuheimilis síns með væntum- þykju og virðingu. Þennan dag gengum við um eyna alla. Af frá- sögn Geirs fékk hver klettur og verbúðarrúst líf og lit. Áður var öldin önnur þegar eyjan iðaði öll af lífi og þar var mikil björg á land dregin. Þá var oft glatt á hjalla. Stundum urðu þó dagarnir þung- bærir. Það var þegar einhver bát- urinn skilaði sér ekki að landi eða fórst í lendingu. Þessi löngu liðna tíð varð svo undarlega nálæg þennan dag. Mér kemur í hug, að þegar ég dvaldi í Reykjavík á yngri árum, og húsmóðir mín sendi eftir skyri út í mjólkurbúð, tók hún alltaf fram að það ætti að vera Borgarnesskyr. Það værí best. Þá var Geir Jónsson orðinn skyr- gerðarmeistari í Borgarnesi, en sú var atvinna hans um langt ára- bil. Ég var nokkuð undrandi þeg- ar ég sá skyrgerðaraðstöðuna nokkru eftir að ég kom í Borgarn- es. Það var gengið upp snarbratt- an stiga og komið í þröngt skot. Þar stóð tröllaukið kar úti undir súð. í þessu kari var þá mjólkin hleypt og lengi búið til besta skyr á íslandi. Það hefur ekki verið fyrir neinn aukvisa að hræra í þessu kari með stórum tréspaða svo að allt jafnaðist vel saman, en Geir var óhemju duglegur maður og stóð vel í sínu erfiða starfi. Hann lærði skyrgerð í Noregi og kynntist þar einnig trjárækt og fékk áhuga á henni svo sem sjá mátti lengi á lóðinni hans. Geir Jónsson var vissulega minnisstæður maður. Hann gekk ekki hugsunarlaus eða hlutlaus gegnum lífið. Hann lifði lífinu lif- andi. Þjóðmál voru honum brennandi áhugamál og fylgdi hann sósíalistum ætíð heils hug- ar. Geir var skarpgreindur og fljótur að greina aukaatriði frá aðalatriðum. Sá eiginleiki kom ljóst fram á fundum í hans stéttar- félagi því að Geir var ágætur fundarmaður og manna stétt- vísastur. Geir var gæddur fágætu glað- lyndi. Það var alltaf líf og fjör í kringum hann. Ætíð hló Geir • hæst og innilegast og var því eftir- sóttur til samvista. Margar góðar stundir áttum við með Geir og Stefaníu heima og í ferðalögum, lengri og skemmri. Fórum við stundum fjögur saman, ella í hóp, og ekki brást að Geir miðlaði drjúgum fróðleik og létti lund. Geir var mikill hamingju- maður í hjónabandi, enda konan valkvendi. Fagurt er að sjá ungt fólk ástfangið og ánægt. Máske er hitt þó ekki minna um vert að vita hjón, sem verið hafa samferða mörg ár svo samrýmd sem þau voru. Eftir að Stefanía varð fyrir alvarlegum heilsubresti var Geir greinilega brugðið og árin eftir andlát hennar urðu honum, að ég hygg, aðeins bið. Nú er sú bið á enda. Ingibjörg Magnúsdóttir í dýra- og plöntustofnunum og ýmsar gerðir af alvarlegri lífrænni og ólífrænni mengun sem má meðal annars rekja til iðnfram- leiðslu í landbúnaði. Fulltrúar þriðja heimsins og iðnríkjanna voru einróma sam- mála um að búvöruframleiðend- ur gegndu ábyrgðarmiklu hlut- verki í umhverfis- og náttúru- veradarmálum, enda mikið hagsmunamál á ferð fyrir þá sem matvælaframleiðendur. Menn margítrekuðu þó að í þessum málum væri ábyrgð opinberra að- ila og annarra atvinnuvega engu minni. Þing IFAP samþykkti að bú- vöruframleiðendur verði að setja sér þríþætt markmið: 1) að samræma framleiðslukerfi í landbúnaði landa á milli með það fyrir augum að aðföng og fram- leiðsluaðferðir gangi ekki á auð- lindir eða spilli gæðum lands. 2) að auka veg þeirrar landbún- aðarstefnu er leggur áherslu á framleiðslu sem er í senn um- hverfisholl og hagkvæm. 3) að undirstrika það þýðingar- mikla hlutverk sem landbúnaður hefur í landnýtingu og dýra- og plönturækt. Hvað þriðja lið varðar vöktu fjölmargir fulltrúar athygli á þeirri hættu sem er samfara því að landbúnaður leggist af á stór- um svæðum. Slík þróun getur oft- ar en ekki leitt til að gróið land fari í eyði og jafnvel auðn. Þingfulltrúar vöruðu einnig við þeim hættum sem eru samfara öfgafullum kröfum í náttúru- og umhverfisvernd. Heyrst hafa kröfur um að f allið verði frá efna- og lyfjanotkun í landbúnaði, einnig þeirri sem sýnt hefur verið fram á að sé skaðlaus. Slíkt mun draga verulega úr framleiðslu- getu, hækka framleiðslukostnað og því leiða til verulegrar verð- hækkunar á matvöru. Þingið taldi því að bændur ættu fullan rétt á samráði þegar ákvarðanir um efna- og lyfjan- otkun eru teknar og að þeir eigi að krefjast þess að slíkar ákvarð- anir séu teknar á vísindalegum grunni. Nauðsynlegt er að tækni- legar framfarir nýtist í landbún- aði svo framarlega sem þær reynist skaðlausar náttúrunni. Reikna má með því að margt af ofangreindum málefnum verði ofarlega á baugi á ráðstefnu þeirri sem IFAP hyggst gangast fyrir á íslandi, strax í haust eða snemma á næsta ári. (Úr fréttatilkynningu frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðanns). Listahátíð Olíkt en elskulegt Á tónleikum með verkum Magnúsar Blöndals Jóhanns- sonar kenndi ýmsra grasa. Flutt var raftónverkið Samstirni, sam- ið 1960; Dúett fyrir klarinett og óbó (1954), Sopnorities III fyrir píanó og segulband (1968) og frumflutt voru Sonorities VI fyrir fiðlu og Minigrams fyrir flautu, óbó, klarinett, fagott og píanó, auk þess sem kvikmyndin Surtur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen við tónlist Magnúsar var sýnd í lokin. Það kom mér mest á óvart hversu ólík verk Magnúsar voru. Raftónverkið Samstirni, samið við frumstæða tækni fyrir 30 árum, var mjóg lifandi og góð uppbygging var í verkinu, það var einhver notaleg tilfinning í því, kannski þessi „hráa" tækni. Min- igrams var öllu dramatískari, mikið um samstlgar áttundir og verið vel flutt af þeim Bernharði Wilkinssyni flautuleikara, Daða Kolbeinssyni óbóleikara, Einari Jóhannessyni klarinettuleikara, Hafsteini Guðmundssyni fagott- leikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikar. Ekki síður var vel fluttur óbó- og klarinettudúett- inn frá árinu 1954, léttar sam- ræður milli hljóðfæranna. Hall- dór Haraldsson fór á kostum í Sonorities III; tók í upphafi mjúka klasahljóma á flygilinn, kafaði síðan inní hann með þrí- horn og kjuða. Þetta er verk með miklu djassívafi og ryðmasveiflu. Tilraunakennt og skemmtilegt. Eitt besta verkið á tónleikun- um var Sonorities VI fyrir fiðlu sem flutt var í anddyri, en áhorf- endur sátu á meðan í salnum með dempuð Ijósin. Áhrifamikið verk og vel flutt af Laufeyju Sigurðar- dóttur fiðluleikara. Eftir hlé var svo kvikmyndin Surtur fer sunnan sýnd við raftónlist Magnúsar. Þetta voru ánægjulegir og elskulegir tón- leikar í alla staði. jvþ ÞRANDUR SKRIFAR Laugardagur 16. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Skilur almenningur ordið almenningur? Almenningur er eitthvert merkilegasta fyrirbrigði samfé- lagsins. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að hann fjölmenni á kjörstað þegar það á við, enda þótt Þrándi þyki oftast sem sá hluti almennings sem nefnist kjósendur mætti ráðstafa atkvæði sínu á annan veg, en það er önnur saga. Fyrir þá sem stunda viðskipti er almenningur afskaplega þýð- ingarmikill málsaðili og vitað er með vissu að gera má hvort tveggja með lítilli fyrirhöfn: stór- græða eða tapa aleigunni á kaup- skap við almenning. Kosturinn við almenning er sá hann kaupir allt sem hann þarf að því viðbættu sem auglýsendur ákveða að hann þarfnist. Stundum heitir það að skapa ímynd, en vondir menn nefna gerviþarfir, skáldin tala um eftirsókn eftir vindi. Ekki er vitað til að almenning- ur þessi tapi nokkru sinni á við- skiptum sínum við þá sem selja. Einstök eintök almennings tapa að sönnu stundum aleigunni, eða gera vond kaup, en á hverju sem gengur stendur almenningur uppréttur og heldur áfram að kaupa. Einhver höfðinglegasti gest- gjafi almennings er Ólafur Laufdal veitingamaður. Hann hefur, gegn hæfilegu gjaldi, boð- ið almenningi í húsakynni sín um árabil og séð til þess að hann hef- ur hvorki skort mat, drykk eða göfuga skemmtan. Fyrir þetta er almenningur veitingamanninum þakklátur og er haft fyrir satt að hvergi þyki honum betra að vera á síðkvöldum en í vistarverum Ólafs Laufdal. . En nú er komið babb í bátinn. Almenningur hefur ekki brugðist trúnaði við sinn gestgjafa en gestgjafinn hefur hins vegar undirbúið opinbert framhjáhald um nokkurt skeið. Þannig hefur almenningur þegjandi horft upp á að gestgjafinn byggir hótel af þeirri gerð sem greinilega er ætl- að þeim sem hafa talsvert rýmri fjárráð en sá almenningur sem við þekkjum öll. í ljós hefur kom- ið að þeir sem gista munu hótelið eru svo frekir til munaðarins að ekki dugir annað en að selja öll þau veitingahús sem veitinga- maðurinn hefur boðið gestum sínum í á undanförnum árum, til að geta borgað reikningana sem hlaðast upp hraðar en byggingin rís. Búið er að selja Broadway, Hollyvood er falt og Sjallinn til sölu. Þetta væru vissulega váleg tíðindi ef ekki kæmi annað, en sem betur fer má ráða það af frétt sem birtist á baksíðu DV fyrir skömmu: „Tveir af skemmtistöðum Ólafs Laufdal eru til sölu, það er Hollywood og Sjallinn. Þá hefur þröngum hópi manna í viðskipt- alífinu verið sent bréf, með upp- lýsingum um stöðu Hótel íslands - veltu, skuldir og fleira. Bréfið er sent til að kynna mönnum hugsanlega hlutafjársölu í hóte- linu. Gísli Maack, framkvæmda- stjóri hjá Ólafi Laufdal, staðfesti að forvinna væri hafin að því að gera Hótel ísland að almenn- ingshlutafélagi. Gísli sagði fyrir- tækið eiga erindi á almennan hlutafjármarkað. Þá sagði Gísli að fyrirtækið væri í fjárhagslegri endurskipulagningu. Einn liður í því væri að selja eignir. „Þetta er gert til að styrkja Hótel Island og framtíð þess. Ólafur Laufdal get- ur ekki, frekar en aðrir, átt allt. Það vantar peninga og þess vegna er verið að selja eignir," sagði Gísli Maack. Þetta þykja Þrándi góðar frétt- ir enda þótt hann harmi að öðrum mönnum verði nú ætlað að taka á móti þeim almenningi sem hing- að til hefur heimsótt Ólaf Laufdal, báðum til ánægju. Við því er ekkert að gera. Það sem vekur gleði Þrándar er vitneskjan um að nú gefist hinum margum- rædda almenningi kostur á að eignast raunverulega hlutdeild í hóteli sem ber nafn landsins. Þeg- ar Hótel ísland verður fullbyggt mun almenningur með réttu líta á það sem sína alþýðuhöll. Það verður höll í því sumarlandi fram- tíðarinnar sem skapast af „al- menningshlutafélögum" á borð við Flugleiðir, Eimskip, Sjóvá- Almennar, Skeljung að ógleymd- um þeim nýju hlutafélögum sem samvinnumenn hafa bundist samtökum um að stofna. Þá verð- ur gaman að lifa og ástæðulaust að ganga hægt um gleðinnar dyr jafnvel þó eitt örlítið og mein- laust atriði kunni að skyggja á þá gleði sem blasir við. Þetta létt- væga smáatriði felst í þeirri ákvörðun að undirbúa stofnun al- menningshlutafélags með því að senda „þröngum hópi manna í viðskiptalífinu" bréf með upplýs- ingum um „veltu, skuldir og fleira" í því skyni „að kynna mönnum hugsanlega hlutafjár- sölu". Eða getur verið að seljend- ur hlutabréfa í félögum sem „eiga erindi á almennan hlutafjármark- að" leggi annan skilning en al- menningur í orðið almenningur? Þrándur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.