Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Skammdrœg kjarnavopn Utrýming úr Evrópu? u pplýst hefur verið í aðalstöðv- um Nató í Brussel að sovéska stjómin hafi lagt til að bæði það bandalag og Varsjárbandalagið útrými ölluni þeim skammdrægu kjarnavopnum,'sem þau hafa í Evrópu. Af hálfu Nató hefur þessu þegar verið hafnað. Hér er um að ræða eldflaugar sem skotið er frá jörðu, kjarn- orkufallbyssur og sprengjuflu- gvélar sem flytja kjarnaspreng- jur. Skammdræg kjarnavopn eru þau kölluð, sem draga í lengsta lagi 500 km. Talið er að Nató hafi yfir 3500 kjarnaodda í þesskonar vopn í Evrópu, en af þess hálfu er því haldið fram að Sovétmenn hafi þar margfalt fleiri slíka odda, jafnvel 14 sinnum fleiri. Sovéska stjórnin lagði til að viðræður um eyðingu vígtóla þessara hæfust í sept. eða okt. í haust, en Bandaríkjastjórn og Nató hafa svarað því til að fyrst verði að nást fullnaðarsamkomu- lag um niðurskurð hefðbundins vígbúnaðar. Flest hinna skammdrægu kjarnavopna Nató eru á vesturþýskri grund, og fer áhugi á því að losna við þau vax- andi þarlendis og í fleiri evróp- skum Natóríkjum. Reuter/-dþ. Sameining 1992 Rainer Eppelmann, afvopnun- ar- og varnarmálaráðherra Aust- ur-Þýskalands, lagði í gær til að þýsku ríkin sameinuðust form- lega og að fullu 1. sept. 1992. Gaf hann í skyn að hann teldi líkur vera á því að þá hefði náðst sam- komulag um að leggja niður hernaðarbandalögin tvö frá kalda stríðinu, Nató og Varsjár- bandalag, og sameina Evrópu alla í eitt öryggiskerfi. Eppelmann virðist stinga upp á þessu út frá ágreiningi Nató og Sovétríkjanna um sameiningu Pýskalands. Sovétríkin eru mót- fallin því að sameinað Þýskaland gangi í Nató og vilja hraða mynd- un samevrópsks öryggiskerfis. Ráðamenn Nató segjast að vísu stefna að því að slíku kerfi verði komið á, en vilja að þangað til verði Þýskaland í Nató. Átta fórust Vitað er að átta menn fórust í flóðum, sem urðu í gær austan- vert í Ohio, Bandaríkjunum. Um 50 er saknað. Miklar rigningar hafa verið þar um slóðir undan- farnar tvær vikur og hljóp af völd- um þeirra gífurlegur vöxtur í ár og læki. Sri Lanka Oöld hafin á ný Klögumálin ganga á víxl umfjöldamorð áföngum og óbreyttum borgurum B ardagar halda áfram norðan- og austanvert á Sri Lanka milli stjórnarhersins og tamflskra uppreisnarmanna, sem nefnast Frelsistígrar Tamil Eelam. Hundruð manna munu hafa fallið frá því að bardagarnir hófust á mánudag og eitthvað kvað hafa verið um dráp á óbreyttum borg- urum. Kyrrt hefur verið að mestu milli stríðsaðila þessara í rúmt ár, en á mánudag hófu Frelsistígrar árásir og hertóku margar lög- reglustöðvar í norður- og austur- héruðunum. Tóku þeir þar um 800 lögreglumenn til fanga og segja stjórnartalsmenn að tí- grarnir hafi drepið marga þeirra, eftir að þeir höfðu gefist upp. Tígrar bera af sér þær sakir og segja á móti að stjórnarhermenn hafi drepið niður fjölda óbreyttra borgara, tamflskra og íslamskra, og ekki eirt konum og börnum fremur en öðrum. Hér er fyrst og fremst um að ræða stríð milli Singhala, fjöl- A ustur-Þýskaland Níu RAF-liöar handteknir Austurþýska lögreglan handtók í gær sjö manneskjur, sem all- Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Raf- magnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 11 kV rafbúnað fyrir Aðveitustöð 7. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 15. ágúst 1990, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. ;„„ Fnkirkjuvegi.3 - Stmi 25800 * IÐNSKÓLINNÍREYKJAVÍK Nám í flugvirkjun Gert hefur verið samkomulag við flugvirkja- skólann í Vásterás í Svíþjóð um að taka við nemendum að loknu aðfararnámi við Iðn- skólann í Reykjavík. Þetta aðfararnám mun hefjast nú í haust. Áætlað er að aðfaramámið taki tvær til þrjár annir og nýtist einnig að fullu sem nám í bifvéla- virkjun. Þeir sem ná nægjanlega góðum árangri í aðfar- arnáminu eiga þess kost að halda náminu áfram í Svíþjóð. Námið þar tekur tvö og hálft ár. Náminu lýkur síðan með tveggja ára þjálfunartíma. Umsóknarfrestur um þetta nám er til 5. júlí næstkomandi. ar eru grunaðar um aðild að hryðjuverkasamtökunum Rote Armee Fraktion (RAF) og hlut- deild í hinu og þessu sem sá félags- skapur hefur látið af sér leiða. Skömmu áður hafði sama lög- regla handtekið tvær konur, sem einnig eru sagðar vera í RAF, sem oft er kennd við tvo þekktustu liðsmenn sína, Andreas Baader og Ulrike Meinhof. Meðal þeirra sem handtekin voru í gær eru hjónin Barbara og Horst Meyer, sem lögreglan náði í Leipzig. Telur austurþýska lög- reglan að þau hafi verið foringjar hópsins á níunda áratugnum og staðið fyrir flestu, sem RAF gerði af sér á þeim árum. Þau eru t.d. talin vera skipuleggjendur á bak- við morðið á Alfred Herrhausen, bankastjóra Deutsche Bank, í nóv. s.l. Herrhausen var einn áhrifamesti bankastjóri Vestur- Þýskalands og þar með Evrópu. RAF var athafnasömust á átt- unda áratugnum og stundaði sprengingar, morð á háttsettum mönnum og bankarán. Flestir upphaflegra fyrirliða hópsins voru handteknir eða drepnir snemma á níunda áratugnum og telur vesturþýska lögreglan að Meyerhjónin hafi þá tekið að sér forustuna. Vesturþýska lögregl- an álítur að alls hafi um 30 liðs- menn hópsins leitað hælis í Austur-Þýskalandi og dvalist þar undir vernd Stasi, austurþýsku öryggisþjónustunnar sem nú hef- ur verið leyst upp. Hafi þetta fólk lifað þar hversdagslegu lífi, verið í ýmsum störfum og sumt stofnað fjölskyldur. Meðal annarra af fólki þessu sem handtekið hefur verið und- anfarið eru þær Inge Veitt og Sus- anne Albrecht, sem báðar komu við sögu á áttunda áratugnum. Reuter/-dþ. mennustu þjóðar eyjarinnar sem ræður mestu um stjórn hennar og Tamfla, sem eru þorri íbúa nyrstu héraðanna og einnig fjölmennir í austurhéruðunum. Þegar yfir- standandi uppreisn Tamfla hófst, studdu Indverjar uppreisnar- menn í fyrstu en sendu her út á eyna 1987. Átti svo að heita að það væri gert til að stilla til friðar, en áður en varði var hvor- umtveggjum orðið jafnmikið kappsmál að losna við indverska herinn, stjórninni og uppreisnar- mönnum. Varð það til þess að hann var kallaður heim og fóru síðustu indversku hermennirnir frá Sri Lanka í mars s.l. Tamíltígrar eru sagðir fá vopn frá indverska fylkinu Tamilnadu, sem er byggt Tamílum og þaðan eru þeir komnir út á Sri Lanka, sem áður hét Ceylon. Shahul Hameed, dómsmálaráðherra eyríkisins, er farinn til Jaffna, helstu borgar í norðurhluta þess, til viðræðna við foringja tígr- anna. Takist þeim ekki að semja frið hið snarasta, er hætt við að óóldin, sem hrjáð hefur eyríkið undanfarin ár, sé komin til að vera á ný. ReuterAdþ. Jeltsín losar sig við KGB Þing rússneska sambandslýð- veldisins samþykkti í fyrradag að stofnuð skyldi sérstök öryggis- sveit er gætti öryggis forseta lýð- veldisins. Hingað til hefur sov- éska öryggisþjónustan, KGB, haft það hlutverk með höndum. Borís Jeltsín, nýkjörinn Rúss- landsforseti, sagði að tilkoma nýju öryggissveitarinnar gerði að verkum að forsetinn yrði ekki lengur upp á KGB kominn sér til verndar. APN/-dþ. Múrinn horfinn fyrir arslok Austurþýska stjórnin hefur sett sér það mark og mið að Berlín- armúrinn skuli vera horfinn með öllu fyrir næstu áramót, að sögn ADN-fréttastofunnar. Er nú unnið sem kappsamlegast að því að brjóta niður mannvirki þetta og opnaðar á ný fyrir umferð í tugatali götur, sem múrinn sleit er hann var hlaðinn fyrir 28 árum. Námumenn aftur til Búkarest Námumenn þeir, að sögn stjórnvalda um 10.000 talsins, sem komu til Búkarest, höfuð- borgar Rúmeníu, á miðvikudags- kvöld að beiðni Iliescus forseta til aðstoðar lögreglu gegn mótmæ- lafólki, voru að sögn stjórnvalda og fréttamanna á förum þaðan í gær. Samkvæmt fréttum Sjón- varpsins sneru þeir aftur og voru í gærkvöld fjölmennir í miðborg Búkarest. Kvaddi Iliescu námu- menn til hjálpar stjórninni þegar lögregla var tekin að fara halloka í átökum við mótmælafólkið. Tókst námumönnum, sem vopn- aðir voru bareflum, fljótlega að buga andstæðinga sína. Átökin voru hin heiftarlegustu, fimm menn biðu bana í þeim og fjöl- margir slösuðust. Auk þess varð mikið tjón á byggingum og bfl- um. Kauptilboð óskast í Vitaskipið Árvakur, þar sem það liggur við suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því ásigkomulagi sem skipið er nú í. Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi við forstöðu- mann Vitastofnunar og gefur hann jafnframt allar nánari upplýsingar: sími 600000. Tilboð leggist inn á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík eigi síðar en kl. 11:00 þann 22. júní n.k.,þarsemþauverðaopnuðíviðurvistviðsta- ddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKIS.NS Boraartúni 7. sími 26844 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavikur, óskar eftir tilboðum í verkið „Nesjavallaæð - Einangrun og klæðning geyma". Verkið felst í að einangra og klæða tvo 9000 m3 miðlunargeyma á Reynisvatnsheiði og einn 2000 m3 geymi á Háhrygg, sem er um 2 km vestan Nesjavalla. Ljúka skal við geyminn á Háhrygg og annan geyminn á Reynisvatnsheiði á þessu ári. Hinn geyminn á Reynisvatnsheiði skal vinna við sumarið 1991 og Ijúka verkinu að fullu 1. ágúst það ár. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 19. júni 1990 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. júlí 1990 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Frikirkjuvegi.3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.