Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.06.1990, Blaðsíða 11
í DAG VIKULOK Hrafnseyri Æskuheimili Jóns Sigurðssonar r Hallgrímur Sveinsson: A næsta ári eru liðin 180 ár frá fœðingu Jóns forseta. Kœrkomið tækifæri til að rijja upp sjálfstæðisbaráttuna og þátt Jóns Sigurðssonar. Sameiningartákn þjóðarinnar Þann 17. júní á næsta ári verða liðin 180 ár frá fæð- ingu Jóns Sigurðssonar for- seta sem fæddist þann dag árið 1811. Þá er kjörið tækifæri til að rifja upp sjálfstæðisbarátt- una og þátt Jóns Sigurðssonar í henni. En eins og kunnugt er hefur sjálfstæðisbaráttan og Jón Sigurðsson verið samein- ingartákn þjóðarinnar og nauðsynlegt að gefa þessum mikilsverða þætti í sögu þjóð- arinnar meiri gaum en verið hefur,” sagði Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri. Á morgun sunnudaginn 17. júní er þjóðhátíðardagur íslend- inga en eins og kunnugt er var stofnað Iýðveldið ísland á Þing- völlum þennan dag árið 1944 ,eflir að landið hafði verið í konungssambandi við Danmörku frá 1918. Safnið opnað á morgun Á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, verður haldin sígild þjóðhátíð þar sem Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgun- blaðsins flytur ræðu dagsins. Auk þess verður þjóðhátíðar- daginn opnað safn Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri og verður það opið fram til 1. september frá klukkan 13-20. Þar fyrir utan geta ferðalangar sem leið eiga um staðinn skoðað safnið utan hins venjulega opnunartíma, ef þeir æskja þess. Uppistaða safnsins eru myndir sem eiga að minna á sjálfstæðisbaráttuna og á Jón Sigurðsson auk muna sem hann átti. Þar er m.a. ferðakoffort Jóns sem faðir hans útbjó hann með þegar hann 17 ára fór til Reykjavíkur til náms hjá Gunn- laugi þáverandi dómkirkju- presti. Ennfremur er í safninu bréf sem Jón skrifaði, stílabók, eirketill og þeir minnispeningar sem gefnir hafa verið í minningu Jóns sem og þeir peningaseðlar sem útgefnir hafa verið með Jón Sigunðsson. mynd af honum. Á Hrafnseyri er einnig minningarkapella og „baðstofa” Jóns Sigurðssonar. Að sögn Hallgríms Sveins- sonar heimsækja velflestir ferðamenn Hrafnseyri sem á annað borð eiga leið um Amar- ljörðinn. Á ári hverju em þetta um 1500 til 2000 manns sem skrifa nafn sitt í gestabók safns- ins en trúlega eru þeir mun fleiri sem koma þar við. Hallgrímur og ljölskylda hans hafa búið á Hrafnseyri í 26 ár en sjálfur er hann Reykvík- ingur. Það var fyrir áeggjan hr. Sigurbjöms Einarssonar biskups sem Hallgrímur flutti sig um set frá Breiðuvík, þar sem hann veitti forstöðu drengjaheimili, til Hrafnseyrar til að taka þátt í uppbyggingu staðarins sem Ás- geir Ásgeirsson forseti beitti sér fyrir ásamt öðmm góðum mönn- um. í mörg ár hefur Hallgrímur og íjölskylda haft um 250 fjár á Hrafnseyri en á vetuma er hann skólastjóri gmnnskólans á Þing- eyri. Um sex manns em skráðir með fasta búsetu á Hrafnseyri. Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýraf jarðar Hallgrímur sagði að það væri mjög góð tilfmning að búa á Hrafnseyri þó svo að staðurinn væri meira eða minna einangr- aður meiri hluta ársins vegna samgönguerfiðleika yfir vetrar- tímann. Nýlega sameinaðist Auðkúluhreppur Þingeyrar- hreppi en ein af forsendum þeirrar sameiningar var að sam- göngur á milli staðanna yrðu bættar. Á milli er Hrafnseyrar- heiðin sem er illvigur farartálmi yfir vetrartímann sökum þess hve vegurinn yfir heiðina liggur hátt yfir sjávarmáli. ' Hallgrímur segir að eina leiðin til að koma á heilsárssam- göngum innan Vestíjarða sé að gerð verði jarðgöng á milli Am- arfjarðar og Dýraíjarðar sem yrðu þá væntanlega um fjórir kílómetrar að lengd. „Bættar samgöngur er algjört lífsspurs- mál fyrir okkur sem búum héma í Auðkúluhreppi og með tilkomu Baldurs, nýju Breiðafjarðarferj- unnar, hlýtur að koma aukinn þrýstingur á að ráðist verði í gerð þessara jarðganga. Fyrstu merki þess að von sé á að ráðist verði í gerð þeirra er að þau em komin inn í Vestfjarðaáætlunina í samgöngumálum,” segir Hall- grimur Sveinsson. Að undanfomu hafa iðnaðar- menn verið að snurfúsa og mála húsin á Hrafnseyri svo að þau líti sómasamlega út, enda hlýtur það að vera metnaðarmál Islendinga að vel sé búið að fæðingarstað sjálfstæðishetju þeirra. Málefni Hrafnseyrar heyra undir sam- nefnda nefnd sem heyrir beint undir forsætisráðuneytið. For- maður hennar er Þórhallur Ás- geirsson fyrrverandi ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu. Auk hans sitja í nefndinni þeir Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli, Ágúst Böðvarsson land- mælingamaður, Matthías Bjamason alþingismaður og Jón Páll Halldórsson framkvæmda- stjóri á ísafirði. Störf nefndar- manna em ólaunuð. -grh Afþjóðhátíð, fjallkonum og rígningu Þjóðhátíðardagur á morgun. Að sjálfsögðu er spáð skúmm á höfuðborgarsvæðinu og í huganum birtast myndir af fyrri þjóðhátíðum: regnhlífaþyrp- ing, rifnir bréffánar og forsætisráðherra með blautt hár ofan í augum. Jæja, maður má ekki vera svona neikvæður alltaf hreint. Kannski verður bara pínu- lítil rigning og góð stemmning með Valgeiri, Tóta trúð, götuleikhúsinu og öllum hinum fastagestun- um í miðbænum á þjóðhátíðardaginn. Verst að við skulum ekki hafa komið okkur upp öðmm í þjóðhátíð, úr því að 17. júní er á sunnudegi núna, rétt eins og við höfum útbúið ann- an í jólum, páskum og hvítasunnu. Frídagar em það sem heldur manni gangandi, ekki satt? Þetta er búið að vera svo ágætt síðustu mánuði: Sumardag- urinn fyrsti, uppstigningardagur, annar í hvíta- sunnu og fleiri góðir dagar, flestir í miðri viku. Svo er n.júní á sunnudegi og útiböllin bara til hálfeitt! I svona pistli um þjóðhátíðina er auðvitað við hæfi að tala svolítið um tilefnið og minnast á Jón sem spanskgrænn horfir yfir múginn, hneykslast svolítið á unglingunum sem draugfullir brjóta flöskur í tilefni dagsins annað kvöld, en það er orð- in gömul tugga og við látum það eiga sig núna. Þjóðhátíðardagurinn er góður dagur og tilval- inn fyrir vinnuþrælana til að skemmta sér svolítið með bömunum. Ég hlakka a.m.k. til að fara ofan í bæ með þriggja ára dömuna mína og kaupa fyrir hana risasleikjó, blörrur og fina fána og útskýra fyrir henni að fjallkonan heiti ekki íjallkona af því að hún sé með litið hvítt fjall á höfðinu. „Fjallkonan tyllir sér á stein og fær sér kók og smók” söng Spilverkið eitt sinn í anda þcirra með- vituðu tíma. Það er nú kannski alveg þess virði að velta því svolítið fyrir sér hver þessi fjallkona er og afhverju hún er alltaf dregin fram einu sinni á ári. Hvaða kona er þetta eiginlega? Holdgervingur Is- lands segja þeir. (Rósa Ingólfs er íjallkonan í Kópavogi í ár!) Og hvað á lsland sosum sameigin- legt með hnarreistri konu á þjóðbúningi? Ekki fer mikið fyrir kvenfólkinu þegar að því kemur að stjórna þessu sama landi. Og hvar er reisnin? Aðrir halda því fram að fjallfrúin sé barasta innflutt og hafi fyrst stigið á land þegar rómantísk þjóðemishyggja tröllreið öllu hér. Svolítið skondið að mitt í allri karlrembunni skuli móðurtáknið alltaf skjóta upp kollinum. Ödipusarkomplexar kannski? Hvur veit? En áfram um hátíðahöldin sjálf. Undirrituð eyddi gærdeginum í að safna saman upplýsingum um þau um land allt og komst að þeirri niðurstöðu að á fiestum stöðum er þetta allt saman ákaflega hefðbundið. Nema kannski í Kópavoginum, þar sem Rósa Ingólfs er fjallkona og nýi bæjarstjórinn kemur að ofan til að setja hátíðina. Það er að segja úr fallhlif. Mér finnst satt að segja svolítið óréttlátt að Davíð skuli ekki taka upp á einhverju svona til að skemmta okkur sem búum í höfuðborginni. Hann sem annars er alltaf svo fyndinn og skemmti- legur lætur framsóknarmann slá sig út á sjálfum þjóðhátíðardeginum! En allt um það. Þjóðhátíð er þjóðhátíð, hvort sem það rignir eða ekki og fullt af fólki er búið að leggja á sig ómælt erfiði til að gera hana eftir- minnilega. Hver og einn ætti því að gera skyldu sína og taka þátt í gleðinni. Eflir helgina getum við svo velt okkur upp úr ólátunum í miðbænum og blómunum sem verða (líklega) slitin upp á Austur- velli. Gleðilega þjóðhátíð! -vd. ÞJ0ÐVILJINN FYRIR50 ÁRUM Hinn nýi Háskóli verður vígður á morgun. Þessi veglega bygging kostar með húsbún- aði 1,6 milljón krónur. Hjálpið til að koma Reykjavíkurböm- unum úr bænum. Þjóðverjar tilkynna sókn á öllum vígstöðv- unum frá hafi til Meuse. Ver: dun á valdi þýzka hersins. Öfi- ug þýzk sókn gegn Maginotlín- unni. Franska stjómin farin til Bordeaux? 16. júní laugardagur. 167. dagurárs- ins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 2.56 - sólariag kl. 24.01. Viðburðir Lúðvík Jósepsson fæddur árið 1914. Innrás Bandaríkjanna í Guatemala árið 1954. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 15. til 21. júni er i Apóteki austurbæjar og Breiðholts Apóteki. Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fri-dögum). Siðamefnda apó- tekiö er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavík.................« 1 11 66 Kópavogur.................” 4 12 00 Seltjamames...............n 1 84 55 Hafnarfjörður............tt 5 11 66 Garðabær..................» 5 11 66 Akureyri..................n 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík...................« 1 11 00 Kópavogur...................« 1 11 00 Seltjamames.................« 1 11 00 Hafnarfjörður..............*» 5 11 00 Garðabær..:..................® 511 00 Akureyri....................n 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og timapantanir I tr 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu em gefnar i simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 ogfyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspitalans er opin allan sólarhring- inn, tr 696600. Hafnarfjörður Dagvakt. Heilsugæslan, tr 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, n 656066, upplýsingar um vaktlaekna, ® 51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, n 22311, hjá Akureyrar Apóteki, ”■ 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 (farsími). Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, n11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartíman Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu: Almennurtimi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunariækningadeild Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstfg: AJIa daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 6116 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35, n 622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðmm tímum. n 91-28539. Sálfræðistööin: Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum, w 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt [ síma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, » 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeina í Skógartilíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: n 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræöing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf:« 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, n 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: n 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamot, miðstöð fýrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, rt 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: n 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, tr 652936. GENGIÐ 15. júní 1990 Sala Bandaríkjadollar..............60,51000 Steri ingspund...............103,40300 Kanadadollar..................51,73800 Dönsk króna....................9,38070 Norsk króna....................9,31350 Sænsk króna....................9,89050 Finnskt mark..................15,21690 Franskur franki...............10,60420 Belgiskur franki...............1,73440 Svissneskur ffanki............42,13200 Hollenskt gyflini.............31,68890 Vesturþýskt mark..............35,69390 Itölsk líra....................0,04862 Austurriskur sch...............5,07250 Portúgalskur escudo........... 0,40790 Spánskur peseti................0,57820 Japanskt jen...................0,39165 (rskt pund....................95,71200 KROSSGÁTA Lárétt: 1 styrkja4dund 6 drykkur 7 grátur 9 spil 12gröm 14 fiður 15 viö- kvæm 16 samþykkir 19 eyðir12kjötbitar21 hundur Lóðrétt: 2 hest 3 keyrir 4halli5sáld7duga8 duttlungar 10 hvassi 11 lofaði13hrygning17 geislabaugur18tró Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 koll4skör6 akk7rist9alda12 karpa14tfa15urt16 flagg 19noti20einn21 iðinn Lóðrétt:2oki3lata4 skap 5 öld 7 rotinn 8 Skafti 10 laugin 11 aft- ann13róa17lið18 gen Laugardagur 16. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.