Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 10
ASÍ
Fulltrúaráð skipi
í húsnæðisnefnd
Orðsending
til vina og velunnara
Ingþórs Sigurbjörnssonar
Kambsvegi 3, Reykjavík
9
Ásmundur Stefánsson, forsetiASÍ: Sé ekki aðþurfi að deila um að
fulltrúaráðið eigi að tilnefna í húsnœðisnefnd Reykjavíkur
Asmyndur Stefánsson, forseti
ASI, segir auðsætt að full-
trúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík eigi að tilnefna fuiltrúa
í húsnæðisnefnd Reykjavíkur.
Það er álit félagsmálaráðuneytis-
ins að ASÍ og BSRB eigi að til-
nefna í nefndina, og Ásmundur
teiur að með ASI sé átt við samtök
ASI-félaganna á viðkomandi
svæði, það er fulltrúaráð þar sem
þau starfa. Meirihlutinn í borgar-
stjórn er á öðru máli eins og Þjóð-
viljinn skýrði frá í gær.
Eins og kom fram í Þjóðviljan-
um í gær verða Dagsbrún, VR og
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar beðin um að tilnefna einn
fulltrúa hvert í húsnæðisnefnd.
Nefndin tekur við hlutverki
stjórnar verkamannabústaða, en
þar hefur fulltrúaráð verkalýðs-
félaganna átt tvo fulltrúa.
Félagsmálaráðuneytið skilur
lög um húsnæðisnefndir þannig
AVALLT
Á LAGER
Stálrör -
heildregin og rafs.
Suðuflansar
Suðufittings
Rennilokar
Kúlulokar
Stálprófílar
Vinkil- og flatstál
Þakpappi
Bræðslupappi
Asfalt (YS
LINDIN HH
Bíldshöföa 18. Sími 8 24 22
að stærstu samtök launafólks í
hverju sveitarfélagi eigi að til-
nefna í nefndina. Ráðuneytið tel-
ur að í Reykjavík sé þar átt við
ASÍ og BSRB, en ekki einstök
aðildarfélög.
„Ég sé ekki að það þurfi að
deila um þetta,“ segir Ásmundur
Stefánsson.
-gg
Skyldusparnaður
Launagreiðendur
í óskilum
5700 launagreiðendur af9250 gerðu ekki ekki grein
fyrir skyldusparnaði á árinu 1988
Talsvert virðist vera um að
launagreiðendur hirði ekki
um að gera upp skyidusparnað
við Húsnæðisstofnun ríkisins. í
skýrslu sem Helgi V. Guðmunds-
son hjá Húsnæðisstofnun ríkisins
hefur tekið saman kemur fram að
af um 9250 launagreiðendum hafi
stofnunin ekki fengið skýringu á
því hvers vegna um 5700 höfðu
ekki skilað inn skyldusparnaði
vegna tæplega 17000 launþega á
skyldusparnaðaraldri.
Þessir 5700 launagreiðendur
hafa nú fengið sent bréf frá Hús-
næðisstofnun, þar sem minnt er á
lögbundna skyldu launagreið-
enda að gera skil á skylduspam-
aði, nema viðkomandi launþegi
hafi undanþágu frá stofnuninni.
Launagreiðendum er óheimilt að
ráðstafa skyldusparnaði á eigin
vegum og er skylt að hafa skilað
honum inn 5 dögum eftir útborg-
un. Viðbrögð við bréfi stofnunar-
innar munu hafa verið nokkuð
góð en ekki er vitað hve miklar
fjárhæðir er að ræða. el.
Sumarblót
Ásatrúarmanna
Sumarblót Ásatrúarmanna
verður haldið við bæinn Fagra-
hvamm, við Herjólfsgötu í Hafn-
arfirði, á morgun laugardag, og
hefst blótið kl. 16.
Þema blótsins verður hinn
„ Almáttugi ás“ og auk hefðbund-
inna blótathafna með mat og
drykk mun Inferno 5 sjá um
gjörningaseið er nefnist „Níunda
nóttin".
Blótgjald er 1200 krónur og í
því er innifalinn matur og
blótmjöður. Allir heiðingjar sem
áhugamenn um heiðinn sið eru
velkomnir. Nauðsynlegt er að
fólk tilkynni þátttöku sína vegna
undirbúnings.
Félagsvist í Kópavogi
Félag eldri borgara í Kópavogi
stendur fyrir félagsvist í kvöld kl.
20.30. Félagsvistin verður í Há-
koti (efri sal í félagsheimilinu).
Þetta er síðasta spilakvöldið af
þremur. Síðan verður dansað við
dillandi harmónikumúsík. Föstu-
daginn 10. ágúst hefst svo aftur
þriggja kvölda keppni.
Horfur á laugardag og sunnudag. Austan átt, nokkur strekkingur við suðurströndin
en annars fremur hægur vindur. Súld við austur og suðurströndina, líklega þokuloft vi
Húnaflóa en annars þurrt og víða bjart veður. Áfram hlýtt, einkum vestanlands og
innsveitum norðanlands.
10 SIÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí 1990
Eins og alþjóð er kunnugt hef-
ur Ingþór Sigurbjörnsson málar-
ameistari, Kambsvegi 3, Reykja-
vík unnið mörg hin síðari ár frá-
bærlega mikið og aðdáunarvert
hjálparstarf með því að senda
marga gáma árlega af hreinum,
notuðum fatnaði af ýmsu tagi til
fátækra barna og unglinga í Pól-
landi. Fyrir þetta hefur hann oft
fengið verðskuldað lof og hug-
heilar þakkir móttakenda því að
fátækt er víða tilfinnanleg í þessu
landi.
Vissan um þetta er Ingþóri sí-
felld hvatning til að halda þessu
hjálparstarfi sínu áfram meðan
heilsa leyfir - og er hann þó kom-
inn nokkuð á níræðisaldurinn.
Mörg hin síðari ár hefur hann
engu sinnt öðru en þessu fórnar-
starfi. Dugnaður hans, hjálpsemi
og þrautseigja er einstæð og að-
dáunarverð.
Við undirrituð vitum að Ing-
þóri er vel ljóst að hann væri lítils
megnugur í þessu mikla og brýna
líknarstarfi ef hann nyti ekki
alltaf hjálpar fjölmargra ágætra
karla, kvenna og unglinga um
land allt - og einnig vissra félaga
og stofnana. Hann sendir þeim
öllum hjartans kveðjur og þakk-
ir.
Nokkrir vinir Ingþórs og aðdá-
endur þessa mikla fórnarstarfs
hans hafa unnið að því undanfar-
ið að hann gæti átt kost á því að
fara sjálfur til Póllands og dvelj-
ast nokkra dag a meðal þeirra
sem veita sendingum hans mót-
töku og njóta hjálpar hans. Um
það hafá vinir hans í Póllandi oft
spurt hvort hann gæti ekki komið
og dvalist hjá þeim um tíma. Með
honum færi þá væntanlega aðal-
hjálparmaður hans, bréfritari og
túlkur, dr. Amór Hannibalsson.
Þar eð þetta yrði töluvert
kostnaðarsöm ferð og ekki er enn
nægur farareyrir fyrir hendi, vilj-
um við, um leið og við segjum frá
þessu, mælast vinsamlegast til að
einstaklingar og félög, sem fylgst
hafa með fórnarstarfi Ingþórs og
meta það að verðleikum, sýni
hug sinn til þessarar ráðagerðar
með því að senda sem fyrst ferð-
aframlag, eftir efnum og ástæð-
um, á gíróreikning nr. 33210-0 í
Póstgíróstofunni, Ármúla 6, 150
Reykjavík. Greiðslu má inna af
hendi á pósthúsum og í bönkum
og sparisjóðum.
Ef tekst að fjármagna þessa
ferð verður hún jafnvel farin í
ágúst/september á þessu ári.
Brygðust áformin rynni féð beint
til hjálparstarfsins.
Með bestu kveðju og þökk,
Jón Ögmundur Þormóðsson
lögfrœðingur
Sigurður Gunnarsson,
fyrrverandi skólastjóri
Bernharður Guðmundsson,
frœðslustjóri þjóðkirkjunnar
Olöf Kolbrún Harðardóttir
óperusöngkona
Ingólfur Guðmundsson
námsstjóri
Örlygur Hálfdanarson
bókaútgefandi
HÆÐ^
Starfsmannafélagið Sókn
auglýsir dagsferð fyrir Sóknarfélaga sem verð-
ur farin 18. ágúst n.k.
Farið verður frá Sóknarhúsinu kl. 9.
Ekið verður um Uxahryggi yfir í Borgarfjarðar-
dali.
Kaffiveitingar í Borgarnesi.
Þátttaka tilkynnist í síma 681150.
Ferðanefnd Sóknar
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
- Kosningahappdrætti 1990 -
Dregið hefur verið f Kosningahappdrætti A.B.R.-1990. Vinningar
og útdregin númer eru sem hér segir:
Einkatölva að verðmæti kr. 100.000,-:
Vinningsnúmer: 864 og 7882.
Ferð með Flugleiðum að verðmæti kr. 100.000,-:
Vinningsnúmer: 1082.
Ferð með Samvinnuf.-Landsýn að verðmæti kr. 50.000,-:
Vinningsnúmer: 2115 og 9752.
Málverk frá Gallerí Borg að verðmæti kr. 50.000,-:
Vinningsnúmer: 2528, 3851, 4459, 8374, 9900.
Bækur að verðmæti kr. 10.000.-:
Vinningsnúmer: 628,2162,2215,2264,2285,2319,3123,3315,
3726, 3746, 4341, 4457, 4473, 4817, 5134, 5400, 5705, 6177,
6297, 6334.
Vinninga má vitja á skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykjavík
Hverfisgötu 105, sími 17500.
AlþýðubBndalagið í Reykjavík
Skrifstofa ABR
verður lokuð frá 16. júlí til 16. ágúst vegna sumarfris starfsmanns.
A sama tíma verður hægt að haf a samband við formann ABR
Sigurbjörgu í síma 77305, varaformann ABR Ástráð íslma
672307 og tjjaldkera ABR Áma Þór í síma 625046. - Stjóm ABR.