Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 13
Martha lítur yfir svæðið. Einsog sjá má er stutt niður í sjávarmál, en augljóst er að sjór hefur flætt um svæðið sem verið er að grafa upp. „Ég er með styrk frá Vísinda- sjöði Bandaríkjanna, Paul Buck- land er með styrk frá háskólanum í Sheffield og Karen Marie Christenssen er með styrk frá háskólanum í Árósum. Þannig að fjármagnið kemur frá mismun- andi aðilum. Þegar sótt er um styrki til svona rannsókna fæst yf- irleitt ekki meira en helmingur af því sem farið er fram á, en með því að leggja saman, einsog við höfum gert í þessu verki, er kleift að framkvæma rannsóknina. Það má eiginlega segja að gamla Bítlalagið „With a little help from my friend“ eigi við í þessu tilviki. Enda er það svo með flestar forn- leifarannsóknir í heiminum, að við þær safnast saman fólk víða að og leggur saman krafta sína.“ Eithvað að lokum? „Ég vil bara þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur og ég er mjög ánægður með það að við fengum leyfið. Við munum leggja okkur öll fram svo rann- sóknin hér heppnist sem best,“ sagði Thomas MacGovern. Grafiö í gegnum plastöld Við yfirgefum Thomas og lið hans og höldum að Gjögri, en við bæjarhólinn hafði verið hafist handa við að grafa í ösku- hauginn. Ofan í moldarholu voru þeir Thomas Amorosi frá Banda- ríkjunum og Jim Woolett frá Kanada með rekur sínar. Þeir voru ekki komnir niður fyrir nú- tímann. „Við erum á plastöldinni,“ segir Amorosi og bendir á leifar af svörtum plastpoka, sem er í botni grafarinnar. Uppi á grafar- bakkanum eru riðgaðar báru- járnsplötur og svo sýnir hann okkur nokkra nagla, sem hann segir að hægt sé að kaupa í næsta kaupfélagi. Amorosi segir okkur að það sé augljóst að byggt hafi verið á þessum hóli öld fram af öld og hann býst við að undir þessum nútímaruslahaug séu eldri haugar, sem forvitnilegt verði að rannsaka, því byggð hefur verið á Ströndum frá því sögur hófust. Þetta hefur ekki verið stórbýli, enda hentar landið ekki vel til bú- skapar. Hinsvegar hefur verið gert út á hákarl frá Gjögri að sögn Amorosis. Hann segir að upphaflega hafi þeir ætlað að grafa snið út úr haugnum, en vegna tafarinnar verði ekkert úr því. íbúar á svæðinu hafa tekið vel á móti aðkomumönnum og þegar ljóst var að þeir fengju leyfi bauð Regína Thorarensen þeim í kaffi og púrtvín. „Fólkið hér er mjög vinalegt. Vissulega heldur það að við séum kolruglaðir, að vilja róta í gömlum öskuhaugum, en það er samt mjög elskulegt í okkar garð,“ sagði Thomas Amorosi. -Sáf „Við erum staddir á miðri plastöld" segir Thomas Amorosi og yppir óxlum, enda það eina sem þeir hafa fundið enn svartur plastpoki, ryðgað báru járn og nokkrir naglar. Sophia skefur sand af botni gryfjunnar. Hér duga ekki stón/irk tól þvi ekki má blanda saman sandi úr ólíkum jarðlögum. djúpt. Ég hef fengið bréf frá fjölda fólks þar sem lýst var yfir stuðningi við rannsóknir mínar. Þar sem ég er útlendingur hefði verið einfalt að afskrifa mig, en það gerðist ekki. Ég mun því leggja hart að mér og reyna að vinna eins vel að þessum rann- sóknum og mögulegt er til þess að endurgjalda þetta traust. Okkur hefur verið tekið mjög vel hér undanfarin ár og eina vandamálið sem við höfum þurft að glíma við er þessi aðför að okkur í vor. Ég hef það á tilfinn- ingunni að Sveinbjörn Rafnson og þeir sem hafa stutt hann, séu að einangrast. Flestir íslenskir fornleifafræðingar sem ég hef rætt við eru mjög jákvæðir í garð þessara rannsókna okkar.“ Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að flytja beinin úr landi. „Það er nauðsynlegt til þess að rannsaka þau nánar. Þeim verður svo skilað til Þjóðminjasafns ís- lands þegar rannsókninni er lok- ið. Þjóðminjasafnið hefur alltaf fengið afrit af öllum vettvangs- rannsóknum okkar. Þeir fá einn- ig eintak af öllum myndum sem við tökum á vettvangi. Þá fá þeir lista yfir öll bein og annað sem flutt er út. Við höfum einnig skráð og mælt rústir á svæðinu með nýrri tækni þar sem tölva vinnur úr upplýsingum og teiknar rústim- ar. Þjóðminjasafnið fær eintak af þeim mælingum og einnig tölvu- disk með öllum mælingunum. Þjóðminjasafnið hefur verið að tölvuvæðast að undanfömu og við höfum notað forrit frá þeim þannig að þeir geta notað okkar mælingar beint. Það hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á gömlum rústum hér á Ströndum í áraraðir af starfsmönnum Þjóðminjasafnins, þannig að rannsóknir okkar ættu að koma sér vel fyrir þá. Á meðan við biðum eftir leyfinu hefur hópurinn verið að skrá rústir á svæðinu og við höf- um fundið um 60 rústir sem ekki var áður vitað um.“ Aukapersónur í valdatafli Hversvegna urðu ísland og önnur lönd við Norður- Atlantshafið fyrir valinu hjá þér? „Bæði ég og Paul Buckland og fleiri vísindamenn höfum haft mikinn áhuga á landnámi á Norðurslóðum og hvemig fólk hefur bmgðist við breytingum á loftslagi. Island er mjög áhuga- vert í þessu sambandi. Hér lifði fólk af þrátt fyrir versnandi tíð, en á Grænlandi dó norræn byggð út. Ein þeirra spuminga sem við leitum svara við, er hvernig ís- lendingum tókst að lifa af.“ Gunnnlaugur Haraldsson sagði að þú hefðir verið rekinn burt frá Grænlandi. Hvað er til í því? „Það á sér enga stoð í raun- vemleikanum og við getum sann- að það. Bara það að við erum enn að vinna úr gögnum frá Græn- landi ætti að vera næg sönnun, en auk þess hef ég undir höndum bréf frá Klaus Dresen, forstöðu- manni Grænlandssafnsins, þar sem okkur em þökkuð þau störf sem við unnum þar. Gunnlaugur hafði mörg tækifæri til þess að spyrja mig um þetta en hann gerði það ekki, heldur fór hann með óstaðfestan orðróm í blöðin, orðróm sem með einu símtali hefði mátt kveða niður. Þessi ásökun er bara eitt af því sem við höfum þurft að sitja undir. Við höfum einnig verið ásakaðir um að ætla að stela flest- um dýrgripum íslendinga. Slíkur orðrómur hefur komist á kreik. Þegar fjallað hefur verið um þetta mál í sjónvarpsfréttum er iðulega bragðið á skjáinn mynd- um af beinagrindum á Þjóð- minjasafninu. Mannabein em alls ekki meðal þeirra beina sem við höfum verið að rannsaka, heldur eingöngu dýrabein. Ég hef það á tilfinningunni að við séum bara aukapersónur í ein- hverju valdatafli, sem kemur rannsókn okkar ekkert við. Það eina sem við rannsökum er rasl þeirra sem höfðust við hér fyrr á öldum.“ Hver fjármagnar þessar rann- sóknir? Föstudagur 27. júli 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.