Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Telurðu að afnám virðis- aukaskatts á íslenskum bókum muni leiða til meiri bóksölu? IJÓftVIUINN SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Þórhallur Hróðmarsson kennari: Já, ég tel þaö líklegt. Afnám skattsins bætir samkeppnis- stöðu bókarinnar gagnvart öðr- um tómstundamiðlum. Jóhann Jónsson læknir: Já, ég tel að það verði til bóta. Ennfremur mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða bók- arinnar verður betri, auk þess sem þetta er gott fyrir almenna menntun landsmanna. Laugardagur 1. september 1990 163. tðlublað 55. ðrgangur Ásgeir Guðmundsson forstjóri Námsgagnastofnunar: „Námsgagnastofnun er ein meginundirstaða skólakerfisins." Mynd: Kristinn. Námsgagnastofnun 10 ára Undirstaða skólakerfisins í tilefni 10 ára afmœlis Námsgagnastofnunar er opnuð í dag sýning á þvísem gefið hefur verið út á áratugnum Ólafur Als nemi: Ég ætla að vona það fyrir hönd bóksala og útgefenda. Jafnframt gefur það augaleið að sam- keppnisstaða bókarinnar eflist. ívar Gylfason bílstjóri: Já, ég tel það líklegt enda líst mér vel á þessa breytingu. Hún hefði að ósekju mátt vera mun fyrr á ferðinni því íslenskar bækur eru dýrar. Magnús Birgisson nemi: Já, maður skyldi ætla það. Þó hefði ég kosið að skatturinn yrði einnig afnuminn af erlendum bókum. Idag er Námsgagnastofnun 10 ára og í tilefni af því er opnuð í Kennslumiðstöðinni sýning á því helsta sem stofnunin hefur gefið út. Allir þeir sem eitthvað koma nálægt skólamálum hafa haft af- skipti af Námsgagnastofnun. Hún er ein meginundirstaða grunn- skóia- og jafnvel framhaldsskóla- kerfisins í landinu. Árlega gefur Námsgagnastofn- un út um 250 titla af ýmis konar náms- og kennslugögnum, og um það bil 70 titlar eru nýir. Um 600 þúsund eintökum er dreift í grunnskóla landsins á vegum Námsgagnastofnunar. Námsgagnagerð Ásgeir Guðmundsson er for-- stjóri Námsgagnastofnunar og hefur verið frá upphafi. Hann segir tvo áfanga merkasta í sögu stofnunarinnar. Hinn fyrsta þeg- ar Kennslumiðstöðin var sett á laggirnar árið 1982 og hinn seinni þegar öll námsefnisgerð var flutt frá menntamálaráðuneytinu til Námsgagnastofnunar árið 1985. „Nú fer öll námsgagnagerð fram í Námsgagnastofnun, alveg frá upphafi til enda. Þetta var mjög stórt skref í starfi stofnunarinnar og skiptir verulega miklu máli. Vissulega var erfitt fyrir okkur að taka við þessu verkefni og það tók okkur langan tíma að fóta okkur í þeim verkefnum. En jafnt og þétt hefur það tekist og við höfum haft mikið samstarf við aðila utan stofnunarinnar til að aðstoða okkur í þessum verkefn- um. í því sambandi vil ég sérstak- lega nefna starfshópa sem skip- aðir eru af kennurum og öðrum sérfræðingum, sem endurskoða allt það námsefni sem við erum með og gera tillögur um útgáfu námsefnis til lengri tíma,“ segir Ásgeir. 100-150 höfundar vinna árlega fyrir stofnunina og er meirihluti þeirra starfandi kennarar. Þegar námsgagnagerðin fluttist til Námsgagnastofnunar jókst því mjög samband og samstarf milli kennara og námsgagnagerðar- innar, sem hlýtur að vera mikil- vægt. Kennslumiðstöð og fræðslumyndir Námsgagnastofnun framleiðir ekki bara námsefni, því kennslu- miðstöð er starfrækt á hennar vegum. Þar fer fram fræðslu- og kynningarstarfsemi í tengslum við skólastarf og einnig er þar sýninga- og fundaaðstaða fyrir kennara og ýmsa aðra hópa. Gagnasafn og gagnasmiðja er þar einnig og þar er hægt að skoða innlent og erlent námsefni, útbúa verkefni og undirbúa kennslu. Tölvuver er líka starfrækt og þar er hægt að vinna á tölvur og skoða kennsluforrit. Námsgagnastofnun bæði fram- leiðir og kaupir fræðslumyndir fyrir grunn- og framhaldsskóla. Fræðslumyndasafnið lánar myndbönd, kvikmyndir og skyggnur til skóla og annarra stofnana. Ásgeir segir að innlend framleiðsla á myndböndum sé sífellt að aukast og þau mynd- bönd eru einnig vinsælust í útlán- Ar læsis - VASK af bókum Það er skemmtileg tilviljun að nú á ári læsi, skuli virðisauka- skattur vera felldur niður á ís- lenskum bókum. í dag fellur hann niður og að sögn Svavars Gestssonar menntamálaráðherra er það von ráðuneytisins að það hvetji til aukins bóklestrar og að menn átti sig enn frekar á mikil- vægi bókarinnar. Bækur lækka í verði um tæp 20% og sem dæmi má nefna að bók sem kostaði í gær 1980 kr. kostar í dag 1590 kr. Svavar segir að nú sé virðisauka- skattur ekki lagður á íslenskar bækur eða aðra menningarstarf- semi. Lauslega áætlað er því óbeint framlag ríkisins til menn- ingarmála um 1.5 miljarður. A sýninguna í Námsgagna- stofnun eru að sjálfsögðu allir velkomnir, en þó kannski sér- staklega foreldrar, sem komi til að sjá framboð þess námsefnis sem í boði er fyrir börn þeirra. um. ns. Þessi „draslhrúga" sem þú kallar svo, er ævistarf mitt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.