Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.11.1990, Blaðsíða 19
Lífið er alltaf framundan Sigurður Pálsson: Ljóð námu vðld Forlagið, 1990 í íyrsta bindi ljóðnámusaíhs Sigurðar Pálssonar var því lýst hvemig ljóðin námu land á Is- landi, byggðu það með landslög- um og helguðu það eldljóðinu sí- kvika. í annarri ljóðnámubók var ort um ljóðnámumenn - til dæmis höfunda Njálu og Laxdælu og aðra ónafngreinda snillinga mið- alda. í þriðju ljóðnámubók Sig- urðar Pálssonar nema ljóðin völd. Þau hafa sigrað tímann (Einu konungar Islands), dauðann (Borges, Dylan Thomas) og ofríki mannanna (Ljóð námu völd), enda em þau engu ytra hylki háð og allsendis laus við hlekkina sem halda aftur af mannfólkinu. „Það vantar ekki neitt á húsið mitt“ segir í laundijúgu upphafs- ljóði bókarinnar, „næstum ekki neitt“ Það vantar á það skorsteininn Það venst Það vantar á það veggina og myndimar á veggina Það verður að hafa það En það er þægilegt húsið mitt Gjörið svo vel Fáið ykkur sæti Verið ekki hrædd... Við þurfum ekki að binda okkur við neina siði í þessu ljóð- húsi, við megum koma inn um dymar, en við getum líka gengið inn um gluggana - „ef ekki bara veggina“. Ljóðnámuvöld er fyrsti kafli samnefhdrar bókar; í öðmm kafla, Mánaðaljóðum, em ljóð fyrir hvem mánuð ársins. Þau bestu em ort í kringum minningar ffá bemsku og æsku, en flokkur- inn er í heild of veigalítill og haminn til að ná sér á flug. Japanskir menningar- dagar á íslandi Grafíksýning hjá ASÍ. Arkitektúrsýning í Asmundarsal Á morgun kl. 16 munu sendi- herra Japans á Islandi og Svavar Gestsson menntamálaráðherra opna sýningu á japanskri grafík í Listasafni ASI við Grensásveg. Sýningin er liður í Japönskum menningardögum á íslandi, og verður sama dag kl. 18 opnuð sýn- ing á japönskum nútímaarkitektúr í Ásmundarsal. Sýningar þessar hljóta að vekja forvitni áhugamanna, þar sem Japanir þykja standa mjög framarlega á báðum sviðum. Japanir eiga sér langa hefð í grafiklist allt frá því að japanska tréristan hófst til vegs á 17. öld. Edo-tímabilið í japanskri sögu, sem stóð frá 1615-1868 einkennd- ist af einangmn frá umheiminum og áherslu á hefðbundna listsköp- un. Á þessum tíma blómstraði hefðbundin trérista með lands- lagsmyndum, þjóðlífsmyndum og myndum af grímuklæddum leik- umm. Eftir 1868 féll hin hefð- bundna listsköpun i ónáð fyrir áhrif vestrænnar menningar. En á fyrstu áratugum 20. aldar varð endurreisn í japanskri menningu, þar sem japönsk hefð blandaðist vestrænum áhrifum með árangurs- ríkum hætti. Síðari heimsstyijöld- in markaði aftur þáttaskil í jap- önsku menningarlífi, þar sem fall heimsveldisins og kjamorku- sprengjumar í Hiroshima og Nag- ashaki kipptu fótunum undan öllu Yayoi Kusama: Graskerið, silki- þrykk frá 1986. hefðbundnu verðmætamati. En samfara hraðri endurreisn jap- ansks efnahagslífs hafa orðið miklar framfarir í japönsku menn- ingarlífi, einkum á sviði iðnhönn- unar og byggingarlistar. Sömu- leiðis hefur hin gamla grafíkhefð japana blómstrað á ný í frjósömu samspili við nýjustu strauma vest- rænnar myndlistar. Sýningin í Listasafni ASÍ sýnir okkur úrval verka eftir nokkra þekktustu graf- íklistamenn Japana í dag. Þátttak- endur em 20 og verkin 81. Grafik- sýningunni lýkur 2. desember, en arkitektúrsýningunni í Ásmundar- sal lýkur 25. nóvember. -ólg. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Haraldur Leví Bjarnason Grettisgötu 84 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélagið. Jenný Lúðvfksdóttir Þóra Hallgrímsdóttir Árnl Þór Árnason Þórunn Haraldsdóttir Faddis Charies F. Faddis Ingibjörg G. Haraldsdóttir Grétar H. Óskarsson Hrannar G. Haraldsson Lára Kjartansdóttir Edda Björnsdóttir Haildór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Eftir hann em þrír kaflar sem allir gefa svipaða tilfinningu. Það er eins og skáldið segi: Eg ætla ekki að reyna að frelsa heiminn eða setja þér tíu boðorð lesandi minn, leyfðu mér bara að ganga með þér og benda þér á eitt og annað sem gefiir hvunndeginum gildi... Til þess að komast nær okkur notar Sigurður myndmál úr daglega lifinu sem ofl hittir beint í mark. Hver man ekki eftir að hafa andað að sér lykt og rembst við að muna á hvað hún minnir mann? Kannski glóðarsteikta skán fyrir fjórtán jólum, eins og stungið er upp á i ljóðinu Gull- verðlaun, eða lag leikið á klarin- ett. llmvatnsrannsóknir em ekki keppnisíþrótt á ólympíuleikum - „Samt fær hjartað / alltaf gull- verðlaunin“. „Lífið var ffamundan / óend- anlegt úrval möguleika / eins og bæklingur póstverslunar“ segir í Rödd á spítala. Þar er lifið líka „Hlaðið sjaldgæfri spennu / og mýkt / eins og tár fegurðardrottn- ingar á sigurstund". Jórtrandi úlf- aldar em hofmóðugir á svip eins og knattspymudómarar (Jóla- nótt), og spurt er hvers vegna nú séu bara ungar stúlkur í öskunni: „Hvert em þeir famir / öskukall- amir?“ (I öskunni) Næstsíðasti kaflinn Sveijla endar á frábæm samnefhdu djass- ljóði í lausu máli og drepfyndnum verklegum æfingum í atburða- skáldskap. Eins og í beinu fram- haldi fylla lausamálsljóð allan síðasta kaflann, Salt. Þau em ekki eftir forskrift eins og ljóðin í síð- asta hluta Ljóð námu menn SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR heldur geyma þau í sér vott af djasssveiflu í sögum sínum og heimspekilegum hugleiðingum, fyndnum, alvarlegum, óvæntum. Þama era mörg einkennilega ynd- isleg ljóð, látlaus og innileg og koma alveg upp að manni. Ekki em til mörg fallegri ástarljóð til bókmennta en Ávextir jarðarinnar sem segir ffá því þegar sígaunar rændu Sigurð öllu fémætu en skildu þó effir það dýrmætasta, bókina sem hann var nýbúinn að kaupa. Hámarki nær svo bókin í síðasta ljóðinu, Morgunstund, sem slær kynjabirtu yfir höfiið- borgina og lyftir henni upp í ódauðleikann. ...á þessari töfrastund lýsist hægt og rólega miðhlutinn á mós- aikmynd Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu við Tryggvagötu. Lýsist eins og risaljóskastara sé beint að miðju verksins. í raun er eins og ljósið komi innan ffá; eins og kjami verksins verði sjálf- lýsandi. Eg segi ekki ffá öðm sem ger- ist á galdrastund morgunsins, enda mynduð þið ekki trúa mér, en þegar svona hefur verið ort um borg er ástæðulaust að skammast sín fyrir að búa þar. Ljóð námu völd er jafnbetri bók en fyrri bindin í flokknum þó að kannski risi hún hvergi jafhhátt og tindar Ljóðanámumanna. Eins og aðrar ljóðabækur Sigurðar verður hún ómissandi félagi í amstri daganna. SA r íslenska hljómsveitin ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fyrstu tónleikar starfsársins hjá Islensku hljómsveitinni verða í Langholtskirkju sunnudag 18. nóv. kl. 17 undir heitinu „Söngur og höipusláttur". Stjómandi er Öm Oskarsson. Flutt verður Frönsk svíta fyrir blásara, slag- verk og harpsikord eftir Francis Poulenc, byggð á 16. aldar döns- um eftir Claude Gervaise. Síðan koma „Sumamætur“, op. 7 fyrir sópran og hljómsveit eftir Hector Berlioz, ffa 1840, ljóðin eftir Theophile Gautier, sem var eitt höfuðskáld Frakka á sinni tíð. Einsöngvari verður bandaríska sópransöngkonan Lynn Helding. Þá verður fluttur hörpukonsert eftir Misti Þorkelsdóttur og fer Elisabet Waage með einleikshlut- verkið. Verkið var ffumflutt á tónleikum „Ung Nordisk Musik“ í Finnlandi í haust. Loks er „Di- vertissement“ eftir Jacques Ibert frá 1930, samið við gamanleikinn „ítalskan stráhatt“ eftir Labiche. Leikrit Bjöms Th. I anddyri Borgarleikhússins verður á laugardaginn kl. 15 leik- lesið leikrit Bjöms Th. Bjöms- sonar „Konráð í Kreischa“, stutt kómedía um Konráð Gíslason Fjölnismann. Þijá næstu laugar- daga verða leiklesin leikrit þama, á eftir verki Bjöms Th. koma rit- smiðar Jóns Hjartarsonar og Jóns Ámasonar. Leikarar LR flytja. NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19 Fundur í Lárusarhúsi mánudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnarfundar 20. nóvember. Áhugafólk um bæjarmálefni hvatt til að mæta. Stlórnin Laugardagsfundur A.B.R. 17.október kl. 10f.h. í Risinu Hverfisgötu 105 Málefni unglinga Laugardaginn 17. nóvember n.k. kl. 10 f.h. verður haldinn opinn fundur að Hverfisgötu 105. Á fundinum verður rætt um hvert stefnir í málefnum unglinga I Reykjavík í dag og hvaða leiðir séu til úrbóta. Myndi t.d. unglingahús ( mið- bænum verða til bóta? Snjólaug Stefánsdóttir uppeldisfræðingur opnar umræð- una og situr fyrir svörum. Það gera líka nemamir Sóley Tómasdóttirog Bryndis Ragnarsdóttir. Félagar! Fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum. Alþýðubandalagið f Reykjavfk Æskulýðsfylkingfn f Reykjavfk Forfallakennarar Forfallakennara vantar í Foldaskóla, Langholtsskóla og Öldusels- skóla í Reykjavík. Meðal kennslugreina eru: íslenska, danska, saga, stærðfræði, líffræði og eðlisfræði I eldri bekkjum. Upplýs- ingar veittar í skólunum og á fræðsluskrifstofunni. Fræðslustjórinn í Reykjavík Austurstræti 14 Sími621550

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.