Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Bráðabirgðalögin Ottast ekki dóm þjóðarinnar r Olafur Ragnar Grímsson: Segi Sjálfstœðismenn að þeir séu ekki að fella þjóðarsáttina þá afhjúpa þeir hvað þeir eru mikil börn. VSI kallar Þorstein á teppið Ríkisstjórnin mun standa og falla með stefnu sinni og ef Sjálfstæðisflokkurinn ræðst gegn þjóðarsáttinni og efna- hagsstefnunni þá getur alveg komið til greina að þjóðin fái að velja milli ríkistjórnarinnar og þjóðarsáttarinnar annarsvegar og Sjálfstæðisflokksins og nýja verðbólgubálsins hinsvegar. Ég óttast ekki dóm þjóðarinn- ar í því máli, sagði Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, um þá staðreynd að meirihluti stjómarinnar í neðri deild Alþingis er mjög tæpur þessa dagana eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að greiða atkvæði gegn bráðbirgða- lögunum sem sett voru á samn- ingana við BHMR, líkt og þrír stjómarliðar hafa lýst yfir að þeir muni gera. Staða stjómarinnar veiktist enn frekar á miðvikudag þegar Guðmundur Agústsson, þing- flokksformaður Borgaraflokks- ins, sagðist ekki lengur styðja rík- isstjómina. Hann er þó ekki geng- inn til liðs við stjómarandstöðuna Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og Flosi Eirlksson nýráðinn skrifstofustjóri sama flokks fyrir framan Bankastræti 3, en Sigfúsarsjóður keypti efstu hæðirnar og þangað er Alþýðubandalagiö að flytja skrifstofur slnar. Mynd: Kristinn. Skrifstofustjóri AB Mun vinna í anda friðar Flosi Eiríksson: Mitt hlutverk að halda sambandi við fólk FIosi Eiríksson var í gær ráðinn skrifstofustjóri Al- þýðubandalagsins. Hann er for- maður Alþýðubandalagsins í Kópavogi. „Mitt hlutverk er auk hins al- menna reksturs að halda sam- bandi við fólk og vita hvað er að gerast hveiju sinni,“ sagði Flosi. „Ég hef verið í starfsháttanefnd flokksins og það er í anda þeirrar nefndar sem ég ætla að vinna, þ.e.a.s. í friðaranda." Flosi sagði að starfið legðist vel í sig ef menn næðu saman í flokknum og sagðist hann vera bjartsýnn á að það tækist. „Síðan fer kosningastarfið að byija, list- amir úti um allt land em að skýr- ast og þá fer þetta að fara af stað,“ sagði Flosi, en í endaðan janúar stendur til að halda kosningaráð- stefnu með miðstjómarmönnum og efstu mönnum á listum. Flosi sagði að þá myndu menn ræða stefnuáherslur og tilhögun kosn- ingabaráttunnar. -gpm Palestína Stuðningur f verki ABR: Ríkisstjórnin fylgi eftir í verki samþykkt alþingis um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt Palestínu I" ályktun stjórnar Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík er þess kraflst að ríkisstjórn ís- lands fylgi eftir í verki og á al- þjóðavettvangi, samþykkt al- þingis um stuðning við sjálfs- ákvörðunarrétt Palestínuþjóð- ar í eigin landi og að ísland skuli hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Paiestínu. Jafnframt gerir ABR þær kröfur að þjóðir heims styðji þjóð Palestínu í verki til að ná sínum rétti, aðgerðir til að binda endi á hemám Israels á hemumdu svæð- unum og að almenningur á her- teknu svæðunum fái alþjóðlega vemd gegn ógnaraðgerðum ísra- elsríkis þar. I vikunni var árlegur sam- stöðudagur með palestínsku þjóð- inni samkvæmt ályktun allsheij- arþings Sameinuðu þjóðanna frá 1977. Tilgangurinn með degin- um, 29. nóvember er að minna á samþykktir SÞ um réttláta og var- anlega lausn Palestínudeilunnar, sem fela I sér rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimalands síns, fullan sjálfsákvörðunarrétt fyrir palestínsku þjóðina og rétt hennar til ríkis í heimalandi sínu. I tilefni dagsins sendi þing- flokkur Kvennalistans frá sér yfir- lýsingu þar sem skorað er á ís- lensk stjómvöld að þau beiti áhrifum sínum á alþjóðavettvangi til þess að deilumál Israels og Pal- estínu verði til lykta leitt á þann hátt að báðir aðilar njóti réttlætis og friður hljótist af. -grh r Olvmpíuskákmótið Stefndi f sigur I gekk vel í viöureign sinni við Portúgala í gær á ólympíuskák- mótinu í Júgóslavíu. Helgi Olafsson og Jóhann Hjartarson unnu báðir sína and- stæðinga. Jón L. Ámason var peði yfir og með betra tafl í sinni við- ureign og skák Margeirs Péturs- sonar var í jafnvægi. Það stefndi því j íslenskan sigur. íslendingar töpuðu hinsvegar fyrir A-Þýskalandi á fimmtudag með 1,5 gegn 2,5. Fyrir viður- eignina við Portúgala vom Islend- ingar í 16. sæti með 25,5 vinn- inga. -Sáf Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 og mun t.d. ekki greiða atkvæði gegn bráðbirgðalögunum. „Þjóðarsáttin og árangurinn í efnahagsmálunum em kjaminn í þeirri stefnu sem ríkisstjómin hefur fylgt. í síðustu viku átti ég viðræður við forystumenn sam- taka launafólks sem tejja um 100 þúsund félaga, ASI, BSRB, Kennarasamtakanna og banka- manna, sem öll ákváðu að fram- lengja þessa stefnu,“ sagði Ólaf- ur, en forystumenn Sjálfstæðis- flokksins sögðu á blaðamanna- fundi á fimmtudag að þeir væm ekki að fella þjóðarsáttina heldur væri ekki annað eðlilegt en að stjómarandstaða greiddi atkvæði á móti bráðbirgðalögunum og stjóminni. „Ef þeir segja að þeir séu ekki að fella þjóðarsáttina þá afhjúpa þeir að þeir em slík böm að þeir ættu ekki að hafa í höndunum pólitísk eldfæri. Afstaða Sjálf- stæðisflokksins, einsog allir for- ystumenn launafólks og atvinnu- lífs hafa sagt, er banatilræði við þjóðarsáttina. Og þegar einróma álit forystumanna yfir 90 prósenta launafólks í landinu og allra for- ysmmanna atvinnulifsins samein- ast i einni niðurstöðu þá er það sterkari og skýrari dómur heldur en einhveijar áróðursplötur og af- sakanir í Þorsteini Pálssyni eða Ólafi G. Einarssyni,“ sagði fjár- málaráðherra. Svo virðist sem Vinnuveit- endasamband íslands sé honum sammála því i gær tilkynntu þeir að vegna umræðna síðustu daga um afstöðu stjómmálaflokka og - manna til bráðbirgðalaganna hygðust þeir leita eftir fundum með forsvarsmönnum Sjálfstæð- isflokks, Samtaka um jafnrétti og félagshyggju og formönnum rík- isstjómarflokkanna. Ákveðið hef- ur verið að halda þessa fundi á mánudag og þriðjudag. Sjálfstæð- ismenn hafa hinsvegar ítrekað sagt að þeim sé ekki stjómað úr Garðastræti þar sem Vinnuveit- endur em til húsa. Það verður þó einhver bið á því að lögin verði tekin fyrir á þingi. Málið er i nefnd og hugðist Páll Pétursson, formaður nefndar- innar, halda fund á mánudag en það kom í ljós, sagði Páll í gær, að menn sem átti að kalla fýrir nefndina komast ekki á mánudag. Því verður málið I fyrsta lagi af- greitt á miðvikudag og kemur varla til kasta þingsins fyrr en í vikunni þar á eftir. Þorsteinn Pálsson sagði á fimmtudag að hann væri tilbúinn að mynda ríkisstjóm og ganga til samninga við BHMR til að leysa þetta mál og sakaði hann ríkis- stjómina um handvömm í samn- ingagerðinni við BHMR í sumar. „Það lá alltaf ljóst fyrir að for- ystumenn BHMR töldu sig ekki hafa umboð til að breyta þessum samningi,“ sagði Ólafúr. „Ég átti viðræður dag og nótt við BHMR til þess að fá breytingar sem myndu forða því að það þyrfti að taka á þessu með bráðabirgðalög- um. Það var enginn félagslegur stuðningur fyrir forystu BHMR til breytinga, því miður. Og þá urðu menn að velja milli þjóðar- sáttarinnar og samningsins við BHMR. Það var ekki auðvelt val. Sú reiðialda sem nú rís gegn for- ystu Sjálfstæðisflokksins sýnir best að sú afstaða sem við tókum í ríkisstjóminni var rétt -gpm HELGARRtJNTIIRINN HELGARRÚNTURINN hefst á því að minna lesendur á að í dag er al- þjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi. í tilefni þess verður kynning í Kringlunni í dag sem Samtök áhugafólks um alnæmisvandann standa fyrir. Kynningin hefst kl. 10 og lýkur kl. 16. Og þið sem ætlið að dufla og daðra um helgina, munið eftir smokknum. DANDALAVEÐUR, nýtt leikrit eftir Jónas Ámason, verður leiklesið I Litla sal Borgarleikhússins á morgun kl. 16. Leikritið gerist í sjávarplássi á norðurhveli jarðar á fyrri hluta aldarinnar. Alþýðuleikhúsið er með síð- ustu sýningar á Medeu um helgina og sömu sögu er að segja um Leikfé- lag Kópavogs á Skítt með’a! ÓPERUKVIKMYNDIR verða sýndar hjá MÍR nú í lok 150 ára af- mælisárs tónskáldsins Pjotrs Tsjaikovskí. A sunnudag verður sýnd kvik- myndin Évgeni Onegin, sem gerð var á síðari helmingi sjötta áratugar- ins. Flytjendur tónlistar em hljóðfæraleikarar og söngvarar Bolshoj leik- hússins í Moskvu. Leikstjóri er Tikhomirov og er myndin með texta á ensku. BÓKMENNTADAGSKRÁ verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun en þar munu fimm skáld lesa úr nýtútkomnum bókum sínum. Skáldin era Einar Már Guðmundsson, Friða Á. Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir. Þá verður einnig upplestur í Þjóðarbókhlöðunni um helgina. AÐVENTUHÁTÍÐIR verða haldnar víða á sunnudag. Að Sólheimum lýsa heimilismenn og gestir upp mosaþakinn garð. Luðrasveitin Svanur verður með aðventutónleika kl. 17 á sunnudag og Utivist fer I sína að- ventuferð í Bása en þar verða skipulagðar gönguferðir við allra hæfi um Goðaland og Þórsmörk. Á sunnudag verður létt fjölskylduganga um Víðines, Þemeyjarsund og Álfsnes á vegum Útivistar. Brottför frá BSÍ kl. 13. Stansað við Árbæjarsafh. Ferðafélag íslands fer I dagsferð á sunnudag um Kjalames og Músames, en stórstraumsfjara er um helgina. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin kl. 13. Verð kr. 1000 en firítt fyrir böm að 15 ára aldri. KOLAPORTIÐ verður opið á sunnudögum ftam að jólum, Þorláks- messa þó undanskilin. Þar er að venju hægt að gera reyfarakaup auk þess sem ýmsar uppákomur verða fyrir bömin. Þá ættu þeir sem vilja styrkja góð málefhi en horfa jafhframt í aurinn við val jólagjafa að hafa í huga að fjölmörg félagasamtök halda fjármögnunarbasar um þessar mundir. Við bendum einnig á sölusýningu á Vinnustofu Kópavogshœlis, en þar kennir að venju ýmissa grasa. Sýningin þar hefst kl. 14 í dag og lýkur kl. 17.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.