Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 5
Að
gefnu
tilefni
Lukkutröll
ríkisstjórnarinnar
Stjómmál geta tekið á sig hinar undar-
legustu myndir. Ein slík hefur nú komið
fyrir augu almennings með því að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefúr ákveðið að greiða
atkvæði gegn bráðabirgðalögum ríkis-
stjómarinnar um kjaradeiluna við BHMR.
Satt best að segja brosir nú margur yfir
þessu tiltæki og sumir láta eftir sér að hlæja
hátt og lengi þegar Þorsteinn Pálsson kem-
ur í íjölmiðla og heldur því ffam að flokk-
ur hans styðji þjóðarsáttina, en sé aftur á
móti algerlega á móti bráðabirgðalögun-
um. Þetta er þeim mun kyndugra sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur mikla æfmgu í að
setja lög á kjaradeilur.
Erfitt
fyrir Alþýðubandalagið
Fyrir flokk á borð við Alþýðubandalag-
ið er slík lagasetning hins vegar alvarlegra
mál þar sem allar hefðir flokksins krefjast
þess að hann standi við hlið verkalýðssam-
takanna í vöm þeirra og sókn fyrir mann-
réttindum, jafnt verkfalls- og samningsrétti
sem öðmm réttindum. Það er þess vegna
miklu auðveldara að skilja þá afstöðu
tveggja þingmanna flokksins að vilja ekki
samþykkja lögin heldur en alls þingflokks
Sjálfstæðisflokksins með þá reynslu á bak-
inu sem áður er nefhd. Hitt má svo öllum
vera ljóst að Alþýðubandalagið átti engra
kosta völ annarra en að fallast á að lögin
yrðu sett. Ríkið getur einfaldlega ekki
ákveðið með samningum við aðila v;nnu-
markaðarins að launahlutföll skuli fest á
samningstímanum en láta afskiptalaust að
allt fari úr böndunum í samningum við
hluta af eigin starfsmönnum. Ríkisstjómin,
og alveg sérstaklega Alþýðubandalagið,
var vissulega í afleitri klemmu. Ekki varð
komist hjá því að velja á milli tveggja
vondra kosta; að þjóðarsáttin rynni út í
sandinn eða að taka aftur þann hluta
BHMR-samningsins sem valdið hefði sátt-
arslitum. Ríkisstjómin tók af skarið í
trausti þess að þingmeirihluti væri fyrir
ákvörðun hennar.
Formaður úr álfheimum
Eins og sakir standa er því hreint ekki
ólíklegt að ríkisstjómin nái ekki að sitja út
kjörtímabilið og sú afstaða forsætisráð-
herra að vilja ijúfa þing ef lögin verða ekki
samþykkt er fúllkomlega eðlileg. Forsætis-
ráðherra kallar aðstæðumar nú óskastöðu
fyrir ríkisstjómina. Það er kannski fullmik-
ið sagt en hitt er þó ljóst að þjóðarsáttin
hefúr heppnast að því leyti að nú er verð-
bólga á Islandi svipuð og í öðmm löndum,
með þeim afleiðingum að í landinu er til-
tölulega góð samstaða um að reyna til
þrautar hvort ekki sé hægt að koma hér á
svipuðum háttum og í grannlöndum okkar.
Það má því vel vera að ríkisstjóminni geri
það ekkert til þótt hún fari frá einhverjum
mánuðum fyrr.
Verði bráðabirgðalögin felld fer skrúf-
an af stað, laun hækka á einum stað, næst á
öðmm, síðan á þeim þriðja og hringurinn
lokast svo með nýrri hækkun á fyrsta
staðnum og þannig koll af kolli. Þessu seg-
ist Þorsteinn Pálsson, sem er eins og ný-
stiginn út úr álfheimum, vera á móti en ætl-
ar þó að beita sér fyrir að því verði komið í
kring hið snarasta.
Ekki er hægt að veijast þeirri ffeistingu
að setja sig í spor Sjálfstæðisflokksins og
reyna að átta sig á hvaða vinning flokkur-
inn getur haft af því að fella bráðabirgða-
lögin.
Hvað vinnur
Sjálfstæðisflokkurinn?
Segjum sem svo að bráðabirgðalögin
komi til afgreiðslu fýrir miðjan desember
og verði felld. Þá þarf eigi að síður að af-
greiða (járlög sem ríkisstjómin hefur und-
irbúið og er ekki vitað annað en að hún hafi
traustan meirihluta á bak við. Sjálfstæðis-
flokkurinn getur því engu breytt um fjár-
lögin og þau verða afgreidd í kring um 20.
desember. Um leið yrði þingið væntanlega
rofið og nýjar kosningar ákveðnar, liklega í
lok febrúar eða byijun mars. Ríkisstjómin
verður því starfsstjóm, eins og það er kall-
að þegar ríkisstjóm situr frá þingrofi til
kosninga, sem hefúr m.a. I för með sér að
álmálið, eitt af hjartans málum Sjálfstæðis-
flokksins, fer í uppnám og verður ekki
hægt að taka það upp aftur fyrr en tekist
hefur að mynda nýja ríkisstjóm að kosn-
ingum loknum, sem guð má vita hvað tek-
ur langan tíma.
Davíð Oddsson, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, leiðir nú samningana um
raforkuverð vegna væntanlegs álvers á
Keilisnesi. Hann er að sönnu í umboði
Landsvirkjunar, en ætli viðsemjendunum
þyki fysilegt að semja um orkuverð ef rík-
isstjómin er umboðslaus og engin leið að
segja fyrir um hvemig ríkisstjóm tekur við
að kosningum loknum?
Fellur hún?
Næst er rétt að líta á möguleikana á að
Sjálfstæðisfiokknum takist að fella ríkis-
stjómina með þessum hætti en í þeim efn-
um er eitt og annað að varast fyrir fiokkinn.
Til að mynda spyija nú margir hvort hreysti
flokksforystunnar á blaðamannafúndinum
sé ekki einfaldlega bundin við kokið eitt.
Ekki vom allir á fúndinum sem þar áttu að
vera. Hvaða trygging er fyrir því að allur
þingflokkurinn greiði atkvæði gegn lögun-
um þegar á hólminn er komið? Þungavikt-
armenn flokksins í atvinnulífinu og verka-
lýðshreyfingunni tala einum rómi: ákvörð-
un þingflokksins er út í hött. Einar Oddur
Kristjánsson, formaður VSÍ, sem Þorsteinn
Pálsson segir að sé „mikill“ Sjálfstæðis-
maður, segir í Morgunblaðinu í gær: „Við
höfúm alls ekki látið okkur detta í hug að
þingfiokkurinn sem heild, færi að bindast
slíkum böndum að gera allt til að fella þessi
lög. Okkur er óskiljanlegt hvaða nauð rek-
ur þá til þeirra hluta." Það verður ffóðlegt
að sjá upplitið á sumum þingmönnum
flokksins þegar þeir greiða atkvæði gegn
bráðabirgðalögunum og ganga þá um leið
gegn næstum öllum máttarstólpum flokks-
ins utan þings, að ekki sé nú talað um þær
skoðanir sem kimna að vera þeirra eigin.
Hvað tekur við?
En látum gott heita og segjum að allur
þingheimur verði við hestaheilsu þegar að
atkvæðagreiðslunni kemur og bráðabirgða-
lögin falli. Þá tekur veruleiki kosningabar-
áttunnar við. Fyrir tilverknað Sjálfstæðis-
flokksins verður komið upp svipað ástand
og hér var um árabil og sættir hafa verið
um að reyna með öllum ráðum að komast
út úr. Þá verða forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins að svara því hvort þeim hafi
fúndist ómaksins vert að flýta kosningum
um nokkra mánuði til þess eins að þjóna
skammtíma hagsmunum flokksins og síð-
Davíð Oddsson, vara-
formaður Sjálfstæðis-
flokksins, leiðirnú
samningana um raf-
orkuverð vegna vœnt-
anlegs álvers á Keilis-
nesi. Hann er að sönnu
í umboði Landsvirkjun- 3
ar, en ætli viðsemjend-
unum þyki fysilegt að
semja um orkuverð ef
ríkisstjórnin er umboðs-
laus og engin leið að
segja fyrir um hvernig
ríkisstjórn tekur við að
kosningum loknum.
ast en ekki sist hvað þeir ætli að gera til að
koma aftur á stöðugleika í þjóðfélaginu.
Að öllu samanlögðu verður ekki séð að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi nokkurt gagn af
þeirri ákvörðun þingflokksins að ætla að
fella bráðabirgðalögin þ.e.a.s ef ffumvarp-
ið fellur með atbeina flokksins.
Vangaveltur um sókn og vörn
Vegna þess að margir hafa gaman af
vangaveltum um sókn og vöm í pólitík er
líklega rétt að ljúka þessum þanka með fá-
einum orðum um þann kost sem Sjálfstæð-
isflokkurinn hlýtur að sjá við ákvörðun
sína. Þingflokkurinn hefúr örugglega ein-
lægan áhuga á að stjómarliðar samþykki
bráðabirgðalögin, því þegar allt kemur til
alls myndi flokkurinn sleppa fyrir hom
með sína kostulegu ákvörðun ef þremenn-
ingunum í stjómarliðinu, sem ráðnir hafa
verið í að fella lögin, snerist hugur eða
sætu hjá. Þá getur flokkurinn þvegið hend-
ur sínar af málinu og sagt: ekki ég. Hvort
það kemur honum að gagni þegar til kast-
anna kemur er svo annað mál. Öll þjóðin
veit að Sjálfstæðisflokkurinn hefúr enga
lausn á þeim vanda sem BHMR-deilan hef-
ur komið stjómvöldum f og hann hefúr
engar marktækar tillögur flutt um það sem
á að taka við þegar þjóðarsáttinni lýkur. Er
kannski hugsanlegt að Þorsteinn Pálsson
verði fyrr en varir það lukkutröll rikis-
stjómarinnar sem dugir henni til áfram-
haldandi setu að kosningum loknum?
hágé.
Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5