Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRETTIR Tilboöi Bush fagnað Abdul Razzak al-Hashimi, am- bassador Iraks í París, fagnaði í gær þeirri uppástungu Bush Banda- ríkjaforseta að viðræður yrðu tekn- ar upp milli stjóma Bandaríkjanna og Iraks til lausnar Persaflóadeilu. Kvaðst ambassadorinn vona að til- boð Bush leiddi til „þess sem við viljum allir, samninga í stað þess að stríðsbumbur séu barðar.“ Óopinbert sendiráð Eistland, Lettland og Litháen opna 20. des. upplýsingaskrifstofu í Kaupmannahöfii. Hefur danska stjómin ákveðið að styrkja rekstur skrifstofunnar, sem litið verður á sem óopinbert sendiráð Eystra- saltsríkjanna þriggja. Utanríkisráð- herrar þeirra, sem og utanríkisráð- herrar Norðurlandaríkjanna fimm, verða viðstaddir opnunina og er gert ráð íyrir að þeir ræði samskipti Norðurlanda og Eystrasaltsríkja og deilur þeirra síðamefndu við sov- ésku stjómina. Einangrun á enda Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, gekk á ftrnd Bush Banda- rikjaforseta í Washington í gær. Er það tekið sem merki þess að ein- angmn þeirri á alþjóðavettvangi, sem kínverska stjómin lenti í vegna hrottaaðfara sinna gegn Iýðræðis- sinnum þarlendis s.l. ár, sé nú að ljúka. Bush bvður Saddam viðrœður Baker til Bagdad? Hingað til hefur Bandaríkjastjórn hafnað viðrœðum að Irökum óförnum frá Kúvœt George Bush, Bandaríkjafor- seti, sagðist í gær vera reiðubúinn að senda James Baker, utanríkisráðherra sinn, til Bagdað að ræða við Saddam Hussein, forseta íraks, í þeim tilgangi að leysa Persaflóadeilu á friðsamlegan hátt. Jafnframt bauð Bush Tareq Aziz, utanrík- isráðherra íraks, að koma til Washington í annarri viku des- embermánaðar til viðræðna við Bandaríkjastjórn um sama efni. „Hann (Saddam) verður að skilja, hvað hann á í vændum ef hann fer ekki að ályktun (Örygg- isráðs) Sameinuðu þjóðanna," sagði Bush. Kvaðst hann telja að besta ráðið til að svo mætti verða væri að þeir Baker og Saddam ræddust við milliliðalaust. Þetta tilboð Bandaríkjaforseta þykir nokkrum tíðindum sæta, þvi að fram að þessu hefúr hann hafhað öllum milliliðalausum samningaviðræðum við Irak fyrr en her þess væri farinn frá Kúvæt. En samþykkt Öryggisráðs í fýrra- dag um heimild til beitingar vopna gegn Irak var mikill sigur fyrir Bandaríkin og i þeirri nýju stöðu telur Bush sig sennilega Uppreisnarmönnum spáð sigri Uppreisnarmenn í Mið-Afr- íkuríkinu Sjad (Chad) hafa tekið Abéché, miklvæga borg austanvert í landinu, að sögn franska utanríkisráðuneytisins. Náðu uppreisnarmenn borginni á vald sitt bardagalaust og sækja nú þaðan í áttina til N’Djamena, höfuðborgar landsins, sem er skammt frá landamærum þess að Nígeríu. Á milli Abéché og N’Djamena eru um 800 km. Á Frökkum kunnugum í Sjad er svo að heyra að þeir telji upp- reisnarmönnum sigur vísan, enda sé stjómarherinn, sem í voru við upphaf borgarastriðs þessa um 12.000 manns, illa leikinn eftir bardaga sem staðið hafa þær þtjár vikur, er liðnar em frá því að upp- reisnarmenn réðust inn i landið frá Súdan. Frakkar, sem hafa um 1300 manna herlið í Sjad og studdu áð- ur Hissene Habre, forseta þess, í hemaði gegn Líbýumönnum og uppreisnarmönnum í bandalagi við þá, segjast ekkert ætla að skipta sér af þessu nýja striði þar eð í því sé ekki um erlenda íhlut- un að ræða. Sjadstjóm segir upp- reisnarmenn útsendara Gaddafis Líbýuforingja, en hann segir það ósatt. Hvað sem því líður er trú- legt að uppreisnarmenn njóti ein- hvers stuðnings frá Súdan, því að þaðan gerðu þeir innrásina í foð- urland sitt. Foringi þeirra heitir Idriss Deby og var áður yfirfor- ingi hers Habres. Reuter/-dþ. r Persaflóadeila Bush - Saddam verður að skilja hvað hann á í vændum, ef hafa efni á að gefa írak kost á við- ræðum að her þess ófomum frá Kúvæt, enda líklegt að það tilboð mælist vel fyrir heima sem er- lendis. Saddam, sem lýst hefur sam- þykkt Öryggisráðs brot á alþjóða- lögum og sagt sig staðráðinn í að hafa hana að engu, hefur marg- sinnis mælst til viðræðna við Bandaríkin og aðra andstæðinga sína í Persaflóadeilu, með því skilyrði að honum sé ekki gert að kveðja her sinn ffá Kúvæt. Bush tók fram að tilboðið þýddi ekki að Bandaríkin væm að linast í deilunni, og ef hann tæki þá ákvörðun „að frelsa Kúvæt með vopnum, yrði það ekki nýtt Víetnamstríð.“ Mun þar með gef- ið í skyn að Bandaríkin muni, ef til stríðs komi, beita öllum tiltæk- um ráðum til að gersigra Irak á skömmum tima. Reuter/-dþ. Onnur öldin en í Kóreustríði Bandaríkin og Bretland í forustu sem þá, samstaða meiri en lausari í sér. Kim II Sung hafði öfluga bakhjarla, Saddam stendur einn ■■ Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur heimilað aðild- arríkjum þeirra að beita vopn- um til að reka íraka frá Kúvæt og endurreisa sjálfstæði emírs- dæmis þessa ef írakar verði ekki farnir þaðan fyrir miðjan janúar. Þetta er í annað sinn, sem ráðið hefur heimilað stríð í nafni S.þ. í fyrra skiptið gerðist það 1950, eftir innrás Norður-Kóreu- manna i Suður-Kóreu. 27. júní, tveimur dögum eftir að innrásin hófst, samþykkti ráðið hvatningu til aðildarrikja S.þ. um að verða við beiðni Suður-Kóreustjómar um hjálp til að hrinda innrásinni. Sjö afþáverandi 11 aðildarríkjum ráðsins greiddu atkvæði með, Júgóslavía ein var á móti, fulltrú- ar Egyptalands og Indlands tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og Sovétríkin sóttu þá ekki fundi ráðsins. Undirfána S.þ. 7. júlí samþykkti ráðið aðra ályktun, þess efnis að öll aðildar- ríki S.þ. skyldu veita Suður-Kór- eu hemaðaraðstoð og aðra hjálp og að allur sá her, sem sendur yrði Suður-Kóreu til aðstoðar, yrði undir bandarískri stjóm. Enn- fremur var heimilað að aðgerðir þess fjölþjóðlega hers, er til Kór- eu yrði sendur, fæm ffam undir fána S.þ. Langmestur hluti þess hers, sem mörg ríki lögðu fram til Kór- eustríðsins, er stóð til 1953, var bandarískur, en af öðmm ríkjum sem þar vom með sendi Bretland mest lið á vettvang. Sama er að segja um fjölþjóðlega herinn á Pérsaflóasvæði, og Bandaríkin háfa íbrgöngu um liðssafnaðinn v.V þar eins og fyrrmeir i Kóreu. í ályktuninni sem samþykkt var i Öryggisráði í fyrradag er hinsveg- ar ekki gert ráð fyrir herstjóm, sem að formi til verði á vegum S.þ., og ekki að fáni samtakanna blakti yfir hemum. Nú öld ersnúin Aðstæður í heimsstjómmál- um vom mjög á annan veg í Kór- eustríði hjá því sem nú er. Norð- urhluti hnattarins skiptist þá í fjandsamlegar fylkingar Austurs og Vesturs og önnur ríki urðu að taka tillit til þeirrar skiptingar, nauðug viljug. Yfirburðir Bandaríkjanna miðað við heiminn í heild vom þá allmiklu meiri en nú er orðið. Þau komu í veg fyrir að kínverskir kommúnistar, sem þá nýverið höfðu tekið völd í föðurlandi sínu, fengju sæti þess hjá S.þ., svo að stjóm kínverskra þjóðemissinna, sem þá orðið hafði ekki annað af landinu á valdi sínu en Taívan, Saddam - enginn sterkur bak- hjarl. var áfram aðili að S.þ. og þar með Öryggisráði fyrir hönd Kína. Sov- étríkin mótmæltu þessu með því að taka um skeið ekki þátt í fúnd- um Öryggisráðs. Það var því til þess að gera einfalt mál fyrir Bandaríkin að knýja fram í Ör- yggisráði þær samþykktir, sem þau vildu fá þar fram. Nú er kaldastríðstviskiptingu heimsins lokið en ýmislegt á huldu um hvað við tekur. Það ástand, ásamt með hlutfallslega minnkaðri valdahlutdeild Banda- ríkjanna, hefúr sagt til sín í Persa- flóadeilu. Bandaríkin vom lengur að fá það ffarn hjá Sameinuðu þjóðunum sem þau vildu en í fýrra sinnið. Þeim hefúr nú að vísu tekist það með fúlltingi ekki aðeins Vestur-Evrópuríkja, held- ur og Sovétríkjanna og raunar Kína einnig (þótt það sæti hjá til að reyna að halda i ímynd sína sem forustuveldi i þriðja heimi). En vægi þriðja heimsins í heims- stjómmálum er meira nú en var fýrir 40 árum og hann er hikandi (og hvað arabaríki sérstaklega varðar, beggja blands) í Persa- flóadeilu. Evrópsk tregða Vestur-Evrópuríkin em líka stórum öflugri í hlutfalli við Bandaríkin en var í Kóreustriði, og af hálfu Þýskalands (sem hafði lítið að segja í heimsstjómmálum fýrir 40 ámm) og Frakklands gæt- ir vissrar tregðu gegn því að lúta fomstu Bandaríkjanna á móti ír- ak. Sama er að segja um Japan, sem nú er stórveldi, en var í Kór- eustríði undir yfirráðum Banda- rikjanna. írak stendur hinsvegar miklu veikar að vígi á alþjóðavettvangi en Norður-Kórea fyrmrn. Kim II Sung í Norður-Kóreu hafði með sér alla austurblökkina sem þá var, Sovétríkin vopnuðu her hans og Kínveijar björguðu honum frá annars vísum ósigri með þvi að skerast í leikinn með ógrynni liðs. Kim II Sung (hér á stalli (rlki s(nu) Leiddi það um síðir til jafhteflis í striðinu. Saddam íraksforingi er aftur á móti því sem næst einangr- aður á alþjóðavettvangi, en vera kann að hann sé betur í stakkinn búinn til að þola umsátur en Kim hefði verið, hefði hann ekki notið stuðnings þeirra Stalins og Maós formanns. dþ. - þá stóð hann ekki einn. \ Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.