Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 9
BÆKUR Árni Bergmnann um bækur: Þú ert best geymdur þar... Árni Johnsen og Sigmund Þá hló þingheimur Sögur og vísur um stjórnmála- menn Hörpuútgáfan 1990. Það er í sjálfu sér þakklátt verk að safna saman sögum og vísum um stjómmálamenn. Is- lensk fyndni vill helst tengja sig við ákveðna menn sem allir kann- ast við, við viljum ekki skrýtlu um þingmann yfirleitt eða prest, heldur Olaf Thors eða séra Bjama. Og helst þarf að herma eftir þeim þegar sagt er frá. Því er margt skemmtilegt í þessari bók. En hún hefði verið betri með strangara vali: Ami Johnsen lætur margt fljóta með sem er hvorki sniðugt né hnyttið. Þegar hann birtir afmælisvísu um Sjálfstæðisflokkinn fimmtugan sem er svona: SjálfstæðisJlokkur i 50 ár fram hefur sótt við unnir blár, en horfir nú fram á aðra öld með árdagsins fána og hrein- an skjöld. þá hlær hvorki þingheimur né aðrir. Miðlungsgóðar tækifæris- vísur og hálfVandræðalegir bragir verða ekkert merkilegir þótt þing- menn beri ábyrgð á þeim. Ágætar perlur em svo innan um. Til dæmis slitrur Stefáns Jónssonar eða þá þessi neyðarlega gagnrýni Jónasar Ámasonar á Al- þýðubandalagið: Ideólógiskt er það dautt aldrei að hífa, bara slaka. Bráðum er ekkert eftir rautt annað en nefið á Gvendi jaka. Reyndar er það svo að ágæt- asta skáld bókarinnar situr ekki á þingi, en það er Sigrún Ámadótt- ir, sem hefur það starf að „gróf- pússa þingmannatetur", m.ö.o. skafa ambögur og óþarfa af ræð- um þeirra áður en þær fara á prent. Sigrún yrkir á skemmtilega útsmoginn hátt um starfið og inn- anhúsmál þingsins, t.d. í brag sem byijar svona: Hvort hefurðu þuklað um þingrœðusöfn iþykkum og rykföllnum haug- um og grafið ur dyngjunum núm- erog nöfn á nábleikum málefnadraug- um? Svo var það annað aðfmnslu- efni: Ámi Johnsen hleður utan á ýmsum óþarfa um að þessi eða hinn sé sniðugur og hagmæltur og oft kátt í koti og glatt á hjalla. Hann er líka slæmur með að bama sögur. Til dæmis segir hann ágæta sögu af viðskiptum þeirra Stein- gríms Hermannssonar. Steingrím- ur hefur reiðst Áma og tekur hon- um fálega þegar hann heilsar á hann. Ámi spyr hvort Steingrímur hafi verið i Surtsey nýlega, en þeir áttu áður erindi þangað báðir. Nei, svarar Steingrimur. Ég er ný- búinn að fara í Surtsey, segir Ámi og þá segir Steingrimur: „Jájá, mér finnst að það ætti að geyma þig þar.“ Hér væri mátulegt að hætta, en Ámi þarf endilega að hnýta þessum vandræðskap aflan við: „Ég skemmti mér konunglega yf- ir þessu atviki, en eftir þetta hefur allt verið með eðlilegum hætti í kveðjum okkar Steingríms og lík- lega hefur hann fyrirgefið mér hispursleysið.“ Svona kauðaskap- ur er því miður ekki einsdæmi í bókinni. Myndir Sigmunds em textan- um til dijúgrar lyftingar. STUBIÁ Aö ANfDMGUM ÞROSKA ^Afran — orkublik mannsms — rorm, htir og ahnt eftir Birgit Stepk ensen. Atkyglisverð kók um |>aá hvernig skynja má ámr og Jiroska eigið innsæi. Heilun eftir Anne Sophie jorgensen og Jorgen Hoker Ovesen, fjallar um lrvernig stuðla megi að líkamlegu og anJlegu jafnvægi. Emanuel Swedenkorg og eilífáartrúin mín eftir Helen Keller. Með ókilandi trú og kjarki náði Helen Keller að yfi rvinna fötlun sína. ' vmíoíí/ - mannþroski ORN OG m ORLYGUR StAuniúla I ! • Síitii 84866 STÓRGÓDAR SÖGUR TVEGGJA VERÐLAUNAHAFA SETBERG Tll AMERÍKU eftir Antti Tuuri Erkki Hakala hefur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu að hann sér þann kost vænstan að fiýja undan yfirvofandi málssókn. Leið hans liggur til Bandaríkjanna með fúlgu fjár en þau reynast ekki sá griðarstaður sem hann hélt. Þetta er hröð frásögn þar sem á snilldarlegan hátt er fléttað saman spaugi og alvöru. Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðuriandaráðs 1985. Njörður R Njarðvík þýddi. MÍRAMAR eftir Nóbelsskáldíð Nagíb Mahfúi Míramar er nafn á gistiheimili í Alexandríu þar sem 5 karlmenn hafa vetursetu. Sagan fjallar um samband þeirra við þjónustustúlkuna, hina fögru Zóhru. Þessi stolta bóndadóttir verður miðdepill í mikilli flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi. Sigurður A. Magnússon þýddi. HVÍTA HÚSIÐ / SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.