Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 3
Að gefnu tilefni Vörubílaakstur og fiskveiðar Undanfarna daga hefur landsmönnum gefíst kostur á að fylgj- ast með afar sérkennilegu ferli í alþjóðlegum samskiptum. Sendinefndir æðstu manna frá Evrópubandalagslöndunum annars vegar og EFTA-löndunum hins vegar hittust í Luxemburg til að undirbúa lokasprettinn í samningum um Evrópskt efnahags- svæði. Þarna voru engin smámenni á ferð, heldur ráðherrar í ríkis- stjórnum landa sinna ásamt fríðu föruneyti embættis- og aðstoðar- manna. Þetta var pólitískur fundur, ætlað að komast að pólitískri niðurstöðu um flókin mál og umdeild. Maður skyldi því ætla að þarna hafí verið saman kominn blóminn úr stjórnsýslu þeirra landa sem aðild áttu að fundinum og engir meðalmenn á ferð. Þegar upp var staðið kom hins vegar í ljós að það sem menn ætl- uðu sér að gera virðist að einhverju leyti hafa verið látið ógert. Is- lensku ráðherramir Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson komu heim og létu vel af niðurstöðunni., Sam- kvæmt því væru öll mál er íslend- inga snerta sérstaklega komin í höfh. Við hefðum í raun og veru ekki þurft að gefa nokkum skapað- an hlut eftir fyrir þau gríðarlegu ffíðindi sem samningurinn um EES myndi færa íslendingum. Svo líður líklega einn sólar- hringur. Þá kemur á daginn að embættismenn í Bmssel, þeir sem eiga að sjá um sjálfa vinnuna við að ljúka samningunum af hálfu EB, em hreint ekki á því að gengið hafi verið firá neinum samningum á fundi stjómmálamannanna. Næst er _________ svo haldinn sérstakur fund- ur í Salzburg í Austurriki, að manni skilst til þess eins að komast að nið- urstöðu um — það hvað hafi verið samið um í Luxemburg. Jón Baldvin var á þessum flmdi og sagði að honum loknum að ráðherrar EB, þeir sem „sömdu“ í Luxemburg, ætluðu vissulega að standa við það sem þeir hefðu sagt, en þeir ættu bágt. Það sem EFTA-ríkin töldu sig hafa gengið ffá í Luxemburg reyndist með öðmm orðum alls ekki ffá- gengið. Bágindi EB-ráðherranna felast í því að innan Evrópubanda- lagsins era menn hundóánægðir með meintan samning. Hér á landi höfðu menn haff á tilfinningunni að Spánvetjar einir væm með múður út af hugsanlegum samn- ingum um tollfijálsan aðgang fyrir fisk. Nú hefúr Jón Baldvin hins- vegar upplýst að þetta sé alls ekki svo. Bretar og Irar, jafhvel Þjóð- veijar, sem við höfum hingað til talið einarða stuðningsmenn okkar í þessu máli, séu hundfúlir. I fyrradag var haldinn fundur í sjávarútvegsnefnd Alþingis, að kröfu Steingrims J. Sigfússonar og Jóhanns Arsælssonar. Þar mætti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og gerði nefhdinni grein fyrir hvemig mál stæðu. Þá kemur i ljós að það sem menn höfðu ’talið frá- gengið þegar þeir komu ffá Lux- emburg var hreint ekki fast f hendi, hvað svo sem liður heitstrenging- um manna í Salzburg, og orðaði einhver það svo á dögunum að við værum aftur komnir á upphafsreit í þeirri skák sem nú væri tefld. _____ J ó n B a 1 d v i n hefur sagt að „bág- indi“ EB- ráðherranna séu innan- hússmál í ...... — Evrópu- bandalaginu. Það væri væntanlega gott og blessað ef satt reyndist. Flest bendir auðvitað til þess, að tefla verði að einhveiju leyti aflur þá skák sem hafin er, sem þýðir að þær glufur sem íslendingar og Norðmenn hafa opnað em ekki fullnægjandi fyrir nokkur aðildar- ríki EB. Þá munu hinir bágstöddu ráðherrar verða að snúa sér aftur að viðsemjendunum í EFTA og segja: Því miður, við komum mál- um ekki í gegn hjá okkur og getum þess vegna ekki staðið við sam- komulagið nema að fá á því breyt- ingar. Þetta er ósköp skiljanlegt og í Þrautir og bágindi EB- ráðherr- anna verða þá um leið milliríkja- mál og viðsemjendurnir þurfa að svara því hvort þeir geti gert ein- hverjar breytingar svo hægt sé að halda áfram. rauninni svipað og þegar kjara- samningar em felldir í verkalýðs- félögum hér heima. Þá leita samn- inganefndimar eftir nýjum samn- ingi við atvinnurekendur og verða að ná betri samningi en þeim sem felldur var. Þrautir og bágindi EB- ráðherranna verða þá um leið milliríkjamál og viðsemjendumir þurfa að svara því hvort þeir geti gert einhveijar breytingar svo hægt sé að halda áffam. Komi þessi staða upp verður Islendingum væntanlega sagt að þeir þurfi að borga aðeins meira fyrir tollfijáls- an aðgang að markaði. Þá má vel hugsa sér að beðið verði um fleiri þorskígildi eða þá að ekki verði komið í veg fyir að erlendir aðilar geti keypt hlutabréf í íslenskum sj ávarútvegsfyrirtækj um. Eitt af deilumálunum sem eftir er að leysa í þessum samningum, og einatt er —.................... farið með eins og aukaatriði í frásögnum hér á landi, varðar umferð vöra- flutningabíla um Alpana. Þannig hagar til að Austurríki og Sviss em ekki í Evrópubandalag- inu og girða þess vegna Ítalíu og Grikkland af ffá norðursvæðum þess, einkum Þýskalandi. Mjög stór hluti vömflutninga milli suð- ur- og norðursvæðanna verður því að fara um Alpana og imdanfarin ár hafa fiutningar með stómm vöraflutningabilum farið vaxandi. Vömflutningabílamir em gríðar- legir mengunarvaldar og væntan- lega ekki sist í þröngum fjalladöl- um Alpanna. Af þessum ástæðum er reynt að takmarka umferð þeirra um þetta svæði, enda þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá fyrir sér að ferðamannalandið Sviss, sem hefúr óhemju tekjur af heim- sóknum ferðamanna í fjallabyggð- imar, verður ekki jafn fysilegt til dvalar þegar mörg þúsund risastór- ir trukkar rymja í gegn um landið, sitt á hvað til norðurs og suðurs allan ársins hring. Það liggur í sjálfu eðli Evrópu- bandalagsins að stöðugt er verið að flytja iðnaðarvaming ffam og til baka. Þetta væri auðvitað ekki nema eðlilegt, ef einungis væri verið að flytja vörur af svæði A sem ekki væra ffamleiddar á svæði B og öfúgt. I anda hinna fijálsu viðskipta em allar vömr fluttar út um allar trissur. Þessu fylgja fima- legir flutningar og nú er meira að segja ætlunin að bæta við einni stórflutningaleiðinni í viðbót. Dan- ir og Sviar era að undirbúa smíði brúar yfir Eyrarsund. Böðvar Guð- mundsson fjallaði um dansk- sænska brúarsmíð í pistli sínum ffá Kaupmannahöfn í Þjóðviljanum 20. apríl sl. og sagði m.a: „Því gerðu Svíar nú bragð á hala sér og sömdu við verðandi bræðraþjóð sína í Efnahagsbanda- laginu, Dani, um að byggja með sér brú yfir Eyrarsund frá Málmey yfir Salthólma og þaðan til Ama- ger. Samningaviðræður sænskra og danskra stjómmálamanna um - þessa brú vom hespað- ar af í skyndi og ríkti þó nokkur ein- hugur, enda sósíaldemó- kratar við með stuðning heita eitthvað Nú, þegar samningar um EES sýnast vera á lokastigi, vekur auðvitað athygli manns hversu umhverfisfjandsamleg afstaða bandalagsins er. völd í Svíþjóð kommúnista (sem allt annað) og minnihlutastjóm hægrimanna i Danmörku fékk fúll- an stuðning danskra sósíaldemo- krata. Almenningur, og reyndar margir stjómmálamenn líka, tók fljótt við sér og hóf mikið andóf gegn Eyrasundsbrúnni. Þyngst vega þar auðvitað rök umhverfis- vemdarfólks, sem hefur bent á að mjög lítið hafi verið rannsakað hver áhrif brúin muni hafa á hið viðkvæma líf Eystrasaltsins, sem er eitt af óhreinustu höfúm heims vegna óheftrar mengunar frá Sov- étríkjunum og fyrrverandi leppríkj- um þeirra, sem hafa ausið eitraðri dmllu í hafið um árabil. Og enn háværari urðu umhverfisvemdar- raddimar þegar það varð lýðum ljóst að Eystrasaltsbrúin var ein- ungis helmingur þess sem Svíum lá á hjarta, það stendur nefnilega líka til að byggja brú yfir Femer- sundið milli Lálands og Þýska- lands. Svíar ætla nefnilega að leggja hraðbraut fyrir sig og sínar kúlu- legur og þeir ætla að leggja hana um Amager, Sjáland og Láland. í reynd þýðir þetta að mengun frá útblæstri bíla, ekki hvað síst stórra vömbíla, mun þrefaldast á Kaup- mannahafnarsvæðinu, og er hún þó nóg fyrir. Heil íbúðahverfi á Ama- ger munu hverfa undir hraðbraut- ina, og era þó íbúar Amager, eink- um í Kastrap og Dragðr plagaðir nóg fyrir.“ Nú, þegar samningar um EES sýnast vera á lokastigi, vekur auð- vitað athygli manns hversu um- hverfisfjandsamleg afstaða banda- lagsins er. Ég hef hér nefnt tvö af ágreiningsefnunum sem torleyst em á lokastigi. Annarsvegar vöra- bílaaksturinn og hinsvegar skipti á veiðiheimildum. Afleiðingum þess að láta undan í hinu fyrra hefur þegar verið lýst. Vegna hins síðara er ftóðlegt að vitna til greinar sem Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar ritaði í Morgun- blaðið fyrr á þessu ári og gera til- vitnunina að lokaorðum dagsins: „Nærtækasta dæmið em fisk- veiðar sem floti Evrópubandalags- ins hefúr stundað rétt utan 200 milna lögsögu Kanada. Það er Al- þjóðleg stofnun, Norðvestur- Atl- antshafsveiðiráðið sem fer_ með stjóm fiskveiða á því svæði. Ég tek sem dæmi að árið 1986 samþykkti NV- Atlantshafsfiskveiðiráðið að hámarksafli á landgmnninu utan 200 mílna lögsögu Kanada yrði um 40 þús. tonn. Þetta vildi Évrópu- bandalagið ekki sætta sig við og ákvað 100 þús._ tonna afla handa sínum skipum. I raun veiddu Evr- ópubandalagsríkin um 170 þús. tonn í stað þeirra 40 þús. tonna sem NV-Atlantshafsveiðiráðið hafði samþykkt. Árið 1989 sam- þykkti NV- Atlantshafsveiðiráðið að á framangreindum svæðum skyldi leyfilegur hámarksafli vera um 30 þús tonn. Sem fyrr vildi Evrópubandalagið ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og gaf út veiðileyfi fyrir rúmlega 50 þús. tonnum, sem er fimm sinnum meira en lögmætir stjómendur fiskveiða þama höfðu samþykkt. hágé. \ \ \ 1) j " A , l « . .-frSregjHjBBBjSr^ * I • | 1 í i i; • 1 1 1 1 /_* 1 . I * —* f ! i I I I [ 1 - f y II 1 ^ F ^ fí C ll Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.